Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1996, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNí 1996 Fréttir____________________________________________pv Sigurður Sveinsson handboltakappi ráfaði í 12 tima villtur um Skagaheiði Krotaði landakort að fara eftir á jörðina - léttist um 4 kíló í gönguferðinni, segir Siggi sem gleymdi áttavitanum heima „Ég var búinn að ráfa þetta alla nóttina og komið fram á morgun þegar kom ég að vatni sem ég kann- aðist við. Ég krotaði þá á jörðina eins konar landakort til að átta mig á afstöðunni og gat svo fylgt stefn- unni og rataði á búðimar," segir Sigurður Sveinsson, betur þekktur sem handboltakappinn Siggi Sveins, í samtali við DV. Keflavík: Nauðgunar- rannsókn á lokastigi DV; Suðurnesjum: Fimmtán ára stúlka kærði varn- arliðsmann á Keflavíkurflugvelli fyrir nauðgun sem á að hafa átt sér stað í maí. Hermaðurinn var strax handtekinn eftir að stúlkan kærði atburðinn til lögreglunnar í Kefla- vík og gisti fangageymslur lögregl- unnar þar. Honum var sleppt úr haldi daginn eftir handtökuna. „Málavextir eru þeir að stúlkan var í bekkjarsamkvæmi 15 ára ung- linga eftir skólalok og var sam- kvæmið í Innri-Njarðvík. 26 ára vamarliðsmaður, sem hefur mjög sótt í félagsskap ungra krakka, var staddur þar og bauðst til að aka þeim til Keflavíkur í nokkmm holl- um. Maðurinn mun hafa útvegað nokkrum þeirra áfengi sem haft var um hönd. Stúlkan þáði far með manninum og lenti í að vera eini farþeginn í bílnum. Hún sofnaði á leiðinni og vaknaði við að maður- inn var að reyna að komast yfir hana og hafði lagt bílnum fyrir utan veginn til Grindavíkur. Læknis- rannsókn staðfesti að stúlkan var óspjölluð fyrir atburðinn. Stúlkan kveðst ekki hafa haft ástæðu til að óttast að fá far með manninum. Hún vissi að hann hafði umgengist jafn- aldra hennar talsvert og var allsgáð- ur,“ sagði Ásgeir Jónsson héraðs- dómslögmaður við DV. Málið er á lokastigi hjá Rann- sóknarlögreglunni í Keflavík sem mun senda málið frá sér á næstunni til ríkissaksóknara til ákvarðana- töku. Að sögn lögreglunnar neitar hermaðurinn, sem er lágt settur í bandaríska sjóhernum á Keflavíkur- flugvelli, ekki að hafa átt samfarir við stúlkuna. Hann segir að hann hafi haft samfarir með vilja hennar, en því neitar stúlkan. -ÆMK Fyrr í mánuðinum fór hann í veiöiferð á Skagaheiði, milli Skaga- fjarðar og Húnaflóa, ásamt tíu veiði- félögum sínum. Mikil þoka skall á fyrsta kvöldið og varð Siggi viðskila við félaga sína. Það var um klukkan tíu um kvöld og við tók tólf klukku- tíma villuráf um heiðina. „Þetta var ágætis göngutúr. Ég var orðin allt of feitur og held ég „Ég er kvíðin og spennt fyrir rétt- arhöldin. Ég velti því mikið fyrir mér hvort ég muni þá hitta dæturn- ar - kemur Halim með þær í réttar- höldin eða gerir hann það ekki? hafl þarna misst 4 kfló, þannig að þetta var ágætt,“ segir Siggi. Veiðiferðinni var heitið í svoköll- uð Ketuvötn, austanvert á Skaga. Þar eru smávötn mörg og ekki færri smáhólar. Allt lítur þetta því eins út og auðvelt að villast þegar skyggnið er bara 20 metrar og áttavitinn heima. Siggi segist hafa gengið í hringi Þetta er mikil innri barátta og kem- ur miklu tilfinningaróti á mann,“ sagði Sophia Hansen í samtali við DV í gærkvöldi en hún var þá stödd í Istanbul vegna réttarhalda sem þar fara fram á flmmtudagsmorgun í máli hennar. Eins og fram hefur komið hefur héraðsdómari í málinu farið fram á að heyra afstöðu dætra hennar og Halims A1 til þess hjá hvoru foreldr- inu þær vUja vera. Óljóst er hvort Halim mætir með stúlkurnar þó svo að hann hafi lýst því yfir í DV ný- lega að „sjálfsagt" sé að koma með þær fyrir dómarann. Sophia sagði að Hasip Kaplan, lögmaður hennar, hefði undirbúið sig vel fyrir réttarhöldin. „Hann ætlar að láta dómarann heyra það,“ sagði Sophia. „Hann var búinn að fara fram á það við dómarann að börnin yrðu tekin frá Halim og látin tU hlutlausra aðila og að minnsta kosti komið tvisvar að sama steininum. Hann segist aldrei hafa orðið hræddur enda vel búinn og ekki kalt. Þó var veður þannig að hann gat ekki hugsað sér að leggjast fyrir um nóttina og biða þess að þokunni létti. Félagamir voru farnir að óttast mjög um hann íhugað að kaUa út þyrlu. Það urðu því fagnaðarfundir fyrir réttarhöldin en hann hafnaði því. Hann hafnaði því líka að þær færu í próf þar sem andlegt ástand þeirra yrði kannað. Dómarinn gerði heldur ekkert vegna myndbands- spólunnar þar sem Dagbjört, dóttir mín, lýsti meðferðinni á sér og syst- ur sinni hjá föður þeirra," sagði Sophia. Sophia sagði að svo virtist sem of- statrúarleiðtoganum Erbakan, sem hefur verið falin stjómarmyndun í Tyrklandi, gengi ekki sem skyldi að mynda stjórn og vissulega væri möguleiki á aö efnt yrði til kosn- inga. Hún kvaðst ekki hafa hugsað það út í hörgul hvort stjórnarkrepp- an í Tyrklandi hefði áhrif á mála- rekstur hennar út frá því sjónar- miði að það hefðu verið ráðherrar hinnar föllnu stjómar sem íslensk stjórnvöld ræddu við um að flýta fyrir og fá sanngjarna málsmeðferð í málinu. -Ótt þegar Siggi mætti glorsoltinn í morgunmatinn klukkan tíu. „Það varð lítiö um veiði meðan ég var í gögnutúrnum. Eftir það held ég að viö höfúm fengið eitthvað 70 eða 80 stykki," segir Siggi og er bú- inn að heita sjálfum sér því að hafa áttavita með næst. -GK Stuttar fréttir Karfakvóti ESB Ráðherrar Evrópusambands- ins úthlutuðu í gær 27 þúsund tonna karfakvóta í Reykjanes- hrygg. Samkvæmt RÚV fer mest- ur kvótinn til dótturfélags Út- gerðarfélags Akureyringa í Þýskalandi, Mecklenburger Hochseefischerei. Bætt víö á Bowie Fimm hundruö miðum hefúr verið bætt við á tónleika David Bowie í Laugardalshöll 20. júní nk. en uppselt var orðið á þá. Meira fijó í maí Meira fijó mældist í maí en nokkm sinni áður. Samkvæmt RÚV er gróður fyrr á ferðinni en undanfarin ár. Útflutningsskóli Útflutningsskóli var settur á Sauðárkróki í gær í fyrsta skipt- ið. Færri komust að en vildu, eða 16 af 70 sem sóttu um. Skól- inn starfar næstu sex vikurnar. Sigiir braut lög Útgerö úthafsveiðitogarans Siglis frá Siglufirði braut lög á fjórum skipverjum sem neituðu að fara út meö skipinu í sjó- mannaverkfallinu í fyrra og vora reknir fyrir vikið. Sam- kvæmt RÚV er þetta niðurstaða félagsdóms. Nýr Eimskipskrani Eimskip tók í gær í notkun nýjan krana við Sundahöfn sem hlotið hefur nafnið Jarlinn. Kraninn kostaði um 200 milljón- ir króna. íslandsbanki lækkar íslandsbanki lækkar í dag vexti inn- og útlána um 0,15 til 0,40 prósentustig. Eftir lækkun- ina eru útlánsvextir lægstir hjá bankanum. Of dýrar vélar Borgarstjóri telur of dýrt að setja upp þrjár myndavélar í miðborginni, eins og nefnd um málefhi miðbæjarins hefur lagt til. Stöð 2 greindi frá þessu. Cantat bilaöur Cantat-3 sæstrengurinn bilaði í gærmorgun, símnotendum til mikilla óþæginda. Póstur og sími hefur gert ráðstafanir til að fá gervihnattasamband í stað strengsins. Kynskiptaaögerö Fyrirhuguö er fyrsta kyn- skiptaaðgeröin hér í haust. Þetta kom fram á málþingi land- læknisembættisins og Kynfræða- félagsins. Mbl greindi frá. -bjb Þýski togarinn Kiel, sem er í eigu fyrirtækisins Deutsche Fischfang Union, sem Samherjamenn á Akureyri eiga stór- an hluta í, landaði á Akureyri í gær. Skipið hafði verið að veiðum í rúmlega mánaðartíma og kom að bryggju á Akur- eyri með 650 tonn af frystum flökum sem hlýtur að teljast afbragðsafli. Og menn þurftu svo sannarlega að taka til hendinni við að landa þessum afla á sem skemmstum tíma. DV-mynd gk Réttarhöld í máli Sophiu Hansen og dætranna tveggja á fimmtudagsmorgun: Spennt að sjá hvort ég hitti dætur mínar - óljóst hvort Halim kemur meö börnin þrátt fyrir yfirlýsingar hans

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.