Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1996, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 1996 KOSNING UTAN KJÖRFUNDAR vegna forsetakjörs 1996 flyst í Fjölbrautarskólann við Ármúla mánudaginn 3. júní og verður opið þar alla daga frá 10.00-12.00,14.00-18.00 og frá 20.00-22.00. Sími á kjörstaðnum er 568-5416, opinn á sömu tímum. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK Kandí, heildverslun ehf. Pöntunarsímar: 564-3288 og 85-23299 SVARK^M! •• 903 * 5670 •• Aöeins 25 kr. mínútan. Sama verö fyrir alia landsmenn. UTBOÐ F.h. Hitaveitu Reykjavíkur og Símstöðvarinnar í Reykjavík er óskað eftir tilboðum í verkið „Kópavogur, endurnýjun 1996 - Álfhólsvegur og Brekkur". Endurnýja skal um 700 m af DN 400 mm stofnæð í stokki með foreinangraðri stálpípu. Auk þess skal endurnýja um 1500 m af dreifikerfislögnum hitaveitu. Verklok eru 30. september 1996. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri gegn 15.000 kr. skilatr. Opnun tilboða: fimmtud. 13. júní 1996 kl. 15.00 á sama stað. hvr 85/6 F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavfk er óskað eftir tilboðum í verkið: Gullinbrú - Vesturlandsvegur. Göngustfgur. Helstu magntölur: Uppúrtekt 5.600 m3 Fylling 8.000 m3 Malbik 6.750 m2 Ræktun 7.000 m2 Verkinu skal lokið fyrir 20. sept. 1996. Útboðsgögn fást á skrifstofu vorri frá þriðjud. 4. júní nk. gegn 10.000 kr. skilatr. Opnun tilboða: miðvikud. 19. júní 1996 kl. 14.00 á sama stað. gat 86/6 F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskað eftir tilboðum í verkið: Skiptistöð SVR í Kvosinni, gatnagerð og frágangur. Helstu magntölur: Upprif svæðis og afrétting 2.200 m2 Púkk og undirb. f/malbikun 900 m2 Snjóbræðsla og steinlögn 1.500 m2 Granítkantar, grásteinskantar og grásteinshleðsla 350 m Yfirborðsfrágangi aksturssvæða skal lokið 3. ágúst 1996. Verkinu skal að fullu lokið 14. sept. 1996. Útboðsg. fást á skrifst. vorri frá þriðjud. 4. júní nk. gegn 10.000 kr. skilatr. Opnun tilboða: fimmtud. 13. júní 1996 kl. 14.00 á sama stað. gat 87/6 F.h. Gatnamálastj. í Reykjavík er óskað eftir tilboðum í verkið: Sóltún, 1. áfangi. Verkið skal vinnast í sumar og vera lokið 1. sept. 1996. Helstu magntölur: Gröftur 6.000 m3 Fyllingar 5.770 m3 Púkk 410 m3 Mulningur 630 m2 Lagnir 0250 333 m Lagniro101 101 m Útboðsg. fást á skrifst. vorri frá miðvikud. 5. júní gegn 10.000 kr. skilatr. Opnun tilboða: þriðjud. 18. júní 1996 kl. 11.00 á sama stað. gat 88/6 F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskað eftir tilboðum í verkið: Hverfisgata - tvístefna, jarðvinna, lagnir og yfirborðsfrágangur. Helstu magntölur: Gröftur 1.600 m3 Holræsalagnir 250 m Fylling 1.200 m3 Hellu-og steinlögn 1.500 m2 Grásteinskantur 600 m Verkinu skal að fullu lokið 1. sept. 1996. Útboðsg. fást á skrifstofu vorri frá þriðjud. 4. júní nk. gegn 10.000 kr. skilatr. Opnun tilboða: fimmtud. 13. júní 1996 kl. 11.00 á sama stað. gat 89/6 ------------------------------------------ INNKAURASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 552 58 00 - Fax 562 26 16 Utlönd Geislalækningar í lið með konunum Sérfræðingar binda miklár vonir við að geislalækningar komi að góðu gagni í baráttunni við tvo helstu skaðvalda heilsu kvenna, brjóstakrabbamein og hjartasjúk- dóma. „Geislalækningar eru sársauka- laus, örugg, nákvæm og ódýr leið til að greina sjúkdóma, segja til um horfur og til lækninga,“ sagði Na- omi Alazraki, aðstoðarforstjóri geislalækningadeildar Emory há- skólasjúkrahússins í Atlanta, á ráð- stefnu sérfræðinga sem haldin er i Denver um þessar mundir. Um sjö þúsund manns sitja ráðstefnuna. I geislalækningum er notað mjög lítið magn geislavirkra efna, ekki meira en fjórum sinnum sú geislun sem maður verður fyrir með því að búa t.d. eitt ár í Denver, að sögn Alazraki. Vísindamenn sem sækja ráðstefn- una munu m.a. kynna framfarir í greiningu á brjóstakrabba og í því að greina á milli góðkynja og illkynja æxla. Geislalækningar eru notaðar til að taka mynd af brjóstinu. Verið er að skoða hvort ekki sé hægt að beita þessari aðferð samhliða hefð- bundinni brjóstamyndatöku þegar niðurstöður þeirrar síðarnefndu eru ekki nógu afgerandi. Beðið er eftir samþykki bandaríska lyfiaeftirlits- ins við þessari nýju aðferð. Brjóstakrabbi er algengasta teg- und krabbameins meðal banda- rískra kvenna og eru um 2,6 millj- ónir þeirra með sjúkdóminn. Þar af veit helmingurinn það ekki. Þá koma geislalækningar einnig að gagni við að finna hjartasjúk- dóma með þvi leggja læknum lið við að ákvarða hvaða konur eru í áhættuhópi og hverjar ekki. Reuter Abel Matutes, utanríkisráöherra Spánar, t.v., ræðir hér við Malcolm Rifkind, breskan starfsbróður sinn, á fundi utan- ríkisráðherra NATO í Berlín í gær. Enre Gonensay, utanríkisráðherra Tyrkja, er í forgrunni. Símamynd Reuter Hlutverk Evrópuríkja í NATO aukið á sögulegum fundi: Skref til stækkunar næsta ár Sögulegt samkomulag um aukið hlutverk Evrópuríkja í Atlantshafs- bandalaginu var samþykkt á fundi utanríkisráðherra aðildarríkjanna í Berlín í gær. Horfið verður frá því að einskorða hlutverk bandalagsins við varnir eins og hingað til og má búast við fleiri aðgerðum eins og þeim í Bosníu. Warren Christopher, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, átti fund með utanríkisráðherrum fyrrum austan- tjaldslanda seint i gærkvöldi þar sem hin nýja staða var rædd. Fyrir fund- inn höfðu bandarískir embættis- menn áhyggjur af því að ráðherrar væntanlegra aðildarríkja myndu túlka samkomulagið svo að kastljós- inu yrði framvegis beint meira að innri málefnum en stækkun í austur- átt. En á fundinum lýstu margir ráð- herranna sig samþykka samkomu- laginu þar sem það auðveldaði stækkun og sýndi að bandalagið gæti aðlagast breyttum aðstæðum. Bandarísku embættismennirnir voru hissa á að ráðherrar fyrrum austantjaldslanda skyldu ekki minn- ast einu orði á rússnesku kosning- arnar en Rússar hafa lýst sig mót- fallna stækkun NATO í austurátt. En ráðherrarnir voru fullvissaðir um að áætlanir um stækkun væru óbreytt- ar og að almennt væri talið að stór skref yrðu stigin í þá átt strax á næsta ári. Reuter Hreindýrahirðar og sjómenn byrjaðir að kjósa í Rússlandi: Jeltsin hefur unnið upp forskot Zjúganovs FORSETAKAPPHLAUPIRUSSLANDI Boris Jeltsín hefur unnið upp forskot aðalkeppinautar síns, kommúnistans Gennadís Zjúganovs, í skoðanakönnunum um fylgi forsetaframbjóðendanna. Boris Jeltsín Gennadí Zjúganov • Kannanir byggðar á 6 þúsund manna úrtakiFélagsvísindastofnunar þingræðisins (ISP) REUTERS Boris Jeltsín Rússlandsforseti þótti bæta ímynd sína í gær þegar forsetar Georgíu, Armeníu og Azer- baídsjan undirrituðu samstarfssam- komulag rikjanna á Kákasussvæð- inu. Háttsettur rússneskur embætt- ismaður sagði síðan að friðarvið- ræður Rússa og Tsjetsjena hæfust á ný í dag en þeim var frestað yfir helgina. í fyrmefndu samkomulagi eru skörp skilaboð til Tsjetsjena þar sem herská aðskilnaðar- og trúar- stefna og aðskilnaðartilhneigingar þjóðarbrota eru fordæmdar. Helsti tilgangur samkomulagsins er talinn vera að blása vindi í kosn- ingasegl Jeltsíns fyrir forsetakosn- ingarnar 16. júní. Jeltsín hefur þeg- ar tekið forystu á Gennadí Zjúganov í mörgum skoðanakönnunum. í gær náði hann síðan Zjúganov í skoð- anakönnun Félagsvísindastofnunar þingræðisins, ISP, en það er síðasta stofnunin til að sýna þá þróun. Mældust þeir hnífjafnir, með 36 pró- senta fylgi hvor. Stofnunin var sú eina sem spáði sterku fylgi þjóðern- issinnans Zhirínovskís í þingkosn- ingunum og nýtur því nokkurs trú- verðugleika meðal annars óáreiðan- legra könnunaraðila í Rússlandi. Hreindýrahirðar á heimskauta- svæðum Rússlands gengu að kjör- kössunum um helgina en vegna leysinga á túndmnum varð að flytja atkvæðaseðla þeirra með þyrlu. Hirðarnir og sjómenn í hafnarbæj- um við Eystrasalt og Kyrrahaf eru þeir fyrstu til að kjósa í hinu gríðar- stóra landi, sem nær yfir 11 tíma- belti, en utankjörfundaratkvæða- greiðsla hófst á laugardag. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.