Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1996, Blaðsíða 10
10 4 JÚNÍ. ÞRIÐJUDAGUR 1996 Spurningin Hverjir eru helstu kostir þess að búa á íslandi? Ingunn Pétursdóttir, nemi í Fjöl- brautaskóla Vesturlands: Það er ekki stríð og landið fallegt en veðr- ið mætti vera betra. Dóra M. Elíasdóttir hárgreiðslu- kona: Bara fjölbreytileikinn í at- vinnumálum og veðráttu. Þórir Erlendsson múrari: Hreint loft. Rúnar Guðmundsson verslunar- maður: Veðrið. Birna P. Einarsdóttir bókhaldari: Engir, ég er að flytja burtu. Einar Þráinsson, sýningarmaður í kvikmyndahúsi: Falleg náttúra, hreint land og hér eru engin striðsá- tök. Lesendur____________ Forsetaembættið ogfriðurinn Pétur Kr. Hafstein forsetaframbjoöandi. - Hefur allt það til að bera sem hæf- ir forseta íslenska lýðveldisins, segir Konráð í bréfinu. Konráð Friðfinnsson skrifar: Forsetaframbjóðendurnir eru nú allir komnir fram. Er enda frestur til að skila gögnum útrunninn. Um- ræðan hefur nokkuð snúist um völd embættisins og hvort og hvenær forsetinn eigi að leggja mál undir dóm almennings. Skömmu áður en þessi frestur rann út gaf talsmaður Friðar 2000 kost á sér. Ástþór Magnússon, en sá er maðurinn, hefur talað um að nái hann kjöri muni hann breyta emb- ættinu í þágu friðar í heiminum og fá aðra valdamenn í veröldinni á sitt band ef verða mætti. Komið hefur fram í auglýsinga- herferð, sem samtök Ástþórs stóðu fyrir, að gríðarlegum fjármunum er varið í hergagnakaup á degi hverj- um. - Ég ætla ekki að gera lítið úr þeirri hugsjón sem Friður 2000 byggir á en verð þó að segja, með allri virðingu; að ég hef ekki lengur trú á þessum baráttuaðferðum sem Friður 2000 og önnur friðarsamtök beita. Og því skyldi ég svo sem trúa á þær? Ef við lítum á heiminn í dag hlut- lausum augum; ofheldið, styrjald- irnar og hungursneyðina vegna styrjaldarástands að ógleymdu mannfallinu, má sjá að tilraunir þessara manna hafa gersamlega mistekist. Eða hefur verið mikið gagn að Sameinuöu þjóðunum, þessu gríðarlega battaríi sem þorri þjóða er aðili að? Svo að dæmi sé tekið. Hyggist menn koma þannig á friði að beita sér fyrir því að allri hergagnaframleiðslu verði hætt þá eru þessar baráttuaðferðir ekki bara gagnslausar einar og sér held- ur einnig fullkomlega óraunhæfar. Þetta fullyrði ég, og líki þessu við að taka áfengið frá alkóhólistanum og líta á það sem hina fullkomnu lækn- ingu. Málið er nefnilega það að á með- an einstaklingurinn vill ekki sjálfur láta af neyslu sinni er tómt mál að tala um lækningu. Nákvæmlega sama lögmál gildir í raun um ósætt- ið, öfundina og hatrið sem flestar styrjaldir eru sprottnar af. Upphaf friðarins kemur með öðrum orðum frá hinu innra sjálfi mannsins. Og þegar friðflytjendur hafa lært þenn- an sannleika og boða mönnum þessa leið til friðar þá munu her- gagnaframleiðendurnir, eiturefna- salamir eða aðrir sem valda ófriði eða eymd smátt og smátt hverfa. Fyrr ekki. En svo ég snúi mér aftur að for- setaframbjóðendunum þá hallast ég æ meira að Pétri Kr. Hafstein. Hann hefur, tel ég, allt það til að bera sem hæfir góðum forseta íslenska lýð- veldisins - m.a. hógværð, virðuleika og prúðmennsku. Burda-keppnin Sirrý hingdi: Nítján þátttakendur voru valdir úr þeim sextíu sem sendu inn hug- myndir í Burda-keppnina sem hald- in var fyrir skömmu. Fimm komust í úrslit og fengu verðlaun, öll ómerkileg utan fyrstu verðlaun - saumavél ásamt utanlandsferð til að taka þátt í keppni erlendis. Önnur verðlaun voru tíu þúsund króna vöruúttekt en tíu þúsund segja nú ekki mikið í dýrtíðinni hér, duga ekki fyrir efni og því sem með þarf í dragt. Þriðju verðlaun voru áskrift að saumablöðum Burda. Hinar fjórtán, sem tóku þátt í keppninni fengu ekki neitt, ekki einu sinni blóm. Þær eru þó búnar að leggja á sig mikla vinnu og kostnað í sambandi við sitt framlag. Dómnefndin fór heldur ekki eftir settum reglum til dæmis hvað varð- ar frágang á flíkum. Einnig finnst mér að blaðmenn hefðu getað gert þátttakendum betri skil. Því þyrfti að bæta úr ef fram- hald verður á þessari keppni. Su5ureyrar„leggurinnu Jóhannes skrifar: Öllum finnst okkur, Vestfirðing- um, gott að vera búnir að fá jarð- göngin. Margir spáðu því að ekki myndi fyrr veröa lokið við þau en íbúarnir flyttu sig um set beint í þéttbýliskjarnann suðvestanlands. Það hefur ekki enn orðið umfram það sem verið hefur. Kannski verð- ur mönnum þó að ósk sinni að hér leggist allt í eyði eftir ekki langan tíma. Svo er það Suðureyrar„leggur- inn“, eins og hann er nefndur. Á Suðureyri búa nokkur hundruð manna. íbúamir áttu ávallt erfitt um vik að komast burtu, ekki síst á flðeins 39,90 mínútan gíð í síma 5000 kl. 14 og 16 Su&ureyri við Súgandafjörö. Heföu íbúarnir fremur þegiö beinar greiöslur en jarðgöng? leiðinni milli Suðureyrar og ísa- fjarðar. Þess vegna var ákveðið að bæta þessum legg við í jarðgöngin. Mér er tjáð að fyrir þá upphæð sem leggurinn kostaði megi leggja bundið slitlag með tveimur akrein- um umhverfis landið. Eins fylgdi sögunni að ef margnefndum legg hefði verið sleppt hefði mátt greiða sérhverri fimm manna fjölskyldu á Suðureyri sex milljónir króna. Ein- hverjum kynni að þykja það rausn- arlega boðið að greiða einni fjöl- skyldu slíka upphæð sem hún vænt- anlega nýtti til búferlaflutninga og til að koma sér fyrir í einhverjum þéttbýliskjarnanum. Ég er samt hræddur um að sú upphæð hrykki skammt fyrir nýju húsnæði og öðr- um kostnaði sem því fylgir að setja sig niður á nýjum stað. Fróðlegt væri ef kunnáttumenn um þessa framkvæmd upplýstu nánar um kostnaðinn varðandi framkvæmdina og hvort tölurnar sem ég hef nefnt standast. Öryggisreglum ábótavant DÓ, Akranesi, skrifar: Á Akranesi er ein glæsOegasta íþróttamiðstöð landsins og ætla mætti að öryggisreglum væri fylgt eftir til hins ýtrasta. Svo er þó greinilega ekki. í sundlauginni á Jaðarsbökk- um er einn maður á vakt til að fylgjast með sundlauginni sjálfri og hann verður að vera vel á varðbergi því að ekki eru neinar myndavélar sem fylgjast með heitum pottum sundlaugarinnar né sundlauginni sjáifri þrátt fyr- ir að starfsmenn sundlaugarinn- ar hafi þráfaldlega bent á þá miklu hættu sem skapast af því að myndavélar eru ekki til stað- ar. Ekkert hefur verið gert í mál- inu þrátt fyrir að íþrótta- og æskulýðsnefnd bæjarins hafi skorað á bæjarstjórn að kaupa myndavélar fyrir Jaðarsbakka- laug. - Mál er að hafist verði handa. Rekstur forseta- embættisins Gísli skrifar: Hvergi hef ég séð þess getið hvað rekstur forsetaembættisins kostar, segjum tO dæmis á síð- asta fimm ára tímabdi. Undan- skil ég þá þær framkvæmdir á Bessastöðum sem nýlega hafa veriö tO umfjöllunar í fjölmiðl- um. Mér fyndist ekki óeölilegt að fjölmiðlar könnuðu málið frekar tO þess að gefa okkur skattborg- urunum þó ekki væri nema grófa hugmynd um þetta mál. Ókurteis bílstjóri Brynja hringdi: Ég varð vitni að því nýlega að bOstjóri á greiðabO, er hafði lagt bil sínum á gangstéttinni við ÁTVR í Austurstræti, lenti í orðasennu við stöðumælavörð. Vörðurinn vOdi koma bOnum í burtu en bOstjórinn brást hinn versti við og hreytti ónotum í vörðinn svo vægt sé til orða tek- ið. Mér þótti þetta fulOangt geng- ið en þetta er ekki í eina skiptið sem bílum er lagt einmitt þarna, það hef ég séð með eigin augum frá vinnustað mínum þarna skammt hjá. Mér finnst bifreiða- stjórar yfirleitt afar ósvífnir hvað þetta varðar, ekki síst á fjölfórnustu götunum. Eldhúsdagur á Alþingi Einar S. hringdi: Ég freistaðist til þess að sitja við sjónvarpið síðastliðið fimmtudagskvöld. Þá horfði ég á alla rununa - eldhúsdagsumræð- urnar frá Alþingi. Þar gaf á að líta - sofandi þingmann. Hann hefur vafalaust hrotið en vakn- aöi skyndilega við glampa sjón- varpsvélar, Ola máli farna ræðu- menn, þó ekki aOa, og aOs ekki málefnalega. Að öðru leyti er þetta svo sem alls ekki versta sjónvarpsefnið því að dagskráin hefur verið með eindæmum fá- tækleg síðustu vikur. Verst er að Alþingi skuli ekki sitja í allt sumar, þá væri hægt að birta glefsur af helstu uppákomunum í kvölddagskránni. Brottrekstur Hörður Jónsson skrifar: Ég tel að fundurinn í Lang- holtskirkju - en hann sótti hálft Qórða hundrað manna - geti ekki verið dómbær um hvort séra Flóka verði sagt upp störf- um. Þetta er lítið brot af sóknar- börnunum sem eru um fimm þúsund. Mér flnnst hins vegar að kirkjumálaráðherra taki ekki nógu greindega afstöðu í Lang- holtsdeilunni. Hann er þó æðsti yfirmaður kirkjumála.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.