Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1996, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1996, Blaðsíða 21
ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1996 25 I>V Menning Lóan er komin aftur Taktu lagiö, Lóa! eftir Jim Cartwright, sem Þjóðleikhúsiö sýndi á Smíðaverkstæðinu við einstakar vinsældir, er nú á leið í leikferð um landið. Áður en ferðin hefst verða fjórar sýning- ar á Stóra sviðinu. Kristbjörg Kjeld leikur hina háværu og lífs- þyrstu móður en hún hlaut Menningarverðlaun DV fyrir túlkun sína. Ólafía Hrönn Jóns- dóttir fer sem fyrr með hlutverk Lóu en hún var tilnefnd til sömu verðlauna. Leikferðin hefst 27. júní og sýnt verður á Akureyri, Blönduósi og á Egilsstöðum. Tröllakirkja á ensku Skáldsaga Ólafs Gunnarsson- ar, Tröllakirkja, er komin út á ensku hjá Mare’s Nest Publis- hing í London. Tröllakirkja kom fyrst út hjá Forlaginu haustið 1992 og var gríðarvel tekið af les- endum og gagnrýnendum og var hún tilnefhd til íslensku bók- menntaverðlaunanna sama ár. Þjóðleikhúsið hefur í vetur sýnt leikgerð Þórunnar Sigurðardótt- ur á sögunni á Stóra sviðinu. Sýningum á Galdra-Lofti að Ijúka Aðeins eru eftir tvær sýningar á óperunni Galdra-Lofti eftir Jón Ásgeirsson. Óperan hefúr hlotið frábæra dóma en síðustu sýning- ar verða þriðjudaginn 11. júní og fostudaginn 14. júní. Mannlífsrit að vestan Út er komin bókin ísafjarð- arkver eftir Þorstein Antonsson. Um er að ræða uppgjörsrit við mannlif og aðstæður í þeirri byggð. Bókin er unnin á siðustu árum og myndar heild sem vísar til nútíðar og fortíðar ísafjarðar- bæjar og nágrannabyggða. Útgef- andi er höfundur í samvinnu við prentsmiðjuna ísprent á ísafirði. Tríó í Norræna húsinu Den Danske Trio heldur tón- leika í Norræna húsinu þriðju- daginn 11. júní kl. 20.30. Tónleik- arnir eru framlag Norræna húss- ins til Listahátíöar í Reykjavík. Á tónleikunum verður frumflutt verk eftir danska tónskáldið Hans-Henrik Nordstrom auk þess sem flutt verða verk eftir Atla Heimi Sveinsson, N.W. Gade og Dimitri Shostakovitch. FANORAMA * M ii i i i m s m Nýstárleg Ijósmyndabók um Island Hjá Iceland Review er komin út nýstárleg og glæsileg bók með ljósmyndum Páls Stefánssonar. í bókinni er eingöngu að finna panoramamyndir, eða víðáttu- myndir, og hefur slík bók ekki verið gefi'n út á íslandi áður. Páll hefur tekið myndirnar á ferðum sínum um landið undanfarið tvö ár. Myndarammi panorama- myndavélarinnar er tvöfalt breiðari en í öðrum myndavél- um og skapar hin aukna víðátta heillandi spennu. Texti bókar- innar er á íslensku, ensku og þýskU; Misjöfn aðsókn á Listahátíð í Reykjavík: Greinilega alltof mörg atriði á dagskránni - segir Signý Pálsdóttir, framkvæmdastjóri listahátíðar „Það er greinilegt að atriðin eru alltof mörg á dagskránni. Hún hefur alltaf veriö fyrstu tvær vikumar í júní en þetta er reyndar í fyrsta skiptið sem við dreifum henni yfir lengri tíma. Ég get tekið undir það að atriðin eru kannski full mörg á hátíðinni hvað miðasölu varðar. Maður sér að þau eru í samkeppni við hvert annað. Samt erum við með lægra miðaverð en fyrir tveim- ur árum. En auðvitað er líka gaman að geta boðið upp á svona fjöl- breytta og mikla dagskrá," sagði Signý Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Listahátíðar í Reykjavík, í samtali við DV, aöspurð hvort þétt dagskrá hátíðarinnar fyrstu dagana hefði ekki komið niður á miðasölu. Af um 60 viðburðum voru um 35 settir af stað fyrstu vikuna. Álíka þétt dag- skrá verður þessa viku en eftir næstu helgi eru ekki nema 5 við- burðir á dagskránni til 2. júlí, auk nokkurra myndlistarsýninga sem í gangi eru. Aðsókn hefur verið mjög misjöfn á listahátíð til þessa. Besta aðsókn- in hefur veriö á óperuna Galdra- Loft, margmiðlunarhátíðina Drápu og tónleika Voces Thules í Sundhöll Reykjavíkur. Aðsókn á tónleika Miöasala á Björk fór rólega af staö en hefur tekiö kipp. Heimskórsins og nokkurra heims- þekktra einsöngvara í Laugardals- höllinni sl. laugardag var minni en reiknað var með. Þá hefur dræm að- sókn verið á sýningar íslenska dansflokksins á Féhirslu vors herra i Borgarleikhúsinu. „Ég hefði viljað sjá fleiri á Heims- kórnum því þetta voru frábærir tón- leikar. Annars er aðsóknin allt í lagi það sem af er. Fólk er að kaupa miða á síðustu stundu en auðvitað viljum við alitaf hafa grenjandi upp- selt,“ sagði Signý. Þeir viðburðir helstir sem eftir 11 l^MlíÍUkui-jiiOÓ eru, og selst hefur mjög vel á, eru tónleikar í Höllinni með píanósnill- ingnum Evgeny Kissin 15. júní og poppgoðinu David Bowie 20. júní. Uppselt er á Bowie og nokkrir mið- ar eftir á Kissin. Fjöldi miða er enn á lausu á tónleika Pulp í Höllinni 2. júlí. Þá hefur miðasala á tónleika Bjarkar 21. júní tekiö kipp en hún fór mjög rólega af stað. Að sögn Ás- mundar Jónssonar í Japis er búið að selja um 1.500 af þeim 2.500 mið- um sem fóru í sölu í hljómplötu- verslunum. Ásmundur sagði að þessi sala væri ásættanleg en ekki líkt í því eins góð og fyrir tónleika Bjarkar fyrir tveimur árum. Hann reiknaði með aukinni sölu rétt fyrir tónleika. -bjb/gg Heimsfrumsýning: Cartwright á Internetið Breska leikskáldið Jim Cartwright er væntanlegt hingað til lands til að fylgjast meö heimsfrumsýningu á leikritinu Stone Free á Stóra sviði Borgar- leikhússins þann 12. júlí nk. Það er Leikfélag íslands sem setur verkið upp í samvinnu við Leik- félag Reykjavíkur en verkið verður frumsýnt á West End í London í ágúst. Cartwright er eitt vinsælasta nútímaskáld Evrópu og er ís- lendingum að góðu kunnur þar sem leikrit hans Stræti, Bar-par og Taktu lagið, Lóa hafa notið gífúrlegra vinsælda. Aðstand- endur uppsetningarinnai- hér á landi hafa tekið upp þá ný- breytni að setja upp heimasíðu á Internetinu en þar geta áhuga- samir fylgst með öllu er viðkem- ur Cartwright og hinu nýja verki. Búist er við að síöan verði opnuð 15. júní. -ggá Listasafn Kópavogs: Barbara framlengd Vegna mikillar aðsóknar hef- ur yfirlitssýningu á verkum Bar- böru Árnason í Listasafni Kópa- vogs verið framlengd til 17. júní. Á sýningunni, sem er í öllum þremur sölum safnsins, eru yfir 200 verk. Við uppsetningu henn- ar var leitast við að sýna fjöl- breytileikann í verkum Barböru, s.s. teikningar, svartlist, bóka- skreytingar, vatnslitamyndir, myndklæði og veggskreytingar. í tengslum við sýninguna kom út bók um Barböru sem er til sölu í safninu. -bjb Eigandi Naxos staddur á íslandi: Aukning í útgáfu klassískrar tónlistar Dagana 6. og 7. júní var staddur hér á landi þýski útgefandinn Klaus Heyman. Hann er eigandi Naxos-út- gáfunnar sem hefur haslað sér völl með útgáfu klassískra verka sem eru ódýrari en gengur og gerist. í samtali við DV sagði Heyman að hann næði að halda niður verði með því að hafa sem minnsta yfir- byggingu á rekstrinum, fjölda starfsmanna væri haldið í lágmarki auk þess sem ekki væri um neina forstjórajeppa né glæsibyggingar að ræða. Heyman kvaðst vera mjög ánægður með íslenska markaðinn, við værum söluhæst í heimi miðað við höfðatölu, en hér á landi hafa selst 50.000 eintök á sl. 5 árum, en þá hófst samvinna Naxos við Japis sem er dreifingaraðili fyrirtækisins hér á landi. Heyman stofnaði Naxos 1987 en hann kvaðst alltaf hafa verið mikill áhugamaður um kiassíska tónlist, hann var 9 ára þegar hann fór á fyrstu tónleikana og 18 ára hóf hann plötusöfnun sína. Hann segist iðrast Klaus Heyman, eigandi Naxos-útgáfunnar. DV-mynd JAK þess að hafa aldrei lært að spila á hljóðfæri en kona hans bæti það að vissu leyti upp en hún er einleikari á fiðlu. Heyman vill sjálfur hafa yfirum- sjón með málefnum fyrirtækisins og krefst það mikilla ferðalaga, t.d. fer hann árlega til Bandaríkjanna og Kanada og annað hvert ár fer hann um Skandinavíu. Meðan á dvöl Hey- mans stóð hitti hann forsvarsmenn Sinfóníuhljómsveitar íslands að máli en hugmyndin er að hljóm- sveitin hljóðriti allar sinfóníur Si- beliusar. Nú er Naxos einmitt að fara að gefa út heildarútgáfur margra tónskálda en í þeim hópi má nefna Beethoven, Brahms, Grieg, Schubert og Schumann. Það vakti athygli þegar Bóksala stúdenta hóf sölu á geisladiskunum frá Naxos en Heyman sagði það vera yfirlýsta stefnu fyrirtækisins að færa klass- íska tónlist sem næst ungu fólki. Hann kvað nauðsynlegt að halda uppi merki klassískrar tónlistar meðal ungs fólks þar sem það væri oft á tíðum ókunnugt henni og oft vildi svo vera að yngri kynslóöin kysi popptónleika í stað þess að fara og njóta sígildra verka -ggá Þórólfur Stefánsson gítarleikari i Norræna^húsinu annað kvöld: Fimm verk eftir Jón Ásgeirsson - m.a. á efnisskránni sem endurtekin er í Deiglunni 23. júní árum með sópransöngkonunni Su- sanna Levonen þar sem þau fluttu lög í anda Jenny Lind. Þórólfúr mun leika fimm verk annað kvöld eftir Jón Ásgeirsson. Lögin nefnast Fjórar stemmningar, Forspil, Söknuður, Rímnalag og Óþol. Auk ofangreindra höfunda leikur hann einnig verk eftir Alonso Muderra, Johann Sebastian Bach og Francis Kleynjans.' -bjb Þórólfur Stefánsson. Einleikstónleikar verða með Þórólfi Stefánssyni gítarleikara í Norræna húsinu annað kvöld kl. 20. Á efnisskránni eru m.a. verk eftir Mertz, Piazolla og Jón Ásgeirsson. Þórólfur verður aftur á ferðinni í Deiglunni suimudaginn 23. júní nk. með tónleika sem hluta af dagskrá Listasumars á Akureyri. Þórólfur Stefánsson er fæddur á Sauðárkróki, þar sem hann hóf tón- listarnám. Hann lauk burtfararprófi frá Tónskóla Sigursveins 1987 og sótti einkatímu 1988-1990 í Stokk- hólmi hjá prófessor Rolf LaFleur. Þórólfúr tók lokapróf árið 1994 frá gítardeildinni við Stockholms mus- ikpedagogiska institut. Hann er búsettur í Svíþjóð og starfar sem gítarleikari og kennari í Linköping. Þórólfur hefur haldið fjölda tónleika á Norðurlöndum og komið fram í sjónvarpi og útvarpi með fjölbreytta efnisskrá. Þá hefur hann nokkrum sinnum haldið tón- leika á íslandi, síðast fyrir tveimur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.