Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1996, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1996, Side 14
14 LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1996 ■ >'\7' óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aöstoöarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI 14,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deíldir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins I stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Líf þitt er opin bók Alls óþekktum tölvuáhugamanni með sjaldgæfú nafni í Bandaríkjunum, nýkomnum á Internetið, datt nýlega í hug að nota eitt öflugasta leitarforritið á netinu til að finna nafnið sitt. Það tók forritið fimm sekúndur að finna nafn hans 32svar sinnum í óravíddum netsins. Hann fékk skrá yfir margt af því, sem hann hafði ver- ið að gera á netinu, t.d. lesendabréf, sem hafði birzt í net- tímariti, og athugasemdir, sem hann hafði sent inn í lok- aða umræðuhópa á netinu. AUar þessar upplýsingar um sjálfan hann komu eins og hendi væri veifað. Þetta segir margar sögur í senn. Annars vegar er greinilegt, að netið er nú þegar í stakk búið til að útvega fólki leifturskjótar upplýsingar um hvaðeina, sem það vill vita. Hins vegar er líka greinilegt, að óhjákvæmilega þrengir netið töluvert einkalífshjúp notenda þess. Þeir, sem af ungæðishætti ramba um netið og leggja orð í belg í vafasömum umræðuhópum, t.d. um afbrigði- leg kynferðismál, geta sem hægast átt það á hættu, að leitarforrit séu notuð til að rifla fortíðina upp, ef þeir fara löngu síðar í framboð sem meintir góðborgarar. Sömuleiðis geta menn komið á fót njósnastofum, er nota leitarforrit til að búa til mynd af fortíð þeirra, sem hafa slysazt inn í vafasama umræðu á netinu; og hótað að senda upplýsingarnar til makans, nema hæfileg flár- upphæð sé notuð til að liðka fyrir málinu. Að þessu leyti heggur netið nær einkalífi fólks heldur en síminn, því að altækar hleranir alls símakerfisins mundu ekki nýtast á sama hátt, þótt einhver vildi og gæti stundað þær. Það er til dæmis mun erfiðara að flokka hleruð símtöl eftir ákveðnum lykilorðum. Tölvutækni nútímans er að breyta einkalífi fólks á fleiri sviðum. Greiðslukort eru orðin að helzta gjaldmiðli fíölda fólks og gefa því mánaðarlega upplýsingar um reksturinn. Allar þessar upplýsingar liggja áfrarn í tölvukerfum og sýna neyzlumynztur einstakra borgara. Fólk verður að átta sig á þessu og læra á þetta, ef það vill vernda það, sem það telur vera einkalíf sitt. Það get- ur forðast greiðslukort og notað heldur peningaseðla eða væntanleg myntkort. Það getur forðast internet og síma og notað heldur samskipti á staðnum í gamla stílnum. Að öðrum kosti þarf viðkvæmt fólk að venjast því að haga sér á neti, í kortum og í síma eins og það mundi gera á opinberum vettvangi, svo að ekki sé hægt að hafa neitt eftir því, sem vansæmd sé að. Raunar hafa margir vanið sig á að umgangast þessi tól af varfærni. Tölvutæknin þvingar fólk til að skilgreina einkalíf sitt á nýjan leik og setja sér umgengnisreglur á fleiri sviðum en áður. Fyrri tilraunir til að vernda hefðbundnar skil- greiningar á einkalífi fólks verða hjákátlegar í saman- burði við þau verkefni, sem nú steðja að. Við slíkar aðstæður er úrelt að hafa sérstaka Tölvu- nefnd til að koma í veg fyrir, að fólk geti séð á síma- reikningum, hvert það hafi verið að hringja; að fólk geti séð í bifreiðaskrá, hvort bíll í sölu hafi lent í tjóni; að fólk geti lagt saman tvo og tvo við lestur skattskrár. Við slíkar aðstæður er úrelt að hafa sérstaka Tölvu- nefnd til að koma í veg fyrir, að fólk geti séð, hver er skyldur hverjum, með því að fletta upp í prentuðum ætt- fræðiritum. Allt puð Tölvunefndar er hlægilegt í ljósi upplýsingasprengingarinnar á alþjóðavettvangi. Leyndarstjórar tölvunefnda heims munu aldrei geta hamlað gegn þessari opnun, enda væri þeim nær að við- urkenna aðstæður og kenna fólki að umgangast þær. Jónas Kristjánsson Valdabarátta innan múra Kremlar Fyrir rúmum mánuði lagði Al- exander Korshakof, hershöfðingi og yfirmaður lífvarðar Borísar Jeltsín Rússlandsforseta, til í op- inberri yfirlýsingu að komandi forsetakosningum yrði frestað um óákveðinn tíma. Rökstuddi hann uppástunguna með tilvísun til hættu á uppnámi og innanlands- átökum. Jeltsín vísaði hugmyndinni jafnharðan á bug og bað þennan nána samstarfsmann sinn allt frá upphafi valdaferilsins að hætta að skipta sér af stjórnmálaákvörðun- um. Varð þá ljóst að halla tæki undan fæti hjá þeim manninum sem kunnugir Rússar hafa talið valdamestan í Kreml i forsetatíð Jeltsíns vegna þess hve greiðan aðgang hann hefur átt að forsetan- um og getað jafnframt ráðið miklu um hverjir aðrir ná eyrum hans. Eftir að Jeltsín varð efstur í fyrri umferð forsetakosninganna með þriggja hundraðshluta fylgi umfram Gennadí Sjúganof, fram- bjóðanda kommúnista, varð ljóst að hann yrði að leggja allt kapp á að vinna á sitt band fyrir síðari viðureignina milli tveggja efstu forsetaframbjóðenda sem flesta af þeim ellefu milljón kjósendum sem greitt höfðu atkvæði þeim sem hafnaði í þriðja sæti, Alex- ander Lebed hershöfðingja. Vinsældir sínar á Lebed jöfnum höndum að þakka framgöngu í herstjórn og harðri gagnrýni á fjármálspillingu og óreiðu, í yfir- herstjórninni sér í lagi, en jafn- framt stjórnkerfinu í heild, frá því hann óskaði lausnar úr herþjón- ustu og ákvað að hefja þátttöku í stjórnmálum. Daginn eftir að kosningaúrslit lágu íyrir féllst Lebed á að gerast öryggismálaráðgjafi Jeltsíns og taka jafnframt að sér forystu fyrir Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson Þjóðaröryggisráði Rússlands en það er í rauninni valdameira við stefnumótun en ríkisstjórnin. Um leið og Lebed tók við störfum var Pavel Gratséf hershöfðingja vikið úr embætti landvarnarráðherra. Gratséf er tákn alls sem verst hefur farið í stjórnartið Jeltsíns. Hann átti mestan þátt í að ota for- setanum út í ófæruna sem hernað- urinn í Tsétséníu hefur reynst. Undir hans stjórn er ástandið i hernum slíkt að nýliðar haf orðið hungurmorða í hópum af því for- ingjar hafa stolið matarpeningun- um. Hann ónýtti rannsókn á morði fréttamanns sem var að af- hjúpa gróðabrall hershöfðinga með eigur hersins þegar böndin tóku að berast að leyniþjónustu hersins sjálfs. Korshakof hefur líkt orð á sér í Kreml og Gratséf i herforystunni, að hafa í sínum höndum þræði fjármálaspillingar og sjá um það með bandamönnum I öryggis- stofnunum að ekkert sem að raun- verulegu gagni kemur sé gert til að hefta fjárdráttinn og mútu- þægnina sem er undirrót glæpa- öldunnar sem gengur yfir Rúss- land. Degi eftir að Lebed skýrði frá því að fimm hershöfðingjar yrðu settir á eftirlaun fyrir að reyna að setja herinn i viðbragðsstöðu til að afstýra brottvikningu Gratséfs tilkynnti Jeltsín að hann hefði vikið úr starfi Korshakof, yfir- manni öryggislögreglunnar Mik- hail Barsúkof og fyrsta varafor- sætistráðherra, Oleg Soskovets, fyrir að fara út fyrir valdsvið sitt. Það kom í hlut Lebeds og Anatólí Tsjúbæs, yfirmanns kosn- ingastjórnar Jeltsíns, að skýra frá hvað þeir þremenningar hefðu að- hafst. Að þeirra undirlagi voru tveir starfsmenn kosningastjórnar forsetans handteknir eftir að kom- ið hafði verið fyrir í töskum þeirra miklum fjárhæðum í er- lendum gjaldeyri að þeim sjálfum óafvitandi. Var síðan reynt að knýja þá til að undirrita lognar sakargiftir á æðstu menn kosning- astjórnar forsetans. Þessi málatilbúnaður átti svo að vera átylla til að fá Jeltsín til að aflýsa síðari umferð forseta- kosninganna, lýsa yfir neyðará- standi í Rússlandi og stjórna með tilskipunum. Með þessu átti að tryggja til frambúðar völd þeirra sem notað hafa sér ágalla og veil- ur gloppótts stjórnkerfis til að raka saman fé og eignum. Tsjúbæs orðaði það svo við fréttamenn að þessi atburður væri endalok langrar viðureignar milli þeirra liðsmanna Jeltsíns sem halda vildu fast við leið lýðræðis- legra kosninga og þeirra sem vildu í staðinn beita valdi. Aleksander Lebed (t.v.) tekur við útnefningarskjali af Jeltsín forseta. Símamynd Reuter skoðanir annarra í leit að nýju kerfi i „Ljóst var eftir kosningarnar á sunnudag að Rússland veit varla enn í hvom fótinn það á að stíga, fót kommúnismans eða kapítalismans, og í þjóðin er klofin í afstöðu sinni til þess hvort halda j eigi fram veginn eða aftur á bak. Rússar em að ; þreifa fyrir sér í leit að stjórn- og efnahagskerfi sem f sameinar stöðugleika kommúnismans og frelsi kap- 1 ítalismans. Til þessa hefúr landið ekki fundið svar- j: ið né komið sér saman um frambjóðanda." Úr forustugrein New York Times 19. júní. I Að hafna ofbeldi | „Gerry Adams (leiötogi Sinn Fein, stjómmála- r arms IRA) hefði fyrir löngu átt að vera búinn að ná einhverjum árangri innan IRA eða þá að hafna of- ; beldisverkunum og virkja þá innan hreyfingarinn- : ar sem em reiðubúnir aö fallast á sættir. Slíkt krefðist hugrekkis þegar eðli og saga IRA em höfð í huga. En hálfvolg stefna hans nú gengur ekki upp.“ Úr forustugrein Washington Post 19. júní. Af góðu fólki í Moskvu „Margt gott er hægt að segja um úrslit fyrri um- ferðar rússnesku forsetakosninganna. Maðurinn, sem um tíma skaut heiminum skelk í bringu með því að boða, að því er virtist, endurfæðingu fasis- mans í Rússlandi, Vladimír Zhírínovskí, megnaði aðeins að ná tuttugasta hluta atkvæðanna. Ef mað- ur skipar Jeltsín í flokk með lýðræðissinnum, og þrátt fyrir allt er sanngjarnt að gera það, fengu um- bótasinnar um 60 prósent atkvæða, traustan meiri- hluta og meira en í síðustu þingkosningum.“ Úr forustugrein Politiken 18. júní.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.