Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1996, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1996, Blaðsíða 26
30 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1996 CAUX. miÐöSöLon OPÍn K^. 15-19 nEmö món. SÍmÍ 551-1475 ÍSLENSKA ÓPERAN ♦ sÝnincAi^ AD EI flS 8. n. oc 14. júní SIGLINGANÁMSKEIÐ OG BÁTALEIGA Fyrir fullorðna: Mánaðarnámskeið - ca 20 tímar. Fyrir börn og unglinga: Vikunámskeið. Bátaleiga alla daga. Spennandi siglingar fyrir fullorðna og börn. SIGLINGAFÉLAGIÐ ÝMIR VESTURVÖR 8 - KÓPAVOGI Sími: 554-4148 - 554-0145 og 897-3227 Nýr umboðsmaður SÚÐAVÍK Ingibjörg Ólafsdóttir Bústaöarvegur 7 Sími 456 4936 Nýr umboðsmaður HVERAGERÐI Þórður Guðjónsson Lyngheiöi 18 Sími 483 4421 ^úðkaupsveislur—útisamkomur—skemmtarW— tónleikar—sýningar—kynningar og fl. og fl. og fi. RiseípBd - veislutjöld- "°9 Ýmsir fylgihlutir skÍDU e Tjöld Ekki tre\ skipuleggja á eftirminnilegan viðburð - Tryggið ykkur og leigið stórt tjald ó staðinn - það marg borgar sig. Tjöld af öllum stœrðum fró 20 - 700m2. Einnlg: Borð, stólar, tjaldgólf og tjaldhitarar. lalelga sBcðta ..meo skótum ó heimavelli slml 562 1390 • fox 552 6377 Steinullarbíllinn auglýsir Einangrum öll hús, ný sem gömul, með steinull frá Sauðárkróki. Ullinni er blásið á sinn stað hvort sem er í holrúm, útveggi, þök, innveggi (hljóðeinangrun) eða ofan á loftplötur. Getum komist að stöðum sem erfitt er að komast að. Ókeypis skoðun - Gerum tilboð JÓN ÞÓRÐARSON Sími 587-9194, bílas. 853-3892, fax 587-9164 Menning Heimskórinn á æfingu fyrir tónleikana í Laugardalshöil. Söngveisla Það má með sanni segja að það hafi verið kátt í höll- inni á laugardaginn var, en þá voru haldnir þar tónleik- ar Heimskórsins, Sinfóníuhljómsveitar íslands og ein- söngvara. Einsöngvararnir voru ekki af lakara taginu, því hér voru saman komnir sumir þeir athyglisverðustu sem völ er á: Dmitri Hvorostovsky, baríton, Keith Ikaia-Purdy, tenór, Rannveig Fríða Bragadóttir, messósópran, og Olga Romanko, sópran. Hijómsveitarstjóri var Klauspet- er Seibel sem okkur er að góðu kunnur, þar sem hann hefur oft- sinnis stjórnað S.í. á árum áður. Það var forleikurinn að Rakaran- um í Seviila sem hljómaði fyrst og var hann hressilega leikinn af hljómsveitinni. Hljómburður húss- ins var allur annar en oftast áður og er það líklega ekki síst að þakka tæknimönnum og búnaði þeirra, en heill frumskógur hljóðnema var á víð og dreif yfir hljóm- sveitinni, auk hátalara. Þannig var hljómurinn nokkuð jafn og vel heyrðist í öllu, þótt viðurkenna verði að ör- lítið var hann málmkenndur í toppinn. Það var síðan hinn rómaði baríton, Hvorostovsky, sem reið á vaðið, fyrstur einsöngvaranna og söng hann aríu Fígarós úr óperunni sívinsælu. Óhætt er að segja að söngvarinn heillaði áheyrendur samstundis með stórkostlegri rödd sinni og glæsileika í hvívetna. Rann- veig Fríða söng síöan aríu Rosínu úr sömu óperu og gerði frábærlega vel, með einstökum skýrleika og góðri mótun. Tenórinn Keith Purdy sýndi að hann er topp- söngvari í aríu Rodolfo úr óperunni Luisa Miller eftir Verdi og hinn 350 manna kór söng síðan kórinn úr óper- unni Trúbadorinn eftir sama höfund og fór ágætlega með. Óþarfi er að telja upp öll atriðin sem sungin voru, en meðal hápunktanna má þó nefna það þegar Hvorostovsky söng aríu Valent- ins úr óperunni Faust eftir Gounod, tví- söng hans og Keith úr óperunni Don Carlo eftir Verdi og aríur Amelíu úr Grímudansleiknum og Aidu úr óperum Verdis sem Olga söng hreint stórkost- lega, en hún er sérlega glæsilegur dramatískur sópran. Kórinn geröi einnig ágætlega, t.d. í kórunum úr Nabucco og La Traviata eftir Verdi og var raddmagnið áhrifamikið. Hljómsveitin átti síðasta orðið á þessum löngu tón- leikum, sem voru vel á fjórðu klukkustund, og var kvatt með lokum 2. þáttar úr óperunni Aidu eftir Verdi og myndaði sú tónlist viðeigandi hástemmd lok þessarar miklu söngveislu. Tónlist Áskell Másson L i s t a h á t í ð 'i9 í R e v k i a v í k 96 Dmitri Hvorostovsky Meðal góðra gesta á listahátíð þetta árið er barít- onsöngvarinn Dmitri Hvorostovsky. Gefur það til- efni til að huga að hljómdiskum hans. Meðal annars fæst hér í hljómplötuverslunum diskur með nafninu My Restless Soul. Þar er að finna rússnesk sönglög sem Hvorostovsky syngur við píanóundirleik Mik- hails Arkadievs. Allir kannast við hina auðugu þjóðlagahefð Rússa. Hins vegar er eiginlegur ljóðasöngur tiltölulega nýr þáttur í rússneskri tónlist. Moussorgsky lyfti rúss- neska sönglaginu upp á nýjan stall listræns ágætis. Sönglög Tsjajkovskís eru hins vegar samin meira í anda erlendra fyrirmynda. Duttlungar sögunnar réðu því að hann var frekar talinn túlka hinn rúss- neska anda en Moussorgsky, þótt hinn síðamefndi stæði mun traustari fótum í hinni þjóðlegu hefð. Á fyrrgreindum hljómdiski em allmörg sönglög Tsjaj- kovskís. Má þar vel heyra þá kosti sem einkenna tón- list hans yfírleitt, rómantíska þrá ásamt með hreinni lýrík. Þetta tvennt saman reynist flestum ómótstæði- legt. Auk Tsjajkovskís eru lög á disknum eftir Borod- in, Rimsky Korsakof og Rachmaninoff. Borodin samdi ekki mörg sönglög en lag hans_____________ þarna er hrein perla. Rimsky Korsa- kof er heldur ekki sérlega þekktur sem höfundur sönglaga. Þó samdi. hann töluvert af þeim undir lok fer- ils síns og er ágætt sýnishom af þeim á diskinum. Tónlist Rachman ' inoffs var tímaskekkja er hún kom fram en nýtur mikillar hylli engu að síður. Lög hans á diskinum munu sumum þykja falleg en öðrum fullyf- irdrifin. Hvorostovsky hefur ákaflega fallega rödd sem hann beitir af öryggi og mikilli smekkvísi. Hún er Hljómplötur Finnur Torfi Stefánsson Dmitri Hvorostovsky. sömuleiðis mjög mikil. Lagavalið á diskinum er allt mjög rómantískt og býður auðveldlega upp á klisjur og ofgerð í flutningi. Hinn ungi söngvari sneiðir hjá öllum slíkum gryflum og er túlkun hans fullkom- lega hrein og tilgerðarlaus og hjálp- ar það tónlistinni mikið. Er mikill fengur að komu hans á listahátíð. Píanóleikur Arkadievs er sömuleið- is mjög góður og ekkert verður fundið að samleik þeirra félaga. Upptaka og hljómgæði á þessum diski er fyrsta flokks.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.