Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1996, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1996, Page 19
LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1996 /féff/r, Sameiningarmál: Draumur um R-lista sam- starf á landsmælikvarða - segir Kristín Ástgeirsdóttir, þingkona Kvennalista „Auðvitað er til staðar draumur um R-lista samstarf á landsmæli- kvarða. En það er bara alltaf byrjað á vitlausum enda. Menn byrja alltaf á yfirlýsingum og tilboðum í stað þess að kanna grunninn almennt og að ræða um pólitík. Hvað eigum við sameiginlegt, hvað viljum við og hvað er fram undan? Hvað um verkalýðsmál, hvað um velferðar- kerfið og svo framvegis. Mér þykir að það sé of mikiö verið að sýnast og að þetta komi allt ofan frá,“ sagði Kristín Ástgeirsdóttir, þingkona Kvennalista, um bréf það um sam- vinnu vinstriflokkanna sem Mar- grét Frimannsdóttir hefur sent út. Hún ritaði bréf til formanna Al- þýðuflokks, Þjóðvaka og formanns þingflokks Kvennalistans, þar sem óskað er eftir viðræðum um frekara og víðtækt samstarf þessara flokka. „Ég held að fólk sé tilbúið til að ræða um samstarf innan þingsins, en ég efast um að það sé raunveru- legur vilji til frekara samstarfs flokkanna," sagði Kristín. „Ég er ekki viss um að vilji sé fyr- ir frekara samstarfi, hvorki innan Alþýðuflokksins né Alþýðubanda- lagsins. Og við í Kvennalistanum höfum ákveðna sérstöðu í þessum málum,“ sagði Kristín Ástgeirsdótt- ir. -S.dór Akureyri: Viðurkenndi fjárdrátt DVi Akureyri: Karlmaður, sem kærður var til lögreglunnar á Akureyri, viðurkenndi við yfirheyrslur hjá rannsóknarlögreglunni að l hafa dregið sér um 700 þúsund ■ krónur. Maðurinn var starfsmaður . verslunar í miðbænum og var í 1 fyrstu talið að fjárdrátturinn I hefði numið milljónum króna en siðar kom í ljós að um lægri | upphæð var að ræða. Rannsókn málsins mun vera á lokastigi. -gk Rússneski togarinn Makeyevka landar á Vopnafiröi. DV-mynd Ari Ársreikningar Reykjavíkur 1995: Staðan versnaði Peningaleg staða borgarsjóðs versnaði um 1.115 milljónir króna á árinu 1995 að því er fram kemur í ársreikningum borgarinnar fyrir árið 1995. Raunbreytingin til hins verra er 852 milljónir kr. en verð- breytingaþáttur ársins er 263 millj- ónir kr. Ársreikningarnir voru til fyrri umræðu á fundi borgarstjórnar í gærkvöldi og síðari umræðan fer fram á fundi borgarstjórnar eftir viku. -SÁ Eru stjóniraálaöfl og valdálikur í landinu að höndla máforsetakœningamar tilað tryggja sér þægan forseta sem undirritar hver þau ólögsem þeira dettur í hug að leiða yfir þjóðina? Nú gptur þú valið forseta sem þorir að tala mffl þínu ogverjahagsmuni fólksins ílandinu Ástþór Magnússon Maður sem gerir þín baráttumól að sínum staðgreiðslu- og greiðslukortaafsláttur og stighækkandi birtingarafsláttur 55ð5000 A anfcigsg Vopnaflörður: Rússar landa ísfiski DV, Vopnafirði: Samningur hefur verið gerður milli Tanga hf. hér á Vopnafirði og rússnesks útgerðarfyrirtækis í Múr- mansk um að skip frá Rússunum landi hér isuðum fiski. Fram að þessu hefur allur Rússafiskur, sem hingað hefur komið, verið frosinn. Fyrsti farmurinn kom í maílok. Það var togarinn Makeyevka sem landaði rúmlega 50 tonnum af Fiski sem ísaður var í stíur. Þetta var að langmestu leyti þorskur og alveg þokkalegasta hráefni. Togarinn tók hér kassa og ís og einnig fór með honum íslendingur, sem leiðbeinir rússnesku sjómönn- unum um handbrögðin. Togarinn landaði aftur 14. júni og var þá með 75 tonn af fallegum þorski sem að mestu var veiddur suðaustur af Bjarnarey. Togarinn tók aftur kassa og ís og hélt á veiðar samdægurs. Árangurinn af þessari tilraun verður nú metinn með tilliti til áframhaldandi veiða fyrir Tanga. Svipuð tilraun var gerð 1994 en gekk þá ekki upp. -AH VUÞÚ NE.GAN FORSHA? Hverfisgötu og Hafnarstræti lokað vegna breytinga: Tilraunaakstur strætó og leigubíla vestur Hverfisgötu Nú eru að hefjast framkvæmdir við Hverfisgötu og Hafnarstræti. Eftir breytingarnar verður strætis- vögnum og leigubílum heimilaður akstur eftir Hverfisgötu í vesturátt í tilraunaskyni í eitt ár en almenn umferð heldur áfram í austurátt eins og verið hefur. Töluvert verður að henni þrengt til þess að hægja á henni. Við Þjóðleikhúsið verður með þrengingum og steinlögn, ásamt gróðri og lágri lýsingu, lögð áhersla á mjög hæga umferð. Þar verður reynt að laða fram torg- myndun þótt akandi umferð komist þar i gegn. Vegna framkvæmdanna verður Hverfisgötu lokað við Þjóðleikhúsið og við Vitatorg en opið verður fyrir akstur að þessum stöðum og á milli þeirra. Allar þvergötur að götunni verða opnar sem hingað til. Hafnarstræti verður lokað til frambúðar fyrir allri almennri um- ferð milli Pósthússtrætis og Lækjar- götu og er þessi aðgerð hugsuð til þess strætisvagnar og leigubílar eigi þar greiðari leið. Enn fremur er meiningin að beina stærstum hluta umferðarinnar af Hverfisgötu og inn á Geirsgötu og Sæbraut. Við Hafnarstræti verður opnuð ný skiptistöð SVR, miðstöð þjónustu í miðborginni. Við staðsetningu vagnanna og frágang svæðisins mun verða lögð áhersla á þjónustu- hlutverk strætisvagnanna. Heildarfjármagn til þessara fram- kvæmda nemur 78 milljónum króna. -sv < ^ I- Q </> U kO s <o Einstaklingar, starfsmannafélög, hópar. Bjóöum upp á 3-4 tíma veiðiferð, aflinn grillaður og meðlæti með. Einnig útsýnis- og kvöldferðir. Upplýsingar í síma 555 4630 eða 897 3430.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.