Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1996, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1996, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1996 13 Fréttir Stefnir í metár hjá Bláa lóninu DV; Suðurnesjum: „Það var geysilega góð aðsókn hjá okkur í vetur. Miklu fleiri gestir hafa komið til okkar fyrstu fjóra mánuöi þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Auking hátt í 25% Við erum mjög sáttir við þessa fjölgun," sagði Grímur Sæmundsen, fram- kvæmdastjóri Bláa lónsins, í sam- tali við DV. Gott tíðarfar í vetur hefur orðið til þess að gestum hefur fjölgað mjög í Bláa lóninu og virðist stefna í gott ár í þar. Gestir lónsins hafa getað flatmagað að undanfórnu og sleikt sólina. í fyrra fóru 125 þúsund gestir í lónið, en miklu fleiri gestir koma til að skoða athafnasvæði lónsins og taka myndir af lóninu. ÆMK. Fréttamaður DV rakst á þennan fríða hóp um helgina. ÆMK. Sumarskólinn sf. i í s Tónlistarhefðin rík á Seyöisfiröi Skólinn hefet 31. maí og lýkur 3. júlf. Kennt verður á kvöldin í Háskóla íslands. Skólagjald er kr. 12.900 fyrir einn áfanga, en kr. 18.900 fyrir tvo áfanga. Nemendur mega mest taka tvo áfanga. Innritun verður virka daga frá 20.-29. maí kl. 16:30-19:00 f Menningarmiðstöðinni í Gerðubergi. Nánari upplýsingar fást í símum 565-6484 og 564-2100. DV, Seyðisfirði: Alla öldina hefur löngum verið miklu blómlegra tónlistarlif á Seyð- isfirði heldur en stærð bæjarins gæfi tilefni til að álykta að væri. Ástæðan er sú að hér hafa löngum starfað og dvalið snjallir listamenn á þessu sviði. Engin þörf að nefna nöfn. íbúarnir og raunar þjóðin öll hefur notið og nýtur þess ennþá. Núverandi skólastjóri Tónlistar- skólans er Einar Bragi Bragason og hefur unnið hér gott starf í tvo vet- ur. Með honum kenna þar María Gaskell, ensk stúlka, og Aðalheiður Borgþórsdóttir. Þau hafa nú á vor- dögum efnt til hinna árlegu vortón- leika skólans og voru þar efnilegir tónlistarmenn á ferð, sem báru því vitni að hafa haft góða leiðsögn. Á vegum skólans var haldið mót með þátttöku allflestra bamakóra á Austurlandi. Það tókst mjög vel og var Seyðfirðingum til sóma. Kór- stjórinn Aðalheiður Borgþórsdóttir annaðist allan undirbúning og hafði af þessu mestan veg og vanda. Um síðustu helgi var haldið hér lúðrasveitamót með þátttöku lúðra- sveita frá Neskaupstað og Seyðis- firði. Þær eru auk Hornafjarðar einu starfandi lúðrasveitir á Aust- urlandi. Hinir ungu blásarar höfðu af þessu bæði lærdóm og skemmtun enda margt sér til gamans gert. J.J. Hólmavík: Mikill stuðningur við björgunarsveitina DV, Hólmavík: Eins og undanfarin sumur verður Sumarskólinn sf. með kennslu í fjölmörgum firamhaldsskólaáföngum. Yfir 40 áfangar verða í boði. Kennt verður samkvæmt námskrá Menntamálaráðuneytisins. Allir áfangar eru matshæfir. Aðstandendur björgunarsveitar- innar Dagrenningar á Hólmavík hafa ekki setið auðum höndum síð- ustu missirin. Þeir hafa verið að endurbæta og innrétta fyrir starf- semi sína eitt af elstu húsum staðar- ins, svonefnt Magnúsar Lýðssonar hús. Því starfi er langt frá því að vera lokið. í vor festi björgunarsveitin kaup á gúmbjörgunarbáti af Godias gerð. Hann er með 40 ha. vél og ganghraði er á milli 20 og 30 mílur. Báturinn er með þeim staðlaða búnaði sem Slysavarnafélag íslands ætlast til að sé til staðar í slikum bátum. Kostaði báturinn tæpa eina milljón króna. Ýmsar fjáröflunarleiðir eru við- hafðar til að kosta viðhald á húsi og kaup á búnaði. Margir tóku þátt i því, ungir sem aldnir. Þrjú börn héldu hlutaveltu til fjáröflunar og gáfu alla innkomuna til kaupa á björgunarbátnum. GF Þau héldu hlutaveltu, frá vinstri: Gunnar Traustason, Tinna Rut Björnsdóttir og Unnur Ingimundardóttir. DV-mynd GF SeyöisQöröur: Nýtt fyrirtæki með hópferðabíla DV, Seyðisfirði: Nýlega var stofnað hér einka- hlutafélag um rekstur, sem hlaut nafnið Ferðaþjónusta Austurlands, og er starfssviðið fólksflutningar á landi og bílaviðgerðir. Ferðaþjón- ustudeild hjá vélsmiðjunni Stáli hefúr áður sinnt slíkri þjónustu. Formlega var stofnunin kunn- gjörð í smáfagnaði 18.maí á Öldu- götu 16, en það mun vera elst þeirra húsa í kaupstaðnum, sem ennþá eru í daglegri notkun. Þetta hús hefur gegnt margs konar hlut- verkum töluvert á aðra öld. Senni- lega er húsið einna þekktast undir - eða af nafninu Meyjaskemman - sem það hlaut á síldarárunum á sjöunda áratugnum. Þama bjuggu lengi sildarstúlk- umar af Haföldunni þau árin þeg- ar ennþá var stemming í síldar- vinnunni og þarf engum getum að leiða að því, að svo sannarlega blómstraði rómantíkin urídir hlíð- um Bjólfsins ekki síður en í Hvanneyrarskálinni. Aðaleigendur Ferðamiðstöð Austurlands era Austfar, Theódór Blöndal, bræðurinir Bergur, Emil og Sigurður Tómassynir og Sig- mar Svavarsson. Theódór er for- maður stjómar en Bergur fram- kvæmdastjóri. Hlutafé er 5 millj- ónir. Bílaeign nú er 5 fólksflutn- ingavagnar með 160 sættun. Starfs- menn em 5 og er starfsemin haíin. J.J. 895 KR VERH IMBBÆKUR handa fólki sem kann að meta valdar bæknr Ótrúlega ódýrar og ennþá ódýrari í áskrift er 550 5000 URVALS sogur im m msm SABA ÓE SANNKALLAÐAR ÚRVALSBÆKUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.