Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1996, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1996, Blaðsíða 33
37 ÞRIÐJUDAGUR 11. JUNI1996 Óperusöngvarar í Galdra-Lofti hafa fengiö góða dóma fyrir túlkun sína. Galdra- Loftur í kvöld verður fimmta sýning á óperunni Galdra-Lofti eftir Jón Ásgeirsson sem hann bygg- ir á samnefndu leikriti eftir Jó- hann Sigurjónsson. Ýmislegt í verki Jóhanns, sem tengist stað- setningu þess og tíma, er fellt burt og í staðinn er meginá- herslan lögð á tilfinningaátök persónanna. Sagan um Galdra- Loft er ástríðuþrungin saga um þrá mannsins eftir hinu óþekkta og hinu hættulega, saga af kukli við óræð öfl og að lokum tortím- ingu þess sem ekki nær að fóta sig á hinum hálu brautum mannshugans. Leikhús Með hlutverk Lofts fer Þor- geir Andrésson, Elín Ósk Ósk- arsdóttir fer með hlutverk Stein- unnar, Bergþór Pálsson með hlutverk Ólafs og Þóra Einars- dóttir er Dísa. Loftur Erlingsson fer með hlutverk andans og Bjami Thor Kristinsson hlut- verk gamla mannsins. Hljóm- sveitarstjóri er Garðar Cortes og leikstjóri Halldór E. Laxness. Galdra-Loftur er önnur ópera Jóns Ásgeirssonar en sú fyrsta, Þrymskviða, var flutt á listahá- tíð í Þjóðleikhúsinu árið 1974. Undirbún- ingur gönguferða Björgunarskóli Landsbjargar og Slysavarnafélag íslands standa í samvinnu við Ferðafé- lag íslands fyrir fræðslufundi fyrir almenning um ferðabúnað í göngu- og fjallaferðir í kvöld kl. 20.00 í húsnæði Ferðafélags íslands. Fyrirlesari er Helgi Ei- riksson. Samkomur Scobie í Kaffi Reykjavík Söngvarinn góðkunni, Ric- hard Scobie, skemmtir i Kaffi Reykjavík í kvöld. Félag eldri borgara Dansæfing verður í Risinu í kvöld kl. 20.00. Bandalag kvenna í Reykjavík Fundur formanna félaga í BKR verður á Hallveigarstöðum í kvöld kl. 20.00. Fjallað verður um varnir gegn vímuefnum. I. 'Tr //0/^1^/////////////// Circus Ronaldo í Hljómskálagarðinum: Listrænn fjölskyldusirkus I kvöld kl. 20.00 verður fyrsta sýningin hjá Circus Ronaldo i Hljómskálagaröinum. Circus Ronaldo er lítill, listrænn fjölskyldusirkus sem byggir á fomum leikhúshefðum. Sirkusinn ferð- ast með sýningar sínar á sumrin en á vetuma vinna listamennimir i leikhúsum, en þeir em einu fjöllistamennimir í Belgíu sem lifa og ferö- ast i gömlu sirkusvögnunum og hafa þeir kom- ið fram á listahátíðum víða um Evrópu. Cirkus Ronaldo nýtur virðingar í listaheim- inum fyrir góöan leik og fyrir að vera trúr hefð- inni og hreinræktuðum ijölleikakúnstum. Lista- Skemmtanir mennirnir byggja sýningar sínar á „commedia dell’arte" hefðinni eins og búningar þeirra og tilburðir allir bera með sér. Cirkus Ronaldo hefur reist fallegt lítið tjald í Hljómskálagarðinum og í kringum það eru fomu sígaunavagnamir. Þess má geta að Cirkus Ronaldo verður áberandi í miðbænum 17. júní en þá mun hljómsveit sirkussins spila á hinum ýmsu stöðum og nokkrir listamenn munu sýna listir sínar á götum borgarinnar. í gær var unnið við að koma öllu því sem fylgir sirkusnum fyr- ir í Hljómskálagarðinum. Varast ber steinkast Færð á vegum er góð. Vega- vinnuflokkar eru víða á þjóövegum við lagfæringar og hilstjórar því beðnir að sýna aðgát og draga úr hraðanum. Búið er að leggja klæðningar á vegi, einkum á Færð á vegum Suðausturlandi og í nágrenni Akureyrar. Nauðsynlegt er að ökumenn virði hraðatakmarkanir á þessum leiðum til að forðast skemmdir á hílum. Hálendisvegir eru enn þá flestir lokaðir. Þó er orðið fært í Eldgjá úr Skaftártungu og sömuleiðis um Kjalveg norðan Hveravalla. Ástand vega m Hálka og snjór s Vegavinna-aðgát @ Öxulþungatakmarkanir án iynrstöðu [T] Þungfært (g) Fært fjallabílum Bróðir Helgu og Guðjóns Litli drengurinn á myndinni fæddist á fæðingardeild Landspítal- ans 30. maí. Þegar hann var vigtað- ur reyndist hann vera 4140 grömm Barn dagsins aö þyngd og mældist 55 sentímetra langur. Foreldrar hans eru Elín Guðjónsdóttir og Þorvarður Bessi Einarsson. Hann á tvö systkin, Helgu Björgu, sem er ellefu ára, og Guðjón Andra sem er tveggja ára. Steve Guttenberg og Olivia D’Abo, sem eru til hægri á mynd- inni, eru í hlutverkum lögreglu- stjóra og kennslukonu sem hafa það á stefnuskránni að koma upp fótboltaliði í smábænum Elma. Alltaf í boltanum Alltaf í boltanum (The Big Green) gerist í Elma í Texas, þar sem allt íþróttalíf í skólanum hefur legið niðri i langan tíma. Þessu ákveður breskur kennari, Anna Montgomery sem kemur til að kenna krökkunum, að breyta og kynnir fyrir þeim fót- boltann eins og hann er leikinn í Evrópu. Þetta reynist þó ekki auðvelt verkefni þar sem krakk- amir vita varla hvað fótbolti er. Áhugi þeirra er sem sagt enginn í byrjun. Anna þarf því á hjálp að halda og af miklum dugnaði Kvikmyndir tekst henni að virkja lögreglu- stjóra bæjarins með sér og sam- an ganga þau í það að búa til eitt stykki fótboltalið. Með aðalhlutverkin fara Steve Guttenberg, Olivia D’Abo og Jay O. Sanders. Leikstjóri er Holly Goldberg Sloan, sem áður hafði starfað sem handritshöfundur og skrifaði meðal annars handritið að Made in America. Nýjar myndir Háskólabió: Fuglabúrið Laugarásbíó: Köld eru kvenna- ráð Saga-bíó: Allir í boltanum Bíóhöllin: Fugtabúrið Bíóborgin: Trainspotting Regnboginn: Skítseiði jarðar Stjörnubíó: Dauðsmannseyja Gengið Almennt gengi Ll nr. 116 4nnc \,\ n ic Eininq Kaup Sala Tnllgengi Dollar 67,220 67,560 66,630 Pund 103,280 103,810 101,060 Kan. dollar 49,270 49,580 48,890 Dönsk kr. 11,3570 11,4170 11,6250 Norsk kr. 10,2550 10,3110 10,3260 Sænsk kr. 9,9380 9,9920 9,9790 Fi. mark 14,2820 14,3660 14,3190 Fra. franki 12,9350 13,0090 13,1530 Belg. franki 2,1306 2,1434 2,1854 Sviss. franki 53,2100 53,5000 55,5700 Holl. gyllini 39,1500 39,3800 40,1300 Þýskt mark 43,8400 44,0600 44,8700 ít. lira 0,04337 0,04363 0,04226 Aust. sch. 6,2280 6,2670 6,3850 Port. escudo 0,4249 0,4275 0,4346 Spá. peseti 0,5192 0,5224 0,5340 Jap. yen 0,61580 0,61950 0,62540 Irskt pund 106,010 106,670 104,310 SDR/t 96,59000 97,17000 97,15000 ECU/t 82,8300 83,3200 83,3800 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270 Krossgátan T~ T~ r S □ r 8 l )Ö I TT j w vr IG 1 w 20 í\ J □ zr Lárétt: l eðli, 8 fugl, 9 mjög, 10 þvílíkt, ll eyða, 12 skartgripur, 14 gremja, 16 mælir, 17 ógilti, 20 tréð, 22 málm- blöndu. Lóðrétt: l ranghverfar, 2 reku, 3 klifra, 4 læsa, 5 kvöld, 6 gort, 7 þrjóska, 13 galsi, 15 karl, 18 brugðning- ur, 19 blástur, 21 róta. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: l kjammi, 8 lóga, 9 áðu, 10 úð- inn, ll ið, 12 röndina, 15 ann, 16 lænu, 18 gusa, 20 lóm, 22 gáluna. Lóðrétt: l klúr, 2 jóð, 3 aginn, 4 mandla, 5 máni, 6 iðinn, 7 guð, 13 önug, 14 auma, 15 agg, 17 ælu, 19 sá, 21 ón. 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.