Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1996, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1996, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 11. JUNI1996 Wlveran 17 Aftanákeyrsla langalgengasta tjón ungra ökumanna: Reynsluleysi oftast um að kenna segir fræðslustjóri Sjóvár-Almennra „Það vekur athygli að tjóna- mynstur ungra ökumanna er allt öðruvísi en okkar sem eldri erum. Við erum oftast að bakka utan í bíla en krakkamir lenda í langflestum tilvikum í aftanákeyrslum. Þar koma alvarlegustu slysin og reynsluleysi er oftast um að kenna,“ segir Einar Guðmundsson, fræðslu- stjóri hjá Sjóvá-Almennum, en tryggingafélagið hefur verið að bjóða ungum ökumönnum upp á tveggja kvölda námskeið um um- ferðarmál og allt sem þeim tengist. Einar segir ánægjulegt að sjá að greinilegt sé að tjónatíðni detti nið- ur hjá þeim ökumönnum sem komi til þeirra, samanborið við þá sem ekki koma. Hann segir ástæðuna líklega fyrst og fremst vera við- horfsbreytingu, „hversu lengi svo sem það vari“. Undir áhrifum „Það er sláandi hversu stór hópur ungra ökumanna ekur undir áhrif- um áfengis og hversu stutt bil hann hefur á milli ökutækja. Stutt bil kallar á aftanákeyrslur,“ segir Ein- ar Guðmundsson. Aðspurður hvort í einhverjum til- vikum megi kenna gatnakerfinu og akstursaðstæðum um fjölda árekstra sagði Einar það út í hött því ökumaðurinn væri alltaf söku- dólgurinn. Ef gatnakerfið væri á einhvem hátt erfitt þá þyrftum við bara að aka í samræmi við það. -sv Elva Dögg Gunnarsdóttir segist ekkert vera aö flýta sér í ökunáminu. DV-mynd JAK Búin að taka níu ökutíma: Engan veginn tilbúin - segir Elva Dögg Gunnarsdóttir Kfðn 17*20 ásrui -1994 30% Aftaná- Bakkaö Biö-/stööv- Vinstri Ekiö á Annaö keyrslur á aöra unarskylda beygja kyrrstæöa bifreiö ekki virt bifreiö DV líil;|S;'öSií|Íi|í!ÍsSl A ekur út frá einkalóö, bensfnstöö, B ekur aftan á A sökum þess aö bifreiö götuslóö, bifreiöastæöi o.s.frv. A hefur hemlaö vegna hemlaprófunar. 100% sök á A. 100% sök A. (25. gr. 3. mgr. UFL.) (17. gr. 2. mgr. UR.) B hemlar vegna dýra. A ekur aftan á B. 100% sök á A. (14. gr. 3. mgr. UFL.) Arekstur verður meö bifreiðum A og B sem koma úr gagnstæöum áttum og lenda saman á brú eöa þrengingu. Sannaö aö A kom seinna aö brúnni eða þrengingunni en B. 100% sök á A. (19. gr. 3. mgr. UFL.) Engin sök ________) - II/3 sakar @ Helmingssök B bíöur inni á gatnamótum vegna umferðar þ.e. ók inn á á grænu Ijósi,. A ekur af staö áður en B nær aö hreinsa gatnamótin. 100% sök á A. (25. gr. 3. mgr. UFL.) ) b 3sakar 100% sakar ) =n^M Steinar Sigurðsson: Hugsa lítið um þetta Ég kvíði því svolítið að fara af stað út í umferðina. Ungum öku- mönnum er hættara við að lenda i tjónum og slysum en öðrum og það vekur mann til umhugsunar um öll þessi mál,“ segir Elva Dögg Gunn- arsdóttir sem verður 17 ára um næstu helgi. Hún hefur farið í níu ökutíma og segist alls ekki vera til- búin að fara að keyra ein. Því á hún ekki von á að fá prófið fyrir afmæl- isdaginn. Elva segir að búið sé áð þyngja örlítið bóklega þáttinn í bilprófmu frá því sem verið hefúr og segist telja nauðsynlegt að bæta einnig við verklega þáttinn. „Ég lít fyrst og síðast á bílprófið sem þægindi og er ákveðin i að fara mér rólega. Ég tek ekki prófið fyrr en ég er tilbúin og vonast til að ég eigi eftir að verða rólegur og þolin- móður ökumaður." -sv „Eg veit af þessum tölum og að við sem erum að taka nýtt ökupróf erum í sérstökum áhættuhópi í um- ferðinni. Ég hugsa þó lítið um það. Mér gengur mjög vel að keyra og mér finnst ég vera alveg klár í slaginn," segir Steinar Sigurðsson sem nú sækir tíma í öku- kennslu. Hann fær prófið í sept- ember í haust Steinar segir fyrstu kynni sín af umferðinni vera svolít- ið skrýtin, það séu augljóslega svo margir ruddar í umferðinni. „Ætli maður læri ekki eitthvað af framkomu sumra i umferðinni og reyni því að passa sig að verða ekki eins,“ segir Steinar. -sv Steinar fær prófiö í september í haust. DV-mynd GS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.