Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1996, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1996, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 1996 9 I>v Stuttar fréttir Áfangasigur Breta Bretar unnu áfangasigur í bar- áttunni gegn algjöru útflutnings- banni á nautakjöti þegar landbún- aðarráðherrar ESB ákváðu að banni á m.a. sölu nautasæðis skyldi aflétt. Kratar úr stjórn Jafhaðar- menn í Færeyj- um hafa sagt skilið við sam- steypustjórn Ed- munds Joensens lögmanns sem hefur nú aðeins ellefu menn af 32 sem sitja á lögþinginu. Færeyska stjórnin ákvað engu að síður undir kvöld í gær að sitja áfram. Undirbýr valdatöku Benjamin Netanyahu, verðandi forsætisráðherra ísraels, undirbýr valdatöku sína í dag, m.a. með fundi með Símoni Peres, fráfarandi forsætisráðherra. Skorað á Bíbí Bandarikin og arabalöndin hafa skorað á Benjamín „Bíbí“ Netanya- hu, næsta forsætisráðherra ísraels, að láta af harðlínustefnu sinni til að bjarga friðinum í Mið- austur- löndum. Aftur talað í dag Uppreisnarmenn Tsjetsjena og rússneskir embættismenn eiga að hittast í dag til að reyna að þoka friðarmálum áleiðis. Beðið viðbragða Fulltrúar á fundi olíufram- leiðsluríkjanna í OPEC bíða spenntir eftir viðbrögðum Sádi- Araba við leyfl SÞ til íraka mn að selja olíu á nýjan leik. Háar skaöabætur Dómstóll í Alabama hefur dæmt GM-bílasmiðjurnar til að greiða 150 milljónir dollara í bætur til manns sem lamaðist þegar hann kastaðist út úr Blazer-jeppa sínum við árekstur vegna þess aö dyraumbúnaður brást. Svikin loforð Franskur dómstóll hefur nú til meðferðar mál þar sem stjómmála- maður hefur verið krafinn bóta fyrir að svíkja kosningaloforð sín. Langt í nýja stjóm semda gætir um hvort Vaclavi Klaus forsætisráðherra sé stætt á að sitja áfram eftir að hafa misst þingmeirihluta sinn. Myndi íhuga málið Mary Robinson, forseti írlands, kveðst myndu skoða málið vand- lega færi svo að henni yrði boðin staða framkvæmdastjóra SÞ. Reuter Utlönd Buckinghamhöll vísar getgátum blaöa á bug: Bresku brúðhjónin Tony og Della Hall gátu ómögulega ákveðið hver 17 frændsystkina þeirra ættu að vera brúðarmeyjar og brúðarsveinar við brúð- kaup þeirra um helgina. Því ákváðu þau að hafa öll börnin meö. Þýddi sú ákvörðun um 85 þúsund krónur í fatakostnaö. Símamynd Reuter Ekki enn samið um lífeyri Díönu „Hreinar getgátur" er einkunnin sem talsmaður Buckinghamhallar gefur breskum blaðafregnum um að Karl Bretaprins og Díana prinsessa muni innan skamms tilkynna að hún fái tólf milljónir punda í lífeyri við lögskilnað þeirra. Blaðið Sunday Mirror sagði að Karl hefði mildað afstöðu sína í ill- vígum samningaviðræðum um skilnaðinn og væri það eins konar gjöf til móður hans, Elísabetar drottningar, á sjötugasta afmælisári hennar. Blaðið sagði enn fremur að hin 34 ára prinsessa hefði einnig slegið af fyrri kröfum sínum sem hljóðuðu upp á fjörutíu milljónir punda. Talsmaður konungdæmisins var hins vegar ekki seinn á sér að vísa Díana prinsessa fer til Chicago í dag. fréttum þessum heim til fóður- húsanna. „Af- staðan hefur ekkert breyst. Viðræður um útfærslu skiln- aðarins fara enn fram,“ sagði formæl- andinn. Jane Atkin- son, talsmaður Díönu, neitaði einnig að samkomu- lag hefði tekist. „Hvað mig varðar er ekki von á neinni tflkynningu í bráð,“ sagði hún. Annars heldur Díana prinsessa til Bandaríkjanna í dag í stutta heimsókn þar sem reiknað er með að hún safni um einni milljón doll- ara til krabbameinsrannsókna. Áfangastaður prinsessunnar er Chicago og þaðan heldur hún svo aftur heim eftir tæpra tveggja sólar- hringa dvöl - þó ekki fyrr en hún hefur ávarpað ráðstefnu um krabba- meinsrannsóknir, gist á hóteli þar sem nóttin kostar 130 þúsund krón- ur, snætt dýrindis málsverði með fína fólkinu og heimsótt að minnsta kosti tvö sjúkrahús. Reuter EVBILAUMBOÐ SMIÐJUVEGI 1 SÍMI564 5000 Dodge (irand Caravan 4x4 ‘91 Cherokee Ltd. ‘90 ek. 90 þús. km. ek. 90 þús. km. Verð 1.890.000 Verð 1.490.000 P (i.M.C. Safari 4x4 ‘94, 8 manna, ek. 50 þús. km. Verð 2.190.000 Cherokee (irand Ltd. ‘93, ek. 41 þús. km. Verð 2.900.000 i WÉnBaBSBKBtL.. -l- Jaguar ,1X6 ‘90. ek. 63 þús. mílur, Verð 2.700.000 Su/.uki Side Kiek Sport ‘96 (nýr) Verð 2.090.000 EV BILAUMBOÐ EGILL VILHJÁLMSSON SMIÐJUVEGI 1 • SÍMI564 5000 Mono ■ v > Myndlampi Black Matrix > 100 stöðva minni > Allar aðgerðir á skjá ' Skart tengi • Fjarstýring > Aukatengi f. hátalara > Islenskt textavarp ' Myndlampi Black Matrix > 50 stöðva minni > Allar aðgerðir á skjá > Skart tengi • Fjarstýring 1 Islenskt textavarp BEKO fékk viðurkenningu í hinu virta breska tímariti WHAT VIDEO sem bestu sjónvarpskaupin ’ Myndlampi Black Matrix 1 50 stöðva minni ■ Allaj aögerðir á skjá 1 Skart tengi • Fjarstýring i • Myndlampi Black Matrix • 50 stöðva minni • Allar aðgerðir á skjá • Skart tengi • Fjarstýring Á öllum tækjum er öryggi sem slekkur á sjónvarpinu þegar útsendingu lýkur! Umboösmenn um allt land Reykjavík: Heimskringlan, Kringlunni.Raftækjaverslun íslands. Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf.Borgfirðinga, Borgarnesi.Blómsturvellir, Hellissandi. Vestfirðir: Geirseyrarbúðin, Patreksfirði. Rafverk.Bolungarvík. Straumur.ísafirði. Norðurland: Kf. V-Hún.,Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfirðingabúð.Sauðárkróki. Hljómver, Akureyri. KEA.Dalvík. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Austurland: Sveinn Guðmundsson, Egilsstöðum. Verslunin Vík, Neskaupsstað. Kf. Fáskrúðsfirðinga, Fáskrúösfirði. Suðurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes.Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg.Grindavík. ■■^wbbmbmmbmbbmmwm«———b——i——mwbbbhí— Hönnun: Gunnar Stelnþórsson / FÍT / BO-06.86-027-BEKO

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.