Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1996, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1996, Síða 27
JLÞ^ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1996 tónlist 27 ísland — plötur og diskar- Bítillinn Pete Best fær t 1. ( - ) Load Mctallica I 2. (1 ) Qskalög sjómanna Ýmsir I 3. ( 2 ) The Score Fugees t 4. ( 6 ) Jagged little Pill Alanis Morisette t 5. (3 ) Older George Michael t 6. ( 5 ) Down on the Upside Soundgarden t 7. ( 4 ) Ástfangnir Sixties t 8. ( 7 ) Rokkveisla aldarinnar Ýmsir t 9. ( 8 ) Evil Empire Rage against the Machine 110. ( 9 ) To the Faithful Departed The Cranberries 111. (13) Outside David Bowie J 12. (12) Reif í botn Ýmsir 113. (Al) (Whats the Story) Morning Glory? Oasis J 14. (14) Falling into You Celine Dion 115. (18) GlingGló Björk & Tríó Guómundar Ingólfss. 116. (- ) Trainspotting Úr kvikmynd 117. (11) Gangsta's Paradise Coolio 118. (- ) Pjók Ýmsir 119- (10) Sunburned & Paranoid Skunk Anansie J 20. (20) Wild Mood Swings Cure London -lög- t 1. (-) Killing Me softly Fugees J 2. ( 2 ) Three Lions Baddiel & Skinner & Lightning S... J 3. ( 3 ) Mysterious Girl Peter Andre featuring Bubbler R... t 4. (- ) The Day We caught the Train Ocean Color Scene t 5. (- ) Don't Stop Movin' Livin' Joy t 6. (- ) Blurred Pianoman t 7. ( - ) Theme from Mission Impossible Adam Clayton & Larry Mullen J 8. ( 8 ) Because Ýou Loved Me Celine Dion t 9. ( 6 ) Nobody Knows The Tony Rich Project t 10. ( 5 ) Naked Louise NewYork J 1.(1) The Crossroads Bone Thugs-N-Harmony J 2. ( 2 ) Always Be My Baby Mariah Carey t 3. ( 4 ) Give Me one Reason Tracy Chapman t 4. ( 7 ) You're Makin' Me High/Let It Flow Toni Braxton t 5. ( 3 ) Bocause You Loved Me Celine Dion t 6. ( 5 ) You're the One SWV t 7. ( 6 ) Nobody Knows The Tony Rich Project t 8. ( 9 ) Ironic Alanis Morisette t 9. ( 8 ) Fast Love George Michael t 10.(11) Theme from Mission Ipossible Adam Clayton & Larry Mullen Bretland — plötur og diskar- t t t t t t t t t 1. ( - ) Load Metallica 2. ( 1 ) Older George Michael 3. ( 2 ) Jagged little Pill Alanis Morisette 4. ( 3 ) The Score Fugees 5. ( 6 ) Falling into You Celine Dion 6. ( 7 ) Moseley Shoals Ocean Color Scene 7. (10) Ocean Drive Lighthouse Family 8. ( 4 ) (What’s the Story) Morning G... Oasis 9. ( 5 ) Everything Must Go Manic Street Preachers t 10. ( 8 ) 1977 Ash Bandaríkin — plötur og diskar— I J 1. (1 ) The Score Fugees t 2.(4) Jagged little Pill Alanis Morissette t 3. ( 5 ) Falling into You Celine Dion t 4. ( 6 ) New Beginning Tracy Chapman t 5. ( 2 ) Down on the Upside Soundgarden t 6. ( 3 ) Gettin' It Too Short t 7. ( 8 ) Crash The Dave Matthew Band t 8. ( 7 ) Fairweather Johnson Hootie & the Blowfish t 9. (15) E. 1999 Eternal Bone Thugs-N-Harmony |10. (10) To the Faithful Departed The Cranberries uppreisn æru - og peninga Pete Best er hér lengst til hægri. Myndin er tekin um það leyti sem hann var rekinn úr hljómsveitinni The Beatles. Hann erfir ekki gamlar misgjörðir viö sína fornu félaga. Pete Best er almennt álitinn óheppnasti dægurtónlistarmaður allra tíma. Hann var rekinn úr hljómsveitinni The Beatles fáeinum dögum áður en hún skaust upp á stjörnuhimininn síðla árs 1962 og er þar ennþá, tuttugu og sex árum eft- ir að hún hætti. Pete Best segir hins vegar núna að hann sé alls ekki bit- ur vegna hremminga sinna og að hann sé loksins farinn að njóta þess sem honum bar: viðurkenningar og greiðslna fyrir hljóðritanir sem hann tók þátt í. Pete Best er kominn á miðjan sex- tugsaldurinn og er enn að spila. Með honum í The Pete Best Band eru fimm ungir menn sem voru enn ófæddir þegar Bítlamir hættu sam- starfi árið 1970. Þeir spila hefðbund- ið rokk og þar á meðal nokkur göm- ul Bítlalög með sínum hætti. Umdeildur brottrekstur Brottrekstur Petes Bests úr fræg- ustu hljómsveit allra tíma hefur alla tíð veriö umdeildur og skýringar á honum verið misvísandi. Margir fullyrða að upptökustjóri The Beat- les, George Martin, hafi krafist þess að Best yrði látinn fara og betri trommuleikari fenginn í staðinn. Martin hefur hins vegar sagt í við- tölum að hann hafi engan þátt átt í brottrekstrinum. Hann hafi að vísu óskað eftir því að fá utanaðkomandi trommuleikara til að spila með hljómsveitinni þegar lögin Love Me Do og P.S. I Love You voru hljóðrit- uð sumarið 1962 en það hafi veriö alvanalegt á þeim tíma. Enda hafi Ringo Starr síður en svo verið eini trommuleikarinn í hljóðverinu þeg- ar lögin voru síðan tekin upp. Sök- in sé því ekki sín. Það var Brian Epstein, umboðs- maður Bítlanna, sem fékk það hlut- verk, nauðugur, að reka Pete Best og hann gaf þá ástæðu að hinir þrír, Paul, John og George, teldu hann ekki nógu góðan til að vera í hljóm- sveitinni. Ýmsir sérfræðingar í Bítlamálefnum telja að þessi skýr- ing haldi ekki og benda á að Pete Best hafi síst verið verri hljómlist- armaður en til dæmis Ringo Starr eftir gríðarlega skólun á öldurhús- um Hamborgar. Sjálfur segir Pete Best að Ringo og raunar flestir aðr- ir ungir trommuleikarar í Liverpool hafi hermt eftir þeim stíl sem hann tileinkaði sér á Hamborgartíman- um. Um það leyti sem The Beatles komu heim til Liverpool úr annarri ferð sinni til Hamborgar var Pete Best orðinn vinsælasti liðsmaöur hljómsveitarinnar meðal stúlkna. Hann þótti myndarlegastur fjór- menninganna og jafnframt sá mest spennandi því að hann brosti aldrei og sagði fátt. I fyrsta skipti sem æst- ir aðdáendur gerðu aðsúg að hljóm- sveitinni á sviði hafði Pete einmitt verið stillt fremst á sviðið sem er afar sjaldgæft að gert sé með trommuleikara. Sú uppstilling var ekki notuð aftur. Hugsanleg skýring á brottrekstrinum er talin sú að trommuleikarinn hafi verið um of farinn að skyggja á leiðtogana, John og Paul. Að auki önnuðust hann og móðir hans, Mona Best, fjármál hljómsveitarinnar allt þar til Brian Epstein var ráðinn og ef til vill hef- ur brottreksturinn jafnframt verið ein leiðin til að losna við afskipta- sama móðurina fyrir fullt og allt. En um þetta verður endalaust velt vöngum og niðurstaðan fæst víst aldrei. Loksins viðurkenndur Pete Best og gömlu félagarnir í The Beatles hafa ekki ræðst við síð- an Pete var rekinn. Hann hefur löngum verið sagður bitur vegna at- burðarins en segir nú að svo sé ekki. Þvert á móti segist hann nú hafa öðlast þá viðurkenningu sem honum beri og hún hafi komið eftir að platan Anthology 1 kom út seint á síðasta ári. Platan er tvöfóld og hefur meðal annars að geyma tón- list sem Bítlarnir hljóðrituðu áður en þeir slógu í gegn. Pete Best spil- ar þar á trommur í tíu lögum. Plat- an hefur selst í milljónum eintaka og verður gamla trommuleikaran- um greitt fyrir þátt sinn í gömlu upptökunum eins og honum ber. Það munu vera fyrstu peningarnir sem Pete Best fær fyrir veru sína í The Beatles þegar frá eru talin laun- in í Hamborg og á klúbbum í Liver- pool. Allan Williams, gamall starfs- maður hljómsveitarinnar frá árun- um 1959-1961, bendir hins vegar á að Pete Best hafi í raun og veru spil- að lengur með The Beatles en Ringo Starr sé viðveran mæld í vinnu- stundum. Hann hafi þvi átt veruleg- an þátt í að leggja grunninn að því sem síðar varð mesta veldið í popp- heiminum fyrr og síðar. Pete Best segist ekki vita hve mikið hann á eftir að bera úr býtum vegna Anthology plötunnar. „Sumir segja mér að ég verði milljónamær- ingur áður en þetta ár er á enda. Við skulum bara bíða og sjá. Ef sú spá rætist verð ég náttúrlega afar kátur en peningar skipta ekki mestu máli í lífinu." Best bendir í því sambandi á að gamlir félagar hans hafa það vissu- lega afar gott fjárhagslega. En þeir eiga ekkert einkalif, hjónabönd flestra hafa endað með skilnaði og það er alls ekki að sjá að þeir séu hamingjan uppmáluð þá sjaldan að þeir birtast opinberlega. „Þeir eru í raun og veru eins og að þeir búi í klaustri," segir Pete Best. „Það er refsingin fyrir að ná árangri i lífinu. Ég er ekki reiður þessum fyrrverandi félögum mínum fyrir neitt. Frekar að ég vorkenni þeim. Það sem gerðist fyrir þrjátíu árum heyrir sögunni til. Ef við hitt- umst núna færi ég ekki að riija það upp. Frekar að ég myndi spjalla við þá um það sem er nú að gerast og það sem framtíðin ber í skauti sinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.