Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1996, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1996 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELIAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVÍK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://viww.skyrr.is/dv/ Ritstjóm: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftan/erð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Kortlagning lífskjara Danir hafa aö meðaltali 97% hærra tímakaup en ís- lendingar, samkvæmt skýrslu Þjóðhagsstofnunar. Með því að vinna 50 tíma á viku í stað 39 og með því að hafa fleiri fyrirvinnur í hverri fjölskyldu, minnka íslendingar mxminn í 39% hærri fjölskyldutekjur í Danmörku. Þegar búið er að taka tillit til hærri skatta í Dan- mörku, eru ráðstöfunartekjur orðnar 15% hærri í Dan- mörku en hér á landi. Þannig gefur Þjóðhagsstofnun kost á þrenns konar tölum um kjaramun Dana og íslendinga, 97%, 39% og 15%, allt eftir því, hvemig á málið er litið. Fólk lítur misjöfnun augum á lengd vinnutíma. Ef við gefum okkur, að styttri vinnutími og lengri frítími séu almenningi meira virði en langur vinnutími, en jafngildi þó ekki að fullu betri lífskjörum, má til dæmis meta styttri vinnutíma Dana að hálfu til betri lífskjara. Fólk lítur líka misjöfnun augum á skatta og samneyzlu á vegum opinberra aðila. Ef við gefum okkur, að félags- leg þjónusta sé betri en engin, en nýtist þó ekki að fúUu í betri lífskjörum, er heldur ekki fráleitt að meta meiri samneyzlu í Danmörku að hálfu til betri lífskjara. Með slíkum slumpareikningi má gizka á, að kjaramun- ur Dana og íslendinga sé mitt á milli 97% og 15%, það er að segja 56%. Þetta er gífurlegur munur og hefur á und- anfórnum árum freistað margra til að koma sér fyrir í Danmörku og öðrrnn löndum, sem hafa svipuð lífskjör. Auðvitað lítur kjaramismunur Danmerkur og íslands stærst út í augum þeirra, sem mesta áherzlu leggja á stuttan vinnutíma og mikla opinbera velferð, en minnst í augum hinna, sem sætta sig vel við langan vinnudag og minni velferð af hálfu hins opinbera. Það verður að vera keppikefli okkar að reyna að brúa þennan mun milli okkar og nánasta umhverfis okkar til þess að tryggja betur framtíð sjálfstæðs þjóðfélags á ís- landi. Slíkt er þó ekki hægt að gera með pennastriki, því að mikill munur er á framleiðni okkar og Dana. Hlutur launa í landsframleiðslu er 63% hér á landi, ná- kvæmlega eins og í Danmörku og örlitlu hærri en með- altalið á Vesturlöndum, sem er 61%. Ekki er því hægt að segja, að óeðlilega mikill hluti verðmætasköpimar á ís- landi renni til annars en launagreiðslna. Lágu launin á íslandi endurspegla því lága framleiðni á íslandi. Þessi lága framleiðni stafar ekki af leti íslend- inga til vinnu, heldur af ýmsum aðstæðum, sem teljast mega séríslenzkar. Við leggjum til dæmis of mikla áherzlu á atvinnuvegi, sem gefa lítið af sér. Við höfum til dæmis allt of margt starfsfólk í landbún- aði og raunar hlutfallslega miklu fleira en er í löndum, sem búa við betri skilyrði til landbúnaðar. í þessa stór- felldu landbúnaðarhugsjón okkar fómum við á bilinu frá tíu til tuttugu milljörðum króna á ári hverju. í öðm lagi er fámenni á íslandi slíkt, að víða í atvinnu- lífinu hefur myndazt fáokun og einokun. Við slíkar að- stæður dregur skortur á samkeppni úr rekstrarhag- kvæmni fyrirtækja og stuðlar að lakari lífskjörum á ís- landi en er í löndum, þar sem samkeppni er meiri. Þriðja ástæðan fyrir lágri framleiðni á vinnustund er hin sérízlenzka yfirvinnuhefð. Hún er eins konar víta- hringur, sem erfitt er að losna úr. Einstök dæmi benda til, að dagsafköst minnki ekki, þótt yfrrvinna sé lögð nið- ur. Dagsafköst séu lítt eða ekki háð lengd vinnutíma. Þetta eru þrjú atriði af ýmsum, sem valda lágri fram- leiðni og lélegum kjörum okkar. Engin öfl í landinu sinna enn þvi pólitíska verkefni að lagfæra slík atriði. Jónas Kristjánsson „Þegar við blasir að starfsfólki verði fækkað er kominn tími til að allir sem málið er skyit grípi þegar í stað til kröftugra aðgerða ...“ segir Jón m.a. í greininni. - Frá fundi um atvinnuleysi. Otti sem lamar Við upphaf þeirrar kreppu í at- vinnumálum sem nú virðist í dá- lítilli rénun sögðu sumir að íslend- ingum væri hollt að lenda í hremmingum sem myndu hreinsa til í atvinnulífinu. Illa rekin fyrir- tæki færu á hausinn og einstak- lingar drægju úr óþarfri eyðslu. Enn fremur að fólk sem byggi í vemduðu umhverfi stórfyrirtækja eða ríkisstofnana og væri í hættu með vinnu sína eða missti hana gripi til viðeigandi úrræða og lærði þannig að bjarga sér. Að baki síðast töldu ummælunum er hin gamalkunna speki að neyðin kenni naktri konu að spinna. í fljótu bragði virðist röksemda- færsla af þessu tagi góð og gild. Fátt virðist augljósara en að þeir sem eiga erfiðleika í vændum reyni sitt besta til að búa sig und- ir þá, læri um leið og efli sjálfs- bjargargetu sína. Enginn vafi er á því að fjöldi einstaklinga og fyrir- tækja hefur lifaö af þrengingarn- ar, lært af þeim og eflst í erfiðleik- urium. Og ljóst virðist að flestir eru nú gætnari í fjármálum en áður var. Hvað gerist í raun? Þegar á hinn bóginn er á það lit- ið hvað gerist í raun hjá einstök- um fyrirtækjum og einstaklingum þá blasir víða allt önnur mynd við. Aðsteðjandi hætta á atvinnumissi virkar þannig í mjög mörgum til- vikum nákvæmlega þveröfugt við það sem fyrr greindi. Fjölmargir einstaklingar, sem eiga slíkt yfir höfði sér, fyllast lamandi ótta og gera því alls ekkert til að búa sig undir það sem í vændum kann að vera. Þeir virðast ekki eygja nein úrræði. Viðbúnaður þeirra er eng- inn. Þess í stað bíður hver um sig í þögulum ótta eftir óvissri fram- tíð og vonast eftir því að verða einn af þeim sem sleppa ,við at- vinnumissi. Oft eru slíkar vænt- ingar óraunsæjar með öllu. Hér er á feröinni mjög alvarlegt vandamál sem sennilega er miklu útbreiddara en menn gera sér grein fyrir. Þegar við blasir að starfsfólki veröi fækkað er kom- Kjallarinn Jón Erlendsson yfirverkfræðingur Upplýsinga- þjónustu Háskólans inn tími til að allir sem málið er skylt grípi þegar í stað til kröft- ugra aðgerða til að tryggja hags- muni þeirra sem munu veröa fyr- ir barðinu á uppsögnum. Þetta verkefni verða bæði vinnuveitend- ur sem og launþegar að axla í sam- einingu. Eðlilegt er einnig að opin- berir aðilar aðstoði við verkið enda bera þeir kostnað af atvinnu- leysinu þegar upp er staðið. Það er því þeirra hagur sem annarra að reyna að koma í veg fyrir aukn- ingu þess. Innlent dæmi Fyrir nokkru hitti ég nokkra starfsmenn fyrirtækis þar sem uppsagnir virðast óumflýjanlegar á komandi árum. Þegar ég spurði um það hvað verið væri að gera til að undirbúa þessar breytingar varð fátt um uppbyggileg svör. Nánast aUir sem tjáðu sig sögðust bíða aðgerðalausir í þöglum ótta. Enginn vissi heldur af neinum viðbúnaði hjá stjórnendum við- komandi fyrirtækis. Aðgerðaleys- ið var sem sé nánast algert þótt það virtist aðeins tímaspursmál hvenær verulegur fjöldi fólks á þessum vinnustað missti vinnuna. Óverjandi aðgerðaleysi Eftir allveruleg kynni af at- vinnumálum á undanfornum árum er það tilfinning mín og nán- ast vissa að það ástand sem hér er lýst sé meginreglan sem gildir um viðbrögð fólks og stjómenda við aðsteðjandi atvinnuleysi. Sé þetta rétt þá er um að ræða ótrúlega brotalöm í þjóðfélaginu. Hug- myndin um hina dugmikiu og úr- ræðagóðu íslendinga, sem víða er haldið á lofti í fjölmiðlum, er því sennUega að verulegu leyti var- hugaverð glansmynd. Hún getur haft þau skaðlegu áhrif á ráða- menn að þegar þörf er á virkri for- ystu og hvatningu haldi þeir að sér höndunum fuUvissir um að kreppan sé hið besta meðal sem herði aUan þorra fólks og auki sjálfsbjargargetu þess. Nær sanni er að margir bíða stórtjón þegar þeir lenda óviðbúnir í áföUum sem þeir hafa hvorki þekkingu né getu tU að sigrast á. Sá hluti þessa tjóns sem rekja má tU fyrirhyggjuleysis, sofandaháttar og þekkingarskorts er óafsakanlegur með öUu. Hér er ærið tUefni til verulegra úrbóta. Þrátt fyrir furðulegan sofándahátt í þessu efni eru íslendingar dug- miklir og duglegir. Aögerðaleysið er því óafsakanlegt. Jón Erlendsson „Þess í stað bíður hver um sig í þögulum ótta eftir óvissri framtíð og vonast eftir því að verða einn af þeim sem sleppa við atvinnumissi. Oft eru slíkar væntingar óraunsæjar með öllu.“ Skoðanir annarra Hagsældin mikil á Islandi „Það er einkar lærdómsríkt að fara gangandi um mörg hverfi borga og bæja á íslandi. Þar standa reisulegar viUur í röðum, með tvöfaldan bUskúr í það minnsta, litfagra og skipulagða blómagarða þar sem útisundlaugin eða heiti potturinn er í öndvegi. Hagsældin er mikU, enda ljóst að hér hafa menn far- ið vel með þau naumu laun sem þeir hafa. Við bU- skúrana standa jeppi hins starfsglaða fjölskyldufóð- ur, frúarbíUinn og svo ef tU vUl bUl sem börnin fá að skjattast á. Eitthvað önnur sjón en í Danmörku." Jón Birgir Pétursson í Tímanum 8. júní Þingmenn hlýddu flestallir „Þingið er enn aUt of veikt andspænis ríkisstjóm- inni. Ríkisstjórnin ákvað að keyra mál í gegnum þingið. Hún skeytti hvorki um skömm né heiður eft- ir að málin voru komin af stað í þinginu. Þingmenn hennar hlupu tU og hlýddu flestaUir. Ráðuneytin - ekki þingmennimir - bjuggu tU breytingatiUögur tU að sníða af verstu agnúana. Málin voru keyrð áfram í dagskránni eftir að þau höfðu verið tekin út úr nefndunum með iUu.“ Svavar Gestsson í Mbl. 8. júní Óbyggðir og öræfi mesta auðlindin „í hvert sinn, sem nýjar framkvæmdir eru fyrir- hugaðar á hálendi íslands er ástæða til að fara var- lega. Óbyggðir og öræfi eru einhver mesta auðlind þessarar þjóðar. Þær framkvæmdir, sem ráðizt er í á þessu svæði verða ekki aftur teknar. Þess vegna verður að kanna rækUega, hvort þörf sé á slíkum framkvæmdum, hvort hægt sé að ná sama markmiði með öðrum hætti, hvaða verðmætum sé fórnað með framkvæmdunum o.s.frv.“ Úr forystugrein Mbl. 9. júní.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.