Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1996, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1996, Blaðsíða 28
32 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ1996 Sviðsljós DV Alicia Silverstone fór heim með tvenn MTV-kvikmyndaverðlaun: Gimilegasta konan og langbesta leikkonan Costner lærir af bíómyndum Kevin Costner hefur sennilega lært sitt lítið af hverju af bíómynd- unum sem hann hefur leikið í um dagana. Þannig tók hann sig til um daginn og fór fyrri níu holurnar á Oakland Hills golfvellinum, þar sem opna ameríska golfmótið verður næstu daga, á 41 höggi. Vel af sér vikið. Kevin hefur annars verið að leika golíhetju í Tin Cup, á móti Don Johnson. - Mel Gibson klúðraði viðtali og fór heim í algjörri fýlu Sylvester vöðvafjall og hamborg- arakóngur Stallone olli unglingum í Marcellus menntaskólanum í Syracuse í New York nokkrum von- brigðum þegar hann komst ekki til þeirra á degi Jarðar, 22. apríl, eins og hann hafði lofað. Krakkarnir höfðu sigrað í umhverfiskeppni og heimsóknin átti aö vera sigurlaun- in. í staðinn hefur Sly boðið krökk- unum í kvikmyndaver í sumar en þeir eru ekki kátir með það þar sem margir verða farnir í fri og allir hafa ekki efni á ferðinni. Nema Sly borgi brúsann. Alicia Silverstone var stjama kvöldsins þegar kvikmyndaverð- laun MTV sjónvarpsstöðvarinnar voru afhent í fimmta sinn um helg- ina. Hún fór heim með tvenn verð- laun en stórsjarmörinn Mel Gibson fór hins vegar bara heim í fússi. Alicia fékk verðlaunin, sem kennd eru við poppkornspoka, að sjálfsögðu fyrir frammistöðu sína í myndinni Glórulaus, sem sýnd var í Reykjavík fyrir ekki svo mjög löngu. Verðlaunin fékk hún fyrir að vera besta leikkonan, annars vegar, og hins vegar fyrir að vera gimileg- asta konan. IA'rir tveimur árum fékk Alicia einnig tvenn verðlaun, þá fyrir myndina The Crush. Mel Gibson fékk sosum lika verð- laun, fyrir að stjóma besta hasarat- riðinu í kvikmynd, í þessu tilviki Braveheart. Ekki kom þó til þess að hann tæki við verðlaununum - hvað þá að hann færi með þau heim. Allt var það að kenna óvæntu viðtali sem tekið var við hann bak- sviðs og varpað á skjá frammi í sal. Annar stjórnandi athafnarinnar, Janeane Garofalo, kom Mel gjör- samlega í opna skjöldu með spurn- ingum eins og: „Hvernig finnst þér kjóllinn minn?“ og „Heldurðu að ég sé uppáhaldsskutla Ameríkana?". Aumingja Kevin vissi ekki hvaðan á sig stóð veðriö, stamaði bara og roðnaði. Og rauk svo út. En við- staddir fógnuðu mikið. Meira um sjálfa verðlaunaveit- inguna. Girnilegasti karlinn var valinn Brad Pitt en mynd sem hann lék í, Seven, var kjörin besta mynd- in. Kevin Spacey, meðleikari Brads í Seven, fékk bófaverðlaunin, enda mjög svo trúverðugur og sérlega ógeðfelldur skúrkur. Jim gúmmíkarl Carrey fékk tvenn verðlaun fyrir nýjustu Ace Ventura- vitleysuna og hrossabjúg- að George Clooney, sem heldur við Sly veldur vonbrigðum kærustu pabba síns í Bráðamóttök- unni, fékk nýliðaverðlaunin fyrir frammistöðuna í Skítseiðum jaröar, Tarantino- Rodriguez blóðbaðinu sem sýnt er í Reykjavík. Ekki má gleyma kossaverðlaun- unum. Þau komu í hlut Natöshu Henstridge og Anthony Guidere fyr- ir eldheitan sleik í myndinni Species, á köflum nokkuð sexí hasarmynd. Japanska ófreskjan Godzilla fékk svo verðlaun fyrir ævistarf sitt inn- an kvikmyndanna. Sýnt verður frá verðlaunaafhend- ingunni á MTV á fimmtudagskvöld. Alicia Silverstone hampar tvennum poppkornspokaverölaunum, kvikmyndaviðurkenningum MTV-sjónvarpsstöðv- arinnar sem hún fékk afhent um helgina. Hún átti þau svo sannarlega skilin, stúlkan sú. Símamynd Reuter Aukablað um SELFOSS Miðvikudaginn 19.júní mun aukablað um Selfoss fylgja DV. Meðal efnis: Fjallað verður um fyrirtœki í bœnum, bœjarbúar teknir tali o.fl. Þeir sem áhuga hafa á að auglýsa íþessu aukablaði vinsamlega hafi samband við Guðna Geir Einarsson í síma 550-5722 hið fyrsta. Vinsamlega athugið að síðasti skiladagur auglýsinga er fimmtu dagurinn 13. júní. Auglýsingar Sími 550 5000, bréfasími 550 5727. Tom Cruise fjárfestir Tom Cruise fór með sigur af hólmi í hörkuspennandi tilboðs- stríði um helgina. Verið var að selja kvikmyndaréttinn að væntanlegri skáldsögðu Davids Ignatius, blaða- manns við Washington Post. Heimildir herma að Tom og félagi hans hafi greitt rúmar sjötíu millj- ónir króna fyrir réttinn að Mannin- um í speglinum, njósnatrylli þar sem Tom sjálfur mundi fara með aðalhlutverkið. Leikstjórinn Ron Howard tók einnig þátt í tilboðs- stríðinu. Bókin segir frá blaðamanni sem gengur til liðs við CIA vegna gruns um að kollegi hans sé á mála hjá er- lendu ríki. Tom Cruise. Ofurfyrirsætan Cindy Crawford var í Sviss um daginn þar sem hún reyndi fyrir sér í skotfimi með lásboga. Cindy hefur tekið að sér að kynna nýja teg- und svissnesks Úrs. Sfmamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.