Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1996, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1996, Side 23
33"V LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1996 23 Oryggi dómsins lykilatriði - tel nýja kerfið of dýrt, segir Kristinn Hugason hrossaræktarráðunautur „Viö voauðumst eftir að metið frá árinu 1994 yrði slegið og miðuðum við sýn- ingahald á Suðurlandi í vor,“ segir Kristinn Huga- son kynbótahrossaræktar- ráðunautur. „Árið 1994 var búið að sýna 1319 hross á sama tíma, en nú hafa verið sýnd 1147 hross. Á Suðurlandi hefur sýn- ingarhrossum fjölgað mjög, úr 677 í 727, en fækkað að sama skapi annars staðar, sérstaklega á Norðurlandi. Hluti af aukningunni á Suðurlandi kemur frá úr- valsræktendum á Norður- landi sem hafa sent hross suður fyrir heiðar. Flestir bestu tamninga- mennirnir eru á Suður- landi, en auðvitað eru margir snjallir knapar ann- ars staðar, en það er eðli- legt að hross séu send suð- ur. Ég hef verið að benda á að sýningar eru undirstaða mats á ræktuninni og rækt- Kristinn Hugason hrossaræktarráðunautur. endur fyrir norðan verða að taka sig á hvað varðar sýningar. Sunnlendingar sækja sig Ég hef farið um mestallt land nema Eyjaijörð, Skagafjörð og Vest- urland, en hef vitneskju um rækt- unina þar og líst mjög vel á stöðu mála í hrossaræktuninni. Sunnlendingar eru að sækja í sig veðrið, jafnt hvað varðar ræktunina og sýningarhald almennt, sem er til fyrirmyndar, og ég skora á alla hestamenn að mæta á fjórðungsmó- tið og sjá árangurinn. Þá vil ég lýsa yfir ánægju minni með útkomuna á Héraði. Þar var ótrúleg frammistaða ári eftir fjórð- ungsmót. Framfarirnar sýndu sig glögglega í fyrra og aftur nú. Það er sérstaklega töltið sem vek- ur athygli. Allar fimm vetra hryss- urnar voru með afbragðs tölt. Vald- ir hafa verið góðir feður að hryssun- um sem sjálfar eru úr góðum stofni. Vildi ganga skemmra í vor var tekið í notkun nýtt form á dómum, samkvæmt vilja fulltrúa bænda í hrossaræktar- nefnd, en nú dæma þrir dómarar sjálfstætt, en ekki í sameiginlegri dómnefnd. Ég vildi ganga skemmra, að unn- ið yrði í dómnefnd, en hver dómari dæmdi fyrir sig og að því loknu væri samráðsfundur þar sem rök- rætt yrði um dómana og fengin nið- urstaða um eina tölu. Ef ekki væru allir sammála réði meðaltal. Villuhætta meiri Nýja kerfið hefur sýnt fram á ákveðna veikleika. Villuhætta er mun meiri. Það er mannlegt að gera skyssur og þegar dómarar geta ekki stuðst hver við annan er meiri hætta á að rangar tölur séu færðar inn. Það er regla að dómarar geta ekki breytt tölum eftir á þó að þeir sjái að þeir hafi gert vit- leysu. Þá er það ljóst að dómar verða öruggari ef menn rökræða um þá. Menn heyra skoðanir annarra og geta betur metið hvað sé rétt. Þegar dómnefndir starfa fá dómarar stuðning hver af öðrum sem er mjög mikilvægt. ’Sumir dómaranna eru ekki í mikilli þjálfun og hætta á mistökum er minni ef menn starfa sam- an. Til dæmis voru í sum- ar þrjár dómnefndir að störfum í einu. Það er allt gott fólk, en misjafnlega vant og æft. Öryggi dómsins er lykil- atriði og eigendur hrossa sem kosta milljónir eiga kröfu á að reynslan nýtist sem best. Þá má nefna að dregið hefur úr afköstum um 20%. Við dæmum um 40 hross á dag en gátum áður með góðu móti dæmt 50 DV-mynd E.J.hross og árið 1994 dæmd- um við 60 hross á dag. Þá var hiklaust minna álag en nú. Minnkandi afköst kosta peninga. Sem dæmi má nefna að á Hellu í sumar voru um 6,5 manns að vinna á hverjum degi, þrír dómarar, sýn- ingarstjóri, mælingamaður og skrif- stofuvinna að meðaltali 1,5 dags- verk. Ég tel þetta kerfi alF of dýrt mið- að við öryggi og tel að hægt sé að nota kerfi sem er 30% ódýrara og öruggara um leið. Ein afleiðing nýja dómkerfisins er að einkunnateygni er orðin mið- læg á ný. Það er enginn vafi á því. Það er mikill vandi að dæma sam- kvæmt teygniskalanum. Dómararn- ir sem eru minnst vanir eru mið- lægastir. Það er eðlilegt. Þó að tilraunir séu alltaf nokkurs virði tel ég að þessi ferð hafi ekki verið til fjár. En það er mikilvægt að sátt náist um friðsamlega lausn á dómaramálunum í vetur og mikið er til af spennandi gögnum til við- miðunar, segir Kristinn Hugason. E.J. „Eg fæ allar rekstrar- og hreinlætisvörur hjá Rekstrarvörum" Jón Grétar hótelstjóri Hótel Eddu Skógum REKSTRARVÖRUR Réttarhálsi 2, 110 Reykjavík Sími 587 5554, Fax 587 7116 Smáauglýsingadeild DV er opin: • virka daga kl. 9-22 • laugardaga kl. 9-14 • sunnudaga kl. 16-22 Júlísprengja Heimsferða FRffiARVAKA á Selfossi , Mánudaginn24.júníkl20:30. halda Astþór Magnússon ogstuðningsmmn jriðar Friöarvoku íFramsóknamnum Eyranm 15 2. hœð. BfysfórverðuraðSelfosskirkju ogstmamöfn þaraðfundiíohum. Kaffi á könnunni, allir hjartanlega velkomnir. , Vestfirðinm, Isfirðingar! Astþór Magnússon ogstuöningsmmnfi&irhafaoþ kostningaskrifstofu á veitingahúsinuA EYRINNl Erum léfrakl. 16:00 til B:00 og 20:00 til 22:00 virkadaga. Umhelgjnafrákl. 13:00 til 20:00 Komið og rceðið máliö ytir kafibolla! Smi:456-5Ö91 ^sa st ^ Wfffi tii Benidorm frá 39.932 Heimsferðir bjóða nú glæsilegt kynningartilboð í júlí til Benidorm, en nú er uppselt í nánast allar ferðir fram í júlí- mánuð. Hér eru í boði afbragðs gististaðir og nú bjóðum við sérstakt kynningartilboð á Central Park, góðum íbúðum með frábærri staðsetningu í hjarta Benidorm. Verð kr. 39.932 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, 2l9U6.júlí, El FarolCentral Park. Verð kr. 49.960 ’. 2 í íbúð, El FarolCentral Park, 219116. júlí. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð, sími 562 4600 WSH Stökktu tii Benidorm 2. júlí frá 29.932 Fyrir þá sem vilja taka sénsinn þá geta þeír tryggt sér ferðina á ótrúlegu verði. Þú bókar í 2 eða 3 vikur og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir í fn'inu. Verð kr. 29.932 rn.v. hjón með 2 böm Verð kr. 39.960

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.