Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1996, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ1996 Fréttir _ Snorri Snorrason útgerðarmaður: Farið með þessi samninga- mál eins og mannsmorð - segir íslensk stjórnvöld leggja ofurkapp á samninga en minna máli skipti um hvað sé samið DV, Akureyri: Við útgerðarmenn höfum ekkert fengið að vita um hvað þessar samn- ingaviðræður hafa snúist, en það sem við höfum úr fréttum er að ver- ið sé að reyna að semja um að við fáum að veiða innan lögsögu Noregs og sennilega líka á Svalbarðasvæð- inu. Það á að vera rökstuðningur- inn fyrir því að draga saman veið- arnar í Barentshafi. Ég er ekki hlynntur því að semja um veiðar innan lögsögu annars ríkis út á veiðireynslu á úthafinu," segir Snorri Snorrason, útgerðarmaður á Dalvík, sem óttast að íslensk stjórn- völd muni semja af sér í Smugudeil- unni svokölluðu. „Það er farið með efni þessara samninga eins og mannsmorð og ekki nema fáir útvaldir sem fá að vita hvað þar fór fram. Ég hef reyndar átt ákaflega erfitt með það lengi að skilja íslensk stjórnvöld og sjávarútvegsstefnu þeirra. Mér er lífsins ómögulegt að skilja þennan áhuga íslendinga á að semja við hina og þessa um allt mögulegt. Á Reykjaneshrygg var samið um veið- ar og sá kvóti er að verða búinn. Þá hættum við veiðum þar en allar aðr- ar þjóðir halda áfram veiðum. Þjóð- imar í kringum okkur, eins og Fær- Snorri Snorrason eyingar og Grænlendingar, fengu miklu meira í sinn hlut en þær hafa veitt á þessu svæði. Rússarnir mót- mæltu og eru lausir undan samn- ingnum svo það erum bara við sem hættum veiöum innan skamms. Síldarsamningurinn er þannig að hann er á milli Rússlands, Noregs, Færeyja og íslands en aðrar þjóðir geta haldið áfram veiðum í Síldar- smugunni eftir að við erum hættir þar. Það eru bara íslendingar sem banna sínum úthafsskipum veiðar á úthafinu.“ Snorri segir að ef svo fari með samningum íslenskra stjórnvalda að þau skip í eigu Islendinga sem ekki hafa veiðiheimild í íslensku lögsögunni verði verkefnalaus, komi sterklega til greina að setja skipin á skrá í öðrum löndum. „Menn verða auðvitað að gera eitt- hvað, annaðhvort að hætta eða bjarga sér á einhvern hátt. En það sem ég óttast mest í augnablikinu eru þau orð ráðamanna okkar að það sé ekki öll nótt úti og það geti komið yfir okkur eitthvert sam- komulag eins og þruma úr heið- skíru lofti. Það furðulega er að mennirnir leggja ofurkapp á að semja en það er minna atriði um hvað er samið. Svo held ég að þeir sem tala um græðgi í okkur Islend- ingum ættu að líta sér nær,“ segir Snorri. -gk Rúnari hjartaaðgerð DV, Suðurnesjum: „Þeir mæla með því að ég fari í aðgerðina núna á meðan maður er öflugur til að takast á við þetta. Mér líður sæmilega vel í dag. Ég er á lyfjum og ekkert kvalinn," segir Keflvíkingurinn Rúnar Júlíusson, 51 árs, og landsþekktur tónlistar- maður. Rúnar var á hjartadeild Borgar- spítalans í Reykjavík í maí. Þar kom í ljós að ein hjartaloka var göll- uð. Hann verður lagður inn á spítal- ann á sunnudag og mun fara í hjartauppskurð. Ljóst er að Rúnar verður að taka sér góða hvíld, jafn- vel i nokkra mánuði, eftir aðgerð- ina. „Það fer alveg eftir því hvernig aðgerðin tekst hvað ég þarf að hvíla mig lengi. Ég vona að hún takist fullkomlega. Ég er búinn að fá leyfi til að spila á Blúsbarnum á föstu- dagskvöld og með Keflavíkurnóttum Rúnar í rannsókn á spítalanum. DV-mynd ÆMK á Akureyri í Höllinni á laugardags- kvöld sem verður mitt síðasta verk í bili. Ég mun síðan fljúga heim á sunnudag og vera með fjölskyld- unni áður en ég verð lagður inn um kvöldið," sagði Rúnar Júlíusson. -ÆMK „Þetta var frábært," sagði Úlfar Eysteinsson, veitingamaður viö Baldursgötu, vegna söfnunarinnar fyrir fjölskyld- una á Nönnugötunni sem missti allt sitt í bruna aðfaranótt 15. maí. Þegar best lét á hátíöinni, sem stóð yfir í þrjár klukkustundir í fyrradag, voru 500-600 manns á flóamarkaöinum þar sem ýmsar vörur, sem höfðu veriö gefnar, voru seldar. Auk þess léku hljómsveitir og aðrir listamenn létu til sín taka. DV-mynd GS Dagfari Varist slysin Málin hafa eitthvað snúist við hjá Slysavarnafélagi íslands síðast- liðin misseri. Félagið á sér merka sögu og hefur stuðlað að slysavörn- um út á við en virðist hafa gleymt innra starfinu. Innanhúss eru slys- in því mörg og uggvænleg. Haltir ganga þar menn og sárir og veit enginn hver vegur annan. Fyrir nokkru greindu fjölmiðlar frá því að allt logaði í deilum meö- al slysavarnamanna. Fuku þá skrifstofutoppar og erindrekar sem þjónað höfðu félaginu áratugum saman. Þeir kenndu framkvæmda- stjóra félagsins um allt saman. Framkvæmdastjórinn taldi þá bet- ur geta þjónað erindrekstri annars staðar og við það sat. Ólgan stóð um hríð og var frá henni greint. Þessi úlfúð vék síðan fyrir öðrum áhugamálum fjölmiðlanna. Al- menningur stóð því í þeirri mein- ingu að plástrar hefðu verið settir á allt meiddi í Slysavarnafélaginu og allt væri í lukkunnar velstandi. Félagið væri að sinna sínum slysa- vörnum svo sem til var stofnað. En ekki er allt sem sýnist. I lið- inni viku kom upp úr dúmum að skrautfjöður slysavarnastarfsins vildi ekki lengur vinna í klúbbnum með hinum. Hér var um að ræða barnaslysavarnafulltrúa, konu sem þótti hafa náð sérstaklega góðum árangri í starfi sínu. Hún sagði upp vegna langvarandi og vaxandi sam- starfsörðugleika hjá félaginu. Kon- an gat þess að sambúöin hefði hrið- versnað eftir að hún fékk norræn verðlaun fyrir starf sitt að slysa- .vörnum fyrir rúmu ári. Þetta virðist því hafa verið eins og í vondu hjónabandi. Hinn verð- launaði fulltrúi þraukaði um hríð en hélt það ekki út nema í ár. Þá gafst þessi erindreki félagsins upp á standinu öllu. Barnaslysavarna- fulltrúinn fékk norrænu verðlaun- in, álitlega peningaupphæð, fyrir gott uppbyggingarstarf og var kát- ur með sig. Taldi sig vel hafa tU þessa unnið. Framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins var á aUt annarri skoðun. Hann taldi að fé- lagið ætti þessa peninga en ekki konan. Það er ekki að því að spyrja. Það ér fátt heilagt þegar slegist er um peningá. Að vísu kannast fram- kvæmdastjórinn ekki við neina samstarfsörðugleika við verðlaun- aðan barnaslysavarnafulltrúann og því siður að uppsögn fulltrúans tengdist því þegar erindrekarnir fuku hver á fætur öðrum. Það er ekki hægt að túlka öðruvísi en svo að aUt sé í sátt og samlyndi innan félagsins. Það eina sem að er að menn vilja ekki vinna þar. Skrautfjöður félagsins vUl ekki vinna hjá því. Framkvæmdastjór- inn segir að ekkert sé undarlegt við það þótt menn skipti um störf, jafn- vel þótt þeir séu svo góðir að þeir fái fyrir það'sérstök verðlaun. En í miðju þessu fjaðrafoki öllu hélt Slysavarnafélagið þing sitt á Laug- arvatni. Þar brá svo við að þingfuU- trúarnir vUdu halda í sína skraut- fjöður og skoruðu á hana halda áfram að vinna að slysavörnum. Þingfulltrúarnir héldu greini- lega að hlutverk félagsins væri óbreytt, þ.e. slysavarnir. Því bæri að halda í það starfsfólk sem sér- staklega væri hæft í það starf. Þetta er auðvitað sjónarmið út af fyrir sig og ber að virða það. Þingfulltrúum þótti uppsögn slysafulltrúans greinilega slysaleg og telja mál að linni. FuUtrúanum og framkvæmdastjóranum er því gert að tala saman í því skyni að varast slysin. Velunnarar félagsins víða um land bíða spenntir. Þeir hafa varla getað fest hugann við merkja- eða kaffisölu vegna ástandsins, hvað þá að baka á bas- ar til styrktar félaginu. Það á eftir að koma í ljós hvort sættir takast eða hvort barnaslysa- fúUtrúinn endar á sama haug og gernýttir erindrekar sem áður fengu að fjúka. Dagfari vill, líkt og aðrir slysavarnamenn, stuðla að forvarnarstarfi. Því skal á það bent að verði starfsmenn of góðir og því verðlaunaðir sérstaklega þá sé það aðeins í formi slysavarnamerkis en ekki peninga. Þá þarf ekki að rífast um þá. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.