Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1996, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1996, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 1996 Fréttir Sala Akranesbæjar á hlutabréfum í Þ&E hf: Félagsmálaráðuneytið úrskurðar söluna löglega DV, Akranesi: Félagsmálaráðuneytið hefur úr- skurðað vegna kæru sem Bjarni Sveinsson á Akranesi, einn hluthafa í Skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts hf., sendi til ráðuneytisins og fjallaði um sölu hlutabréfa bæjarins í skipa- smíðastöðinni til ÍÁ- hönnunar. Bjarni taldi m.a. að bæjarráð hefði brotið jafnræðisreglu stjórnsýslu- réttarins gagnvart honum, öðrum íbúum Akraneskaupstaðar og Sveinafélagi málmiðnaðarmanna á Akranesi þegar bærinn auglýsti bréf- in ekki til sölu né auglýsti eftir um- sóknum um styrki úr bæjarsjóði. Það var gagnrýnt að hlutabréfin höfðu verið seld á lægra verði en gengur og gerist og kom fram í máli forráðamanna bæjarins að sala bréf- anna til ÍÁ-hönnunar á svo lágu verði hefði verið í formi styrkveit- ingar. Félagsmálaráðuneytið gagnrýnir þessa styrkveitingu. Hún hefði getað orðið til þess að raska samkeppnis- stöðu fyrirtækja og bæjarráð hefði átt að setja þá skulbindingu að ef ÍÁ- hönnun seldi bréfin aftur innan ákveðins tíma bæri að endurgreiða styrkinn. Ráðuneytið telur hins veg- ar að þessar aðfinnslur séu ekki til þess fallnar að ógilda ákvörðunina. Þá telur ráðuneytið það aðfinnslu- vert að ákvörðun bæjarráðs 29. des- ember 1995 var framkvæmd áður en bæjarstjórn samþykkti hana form- lega. í lokin segir að það sé niðurstaöa ráðuneytisins að ekki séu efni til að ógilda ákvarðanir bæjarráðs Akra- neskaupstaðar frá 29. desember 1995 og bæjarstjórnar frá 16. janúar 1996 um sölu hlutabréfa í Skipasmiða- stöð Þ&E til ÍÁ-hönnunar. Sama gildi um styrkveitingu sveitarfé- lagsins til ÍÁ- hönnunar, þrátt fyrir aðfinnslur varðandi form og að- finnslur varðandi það að ákvörðun bæjarráðs hafi verið framkvæmd áður en formlegt samþykki bæjar- Kvótakaupanefnd í Reykjanesbæ: Ekki fjárdráttur en óreiða í bókhaldi DV, Suðurnesjum: Miklar umræður urðu á bæjar- stjórnarfundi Reykjanesbæjar ný- lega þegar ársreikningar kvóta- kaupanefndar og kvótakaupasjóðs Keflavíkur árin 1992-’93-’94 voru til umræðu. Þeir voru áritaðir án álits endurskoðenda bæjarins þar sem fylgiskjöl vantaði upp á rúmar 12 milljónir króna. Endurskoðandi tel- ur að gögnin séu glötuð. Ellert Eiríksson, bæjarstóri Reykjanesbæjar, sagði á fundinum að nefndin hefði ekki skilað af sér bókhaldsgögnum fyrr en í maí 1995 fyrir árin umræddu og árið 1994 voru mannaskipti í nefndinni. Hann segir að samkvæmt samtali við end- urskoðanda reikninga hafi ekki ver- ið um fjárdrátt að ræða heldur óreiðu í bókhaldi. Sólveig Þórðardóttir bæjarfulltrúi lagði fram bókun fulltrúa G-listans. „Það fer ekki á milli mála að stjórn kvótakaupanefndar hefur ekki valdið hlutverki sínu. Það að ekki hefur verð skilað ársreikning- um og skýrslu fyrir hvert ár er for- kastanlegt. Aðhald og eftirlit af bæj- arins hálfu hefur greinilega verið í molum. Skortur á fylgiskjölum og að fyrirspurnum endurskoðenda sé ekki svarað er alls ekki viðunandi. Það er krafa okkar að farið verði nánar ofan í þetta mál og sjóðurinn gerður upp þannig að fram komi hvaða fjármunum hefur verið varið í hann og hverju hann hefur skilað. Bæjarstjórn verði gerð grein fyrir stöðu sjóðsins sem fyrst,“ segir í bókun G-listans. Jónína Sanders, formaður bæjar- ráðs Reykjanesbæjar, lagði til að fresta afgreiðslu á reikningum kvótakaupasjóðs þar til ársreikning- ur sjóðsins fyrir árið 1995 liggur fyr- ir og var tillaga Jónínu samþykkt. Á fundinum kom fram að tals- verður hagnaður varð af kvóta- kaupasjóði eða á milli 10 og 12 millj- ónir. -ÆMK stjómar lá fyrir, og úrskurðar ráðu- neytið að ákvarðanir bæjarráðs og bæjarstjórnar séu gildar. -DÓ Jan Henry Svartsýnn á lausn Jan Henry T. Olsen er ekki eins bjartsýnn á að samningar náist í smugudeilunni og Halldór Ásgríms- son utanríkisráðherra. Eftir að Halldór og sjávarútvegsráðherra Rússlands, Vladimar Korelskí, höfðu átt viðræður sagðist Halldór bjartsýnn á að samið yrði í smugu- deilunni mun fyrr en menn gerðu T. Olsen: smugudeilunnar ráð fyrir. Norska blaðið .Aftenposten greindi frá því á laugardag aö Jan Henry T. Olsen hefði ekki tekið undir það með Halldóri að samn- ingar næðust mun fyrr en menn gerðu ráð fyrir. Talað hefur veriðum að Islendingum verði boð- inn 12.000 tonna kvóti. -DÓ 9 jtölsk sófasett 3 sœta sófar og 2 stólar. jCeóur eða tauáklœóí. Margír litir u TM - HÚSGÖGN ^^0 /%1 Sí&umúla 30 - sími 568-68-22 V Opið mánudaga til föstudaga 9-1 laugardaga 10-16 - suuuud. 14 \ Staðgreitt 600 tölvur á 45 dögum! Örgjörvi: PowerPC 603 RISC Tiftíöni: 75 megarið Vinnsluminni: 8 Mb Skjáminni: 1 Mb DRAM Harðdiskur: 800 Mb Geisladrif: Apple CDóOOi (fjórhraða) Hátalarar: Innbyggóir tvíóma hátalarar Skjár: SambyggðurApple 15" MultiScan Diskadrif: Les gögn af Pc disklingum Fylgir með: Sjónvarpsspjald sem gerir kleift að horfa á sjónvarpið í tölvunni auk þess sem hægt er aó tengja við hana myndbandstæki eða upptökuvél, taka upp efni, vinna meó það og setja eigin myndir í mismunandi skjöl. Composite og S-VHS inngangar. Fjarstýring Mótald með faxi og símsvara Hnappaborð: Apple Design Keyboard Stýrikerfi: System 7.5.1 sem að sjálfsögðu er allt á íslensku Hugbúnaður: Hið fjölhæfa ClarisVíbrks 30 sem einnig er á íslensku. í forritinu er ritvinnsla, töflureiknir, tvö teikniforrit, gagnagrunnur og samskiptaforrit É-Apple-umboðið Skipholti 21 • Sími 511 5111 • Heimasíðan: http://www. apple. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.