Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1996, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 1996 Fréttir Yngstu ökumennirnir í langstærsta áhættuhópnum í umferöinni: Þetta eru hræðilegar staðreyndir en ekki nýjar - segir Óli H. Þóröarson, framkvæmdastjóri Umferöarráðs Ökumenn á aldrinum 17-18 ára eru í langstærsta hópi ökumanna sem valda umferðarslysum sam- kvæmt skýrslu Umferðarráðs um umferðarslys á íslandi' árið 1995. Samkvæmt skýrslunni eru öku- menn 17-20 ára einnig mesti áhættuhópurinn því samkvæmt meðaltali eru langflestir slasaðra og látinna í umferðinni á þessum aldri. Á síðustu 10 árum hafa 2623 öku- menn á aldrinum 17-20 ára slasast eða látist í umferðarslysum á Ís- landi. I ár hafa orðið fjögur banaslys í umferðinni og hafa þeir látnu allir verið 17 ára. Sama sagan um allan heim „Þetta eru hræðilegar staðreynd- ir en ekki nýjar. Þetta er alls ekki bundið við Island því það er sama sagan um allan heim. Það er alveg ljóst að þessi aldurshópur er langstærsti áhættuhópurinn í um- ferðinni. Sérstaklega eru það 17 og 18 ára ökumenn sem lenda í slysum í umferðinni og eiga aðild að þeim samkvæmt þessari könnun okkar sem er gerð samkvæmt lögreglu- skýrslum," sagði Óli H, Þórðarson, framkvæmdastjóri Umferðarráðs, í samtali við DV í gær. í skýrslunni kemur fram að í fyrra voru 40% ökumanna, sem aðild áttu að um- ferðarslysum, 18 ára gamlir og 19% þeirra voru 17 ára. „Það er margt sem veldur því að yngstu bílstjórarnir lenda oftast í umferðarslysum. Þeir eru að sjálf- sögðu reynsluminni en þeir sem eldri eru og keyrt hafa í lengri tíma. Auk þess eru þeir meira á ferðinni því það er mest spennandi aö rúnta um á bílunum þegar menn eru ný- komnir með bílpróf. Það virðist samkvæmt könnuninni sem 17 ára bílstjórarnir fari þó hægar en þeir sem eru árinu eldri og einbeiti sér 24 ^mmmm 28 24 27 21 17 12 24 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1348 1 1099 gsy..-. 228 n 21 betur í akstrinum. Það er eins og þeir sem eru 18 ára og hafa keyrt í eitt ár slaki á einbeítingunni og þeim finnist þeir vera öruggari og betri bílstjórar en þeir raunveru- lega eru. Það tekur í langflestum til- fellum mörg ár að fá reynslu í um- ferðinni. En það er hræðilega slá- andi staðreynd að þeir fjórir sem látist hafa í umferðinni á þessu ári eru allir 17 ára. Hið jákvæða, ef svo má segja, er að samkvæmt meðal- talsreglunni hafa mun færri látist í ár en að meðaltali á sama tíma árin áður. Að meðaltali látast 23 á ári í umferðarslysum en nú þegar árið er u.þ.b. hálfnað hafa fjórir látist," sagði Óli enh fremur. Reynum alltaf að ná til ungs fólks „Við hjá Umferðarráði erum alltaf að reyna að ná til ungs fólks og sýna því fram á þessar hræðilegu staðreyndir. Við höfum haft gott samstarf við kvikmyndahúsin og sýnt frá umferðarslysum í auglýs- ingatíma á undan kvikmyndum því þar er stærsti markhópurinn ungt fólk. Við höfum einnig verið með gott samstarf við handboltafélög á leikjum þeirra. Nýjasta herferð okk- ar er samstarf við Hitt húsið í Aðal- stræti þar sem ungt fólk hefur verið að hugleiða þessi mál með okkur. Við lítum bjartsýnisaugum til þess að þetta unga fólk geti hjálpað okk- ur að finna lykil, ef svo má segja, að þessum aldurshópi." Þyngjum ökunám og aksturspróf „Það sem við stöndum frammi fyrir hjá Umferðarráði er að við erum ábyrgir fyrir akstursprófum. Við munum halda áfram samstarfi við ökukennara. Það þarf greinilega að fara fram sífellt markvissari öku- kennsla og þyngri próf. Við erum komnir inn á þá braut því við höf- um þyngt mjög aksturspróf og ætl- um að halda því áfram,“ sagði Óli. -RR Dagfari Seinheppinn stuðningsmaður Það varð uppi fótur og fit á Ak- ureyri á dögunum þegar Pétur Kr. Hafstein heimsótti höfuðstað Norðurlands og opnaði þar kosn- ingaskrifstofu. Ekki var uppnámið út af komu forsetaframbjóðand- ans, enda maður lítillátur og hóg- vær og gætir þess vel að láta fara sem minnst fyrir sér. Pétur Kr. Hafstein hefur nú þegar getið sé gott orð fyrir ummæli sín í sjón- varpsauglýsingu, þar sem hann segir að hann muni sem forseti ís- lands leggja ríka áherslu á stöðu embættisins gagnvart ríkisvald- inu, án þess að taka frekar fram hvað hann meinar með því. Þannig eiga menn að tala þegar þeir eru komnir í framboð. Hafa á takteinum frasa sem segja allt, án þess að segja nokkuð. Móðga eng- an einstakling með þvi að tala til þjóðarinnar. Þá hlýnar okkur öll- um um hjartaræturnar og fram- bjóðendunum líka. Hjartaræturn- ar í Ólafi Ragnari og þeim báðum hjónum eru til dæmis að hlýna með hverjum deginum. Nei, það var ekki vegna Péturs frambjóðanda sem uppi varð fótur og fit á Akureyri. Það sem gerðist var að stuðningsmaður Péturs fyr- ir norðan gaf út yfirlýsingu um að nú væru konur búnar með kvót- ann á Bessastaði. Þjóðin vill ekki konur, bara karla, sagði þessi gal- vaski og eldheiti stuðningsmaður Péturs Hafstein. Nú, nú, sögðu fjölmiðlar og jafn- réttissinnar og kvenréttindakon- ur. Eru kosningarnar að snúast upp í kynjamisrétti? Er verið að segja kkjósendum að nú eigi að kjósa karl af því að konur hafi ekki veiðileyfi á Bessastaði? Hvers slags er þetta? Auðvitað er þetta hárrétt hjá stuðningsmanni Péturs. Konur eiga ekkert erindi á Bessastaði eft- ir að Vigdís er búin að vera þar í sextán ár. Nú er röðin komin að karli með tippi og konur eiga að skilja þetta og hafa vit á því að vera ekki að keppa að kosningu. Þeirra kvóti er búinn í bili. Vandinn er hins vegar sá að þetta má ekki segja upphátt og frambjóðendur verða að brýna fyr- ir stuðningsmönnum sínum að segja ekkert sem stuðar og móðgar og leggja áherslu á þær áherslur sem frambjóðandinn sjálfur hefur boðað í sjónvarpsauglýsingum; að hann leggi mesta áherslu á þátt embættisins gagnvart ríkisvaldinu og stjórnarskránni. Stuðnings- mennirnir þurfa alls ekki að hafa neina hugmynd um það hvað þessi frasi þýðir, enda alls ekki vitað hvort frambjóðandinn skilur hann sjálfur. Aðalatriðið er að halda sig á mottunni. Pétur Kr. Hafstein lenti náttúr- lega i mestu vandræðum með þessa ótímabæru en heiðarlegu yf- irlýsingu sem stuðningsmaður hans asnaðist til í hreinskilni sinni og barnaskap að láta í ljós. Stuðningsmaðurinn vissi ekki bet- ur en að þetta hefði verið margrætt og viðurkennt í innsta hring þeirra stuðningsmannanna en það hafði gleymst að segja við hann að svona segir maður ekki upphátt. Og þess vegna hefur Pét- ur þurft að afneita þessari yfirlýs- ingu og segja að nú muni hann leggja mesta áherslu á þýðingu for- setaembættisins gagnvart jafnrétt- inu, sem einnig er getið í stjórnar- skránni. Famvegis mun hann gæta þess að stuðningsmenn hans haldi sig til hlés og láti frambjóðandann einan tala. Það verður að koma í veg fyrir að ótíndir stuðnings- menn eyðileggi kosningabaráttuna með því að segja sannleikann. Sannleikurinn getur komið bestu mönnum í koll. Sérstaklega ef þeir hafa ekki taumhald á stuðningslið- inu. Frambjóðendur verða að vanda val sitt á stuðningsmönnum til þess að þeir missi ekki eitthvað út úr sér sem frambjóðandinn var bú- inn að segja þeim. Annars fer illa. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.