Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1996, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1996, Blaðsíða 14
ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1996 DV u tilveran I hádeginu Halldór Bragason tónlistarmaður er ekki bundinn við ákveðinn matartíma. í hádeginu segist hann oft líta inn á Kaffi París og fá sér kaffi og ekki er ólfk- legt að hann hitti einhverja kunningja þar. -saa „Þetta er nú bara fyrsta hádegið okkar,“ sögðu nýir sumarstarfs- menn Seðlabankans, þrjár stelpur sem á veturna stunda nám. Þær sátu á bekk gegnt Alþingishúsinu og gæddu sér á bakarísvörum. Vinnutíminn er frá 9 til 17 og hálf- tíma hlé i hádeginu. Hléið, sem þær segja ekkert of stutt, ætla þær nota til að vera úti við þótt mc neyti Seðlabankans sé „rosali flott“ að þeirra mati. Löng seta námsbókunum er kannski ástæða Berglind Arnadóttir, Sigríður Dröfn Jónsdóttir og Edda Dröfn Daníelsdóttir þessa. Það að vinna svo nálægt mið- borða hrauð úr poka. bænum er líka óneitanlega kostur sem sjálfsagt er að nýta. -saa Milli kl. 12 og 13 gera flestir hlé á vinnu sinni. Blaðamanni DV lék hugur á að vita hvað það væri sem fólk aðhefðist i hádeginu. Oft er hádegið notað til að sinna nauð synlegum erindum. Fjármálum sinnt Um mánaðamót eru ban- kaferðir vinsælar og var Sig- urður Darri á meðal þein sem sinntu peninga- ishlésins. Yfirleitt reynir hann að nýta hádegið til fá sér matarbita en geri hann það ekki fer hann í út- réttingar ýmiss konar, t.d. í bankann. Sigurður Darri Skúlason í erind- rekstri í Lands- banka íslands. DV-myndir GS mál- um há- degi eitt í júní- byrjun. Sigurð- ur, sem vinnur í Tækni- garði, Háskóla íslands, segist ráða lengd hádeg- Úr Seðlabankanum: Förum út Hlín Þórhallsdóttir: A hlaupum Hlin Þórhallsdóttir liggur ekki i leti þær fjörutíu minútur sem hún fær frí í hádeginu. Hún hleypur um miðbæinn, u.þ.b. 3 km, og þar með er hálfur matar- tíminn fokinn. Sturtur eru svo á vinnustaðnum. Hlín vinnur frá 8 til 16 og segir fjörutíu mínút- urnar nægja, hún grípi matar- bita meðan hún vinnur. -saa um miðbæinn Sparar meira en peninga: Nesti að heiman Laufey gefur lesendum uppskrift að salatsósu sem ætti þó ekki að hella á salatið fyrir en rétt áður en það er borðað. 1 dl ólífuolía VI dl edik 1 tsk. Dijon-sinnep 1 ts.k basilikum salt og pipar Hrært vel saman. Oft eyða menn stórum hluta há- degisins í að hugsa um hvað eigi borða. Þá fer líka mikill tíma í að fara á milli staða í leit að einhverju boðlegu og standa jafnvel í biðröð meðan klukkan tifar. Ráð við þessu er aö koma með nesti að heiman. Það er hægt að útbúa kvöldinu áður. Matarmikið salat krefst ekki mik- illar fyrirhafnar. Uppistað- an getur verið pasta, baunir, hrísgrjón eða kartöflur (upp- lagt að nota af- ganga frá kvöld- matnum) og svo er hægt að hafa með hvers kyns grænmeti sem finnst í ísskápnum. Til að gera salatið matarmeira henta kjöt- eða fiskafgangar, eða bara síðasta skinkusneiðin og ost- biti. Brauð er gott meölæti. Laufey Steingrímsdóttir hjá Manneldisráði segir eina grundvall- aratriðið í þessari matargerð að setja svo salatið í gott nestisbox til að halda matnum ferskum. Sítrónu- dropar eða ediksdropar geta komið í veg fyrir að grænmeti og kart- öflur taki litarbreytingum yfir nótt. Niðurskoriö græn- meti er líka gott að geyma í plastpoka með nokkrum ísmol- um. Vítamín fyrir alla Ef fæðan sem neytt er, og samsetning hennar, er ekki ná- kvæmlega eftir þörfum er nauð- synlegt að bæta hana með vítamíntöku. Vítamínþörf manna er mis- jöfn. Þeir sem annast sjúklinga er þurfa að efla vamarkerfi lík- amans. Aukin C-vítamín neysla getur hjálpað. Jafhvel þeir sem sem bara slaka á fyrir framan sjónvarpið í langan tíma þurfa hugsanlega að auka A-vítamín neyslu sína vegna augnþreytu. A- og C-vítamín Fyrir þa sem síður kjósa lýs- ið eru aprikósur, heilhveiti- horn og egg A-vítminauðug. Góðir C-vítamíngjafar eru rauð- ar paprikur, appelsínuþykkni og rósakál. Meðferðin skiptir máli Meðferð fæðunnar er mikil- vægur þáttur í gildi hennar sem vítamíngjafi. A- og D- vítamín geta t.d. tapast úr mjólk sé hún geymd í gleríláti í birtu. FYosiö grænmeti á ekki að þíða fyrir suðu. Frosið græn- meti getur og haft meira vítamín en ferskt sem geymt hefur verið í ísskáp í viku. íþróttir á kostnað næringar? Ánægður hve fáir eru að flýta sér í hádeginu - segir Hlynur Jónasson „Af 40-50 manna hóp sem sækir leikfimi hjá mér í hádeg- inu eru í mesta lagi 3-4 að flýta sér að tímanum loknum," segir Hlynur Jónasson, íþróttafræð- ingrn- hjá líkamsræktarstööinni Mætti. Hann segir marga há- degiskúnnanna vera fólk í vaktavinnu og fólk með eigin rekstur sem sé ekki bundið við ákveðið hádegishlé. Hádegisaðsókn í líkamsrækt- arstöðina er meiri á vetuma. Hlynur segir að líkaminn brenni kolvetni á undan fitu og því reyni sumir að forðast kol- vetnisríka fæðu og stóra máls- verði nokkru fyrir æfingar. Þannig náist sem mest fitu- brennsla. En gæta verður að blóðsykrinum. Hann má ekki falla og þess vegna er mikil- vægt að menn,hafi nært sig, borði t.d. góðan morgunmat og jafnvel eitthvað klukkustund fyrir æfingu. Æfingar í hádegi? Æfingar fyrri parts dags eru síst verri en æfingar að loknum vinnudegi, að mati Hlyns. En þær mega þó alls ekki vera á kostnað matarbita, t.d. í hádeg- inu. Sömuleiðis mega þær ekki valda stressi og verða aö nokk- urs konar áþján sem þær óhjá- kvæmilega verða hafi menn nauman tíma. -saa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.