Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1996, Blaðsíða 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1996
dv______________________________________________________________________________________Fréttir
Skoðanakannanir Dagblaðsins fyrir forsetakosningarnar 1980:
Síðasta könnunin aðeins 0,4
prósentustigum frá úrslitum
- samanburöur á könnun Dagblaösins og úrslitum kosninga -
Skoðanakönnun sem Dagblaðið,
DB, gerði þremur dögum fyrir for-
setakosningarnar 29. júní 1980 fór
ótrúlega nálægt úrslitunum sjálfum.
Aðeins skeikaði að meðaltali 0,4
prósentustigum. Vigdís Finnboga-'
dóttir sigraði, sem kunnugt er, með
33,7 prósenta fylgi, var með 34 pró-
sent í könnun DB 26. júní. Guðlaug-
ur Þorvaldsson kom næstur með
32.3 prósent atkvæða í kosningun-
um, var með 32,4 prósent í síðustu
könnun DB fyrir kosningar. Albert
Guðmundsson hafnaði í 3. sæti með
19,9 prósent, 0,3 prósentustigum
minna en í könnun DB. Pétur Thor-
steinsson varð neðstur með 14,1 pró-
sents fylgi í kosningunum, mældist
með 13,4 prósenta fylgi í DB-könn-
uninni.
Af þeim aðilum sem gerðu skoð-
anakannanir fyrir forsetakosning-
arnar 1980 komst Dagblaðið næst
niðurstöðunum. Vísir gerði nokkrar
kannanir, sú síðasta fór þó ekki
eins nálægt úrslitunum og DV eða
með 2,3 prósenta meðaltalsskekkju.
Fyrsta könnun gaf tóninn
Dagblaðið gerði þrjár skoðana-
kannanir fyrir kosningarnar, þá
fyrstu 12. maí 1980. Þá kom strax í
ljós að baráttan stæði á milli Vigdís-
ar og Guölaugs. Af þeim sem tóku
afstöðu studdu 38,9 prósent Vigdísi,
36.3 prósent Guðlaug, 17 prósent Al-
bert og 7,6 prósent Pétur. Rögnvald-
ur Pálsson mældist þá með 0,3 pró-
senta fylgi en hann hætti við fram-
boð. Úrtak könnunar DB var 600
manns, líkt og er hjá DV í dag, jafnt
skipt milli höfuðborgarsvæðis og
landsbyggðar, sem og kynja.
Næsta könnun Dagblaðsins var
birt 2. júní, 27 dögum fyrir kosning-
ar. Þá höfðu orðið talsverðar breyt-
ingar frá 12. maí. Guðlaugur fór í
fyrsta sætið með 38,7 prósenta fylgi,
Vigdís mældist með 32,2 prósenta
fylgi, Albert var meö 19,3 prósent og
Pétur Thorsteinsson 9,8 prósent. Er
þá miðað viö þá sem tóku afstöðu.
Óákveðnir í könnun DB 2. júní voru
29 prósent úrtaksins.
Síðasta könnun DB fyrir kosning-
ar var síðan gerð 24. og 25. júní og
birt 26. júní, þremur dögum fyrir
kosningar sunnudaginn 29. júní. Úr-
takið Var tvöfaldað upp í 1.200
manns. Niðurstöður þeirrar könn-
unar komu fram hér að framan en
hlutfall óákveðinna fór niður í 22
prósent.
Samanburður á forsetakönnun-
um DB og úrslitum kosninganna
sést nánar á meðfylgjandi grafi.
Fyrsta könnun er ekki langt frá úr-
slitunum nema hvað Pétur Thor-
steinsson bætti stöðugt við sig, á
kostnað fylgis Vigdisar og Guð-
laugs. Frá fyrstu könnun DB 12. maí
til kosninganna 29. júní jók Pétur
fylgi sitt um 6,4 prósentustig. Albert
stóð að mestu leyti í stað.
Efasemdir í Háskólanum
Þegar Dagblaðinu er flett frá þess-
um tíma er athyglisvert að lesa við-
brögð manna við skoðanakönnun-
um blaðsins. Félagsvísindamenn í
Háskólanum höfðu uppi miklar efa-
semdir um aðferðafræðina en uröu
að játa sig sigraða að kosningum
loknum. Þá sá Þorbjörn Broddason
a.m.k. ástæðu til að óska Dagblað-
inu til hamingju með árangurinn!
Kosningastjórar frambjóðend-
anna voru í viðtölum við DB aö lok-
inni síðustu könnun blaðsins fyrir
kosningar. Afstaða þeirra fór svolit-
ið eftir því hvar þeirra menn voru í
röðinni. Óskar Friðriksson, sem nú
starfar á kosningaskrifstofu Péturs
Hafstein, var kosningastjóri Péturs
Thorsteinssonar. Hann sagði m.a.
við DB þann 27. júní 1980:
„Ég tel hana algerlega marklausa,
hún fer þvert á það sem er að ske
hjá okkur á þessum síðustu dögum.
íVá sl. föstudegi hefur síminn hjá
okkur verið rauðglóandi. Ég tel það
því vítavert hjá Dagblaðinu að
koma með skoðanakönnun tveimur
sólarhringum fyrir kjördag, sem er
ekki vísindalegri en þessi er. Síð-
degisblöðin hafa verið mjög skoð-
anamyndandi og ýtt undir
hræðslupólitík, þar sem segir, til
þess að fella x, verður að kjósa y,
svo z komist ekki að.“
„Della,“ sagöi Indriöi G.
Indriði G. Þorsteinsson var kosn-
ingastjóri Alberts Guðmundssonar.
í viðtali við DB sagðist hann halda
að skoðanakönnun blaðsins væri
„della“. Annarlegar hvatir hefðu
legið að baki skoðanakönnunum DB
og Vísis. Síðan sagði Indriði:
„Skoðanakannanir eru mjög al-
varlegur hlutur og þýðingarmikill
vegna þess að þær hafa áhrif á ein-
faldar sálir.“
Óskar Magnússon, nú forstjóri
Hagkaups, var kosningastjóri Guð-
laugs Þorvaldssonar. Hann sagði
við DB að skoðanakönnunin sýndi
ótvírætt að baráttan væri milli Guð-
laugs og Vigdísar. Bilið milli þeirra
og hinna frambjóðendanna væri það
mikið að erfitt yrði að brúa það.
Haft var eftir Halldóri Jakobs-
syni, einum þriggja kosningastjóra
Vigdísar, í DB þann 27. júní 1980 að
hreyfíngin væri í þá átt sem könn-
un blaðsins segöi, Vigdís væri að
vinna á.
Miðað við skoðanakannanir sem
birtar hafa verið vegna forsetakosn-
inganna í ár er ljóst að baráttan er
ekki eins spennandi og árið 1980.
Forskot Ólafs Ragnars er enn tölu-
vert eða um tvöfalt meira eri næsti
frambjóðandi, Pétur Hafstein, hefur.
Enn eru þó þrjár vikur tO kosninga
og ýmislegt getur gerst á þeim tíma.
Síðan er að sjá hvort kanrianir nú
verða álíka nálægt úrslitunum og
kannanir Dagblaðsins 1980.
-bjb
120 ára verslunarafmæli Blönduóss:
Stefnt að
mikilli fjöl-
skylduhátíð
DV, Norðurlandi vestra:
Blönduósingar halda upp á 120
ára verslunarafmæli staðarins í
sumar og er undirbúningur þegar
komin á fullt - jafnt hjá undirbún
ingsnefnd sem bæjarstjórn skipað
og fulltrúum félaga og klúbba í bæn
um. Hátíðin stendur frá fimmtudeg
inum 4. júlí til sunnudagsins 7. júlí
Að sögn Skúla Þórðarsonar bæj
arstjóra er stefnt að mikilli fjöi
skylduhátíð þar sem sitthvað verð
ur til skemmtunar fyrir alla aldurs
hópa. Áformað er að Hillebrants
húsið, sem verið er að gera upp,
verði tilbúið að utan þegar hátíðin
gengur í garð og setningarathöfn
fari fram á lóð þess.
„Síðan verður ýmislegt sprell og
gaman, söngur, leiklist og margt
fleira. Viö vonumst svo sannarlega
til að sjá marga gamla og brottflutta
Blönduósinga á hátíðinni," segir
Skúli bæjarstjóri. Hann vinnur með
undirbúningsnefnd að hátíðinni og
fulltrúum hinna ýmsu félagasam-
taka í bænum. í nefndinni eiga
einnig sæti bæjarstjórnarfulltrúarn-
ir Sigurlaug Hermannsdóttir, sem
er formaður nefndarinnár, Sturla
Þórðarson og Ragnheiður Húnboga-
dóttir, en hún er varamaður Haröar
Ríkharðssonar í bæjarstjórn. -ÞÁ
Kjörís hf. styrkti nýlega byggingu á nýju íþróttahúsi fyrir Reykjalund meö 350 þúsund króna framlagi. Á myndinni
sjást f.v. Margrét Reynisdóttir, markaðsstjóri Kjöríss, Valdemar Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Kjöríss, Jón Bene-
diktsson, framkvæmdastjóri Reykjalundar, og Þorleifur V. Stefánsson, sölustjóri Reykjalundar.