Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1996, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1996, Blaðsíða 14
14 veran ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 1996 jLj’V [ Egilsstaðir íþrótta- og leikjanámskeiö Hattar og Egilsstaöabæjar hefst 10. júní. Nú verður reynt að auka framboð fyrir börn bæjar- ins á aldrinum 7-12 ára og má segja að námskeið verði í gangi í allt sumar. Sumrinu er skipt upp í þrjú tímabil, 10. júní til 2. júií, 4. júlí til 30. júlí og 8. ágúst til 23. ágúst. Þá mun frjálsíþróttadeild Hattar standa fyrir æfingum í frjálsum íþróttum í allt sumar fyrir 9 ára og eldri. Vestmannaeyjar í Vestmannaeyjum verður íþróttafélagið Þór með íþrótta- skóla fyrir 6-12 ára og Knatt- spymufélagið Týr verður með knattspyrnuskóla fyrir 5-12 ára. Golfklúbbur Vestmanna- eyja býður upp á ókeypis golf- kennslu í allt sumar fyrir börn og unglinga. Ungmennafélagið Óðinn býð- ur upp á leikjanámskeið og æf- ingar í frjálsum íþróttum, Björgunarfélag Vestmannaeyja | stendur fyrir ókeýpis kennslu í fjallamennsku og sprangi og skólagaröar verða starfræktir. Þá mun Landakirkja standa fyrir Vordögum í'Landakirkju fyrir 6-9 ára og eru þeir þegar hafnir. Seltjarnarnes Grótta sér um leikja- og æv- | intýranámskeið í sumar fyrir börn á aldrinum 6-12 ára og ; verða smíðavellir reknir í tengslum við það starf en félag- ið starfrækir einnig knatt- spyrnuskóla. Boðið verður upp á námskeið í klettaklifri í íþróttamiðstöð- Sinni en þar verður farið i grunnþætti klifurmennsku. Þá munu verða haldin tvö leikja- námskeið á vegum Seltjarnar- neskirkju. Hafnarfjörður Æskulýðs- og tómstundaráð Hafnarfjarðar sendi frá sér bæklinginn Hafhfirsk æska en þar er fjallað um allt sem krakkar í Hafnarfirði geta tekið sér fyrir hendur í sumar. Af nógu er að taka en viö nefnum sérstaklega leikjanám- j skeið Félagsmiðstöðvarinnar Versins í Hvaleyrarskóla. Um j; er að ræða fjögur heils dags námskeið sem standa yfir í tvær vikur í senn frá kl. 9 til 16 en boðið er upp á gæslu frá 8-9 og 16-17. Hámarksfjöldi þátttakenda á hverju námskeiði er 30 og er gert ráð fyrir 3-5 plássum fyrir börn með sérþarfir á hvert námskeið. Selfoss Á Selfossi er boðið upp á fjöl- mörg námskeiö í sumar og koma deildir Umf. Selfoss þar m.a. við sögu. Þá verður Styrk- ur, líkamsræktar- og lista- smiðja, með námskeið fyrir börn 6-16 ára og Leikfélag Sel- foss verður með listasmiðju fyr- ir aldurshópinn 10-12 ára. Eins verður Hestamannafélagið Sleipnir með reiðnámskeið, svo að fátt eitt sé nefnt. Akureyri fjölbreytt starf verður fyrir krakkana á Akureyri í sumar og koma þar margir við sögu, m.a. íþróttafélögin KA og Þór. Þá verður Skátafélagið Klakkur með útilífsskólann og hand- verks- og tómstundastöð er að Dalsbraut 1. Reiðnámskeið verður að Hamraborgum. Mosfellsbær Vinnuskóli verður starfrækt- ur í Mosfellsbæ og einnig skóla- garðar. Ungmennafélagið Aftur- elding stendur fyrir öflugu starfi og golfklúbburinn Kjölur stendur líka fyrir barna- og unglingastarfi. Berglind Stella Benediktsdóttir, 5 ára: Skemmtilegast að fara í bílana Daníel Örn Jóhannesson fer til Vestmannaeyja í sumar en Andrés Sverrir Ár- sælsson til Akureyrar. DV-mynd GS Ungir og efnilegir íþróttamenn: Frjálsar íþróttir Systurnar Hulda Björk og Berglind Stella Benediktsdætur og Arna Bára Karlsdóttir fóru í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn, skoðuðu dýrin og fóru í hin ýmsu tæki. DV-mynd GS Bræður á leið í sveitina: Sveitasælan og unglingavinnan og knattspyrna Bræðurnir Sverrir Guðmundur og Gísli Magnús Torfasynir eru á leiðinni í sveitina til hennar ömmu sinnar en hún býr að Ballará í Dala- sýslu. Strákarnir fara þangað á hverju sumri og svo verður einnig í ár. Gísli Magnús, 10 ára, ætlar að vera þar í hálfan mánuð en Sverrir Guðmundur, 14 ára, lætur sér nægja eina viku fyrir vestan. Hann er reyndar að fara í unglingavinnuna í Reykjavík og getur því ekki veriö þar eins lengi og litli bróðir. Gísli Magnús segir að hann fari hugsanlega einnig í sumarbúðir og bætir því við að pabbi sinni heimti það! Hvort það er satt eða ekki skal ósagt látið en hins vegar vildu ör- ugglega margir krakkar vera í sömu sporum og hann og komast út úr bænum. Vonandi kemur strákunum vel saman í sveitinni hjá ömmu þrátt fyrir að þeir haldi hvor með sínu liðinu í íþróttum eins og blaðamað- ur uppgötvaði. Stóri bróðir heldur með IA Leikni. en Gísli Magnús með Þeir Daníel Örn Jóhannesson og Andrés Sverrir Ársælsson eru báðir á kafi í íþróttum. Félagarnir æfa í Fjölni í Grafarvogi en stunda þó ólíkar greinar. Daniel Örn, sem er 12 ára, æfir frjálsar íþróttir en Andrés Sverrir, sem er 10 ára, legg- ur stund á knattspyrnu. Lundaveiðar og hestamennska Daníel Örn er úr Vestmannaeyj- um og hann ætlar að fara þangað í heimsókn í sumar. Hann segir að þrátt fyrir að margt sé um að vera í Reykjavík sé skemmtilegra að vera í Eyjum en nú í sumar ætlar hann m.a. að veiða lunda í Bjarnarey. Hann langar líka á námskeið í hestamennsku og eins vonast Daní- el Örn, sem er Reykjavíkurmeistari í boðhlaupi, til að komast i útilegu. Fótboltamót á Akureyri Andrés Sverrir var nokkuð óráð- inn með hvað hann ætlar að gera í sumar en þó er ljóst að hann verður töluvert upptekinn við fótboltann. Framundan er mót á Akureyri um næstu mánaðamót og þangað er Andrés Sverrir staðráðinn í að mæta. Hann segist halda með Man. Utd og Chelsea og að Eric Cantona sé uppáhaldsleikmaðurinn en sjálf- ur segist Andrés Sverrir geta spilað flestar stöður á vellinum. Bræöurnir Sverrir Guömundur og Gísli Magnús Torfasynir eru á leiðinni í sveitina til nmmn Huldu Björk, og Örnu Bára Karls- dóttur, sagðist ætla að leika sér úti við í sumar og einnig fara í heim- sókn til hans Sigurjóns á Siglufirði. Hulda Björk, sem er að verða 11 ára, bætti því við að þær systur færu einnig trúlega í útilegu í sumar og svo vonaðist hún líka til að fara í sumarbúðir í Vindáshlíð. „Það er skemmtilegast að fara í bílana en ég er líka búin að skoða dýrin,“ sagði hún Berglind Stella Benediktsdóttir, 5 ára stelpa sem blaðamaður og ljósmyndari DV hittu á góðviðris- degi í Fjölskyldu- og húsdýragarðin- um I Laugardal. Berglind Stella, sem var þar á ferð stóru systur, Lærir karate Arna Bára, sem er 8 ára, sagðist hins vegar ætla að læra karate í sumar svo hún væri betur fær um að eiga við strákana í bekknum sín- um! Hún reiknaði líka með að fara í margar útilegur í sumar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.