Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1996, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1996, Blaðsíða 32
36 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1996 nn Hjörleifur Guttormsson segir sig og koilega sína á þingi hafa puð- að mikiö. Puðuðum fram eftir öllum nóttum „Við sem höfum verið að puða hér fram eftir öllum nóttum eig- um allt í einu að dansa eftir ein- hverjum tækjum af hálfu foryst- unnar.“ Hjörleifur Guttormsson, i Tímanum. Ummæli Ráðvilltur minnihluti „Mér íinnst minnihlutinn ekki hafa staðið sig vel, hann hefur verið máttlítill, finnst mér, og átt erfitt með að finna sér pólitískan stað til að standa á.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, í Morgunblaðinu. Sjómenn og frídagar „Er kannski einhver hætta á að útgerðarmenn reyni að svipta sjómenn jólafríinu? Það kæmi ekki á óvart eftir það sem á und- an er gengið.“ Jónas Garðarsson, formaður Sjó- mannafélags Reykjavíkur, í DV. Háspenna - lífshætta „Alltaf er hún nú þessi „há- spenna - lífshætta“ á frumsýn- ingu.“ Ólöf Kolbrún Harðardóttir, fram- kvæmdastjóri íslensku óperunnar, í Tímanum. Ljósmyndasýningin Dauðinn í íslenskum veruleika, sem er til sýnis á Mokka, hefur vakið mikla eftirtekt. Danska tríóið Meðal dagskrárliða á listahá- tíð í kvöld eru tónleikar Den danske Trio í Norræna húsinu. Bak við þetta nafn felast nöfn þriggja tónlistarmanna sem markað hafa djúp spor í danskt tónlistarlíf. Listamennirnir Rosalind Bevan, píanó, Bjarne Hansen, fiðla/víóla, og Svend Winslev, selló, höfðu starfað saman öðru hverju í mörg ár áður en þau stofnuðu trióið árið 1993 með aðsetur í Óðinsvéum. Tríóið blandar gjarnan saman eldri tónlist og nútímatónlist og hefur flutt margar perlur eftir L i í R e v k i a v í k klassísk tónskáld og þá hefur það einnig pantað verk frá núlif- andi tónskáldum. Á verkefnaskránni í kvöld er eitt íslenskt verk, Tríó, eftir Atla Heimi Sveinsson en hann samdi þetta verk árið 1988. Önnur verk eru Tríó í F- dúr eftir N.W. Gade, Tríó, opus 67, eftir Shostakovítsj og frumflutningur á tríói eftir Hans Henrik Nordström. Dagskrárliðir á listahátíð í kvöld: Den danske Trio Tónleikar í Norræna húsinu kl. 20.30. Cirkus Ronaldo Hljómskálagarðurinn kl. 20.00 Galdra-Loftur íslenska óperan kl. 20.00 Fer að létta til sunnanlands 992 millíbara lægð um 150 km suðsuðaustur af Homafirði hreyfist norðnorðaustur. Yfir Grænlandi er hæðarhryggur sem þokast austur. t dag verður norðaustankaldi og rigning um mestallt land, nema suð- Veðrið í dag austan til í fyrstu. Fer að létta til sunnan- og suðaustanlands þegar líður á daginn en áfram rigning eða súld á norðanverðu landinu fram á nótt. Hiti 4 til 14 stig, hlýjast suð- austanlands. Á höfuðborgarsvæðinu verður norðan og norðaustangola eða kaldi. Skýjað og rigning öðru hverju í fyrstu en fer að létta til þegar líður á daginn. Hægviðri í nótt. Hiti 8 til 13 stig. Sólarlag í Reykjavik: 23.55 Sólarupprás á morgun: 3.00 Síðdegisflóð í Reykjavík: 15.11 Árdegisflóð á morgun: 3.37 Veðrið kl. 6 i morgun: Akureyri rigning 5 Akurnes skýjaó 8 Bergsstaöir rigning og súld 4 Bolungarvík alskýjaö 4 Egilsstaöir súld 5 Keflavíkurflugv. rigning 7 Kirkjubkl. skýjaö 6 Raufarhöfn rigning 4 Reykjavík rigning 7 Stórhöföi rigning 6 Helsinki léttskýjaó 19 Kaupmannah. Ósló skýjaö 16 Stokkhólmur léttskýjaó 18 Þórshöfn Amsterdam léttskýjaö 16 Barcelona mistur 20 Chicago skýjaö 13 Frankfurt léttskýjaó 20 Glasgow rigning 13 Hamborg hálfskýjaö 19 London mistur 13 Los Angeles þokumóóa 18 Lúxemborg léttskýjaö 20 Madríd léttskýjaö 18 Paris léttskýjaö 18 Róm þokumóóa 22 Valencia þokumóða 18 New York alskýjaö 21 Nuuk rigning 2 Vín léttskýjaö 24 Washington alskýjaó 24 Winnipeg ■ léttskýjaó 17 Ólafía B. Rafnsdóttir, skrifstofustjóri í kosningamiðstöð Ólafs Ragnars Grímssonar: Áhersla lögð á drengilega og málefnalega kosningabaráttu „Þetta hefur verið rífandi gang- ur í þessu hjá okkur. Við fundum strax fyrir miklum stuðningi með- al fólks og hann hefur farið vax- andi,“ segir Ólafla B. Rafnsdóttir, skrifstofustjóri á kosningaskrif- stofu Ólafs Ragnars Grímssonar forsetaframbjóðanda: „Það sem við sem störfum á skrifstofunni leggjum áherslu á nú eru hverfa- fundirnir meö Ólafi Ragnari á höf- Maður dagsins uðborgarsvæðinu sem eru hefjast og er sá fyrsti í dag. Ólafúr er bú- inn að fara vítt og breitt um land- ið að undanförnu og mun hann gera það áfram enda er mikið beð- ið um hann og við erum komin með gott net um allt land.“ Ólafia sagði aðspurð að hún hefði verið beðin að taka þetta starf að sér: „Ég vinn á skrifstof- unni hjá Verslunarmannafélagi Ólafía Rafnsdóttir. Reykjavíkur og þegar ég ákvað að taka þetta starf að mér tók ég mér frí frá störfum meðan á kosninga- baráttunni stendur. Hér er unnið alla daga og mikill fjöldi sjálfboða- liða, sem verið er að virkja, hefur boðið sig fram.“ Ólafla sagðist vera mjög ánægð með hvað skoðanakannanir hefðu sýnt mikinn stuðning við Ólaf: „Það er greinilegt að það er fólk úr öllum stéttum sem styður Ólaf til forsetaframboðs og þótt fylgi hans hafi aðeins minnkað frá fyrstu könnunum þá er það, þegar á heildina er litið, jafnt og stöðugt. Við leggjum áherslu á persónuleg tengsl við sem flesta og Ólafur hef- ur lagt ríka áherslu á að baráttan sé drengileg og málefnaleg og að við sem vinnum fyrir hann förum ekki að taka þátt i neikvæðri um- ræðu um meðframbjóðendur hans.“ Ólafia sagði að Ólafur yrði inik- ið á ferðinni alveg fram að kosn- ingum og þótt áhersla væri lögð á hverfafundina á næstunni myndi hann einnig fara út á land og taka þátt í útvarps- og sjónvarpsum- ræðum.“ -HK Myndgátan Lausn á gátu nr. 1532: Svefntöflur Myndgátan hér að ofan lýsir lýsingarorði. Náttúrusýn í ís- lenskri myndlist Um síð- ustu mán- aðamót var opnuð myndlist- arsýning- in Nátt- úrusýn i íslenskri myndlist á Kjarvals- stöðum. Þar eru dregnar fram sam- ræður ís- lenskra listamanna við náttúr- una og sýnd eru verk eftir Ás- mund Sveinsson, Birgi Andrés- son, Eggert Pétursson, Hrein Friðfmnsson, Jóhann Eyfells, Sýningar Kjarval, Kristin E. Hrafnsson, Kristján Davíðsson, Kristján Steingrím Jónsson, Nínu Tryggvadóttur, Ólaf Elíasson, Pétur Eggertsson, Sigurð Guð- mundsson, Svavar Guðnason og Þórarin B. Þorláksson. Verkin á sýningunni spanna 20. öldina og standa fyrir, listrænt séð, afar ólíkar hugmyndalegar forsend- ur. Leiðin til frumleikans hjá mörgum íslenskum listamönn- um á þessari öld hefur oft legið í gegnum íslenska náttúru. Á þessari sýningu er stefnt saman verkum eftir íslenska listamenn sem hafa tekið höndum saman við náttúruna, samsamast henni eða notið hennar á einn eða ann- an hátt. Sýningin verður á Kjar- valsstöðum út ágústmánuð en opið er frá kl. 10.00-18.00 alla daga. Bridge Ein elsta tvímenningskeppni í heimi er „Goldman Pairs" í Banda- ríkjunum sem haldin hefur verið á hverju ári í 68 ár samfleytt. Síðustu keppni lauk með sigri Rick Zucker’s og Rose Johnson’s. Zucker var sagn- hafi í fjórum spöðum í þessu spili, eftir þessar sagnir: * 1095 * ÁD8 V 1065 ♦ G85 A ÁDG8 N * G4 984 *» ÁDG2 ♦ K96 4 6532 S ♦ 10742 4 K107 Norður é K7632 K73 + ÁD3 4 94 Austur Suður Vestur 1* 1A» í* pass 2* pass 4+ p/h Vestur spilaði út hjartafiark- anum, austur drap á ásinn og spil- aði hjartadrottningunnL Ýmsar leiðir gátu leitt til vinnings, en Zucker fann bestu leiðina. Hann drap hjartadrottningu austurs á kóng, tók þrisvar tromp og spilaði laufníu á drottningu. Austur gat ekki leyft sér þann munað að gefa slaginn, drap á kóng, tók hjartaslag og spilaði síðan tígli. Zucker fór upp með ás og spilaði trompum í botn. Áður en síðasta trompinu var spilað var staðan þessi: * -- ♦ K * 653 Þegar síðasta trompinu var spilað henti vestur laufi og Zucker henti tígulgosa. Síðan tók hann ÁD í laufi og felldi tíuna. Með því þvinga vest- ur til að henda laufi var ekki lengur freisting að svína laufinu, Ef vestur átti tígulkónginn féll lauftían hvort eð er. ísak Öm Sigurðsson ♦ G 4 AD8 * 6 ♦ — •* 2 ♦ 10 * 107 ♦ D3 * 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.