Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1996, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1996 Spurningin Meö hvaöa landi heldur þú í Evrópukeppninni í knatt- spyrnu? Guðrún Bergsdóttir: Fylgist ekk- ert með henni. Jakob Özcan: Með Englandi. Einar Ásbjörnsson: Tékklandi. Ég held alltaf með lítilmagnanum. Kristján Ólafsson: Með Hollandi. Sigrún Björk Friðriksdóttir: Dan- mörku. Guðriin Guðmundsdóttir: Fylgist ekki með keppninni Lesendur A5 hengja bakara fyrir sjálfan sig Einar Emilsson skrifar: Ég er í Alþýðubandalaginu, hef verið það í mörg ár. Láglaunamaður sem væntir mikils af þessum flokki. Það verður hins vegar að segja eins og er að flokkurinn hefur á undan- fórnum árum brugðist vonum mín- um. Áherslur í störfum flokksins hafa legið annars staðar en ég hefði viljað. í vetur varð breyting á. Kona tók við stjórn flokksins, kona sem kem- ur beint úr verkalýðsstéttinni og skilur og styður baráttu verkalýðs- hreyfmgarinnar. Hún hefur einnig lagt áherslu á að efla innra starf flokksins. Ég er reyndar viss um að svipuð breyting hefði orðið með kjöri Steingríms J. Sigfússonar. Þar var kosið milli hæfra einstaklinga. Nú bregður svo við að einn þing- maður Alþýðubandalagsins kemur í fjölmiðla með upphrópanir um stefnuleysi stjómarandstöðunnar og þá Alþýðubandalagsins líka. Hann tfltekur sérstaklega stefnu- leysi og yfirborðskenndar tOlögur stjórnarandstöðunnar við gerð fjár- laga. Eftir því sem ég best veit er hann í forystu fyrir liðsmönnum stjórnarandstöðunnar í fjárlaga- nefnd og dæmir því fyrst og fremst sín eigin verk með þessum orðum. Hann hefur lítið tjáð sig á þessu þingi, þó kom afstaða hans vel í ljós við afgreiðslu mála er varða verka- „Kona tók viö stjórn flokksins, kona sem kemur beint úr verkalýösstétt- innisegir bréfritari m.a. - Steingrímur J. Sigfússon og Margrét Frí- mannsdóttir, formaöur Alþýöubandalagsins. lýðshreyfinguna. Þar studdi hann ríkisstjórnina, tilraun hennar til að brjóta niður samtakamátt verka- fólks í landinu. Það sæmir ifla þess- um alþýðubandalagsmanni að ráð- ast siðan að öðrum þingmönnum Alþýðubandalagsins og þá sérstak- lega formanni flokksins. Ég þakka stjórnarandstöðunni verk hennar í þágu verkalýðshreyf- ingarinnar í landinu. Bryndís Hlöð- versdóttir á sérstakar þakkir fyrir sinn málflutning. Sætur sigur Bjami Jónsson skrifar: Kona nokkur í Hlíðunum hefur séð ástæðu tO að kalla til sín ljós- myndara DV tO að mynda sig með dauðan rottuunga. Tildrögin eru þau að tveir óreyndir rottuungar, sem lítt þekkja tO hátta mannfólks- ins, flæktust inn í tvo garða í fyrr- nefndu hverfi. Köttur náði öðrum en konan, sem var að rækta garðinn sinn, sem er göfugt og mannbæt- andi starf, fangaði hinn og kom í skyrdollu. Unganum tókst þó að naga sig út, en frúin sá við óarga- dýrinu, færði i glerkrukku (reyndar með loftgötum) og í þessari prísund mátti dýrið deyja „úr leiðindum" samkvæmt umsögn blaðsins. Lestur þessarar stuttu greinar vekur manni óhug og reiði. Veit þessi fuOorðna kona ekki að öll dýr eru gædd eðlislægu viti og tilfinn- ingum rétt eins og hið göfuga mann- fólk? Hvað hefur þetta vesalings dýr - óumbeðið komið í þennan heim - til saka unnið? ManngOdið dæmist ekki síst eftir afstöðu okkar til þeirra, sem varnarlausir eru. Spyija má einnig: „Hvar er komið siðmenningu okkar og loks hver er tilgangurinn með þessari „mynd- skreyttu" blaðagrein? Vonandi ekki sá að næra kvalalosta og valdníðslu. Þegar aflífa þarf dýr, skal það gert mannúðlega samkvæmt guðs og manna lögum. Vegna þeirra skað- legu áhrifa sem slíkar blaðagreinar kunna að hafa á óvita ætti DV að sjá sóma sinn í að hlífa lesendum sín- um við þvOíkum „trakteringum". rúið viröingu Bréfritari telur biskupsembættiö ekki hæft til aö ieysa þær flækjur sem upp koma. SJIiiIM þjónusta allan sima 5000 i kl. 14 og 16 Hér á Norðurlöndum er það nán- ast sjálfsagt mál að senda presta/prófasta í leyfi ef eitthvað kemur upp á. Vegur þá þyngst það markmið að kirkjan má ætíð vera reiðubúin til að leysa deilur og ljúka málum sem varða embættis- glöp áður en prestur heldur áfram. Ég held því ákveðið fram að Ólaf- ur Skúlason biskup verði að sækja um leyfi í 1-2 ár meðan hann lýkur af sínum málum sem enn eru í raun óleyst. Hagur kirkju verður að vega þyngra en hagur þess einstaklings sem í embætti situr. Þetta ætti herra Ólafur Skúlason að vita sjálf- ur manna best. Sama gOdir um séra Flóka. Eins árs leyfi er góð lausn. Þriggja manna nefnd, sáttanefnd, gæti á þessum tíma fjallað um málin og fundið varanlega lausn. Biskupsembættið Séra Skírnir Garðarsson, Noregi, skrifar: Með vaxandi áhyggjum hef ég fylgst með deilum þeim sem staðið hafa yfir innan íslensku kirkjunn- ar. Ljóst er að söfnuður Langholts- sóknar er í ógöngum. Verra er að biskupsembættið er nú rúið virð- ingu og ekki hæft til að leysa flækj- ur sem upp koma. Þetta er mjög al- varlegt og krefst lausnar. Frá mínum bæjardyrum séð er engrar undankomu auðið varðandi spurninguna um að gera eitthvað í málunum. Frá Noregi séð (ég hef fylgst með fréttum bæði í norskum og sænskum fjölmiðlum) er biskup því miður rúinn virðingu aOri og mun hann ekki verða tekinn alvar- lega af starfsbræðrum sínum næstu árin. \ DV Ekki dæmt eftir sumartískunni Anna hringdi: Ég tek undir orð Sirrýjar í les- endabréfi í DV í síðustu viku varðandi Burda-keppnina. Sjálf var ég þama áhorfandi. Það var ekki dæmt eftir sumartískunni. Margar flíkur sem voru mjög fallegar og sérstakar og voru eft- ir sumartískunni fengu engin verðlaun. Ég er mjög ósátt við þetta. Athyglissjúkur allaballi Ingibjörg Sigmundsdóttir skrifar: Það hefur verið sérkennilegt að fylgjast með málflutningi Kristins H. Gunnarssonar, þing- manns Alþýðubandalagsins. Hann hefur verið dyggur stuðn- ingsmaður rikisstjórnarinnar við að skerða kjör launafólks. Þá styður hann tillögur um að lækka skatta á stóreignamenn en hækka skatta á láglaunafólk. Hann styður hægri stefnuna eins og hann á kyn tfl. Ég hafði álit á þessum manni fyrst eftir að hann kom á þing en nú kaupir hann athygli almennings dýru verði. Ég hef alið í brjósti von um samfylkingu vinstri flokk- anna. Vonandi verða þeir, sem ekki eru vinstri menn en kenna sig samt við þá flokka, þá famir til síns heima. Ólafur ekki sam- einingartákn Pálmi Thorarensen skrifar: Mér finnst erfitt að sjá Ólaf Ragnar fyrir mér sem sameinig- artákn þjóðarinnar. Maður sem hefur verið með uppþot og hefur verið einn umdeOdasti stjórn- málamaður síðari tíma á íslandi. Svona umdeilda menn getur þjóðin varla litið á sem samein- ingartákn. Það er annars furðu- legt hve margir styðja hann, kannski er fólk svona fljótt að gleyma. Ólafur Ragnar er mikOl skörungur en mér finnst hann ekki hafa þá lund sem forseti þarf að hafa. Guðrúnu Pétursdótt- ur á Bessastaði Ólöf hringdi: Alveg er ég viss um að Guð- rún Pétursdóttir yrði þjóðinni tO sóma ef hún næði kjöri sem for- seti Islands. Guðrún er vel menntuð kona og hefur búið er- lendis. Það hefur mikið að segja að forsetinn hafi dvalist í útlönd- um vegna þess að hann þarf að eiga svo mikO samskipti við út- lendinga. Guðrún er líka hressi- leg í framkomu. Ekki skemmir heldur fyrir að hún er kona, við höfum svo góða reynslu af því að hafa konu á Bessastöðum. Talað um starfsmenntun Ármann hringdi: Nú er verið að skipuleggja skólastarf framhaldsskólanna fyrir næsta skólaár. Það hlýtur að vera áhyggjuef'ni þeirra sem fylgst hafa með úrslitum úr sam- ræmdu prófunum í tíunda bekk hvað verður um alla þá sem eru með einkunnirnar einn, tvo og þrjá úr þeim prófum en þeir eru ótrúlega margir eins og komið hefur fram í fjölmiðlum. Nú er sifellt hamraö á því að allir þurfi að mennta sig. Það hlýtur að vara erfitt fyrir þá sem eru með þessar lágu einkunnir að halda sjálfsvirðingu sinni við þessar aðstæður. Stöðugt er talað um að koma á fót stuttum starfs- menntabrautum en minna verð- ur úr framkvæmdum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.