Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1996, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1996, Page 32
 'kJP l'v&jkiMw 1. mzmmgur Vertu viSbúin(n) vinningi Vinningstölur 21.6/96 KIN FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö i DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. m550 5555 Frjálst,óháð dagblað FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ1996 Heimsfrægur markmaður á íslandi Efni Helgarblaðs DV verður að venju mjög fjölbreytt. í blaðinu verður einkaviðtal við Lee Suk-huy- ang, einn frægasta handboltamark- mann í heimi. Hann mun leika með liði FH í vetur og hefur fundið ást- ina á Islandi. Rætt verður við homma og lesbíur sem ætla að gifta sig í næstu viku. Einnig verður spjallað við rússneska stúlku sem dúxaði í íslensku og stærðfræði og stóð sig frábærlega á verslunarprófi í Verslunarskóla íslands. Forseta- frambjóðendurnir eru teknir tali í eldhúsinu og margt fleira fróðlegt og skemmtilegt verður í blaðinu. -em Akureyri: Átta fluttir á slysadeild DV, Akureyri: Átta manns voru fluttir á slysa- deild á Akureyri um miðnætti eftir geysiharðan árekstur tveggja fólks- bifreiða á Leiruvegi. Tildrög árekstursins voru þau að bifreiðunum var ekið í sömu átt og hugðist ökumaður þeirrar sem á undan fór snúa við á veginum en ökumaður hinnar bifreiðarinnar ætlaði að aka fram úr. Fimm úr annarri bifreiðinni voru fluttir á slysadeild, þrír úr hinni. -gk Feðgar urðu undir þangi Feðgar slösuðust þegar þeir urðu undir þangi í Þörungaverksmiðjunni á Reykhólum í gær. Faðirinn lærbrotnaði en sonurinn tognaði á fingrum og á fæti en meiðsli hans eru ekki alvarleg. Þyrla Landhelgis- gæslunnar flutti eldri manninn suð- ur en hún var kölluð út þar sem bið varð á að flugvél kæmist vestur. -gk Bíræfnir þjófar fóru inn á heimili í miðbænum: Létu greipar sópa meðan fólkið svaf Rósa Kristíp Stefánsdóttir og Ragnar Hilmarsson benda á gluggann þar sem brotist var inn í íbúð þeirra. DV-mynd S - þökkum guði að við vöknuðum ekki, segir konan „Þetta er sannarlega hræðileg lífsreynsla og ég viðurkenni að við erum skíthrædd eftir þennan at- burð. Við fórum að sofa um mið- nætti og vöknuðum ekki fyrr en um klukkan hálfsjö um morgun- inn. Þá sáum við að útidyrnar voru galopnar. Þegar okkur var litið inn í stofuna var búið að hreinsa þar til og Stela m.a. græj- unum, tveimur úrum og peninga- veski með nokkur þúsund krónum í,“ sagði Rósa Kristín Stefánsdótt- ir í samtali við DV um atburö í fyrrinótt þegar brotist var inn í íbúð hennar að Vífilsgötu. Hún var í íbúðinni ásamt sambýlis- manni sínum, Ragnari Hilmars- syni og tveggja ára syni. Að sögn Rannsóknarlögreglu ríkisins höfðu innbrotsþjófarnir ekki náðst í gærkvöldi en unnið er að rann- sókn málsins. RLR telur að þjófamir hafl verið tveir eða fleiri. „Þjófarnir fóru frekar snyrtilega um og er það sennilega ástæðan að við vöknuðum ekki. Ég þakka guði fyrir að vð vöknuðum ekki því það er ekki hægt að vita hvað hefði gerst ef við hefðum staðið þá að verki. Lögreglan segir að þeir hafí verið með eindæmum bíræfnir að brjótast inn í svo litla ibúð meðan fólk er í ibúðinni. Lögreglan telur að þeir hefðu' eflaust einskis svifist ef við hefðum komið að þeim. Það var erfitt að sofna í nótt en það fyrsta sem við gerðum var að panta þjófavamarkerfi og það hef- ur nú verið sett upp í íbúðinni," sagði Rósa Kristin. Tröppurnar losnuðu frá húsveggn- um og féllu yfir manninn. DV-mynd S Banaslys viö Fossvogskirkju Maður lét lifið við vinnu sína við Fossvogskirkju um hádegisbilið í gær. Var hann að vinna við tröppur við hús starfsmanna kirkjugarðsins þegar slysið varð. Búið var að grafa frá tröppunum og féllu þær ofan á manninn. Reikn- að var með að tröppurnar væru járnbentar við húsvegginn en svo reyndist ekki vera. Slökkvilið og lögregla aðstoðuðu við að ná manninum undan tröpp- unum en talið er að hann hafi látist samstundis. -GK Norska viðskiptablaðið: Lúsarlaun á íslandi - ástæða fiskkaupa í Noregi „Launin á íslandi geta verið ástæða þess að við höfum efni á að kaupa fisk hér í Noregi," segir Björgólfur Jóhannsson, hjá Útgerð- arfélagi Akureyrar, í samtali við norska viðskiptablaðið Dagens Nær- ingsliv. í blaðinu er verið að ræða um hvernig á því standi að íslendingar, sem eru að keppa á sömu fiskmörk- uðum og Norðmenn, hafa efni á að kaupa ferskan fisk í Noregi, flytja hann til íslands og vinna hann þar. Fyrirsögn greinarinnar í blaðinu er „Lúsarlaun á Islandi". Björgólfur segir að laun í fiskiðn- aði á íslandi séu á milli 400 og 500 krónur á tímann. í Noregi eru með- allaun í fiskvinnslu 930 krónur ís- lenskar á tímann. Og blaðið ræðir við Stefán Skjaldarson, i íslenska sendiráðinu í Ósló. Hann segir að laun á íslandi séu að meðaltali um 45 prósentum lægri en í Noregi. Það kemur fram í greininni að Norðmenn eru mjög pirraðir yfir því að verið er að selja íslendingum ferskan fisk og auðvelda þeim þannig að keppa við Norðmenn á fiskmörkuðum. -S.dór L O K I Veörið á morgun: Hæg norð- vestlæg átt Á morgun verour fremur hæg norðvestlæg eða breytileg átt. Allra vestast á landinu verður skýjað að mestu og sums staðar dálítil súld, ejnk- um við ströndina. Annars verð- ur yfirleitt léttskýjað. Hiti verð- ur á bilinu 7 til 10 stig, hlýjast í innsveitum en kaldast á annesj- um norðan til á landinu. Veðrið í dag er á bls. 36 Verð kr. 1.199.000.- Bílheimar ehf. Sævarhöföa 2a Sími: S25 9000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.