Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1996, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1996, Blaðsíða 20
24 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1996 ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR ELDHÚS INNRÉTTINGAR BAÐ INNRÉTTINGAR FATASKÁPAR VÖNDUÐ VARA - HAGSTÆTT VERÐ Frí teiknivinna og tilboðsgerð N&ttObn* - fyrsta flokks frá ÆOnix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420 Fréttir Stykkishólmur: Minnisvarði afhjúpaður Minnisvarði, og reitur helgaður minningu týndra sjómanna, var af- hjúpaður í kirkjugarðinum í Stykk- ishólmi á sjómannadaginn. Gunn- laugur Árnason, formaður sjó- mannadagsnefndar, flutti þar ávarp, Þóra Halldórsdóttir afhjúpaði minn- isvarðann og séra Gunnar Eiríkur Hauksson flutti helgunarorð. Eftir athöfnina var gengið til há- tíðarguðsþjónustu og voru fjórir drengir skírðir í kirkjunni. Sæ- mundur Sigurbjörnsson var sæmd- ur heiðursmerki sjómanna og 8 ára gömlum dreng, Baldri Ragnari Guðjónssyni, veitt viðurkenning fyrir björgunarafrek. Hann bjarg- aði dreng úr höfninni í Stykkis- hólmi í desember sl. Þóra Halldórsdóttir og séra Gunnar Eirikur við minnisvaröann. DV-mynd BB Nýr rektor við Menntaskólann við Sund DV, Akranesi: Nýverið var gengið frá ráðningu nýs rektors við Menntaskólann við Sund í Reykjavík. Eiríkur Guð- mundsson, sagnfræðingur og kenn- ari sem gegnt hefur starfi aðstoðar- skólameistara við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi, var ráðinn og tekur hann við af Sigurði Ragn- arssyni þann 1. ágúst. Jara og Einar halda áfram að kaupá sér hluti í gegnum smáauglýsingar DV. Nú keyptu þau sér sófaborð með sandblásnu gleri og svartan halógen standlampa eins og sjá má á myndinni. Þetta tvennt, sem var einmitt það sem þau voru að leita að, fengu þau fyrir aðeins 20.000 kr. Þessa dagana eru þau að flytja inn í íbúðina sína og eru byrjuð að koma nýju hlutunum fyrir. Þau vantar enn þá allt milli himins og jarðar, s.s. séfaborö, borðstofuborð og stóla, hornskáp með gleri, þurrkara, náttborð, veisk-, blöndunartœki, eldhúsviftu, standlampa, sjónvarp, örbylgjuofn, blóm o.fl. DV œtlar að gefa þeim 300.000 kr. í brúðargjöf til að byggja upp framtíðarheimili sitt með hlutum sem þau finna í gegnum smáauglýsingar DV. Þau eiga 240.500 kr. eftir. Hvað kaupa þau nœst? Nú er tími til að selja! a\\t mil/í hinynv Smáauglýsingar 550 5000 VopnaQöröur: Stærsti loðnufarmurinn á vertíðinni 2224 tonn af kvótanum. Víkurberg hefur land- að 2000 tonnum. Loðnubræðslu lauk í byrjun apríl og var tekið á móti 15.400 tonnum. Færeyska nótaskipið Þrándur í Götu var með stærsta loðnufarm sem borist hefur til löndunar hér á landi úr einu skipi, 2224 tonn. Að undanfornu hefur verið unnið að endurbótum á verksmiðjuhúsinu sem var farið að láta verulega á sjá. Búið er að klæða allt húsið að utan, skipta um þak og einangra. Þá er verið að koma fyrir nýjum þurrkara, pressu og sjóðara. Að mati verksmiðjustjóra mun verk- smiðjan geta brætt um 500 tonn á sólarhring eftir breytingarnar. Einnig er fyrirhugað að lagfæra all- an löndunarbúnað verksmiðjunnar. -AH Jara og Einar láta Ijós sitt skína! DV, Vopnafirði: Rúmlega sjö þúsund tonn af síld eru komin á land hér hjá Lóni hf. á Vopnafirði á vertíðinni, að sögn Sveinbjöms Sigmundssonar verk- smiöjustjóra. Síldarlöndun hófst 7. maí en þá lönduðu tveir færeyskir bátar. Síðan hafa þeir og aðrir land- að en mestu hefur hið nýja nótaskip Vopnfirðinga, Sunnuberg, landað eða 2400 tonnum, og á 600 tonn eftir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.