Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1996, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1996, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR. 11 JÚNÍ 1996 9 r GLÆSILEG OPNUNARTILBOÐ Legginga 7 litlr kr. 1.490. Við munstruð pils 4 Utir kr. 2.690. Langerma blússur 8 Utir kr. 2.990. Stuttfrakkar m/belti 4 Utir kr. 5.990. Tokum að okkur allar fatabrcytingar og viSgerðir Kvenfataverslun og Fatabreytingar Miðvangi 41 - Sími 555-4680 - Hafnarfirði ^ Ekkert lát á lögsóknum: Oheyrilegar fjárkröfur á hendur Michael Jackson Hremmingum poppsöngvarans Michaels Jacksons er hvergi nærri lokið. Faðir drengsins, sem lögsótti Jackson árið 1993 fyrir að hafa mis- boðið syni sínum kynferðislega, hef- ur höfðað mál á hendur söngvaran- um og krefst milljóna doUara i skaðabætur. Mikið fjölmiðlafár var um málið á sínum tíma, en drengur- inn, sem var 13 ára þá, hafði verið tíður gestiu: á heimili Jacksons. Lögsókninni árið 1993 á hendur Jackson lauk með dómsátt upp á tæpar 700 miUjónir króna, en nú virðist sem reyna eigi að ná meira fé af söngvaranum. Faðirinn byggir lögsóknina nú á því að Michael Jackson hafi marg- sinnis gefið út yfirlýsingar um mál- ið frá árinu 1993 sem samrýmast ekki dómsáttinni. Jackson hafi þrá- faldlega haldið því fram opinberlega að kærurnar á hendur honum fyrir kynferðislega misnotkun á ungum drengjum hafi verið uppsuni frá rót- um. Sækjandinn gengur svo langt að halda því fram að Jackson hafi jafnvel grætt fé á því að halda fram sakleysi sínu í sjónvarpsþáttum. Sækjandinn er vel stæður tann- læknir frá Beverley HUls. Michael Jackson heldur því fram að hann hafi á engan hátt rofið samkomulag- ið og hann muni berjast með kjafti og klóm gegn nýjum kröfum. Reuter Toshiba V-205w, PRO - Drum, Long play, NTSC afspilun fffMS Einar Kfi 3Sa@JÍi© SSS Farestveít & Co.hf. Borgartúni 28 S 562 2901 og 562 2900 Paula Yates sést hér yfirgefa réttarsal í London eftir skilnaðarviöræöur viö poppsöngvarann Bob Geldof. Geldof er þekktastur fyrir aö vera upphafs- maöur Live Aid tónleikanna. Paula Yates hefur tekiö saman við Michael Hutchence úr áströlsku hljómsveitinni INXS og þau eiga von á barni innan þriggja mánaða. Yates hefur gert kröfu í íbúðina sem hún á meö Geldof, en hún er metin á 80 milljónir króna. Sfmamynd Reuter TOSHIBA u c r a Eura96f^ NOl á Topp 10 listanum hjá WHAT VIDEO forsíðu Pro • Drum myndhausin TOSHIBA videotækin eru með PRO-DRUM myndhausnum - bylting frá eldri geröum, betri myndgæði, 40% færri hlutir, því minni bilanatíðni. Kynntu þér T0SHIBA tækin - 6 gerðir. Míkhaíl Gorbatsjov: Neitar að gef- asf upp þrátt fyrir hrakspár Þrátt fyrir að mælast meö að- eins 1% fylgi lætur Míkhaíl Gor- batsjov engan hilbug á sér finna í kosningabaráttunni í Rúss- landi, en kosningamar fara fram næstkomandi sunnudag. Gorbat- sjov nýtur mikillar virðingar á Vesturlöndum, en þær vinsældir eru ekki að sama skapi fyrir hendi í Rússlandi. Rússneskir þegnar tengja nafn hans óhjá- kvæmilega falli Sovétríkjanna, vöruskorti og mikilli verðbólgu sem á eftir fylgdi. Gorbatsjov segir það misskilning að hörm- ungarnar megi rekjast til hans. Hann sé sá eini sem sameinað geti lýðræðisöflin í Rússlandi. Það sé ekki á færi Jeltsíns né Zjúganovs, frambjóðanda komm- únista. Gorbatsjov vísar til þess að skoðanakannanir í landinu hafa hingað til ekki reynst áreið- anlegar. Reuter Deilt um niðurskurð á fiskiskipaflota Evrópusambandsins: Bretar ekki tilbúnir að íhuga frekari fækkun Sjávarútvegsráðherrar Evrópu- samhandsins veittust harkalega að tillögum um að skera niður fiski- skipaflota sambandsins um allt að 40 prósent á næstu sex árum til að vemda fiskstofnana á fundi sinum í Lúxemborg í gær. Bretar lögðu áherslu á að fyrst yrði að taka á svo- kölluðum kvótaflökkurum, þ.e. skipum frá einu ESB-landi sem em skráð í öðra til að komast þar yfir fiskveiðikvóta. „Ég gerði starfsbræðrum mínum það ljóst að í breskum sjávarútvegi em menn ekki reiðubúnir að fhuga frekari fækkun fyrr en raunveruleg- ur árangúr fæst 1 máli kvótaflakkar- anna,“ sagði Tony Baldry, sjávarút- vegsráðherra Bretlands, á fundi með fréttamönnum. Stjórnarerindrekar sögðu að hörðustu árásimar hefðu komið frá þeim löndum sem eiga á hættu að missa hvað flest störf. Philippe Vasseur, sjávarútvegsráöherra Frakklands, var afdráttarlaus í skoðunum sínum. „Frakkar hafa þegar lagt hart að sér og telja áætlun framkvæmda- stjórnar ESB óásættanlega. Það mundi stofna félagslegu og efna- hagslegu jafnvægi sjávarplássanna í hættu,“ sagði Vasseur. Sean Barrett, vamar- og sjávarút- vegsráðherra írlands, sem tekur við forsæti í fiskveiðiráði ESB í júlí, sagði að nýja áætlunin væri of óljós en hún þyrfti að beinast að þeim skipum sem veiddu of mikið úr fisk- stofnum sem væru í hættu. Þjóðverjar og Danir lýstu aftur á móti yfir stuðningi sínum við tillög- ur framkvæmdastjórnarinnar. Emma Bonino, sjávarútvegsstjóri ESB, sagöi aö sjávarútvegsráðherr- amir hefðu krafist meiri aðstoðar við sjómenn á meðan þeir væm að laga sig að breyttum aðstæðum en enginn hefði andmælt því að fisk- stofnamir væm flla á sig komnir. Emma Bonino. Um kvótaflakkarana sagði Bon- ino að framkvæmdastjómin hefði margoft lagt til að Bretar gripu til aðgerða til að draga úr áhrifum þeirra, m.a. með því að skylda þá til að landa hluta aflans t breskum höfnum og til að virða reglur breska almannatryggingakerfisins. Framkvæmdastjórnin mun nú hefja viðræður við hvert aðildar- rtkjanna fyrir sig um niðurskurð fiskiskipaflotans og vonast til að rammasamkomulag liggi fyrir á næsta fundi ráðherranna í október. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.