Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1996, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1996, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1996 Fréttir 31 Laxá í Aðaldal opnuð í gærmorgun: 9 laxar veiddust - 18 pund sá stærsti Ólafur Ólafsson meö einn af fyrstu löxunum úr Laxá í Kjós á þessu sumri við Kvíslarfossinn. DV-mynd Kristján Snæ Aldagömul hefð við Laxá í Aðal- dal að bændur opni ána brást ekki í gærmorgun þegar þeir hófu veiði- skapinn. Veiðin var í góðu lagi í Laxá og mikið líf víða í ánni. Veiðivon Gunnar Bender „Veiðiskapurinn gekk vel, það veiddust 8 laxar fyrir neðan Æðar- fossa og einn í Brúðarhyl. Stærsti fiskurinn var 18 pund,“ sagði Vigfús B. Jónsson á Laxamýri við Laxá í samtali við DV í hádeginu í gær eft- ir fyrsta hálfa veiðidaginn. En bændur renna alltaf fyrsta hálfa daginn. „Það var maðkurinn sem gaf okk- ur þessa veiði, það er mjög níikið líf í Laxá þessa dagana og eitthvað komið af fiski í ána,“ sagði Vigfús enn fremur. -G.Bender Langá á Mýrum: Stórlaxinn er kominn „Það er þónokkuð síðan við sáum fyrstu laxana hérna í Langá á Mýr- um, það var í stóra straumnum um daginn. Við sáum 15-20 væna laxa á Breiðunni," sagði Ingvi Hrafn Jóns- son við Langá í gærdag. „Veiðin hefst á neðra svæðinu á laugardaginn en ekki fyrr en fimm dögum seinna hjá mér hérna upp frá. Það verður spennandi að sjá hvað við fáum mikið úr Rauðanes- netalögninni sem var verið að kaupa upp um daginn. Við gætum fengið 100 laxa úr þessu netalögnum í viðbót við alla hina laxana sem koma í ána á hverju ári,“ sagði Ingvi Hafn enn fremur. -G.Bender Ingvi Hafn Jónsson. Hópið: Feikna- bleikjuveiði Silungurinn virðist ætla koma vel undan vetri þetta árið og hefur víða verið mikil sUungsveiði. í Hnausat- jörn í Vatnsdal hafa komið góð skot og veiðimenn, sem voru þar fyrir skömmu, veiddu 30 faUega sUunga á ýmsar flugur. Veiðimenn hafa reynt vel á silungasvæðinu í Vatnsdalsá og veiðin hefur verið þokkaleg. „Veiðin hefur gengið feiknavel í Hópinu það er af veiðitímanum og veiðimenn fengu þar fyrir skömmu 30 silunga. Paul í Veiðimanninum veiddi þar vel fyrir nokkrum dög- um, hann fékk meðal annars 6 punda urriða," sagði Agnar E. Jóns- son í Víðigerði í gærdag er við spurðum um Hópið. En bæði neta- veiði og stangaveiði hefur gengið mjög vel. „Það gæti líka orðið fjör þegar laxinn fer að mæta i ríkari mæli en hann gerir þessa dagana,“ sagði Agnar í lokin. -G.Bender Jón Gunnar Björnsson með 2,5 punda fisk úr Hvammsvík í Kjós. DV-mynd Björn Hvammsvík í Kjós: 30 laxar veiddust um helgina „Veiðiskapurinn er kominn á fullt hjá okkur og um helgina veidd- ust 30 laxar og 350 silungar. En fyr- ir helgi sleppum við 300 löxum og þeir hafa tekið vel hjá veiðimönn- um,“ sagði Haraldur Haraldsson í Hvammsvík í Kjós í gærdag. En fjöldi fólks mætti til veiða um helg- ina. „Stærsti laxinn sem veiðst hefur enn þá er 16 pund en þeir hafa margir sloppið af hjá veiðimönnum á öllum aldri. Bensínsettin eru á fleygiferð út um allt vatn. Laxarnir sem viö slepptum eru frá 8 upp í 18 pund og maðkurinn og tóbý spúnn- inn gefa best þessa dagana. En rauða franses flugan er sterk lika. Um helgina veiddust 350 silungar og eru um 5500 fiskar í vatninu núna. Þetta eru fiskar frá 2,5 upp í 11 pund. Það hefur enginn farið fisk- laus frá okkur síðustu dagana," sagði Haraldur í lokin. -G.Bender öö PIONEER Verð kr. * 3 - ÍL900,“" stgr. DEH 425 Bíltæki m/geislaspilara • 4x35w magnari • Útvarp / geislaspilari • Laus framhlið-þjófavörn • Aöskilin bassi og diskant • Loudness • BSM • 18 stöðva minni • RCA útgangur Verð kr. 19.900,- stgr. KEH 1300 Biltæki m/segulbandi • 4x30w magnari • Útvarp/hljóðsnældutæki • Laus framhlið-þjófavörn • Aðskilin bassi og diskant • Loudness • BSM • 24 stöðva minni 17. JÚNÍ STUÐ Bankastræti 10, sími 552 2201 UTBOÐ F.h. Gatnamálastjórans I Reykjavík er óskað eftlr tilboöum í við geröir á undlrgöngum og stoð veggjum vlð Vesturberg - endurbætur og viöhald. Helstu magntölur: Gröflur 60 m3 Fyllingar 76 m3 Steypubrot 60 m3 Mót 154 m2 Steypa 34 m3 Járnbending 900 kg Múrkústun 160 m2 Málun 270 m2 Stálhandriö 111 m Snjóbræðslulagnir 700 m Stjómkerfi snjóbræðslulagna 1 stk. n Skiladagar eru eftirfarandi: 1. áfangi: 1. september 1996 2. áfangl: 1. október 1996 Útboösgögn veröa afhent á skrifstofu vorri gegn 10.000 kr. skilatr. Opnun tilboöa: þriöjud. 25. júnf nk. kl. 11.00. gat 92/6_________________________________________________________ F.h. Gatnamálastjórans i Reykja vík er óskaö eftir tilboðum í verkiö: Staöbundnar aögeröir - 30 km hverli 1996. Helstu magntölur: Stein- og hellul. fletir u.þ.b. 1.800 m2 Steyptir fletir u.þ.b. 1.400 m2 Steyptur kantsteinn u.þ.b. 1.100 m Grásteinskantar u.þ.b. 170 m Malbikun u.þ.b. 350 m2 Gróöurbeö u.þ.b. 300 m2 Lokaskiladagur verksins er 15. okt. 1996. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri frá þriöjud. 11. júní nk. gegn 10.000 kr. skilatr. Opnun tilboða: fimmtud. 20. júní nk. kl. 11.00. gat 93/6______________________________________________________ F.h. Bygglngadelldar borgarverkfræðings er óskaö ettir tii boöum i lóöarlögun á nýjum gæsluvelli aö Fróöengi 2 i Grafarvogi. Helstu magntölur eru u.þ.b.: Grassvæöi 930 m2 Hellur 220 m2 Fylling 480 m2 Malbik 130 m2 Verklok eru 31. ágúst 1996. Útboösgögn veröa afhent á skrif stofu vorri frá miðvikud. 12. júní nk. Opnun tilboða: þriðjudaginn 25. júní 1996 kl. 14.00 á sama staö. bgd 94/6 __ F.h. Byggingadelldar borgarverkfr. er óskaö eftir tilboöum í endurnýjun smlðastofu í Breiöholtsskóla. Helstu magntölur: Léttir veggir 130 m2 Kerfisloft 120 m2 Gólfefni 300 m2 Málun 900 m2 Verklok: 15. september 1996. Útboösgögn verða afhent á skrifstofu vorri gegn 5.000 kr. skilatr. Opnun tilboöa: fimmtud. 20. júnl nk. kl. 14.00. bgd 95/6 INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sfmi 552 58 00 - Fax 562 26 16 Hðnnun: Qunnar Slelnþórsson / FÍT / BO-05.96-028-Pione9r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.