Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1996, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1996, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1996 3 pv___________________________Fréttir Steinbítur, sandkoli og skráplúra komin inn i kvótakerfið: Vestfirðingar verða að taka þátt í kvótakerfinu Húsbréf Utdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1989 - 23. útdráttur 1. flokki 1990 - 20. útdráttur - þótt þeir séu því andvígir, segir Einar Oddur Kristjánsson „Ég veit ekki hvað menn eiga við þegar þeir segja að við Vestfirðing- ar séum farnir að dansa með í kvótakerflnu. En fyrst það er kvóta- kerfi í landinu þá sér hver maður að það er ekki um annað að gera fyrir okkur Vestfirðinga en að taka þátt í því enda þótt við séum því al- gerlega andvígir. Þeir sem fást við útgerð eiga engra annarra kosta völ en að taka þátt í því kerfi sem í gildi er,“ sagði Einar Oddur Kristjáns- son, alþingismaður og útgerðarmað- ur á Flateyri, í samtali við DV, vegna breytinga í kvótamálunum. Lög voru sett á Alþingi rétt áður en fundum var frestað þess efnis að afnema línutvöföldun. Línutvöfóld- un gengur út á það að á móti hverju tonni sem viðkomandi bátur veiðir af kvóta sínum fær hann að veiða annað tonn utan kvóta. Þeir sem hafa stundað línuveiðar á tvöfóldun- artímabilum síðustu ára fá nú sem kvóta 60 prósent af þessum utank- vótaafla sem þeir hafa veitt. Þá hef- ur sjávarútvegsráðherra með reglu- gerð sett steinbítinn undir kvóta, sem og sandkola og skráplúru. Steinbítskvótinn og kvótinn vegna afnáms línutvöfoldunar hefur mjög mikið að segja fyrir Vestfirðinga. Þeir stórauka kvóta sinn við þetta. Einar Oddur sagði að engin leið væri að segja til um það á þessari stunda hvað kvótakílóið í steinbít mundi kosta. Hann segir markaðinn ráða því þegar þar að kemur. Menn sem til þekkja giska á að kílóverð gæti verið öðru hvoru meg- in við hundrað krónurnar í seldum kvóta. Leiga verður aftur á móti mun lægri. Það er því ljóst að marg- ir hátar sem stundað hafa stein- bítsveiðar og verið á línutvöföldun síðustu 3 árin munu fá umtalsverð verðmæti i sinn hlut með þessum breytingum. -S.dór Einar Oddur Kristjánsson segir að ekki sé hægt á þessari stundu að segja hvað kvótakílóið í steinbít muni kosta. Hann segir markaðinn ráða því þeg- ar þar að kemur. 2. flokki 1990 - 19. útdráttur 2. flokki 1991 - 17. útdráttur 3. flokki 1992 - 12. útdráttur 2. flokki 1993 - 8. útdráttur 2. flokki 1994 - 5. útdráttur 3. flokki 1994 - 4. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. ágúst 1996. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt í Tímanum þriðjudaginn 11. júní. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfa- fyrirtækjum. cSg HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ HÚSBRÉFADEIID • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 569 690 tPiÍLÍœi^jj jtarðn Ifj tiMJi jjjj 40 ára reynsla okkar tryggir þér vandaða vöru á góðu verði Walker - Danmörku - í samvinnu við Fjöðrina býður nú 2ja ára ábyrgð á heilum kerfum. Sett undir á staðnum. Bðavörubúðin jfjödrwl l farartrcddí § 40 ar Skeifunni 2 - sími 588 2550

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.