Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1996, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1996, Blaðsíða 30
34 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ la96 Afmæli__________________________ Jóhannes Sölvi Sigurðsson Jóhannes Sölvi Sigurðsson bif- reiðarstjóri, Furugrund 18, Kópa- vogi, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Jóhannes er fæddur á Brekku í Húnaþingi og ólst þar upp í sveit- inni. 19 ára að aldri fór hann í vinnumennsku í Borgarfirði. Eftir það flutti hann til Reykjavíkur og gerðist bifreiðarstjóri. Jóhannes starfaði við þá iðju í 8 ár og réð sig síðan á þungavinnuvélar hjá Véla- sjóði ríkisins og Landnámu. Jóhannes hóf búskap að Hellu á Árskógsströnd 1960. Sjö árum síðar keypti hann bújörðina Skálá í Sléttuhlíð í Skagafirði og sinnti bú- störfum þar til seinni hluta ársins 1980. Jóhannes seldi þá jörð sina og fluttist með fjölskyldu sinni í Kópa- vog og hóf störf aftur sem bifreiðar- stjóri. Jóhannes er fæddur áhugamaður um hesta. Hann hefur alla tíð sinnt því áhugaefni af miklu kappi og á gott hrossakyn. Fjölskylda Jóhannes kvæntist 23.5. 1959 Halldóru Ólafs- dóttur, f. 5.6. 1928, hús- freyju, en hún er dóttir Ólafs Hálfdánarsonar og Maríu Rögnvaldsdóttur. Börn Jóhannesar og Halldóru eru: Guðmund- ur Sigurður, f. 7.9. 1958, sjómaður í Reykjavík; Björn, f. 2.8. 1960, bifreið- arstjóri hjá Norðurleið, búsettur á Akureyri, í sambúð með Evu Hjalta- dóttur, starfsmanni hjá Pósti og síma, og eiga þau fjögur börn, Bjarkeyju, Loga, Perlu Dögg og Hjalta; Rannveig María, f. 10.6. 1961, tækniteiknari í Reykjavík, gift Árna Guðna Einarssyni rafmagns- tæknifræðingi og eiga þau þrjú börn, Jóhannes Inga, Einar Ágúst og Guðrúnu Dóru; Guðbjörg Sól- veig, f. 27.8. 1963, nemi í Gautaborg, í sambúð með Jóni Ólafi Björgvins- syni nema og eiga þau tvo syni, Pétur Friðrik og Sölva Þór; Ólafur Ágúst, f. 7.2. 1967, starfar við húsasmíðar í Danmörku, en sambýliskona hans er Kristín Wium Hansen hjúkrunarfræðingur; Ingimar Þór, f. 3.9. 1969, vinnuvélastjóri í Reykja- vík, en unnusta hans er Tinna Stefánsdóttir sjúkraliði og á hann eina dóttur frá því áður. Fyrir hjónaband eignað- ist Jóhannes Kristínu, f. 19.5. 1955, húsmóður á Stöðvarfirði, en maður hennar er Sigurjón Friðriksson sjómaður og eiga þau eitt fósturbarn. Dóttir Halldóru frá því áður er Jóhanna Lind Ásgeirsdóttur, f. 2.11. 1952, starfsmaður við gróðurhús í Biskupstungum en sambýlismaður hennar er Ormar Þorgrímsson og á hún þrjú börn. Bræður Jóhannesar voru fjórir, tveir eru látnir og lést annar sem ungbam; Björn, f. 4.6. 1908, d. 29.5. 1959, járnsmiður í Reykjavík, var kvæntur Guðrúnu Ebenezerdóttur og áttu þau einn son; Ingimar, f. 3.8. 1924, járnsmiður í Reykjavík, kvæntur Huldu Alexandersdóttur og eiga þau íjögur böm; Þórketill, f. 28.7. 1930, d. 1995, húsasmíðameist- ari, lengst af á Höfn í Hornafirði, síðast í Hafnarfirði, kvæntur Jó- hönnu Guðlaugsdóttur og eiga þau tvær dætur. Hálfbróðir, samfeðra; Sigurður Hilmar, f. 4.3. 1927, skrifstofumaður á Akureyri, kvæntur Ásu Leósdótt- ur og eiga þau fimm börn. Foreldrar Jóhannesar voru Guð- mundur Sigurður Jóhannesson, f. 20.5 1895, d. 27.12.1960, búfræðingur, og k.h., Kristín Jósefina Jónsdóttir, f. 29.8. 1891, d. 20.6. 1984, sauma- kona, en þau bjuggu lengst af í Að- alstræti 16, Reykjavík. Jóhannes tekur á móti gestum að Ásgarði 14, Reykjavík, laugardaginn 15.6. nk. eftir kl. 16.00. Jóhannes Sölvi Sig- urðsson. Klemenz R. Guðmundsson Klemenz R. Guðmunds- son, Þórufelli 18, Reykja- vík, varð sextugur á sunnudaginn. Starfsferill Klemenz fæddist í Bjarmalandshverfinu I Laugarnesi í Reykjavík og ólst upp í Laugameshverf- inu. Að lokinni skólagöngu hóf Klemenz störf hjá Heildverslun Davíðs S. Jónssonar þar sem hann var sölumaður í sextán ár. Hann stofnsetti eigið fyrir- tæki er hann var um þrítugt og starfrækti það til 1987. Jafnframt sinnti hann fasteignaviðskiptum um skeið. Hann hóf síðan störf hjá Húsnæðisstofnun ríkisins 1987. Fjölskylda Klemenz á tvö hjóna- bönd að baki. Fyrri kona Klemenzar er Sjöfn Sigurgeirdóttir. Börn Klemenzar og Sjafnar eru Albert, f. 26.4. 1957, ’vélvirki, var fyrst kvæntur Jónu Ágústu Gunnarsdóttur og em böm þeirra Sjöfn Elísa og Atli Þór en seinni kona hans er Svanhvít Sverrisdóttir og eru þeirra börn Björg Heiður og Elísa- bet; Ingibjörg Þórunn, f. 26.4. 1958, starfsmaður Morgun- blaðsins, gift Hjálmari Jónssyni og eru börn þeirra Fríða Rós, Hulda og Jón; Vigdís, f. 28.5. 1962, þroska- þjálfi, gift Friðriki Sigurmundssyni og eru börn þeirra Klemenz og Rebekka. Seinni kona Klemenzar er Mary- ann Klemenzon. Sonur Klemenzar og Maryann er Róbert, f. 19.2. 1979, námsmaður. Tvíburabróðir Klemenzar var Þórarinn, f. 9.6. 1936, d. 12.10. 1994, forstjóri í Reykjavík, og síðan Höfðaborg og Jóhannesarborg í Suð- ur-Afríku, var fyrst kvæntur Svan- hildi Bjarnadóttur og eignuðust þau þrjá syni en bamabörn þeirra eru fiögur, en seinni kona Þórarins er Steinþóra Jóhannsdóttir og er dóttir þeirra Ingibjörg Amelía en barna- börn þeirra eru þrjú. Systir Klemenzar er Elínborg, f. 18.10.1937, leirlistamaður í Mosfells- bæ, gift Ingimundi A. Eymundssyni, starfsmanni Ræsis hf., og eru börn þeirra Ellert, Annetta, Elísabet og Rebekka. Hálíbróðir Klemenzar er Hörður Hjartarson, f. 11.11. 1927, búsettur á Seyðisfirði, kvæntur Sigfríði Hall- grímsdóttur og eru börn þeirra Bjarndís, Valur, Hjörtur, Hallgrím- ur og Helena. Foreldrar Klemenzar voru Guð- mundur Albert Þórarinsson, f. 24.4. 1903, d. 8.5. 1985, og Ingibjörg Amel- ía Kristjánsdóttir, f. 7.10. 1898, d. 24.3. 1974. Ætt Guðmundur Albert var sonur Elínborgar B. Jónsdóttur, systur Bernharðs Jónssonar, foður Mars- ellíusar, skipasmiðs og athafna- manns á ísafirði. Ingibjörg Amelía var systir Klem- enzar, fyrrv. tilraunastjóra á Sáms- stööum, og Sverris sagnfræðings. Klemenz R. Guð- mundsson. Hringiðan Afmæli varð kabarett Aldursforseti bæjarstjórnar Sauðárkróks, Hilmir Jóhannesson, gamanleikja- höfundur, hagyrðingur og háðfugl, fagnaði á dögunum 60 ára afmæli sínu í þéttskipuðum Tjarnarbænum, félagsheimili hestamanna, og varð það fljót- lega að kabarett þar sem hvert skemmtiatriðið rak annað. Sigurður Ágústs- son rafveitustjóri, til vinstri, ávarpaði afmælisbarnið með Ijóðabálki. DV-myndir ÞÁ, Sauðárkróki Helmingur hljómsveitar Geirmundar Valtýssonar skemmti afmæiisgestun- um. Geirmundur er með harmoníkuna en synir Hilmis og Huldu Jónsdóttur, þeir Jóhannes og Eiríkur, með gítara. Gunnlaugur S. Sigurbjörnsson Gunnlaugur Sigurbjörn Sigur- björnsson vélstjóri, Jaðarsbraut 15, Akranesi, er áttræður í dag. Starfsferill Gunnlaugur fæddist á Kljáströnd í Höfðahverfi í Eyjafirði en flutti þaðan þriggja ára til Ólafsfjarðar þar sem hann ólst upp eftir það. Hann lauk vélstjóraprófi á Akureyri 1939. Gunnlaugur fór átján ára til sjós og var lengst af á fiskibátum frá Ól- afsfirði en síðan átta vertíðir i Sandgerði. Gunnlaugur flutti til Akraness 1952. Hann var sjómaður á Akranesi til 1974. Þá hóf hann störf hjá Þor- geiri og Ellert og starfaði síðan hjá þvi fyrirtæki þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir 1990. Gunnlaugur starfaði í verka- og sjómannafélagi í Ólafsfirði og auk þess í íþróttafélagi á staðnum og í taflfélagi. Hann starfaði í verkalýðs- og sjómannafélagi á Akranesi og loks í Málmiðnaðarmannafélagi þar. Fjölskylda Gunnlaugur kvæntist 1.1. 1948 Jó- hönnu Jóhannsdóttur, f. 2.1. 1927, húsmóður. Hún er dóttir Jóhanns Guðmundssonar, sjómanns í Hrísey, og Kristínar Sigurðardóttur hús- móður. Börn Gunnlaugs og Jóhönnu eru Þóra, f. 10.9. 1949, hjúkrunarfræðing- ur í Gautaborg í Sviþjóð, gift Tómasi Óskarssyni bankastarfs- manni og eiga þau tvö börn; Guð- mundur Freyr, f. 15.2. 1955, rafsuðu- maður á Akranesi, kvæntur Katrínu Jakobsdóttur og eiga þau tvo syni. Systkini Gunnlaugs voru Björn Þór Sigurbjörnsson, f. 1914, dó í barnæsku; Rannveig Sigurbjörns- dóttir, f. 1.12. 1918, d. 1984, húsmóðir á Selfossi; Björn Þór Sigurbjörns- son, f. 25.3. 1921, drukknaði 1940. Foreldrar Gunnlaugs voru Sigur- bjöm Jóhannsson, sjómaður á Kljá- strönd, og Þóra Gunnlaugsdóttir húsmóðir. Gunnlaugur verður að heiman á afmælisdaginn. r TÆÆÆÆJWÆJTÆJrÆWl Smáauglýsingadeild DV er opin: • virka daga kl. 9-22 • laugardaga kl. 9-14 ■ sunnudaga kl. 16-22 Smá- auglýsingar DV 550 m§ DV Til ham- ingju með afmælið 11. júní 85 ára Guðmundur J. Kristjánsson. Aflagranda 40, Reykjavík. 80 ára Helga Vilhjálmsdóttir, Mýrargötu 18B, Neskaupstað. Sigurþór Þorsteinsson, Norðurbrún 1, Reykjavík. Sigurður Jóhannsson, Grundarstíg 11, Sauðárkróki. 75 ára Svava Magnúsdóttir, Hrafnistu í Reykjavík. Ingvi Gunnar Ebenhardsson, Víðivöllum 18, Selfossi. 70 ára Ingibjörg Lýðsdótir Frantz, Gaukshólum 2, Reykjavík. Valdís Ármann, Hátúni 17, Eskifirði. 60 ára Hildimundur Sæmundsson, Túngötu 4, Bessastaðahreppi. Þóra Filippía Árnadóttir, Háaleitisbraut 129, Reykjavik. Dúna Bjarnadóttir, Suðurhlíð 35, Reykjavík. Sigurður Eyjólfsson, Básenda 5, Reykjavik. Ásgeir Karlsson, Hofsvallagötu 49, Reykjavík. 50 ára Gíslina Gunnars- dóttir, Sigluvogi 5, Reykjavík. Hún tekur á móti vinum og vanda- mönnum í Bjarkarási, Stjörnugróf 9, milli kl. 17.00 og 20.00. Guðmundur Magnússon, Hvanneyrarbraut 64, Siglufirði. Halldóra Margrét Helgadótt- ir, Þrastahólum 6, Reykjavík. Garðar Ágústsson, Hraunbæ 88, Reykjavík. Marius Jóhann Lund, Urriðakvísl 21, Reykjavík. 40 ára Rosa Hansen, Brautarholti 29, Reykjavik. Ragnheiður I. Axelsdóttir, Laufásvegi 10, Stykkishólmi. Guðrún Björg Guðmundsdótt- ir, Brekkuseli 16, Reykjavík. Valgerður Kristjánsdóttir, Miðvangi 133, Hafnarfirði. Guðrún Helga Hermannsdótt- ir, Grundargarði 9, Húsavík. Ámi Möller Olgeirsson, Bæjargili 118, Garðabæ. Sigríður Kristjánsdóttir, Laufengi 136, Reykjavík. Málfríður K. Kristiansen, Digranesvegi 66, Kópavogi. Hildur Nielsen, Bárugranda 7, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.