Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1996, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1996, Blaðsíða 28
32 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 1996 Sviðsljós Richard er al- veg á bólakafi Breski leikstjórinn sör Richard Attenborough er afskaplega önn- ura kafínn maður. Hann leggur nú nótt við dag að fullgera mynd sína í ást og stríði, með Söndru Bullock og Chris O’Donnell I aðal- hlutverkunum. í haust ætlar hann svo að bregða sér ffam fyrir myndavélarnar fyrir vin sinn Steven Spielberg. Connery sem Matt Busby Líkur eru taldar miklar á því að Sean Connery muni taka að sér hlutverk hins goðsagna- kennda Matts Busbys, fyrrum framkvæmdastjóra Man Utd., fót- boltaliðsins enska. Árið 1958 fórst stór huti liðs hans í flugslysi í Munchen og var það mikil blóð- taka. Jim Carrey í nvju ljósi Súrdeigsleikarinn og teygju- kóngurinn Jim Carrey er hættur að fetta sig og bretta, gretta sig og geifla. „Einhverjir munu gerast mér afhuga en ég mun vinna aðra á mitt band. Þannig verður þetta að vera,“ segir Carrey. Tilefnið er nýjasta myndin hans, Cable Guy, þar sem andlit hans er bara eðli- legt. Charlie Sheen hefur snúið baki við sukksömu líferni og hneykslismálum: Frelsaður og vill al- vöru hlutverk Charile Sheen hefur ekki fengið mikið hrós fyrir afrek sín á hvíta tjaldinu undanfarin ár enda hefur orka hans að mestu farið í fyllirí og hneykslanlegar uppákomur utan hvíta tjaldsins. Hann þykir ekki hafa fengið almennilegt hlutverki frá því hann lék í Platoon og Wall Street. En nú skal verða breyting á. Eftir margra ára partí, hórukaup, eyðilagt hjóna- band og fjölda misheppnaðra mynda hefur Charlie Sheen séð ljósið. Með öðrum orðum: Hann er frelsaður. Héð- an í frá ætlar hann að einbeita sér að alvöru hlutverkum þar sem leikhæfi- leikar hans fá notið sín. „Ég varð fyrir vakningu fyrir nokkrum mánuðum. Flestir myndu lýsa því þannig að ég hafi frelsast. En ég vil ekki lýsa því þannig eða með því að segjast hafa endurfæðst. Ég lít svo á að mér hafi lokst tekist að ná tengslum við guð,“ sagði Sheen eftir reynslu sína. Sheen, sem nú er þrítugur, segist hafa orðið fyrir þessar reynslu sinni eftir að kristinn heilari hafði læknað hann af krónískum axlarverk. En hann ítrekar að trúarreynsla sín sé mjög persónuleg. „Ég mun ekki standa á götuhornum og hrópa í gjall- arhorn eða bjóða trúarrit í kynningar- básum.“ Gamlir aðdáendur Sheens hugsa sér nú gott til glóðarinnar en þeir voru famir að hafa verulegar áhyggj- ur af honum vegna sukksams lífemis. Það náði hápunkti í fyrra þegar hann vitnaði um það fyrir rétti á mynd- bandi að hann hefði 20 sinnum keypt vændisþjónustu af hórumömmunni Heidi Fleiss og greitt um 120 þúsund Charlie Sheen hefur frelsast og vill nú fá alvöruhlutverk. krónur i hvert skipti. Sheen viuðurkennir að sukksöm fortíðin angri hann svolítið í dag en hann verði að sýna ábyrgðartilfinn- ingu og skammast sín. „Nú er tími til að horfa fram á veg- inn og einbeita sér að vinnunni. Myndirnar þurfa ekki að vera yfir- hlaðnar spennu en þær mega ekki snúast um eintóman flflagang. Ég vil að fólk fari framvegis á myndimar mínar með annað i huga en skemmt- un.“ Charlie Sheen hefur lokið vinnu við nýja mynd sem nefnist The Arri- val eða Koman og er vísindaspennu- mynd. í myndinni leikur Sheen geim- vísindamann sem nemur merki utan úr geimnum og túlkar þau þannig að ókunnar verur ætli að eyða umhverfi jarðarinnar. Betra að rokka en leika á móti Söndru Keanu Reeves finnst skemmti- legra að rokka og róla en leika aftur á móti henni Söndru Bullock. í þetta sinn í Speed 2, framhaldi myndarinnar sem gerði þau að megastjörnum á einni nóttu. Heim- ildarmenn segja að minnsta kosti að Keanu sé hættur við og ætli að ein- beita sér að rokkbandinu sínu. Ke- anu átti að fá ellefu milljónir doll- ara fyrir kvikmyndaleikinn, auk hluta af hagnaðinum. Til stendur aö kvikmyndatökur heQist í september næstkomandi. Leikstjórinn verður sá sami og í fyrri myndinni, Jan De Bont. Sá hef- ur nú aldeilis gert garðinn frægan að undanförnu með myndinni Twister, algjörri metaðsóknarmynd. Vegna ákvörðunar Keanus þarf að breyta handritinu lítilsháttar, svo sem eins og að búa til nýja aðalper- sónu. Keanu og poppsveit hans, Dogst- ar, ætla að leggja land undir fót í sumar og af þeim sökum treysti hann sér ekki til að skuldbinda sig fyrir Speed 2. Og því fór sem fór. Mikil hátíð til dýrðar Jesú Kristi var haldin í La Paz, höfuðborg Bólivíu, um helgina þar sem skrautlega klæddir þjóðdansarar skopstældu nautaatið, þjóðarfþrótt Spánverja. Tugþúsundir dansara vottuðu Kristi virðingu sína með því að ganga um götur La Paz. Símamynd Reuter Kvikmyndin Skuggi var frumsýnd í Hollywood um helgina og hér má sjá að- alleikarana þrjá, þau Catherine Zeta Jones, Billy Zane og Kristy Swanson. Símamynd Reuter 16 síðna aukablað um fylgir t á morgun Meðal efnis: Fánastangir, hellulagnir, grjót í görðum, sumarblómakörfur og ker, leiktæki, vatn í garðinum o.fl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.