Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1996, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1996, Page 34
LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1996 iO %} •. 'JLmm!gmm mmm 42 mnmm Langamma á fullri ferð: Blés eins og smiðjubelgur - áður en ég hætti að reykja Alda Siguröardóttir, lengst til hægri, á ferö í Seltjanarness. góöa verðinu fyrr í vikunni meö félögum sínum í Trimmklúbbi DVmynd Pjétur Alda Sigurðardóttir hleypur 30 til 60 km á viku og segir það allra meina bót Þær eru ekki margar langömmumar sem skeiða um götur og gangstíga Seltjarnarness og Reykjavíkur og það eina 10 til 15 kílómetra þrisvar til fjórum sinnum í viku. Við kynnum hér þó fyrir lesendum DV eina langömmuna sem þetta gerir. Hún heitir Alda Sigurðardótt- ir, er sjúkraliði og ættuð vestan af ísafirði. Hún er sjö barna móðir, á 12 barnaböm og auk þess tvö barnabarnabörn. Alda flutti árið 1956 til Hafnarfjarðar með fjölskyldu sinni og tók þar þátt í fimleikum og handbolta með Fimleikafélagi Hafnarfjarðar, FH. Síðan tók við langt hlé frá öllum íþróttaiðkunum, börnin fæddust og fjölskyldan tók allan tímann. „Það var síðan fyrir rúmum fimm árum að ég ákvað að byrja að hlaupa," segir Alda. „Ég reykti á þeim tíma og bara þónokkuð mikið. Fljótlega kom í ljós að reykingarnar og skokkið fór ekki saman. Ég blés eins og smiðjubelgur og tók andköf og var aldrei ánægð með ástandið, þó svo ég væri nokkuð dugleg við skokkið. Ég fann að ég varð að hætta að reykja og reyndar hafði ég svo sem vitað að það var löngu tímabært. Auðvitað hafði ég heyrt að hætt væri við að maður fitnaði heil ósköp við að hætta að reykja og þannig byrjaði það líka hjá mér. Þá greip ég til þess ráðs að hlaupa langhlaupin og það var eins og við manninn mælt, mér tókst að halda kílóunum í skefjum. Reyndar hafa hlaupin reynst mér allra meina bót. Ef eitthvað bjátar á, hvort sem það er eitt- hvað i vinnunni, saumaskapnum, sem ég stunda töluvert, eða þá ég er þung í skapi fer ég út að hlaupa. Þá léttist lundin fljótt og lausn á vandamálum kemur upp í hugann.“ Alda segist vita það nú að stundum hafi hún farið heldur geyst í hlaupin í byrjun. Kappið hafi verið mikið og hún hafi ekki alltaf gætt hófs. Hún hleypur yfirleitt með fé- lögum sínum í TKS á Seltjamarnesi. En vegna þess að hún stundar vaktavinnu verður að að- laga hlaupin því og þá hleypur hún ein. „Hvort tveggja er ágætt en félagsskapurinn er nauðsynlegur," segir Alda Sigurðardóttir, hin 58 ára langamma að lokum. fram undan. Öshlíðarhlaup á milli Bolungarvíkur og ísafjarðar fer fram í dag. Hlaupiö er 4 km, 10 km og hálfmaraþon. Þorvaldsdalsskokk verður 29 þ.m. og hefst við Fornhaga í Hörgárdal í Eyjafiröi og endar við Árskógsskóla. Skokkiö, sem reyndar er ekkert venju- legt skokk heldur 26 km metra vega- lengd um erfiða leið, er ætlað bæði fyrir hlaupara og göngufólk. Tímatöku verður hætt 6 klukkustundum eftir að hlaupið hefst. Þátttöku á að tilkynna til Bjarna Guðmundssonar í síma 462 4477. Skúlaskeið, 3 km fjölskylduhlaup, veröur í -Viðey 29. þ.m. Það hefst klukkan 14.00. Allir sem Ijúka hlaup- inu fá verölaunapening. Upplýsingar á skrifstofu Reykjavíkurmaraþons í sima 588 3399. Suðurnesjamaraþon, sem nýtur vaxandi vinsælda, á að hefjast viö Gleraugnaverslun Keflavíkur viö Hafn- argötu 30. júní nk. klukkan 14.00. Vegalengdir veröa 3 km skemmtiskokk, 7 km og 25 km. Egllsstaðamaraþon veröur líka 30. júní nk. en það á aö hefjast við sölu- skála ESS0 kl. 12.00. í hálfmaraþoni veröur flokkaskipting fyrir þæöi kynin: 16-39 ára, 40-49 ára, 50-59 ára og 60 ára og eldri. Allir sem Ijúka hlaup- inu fá verðlaunapening og sérstök verðlaun verða fyrir fyrstu þrjá í hverj- um aldursflokki. Upplýsingar á skrif- stofu UÍA í síma 4711353. 1200 manns hafa gengið í raðgöngunni Rétt um 1200 manns hafa nú tek- ið þátt í raðgöngu Ferðafélags fs- lands og Útivistar, sem hófst við Reykjanesvita og á að Ijúka á Þing- völlum. Fjórði áfanginn, sem farinn var um síðustu helgi, var frá Skála- Mælifelli við fsólfsskála nærri Grindavík og að Djúpavatni. Að sögn Ólafs Sigurgeirssonar, eins göngumanna, var veðrið bjart en svolítið hvasst. Hátt í tvö hundruð manns tóku þátt í göngunni þennan dag. „Hópurinn dreifðist nokkuð enda gengu menn misjafnlega hratt. Þarna voru líka með í ferð skokkar- ar sem notuðu tækifærið og tóku „létta“ æfingu á fjöllum og síðan var auðvitað misjafnlega hraðfara fólk,“ sagði Ólafur. „Ég er undrandi hvað hópurinn sem gengur er orð- inn stór og fyrir mig eru þetta bæði forréttindi og ánægja að geta gengið með svona frísku fólki.“ Ólafur er reyndar sjálfur vanur göngumaður, sem tekið hefur þátt í starfi Ferðafé- lags íslands um árabil. Fimmti áfangi raðgöngunnar verður síðan sunnudaginn 30. júní nk. og verður þá farið frá Kaldárseli og gengið i skála í Bláfjöllum. Rútur fara frá Bifreiðastöð íslands. Hlé verður gert á raðgöngunni í júlí en hafist aftur handa sunnudag- inn 11. ágúst og gengið úr Bláfjöll- um að Draugatjömum rétt við Kol- viðarhól þar sem gamla sæluhúsið Styrktaraðili Reykjavíkurmaraþons stóð og draugagangur er sagður mikill. Áttundi og lokaáfangi raðgöng- unnar er síðan fyrirhugaður hinn 8. september og verður hann frá Nesjavöllum að Þingvöllum. Þátttakendur í þriðja áfanga raðgöngu Feröafélags Islands og Útivistar. I baksýn sést Stóri hrútur austan Grindavíkur og þar aö baki sér í Fagradalsfjall. DVmynd ÓlSigurg. Reykjavegur - gönguleið Faxaflói Keflavík Grindavík fepsnes||j.s;-:®>sw' =€1X3=^ 4.vika. 23/6-29/6 , JJjO 10 km 21 km Í&jjj 42 km Sunnudagur 7 km ról. 16 km ról 22 km ról. Mónudagur Hvild Hvíld Hvild Þriðjudagur 6 km (Hruðoleikur) Fyrsl 1 km ról. og siðon 1 km hrott lil skiptis. somtols 4x1 km. Siðon 2 km. ról. i lokin 10 km (Hroðoleikur) Fyrst 2 km ról.og siðon 2 km hrott til skiptis somtols 4x 2 km. Síðon 2km ról. ilokin. 10 km (Hraðoleikur). Fyrst 2 km ról.og siðon 2 km hrolt til skiplis somtols 4x 2 km. Siðon 2 km. ról. i lokin. Miðvikudagur 5 km ról. 12kmról. !5kmról. Fimmludngur 3 km. jofnt 6 km jafnt 8 km jofnt Föstudogur 4 km ról lOkm ról lOkmról Lougordagur Hvfld Hvíld 10 km ról Somt: 25 km. 54 km 73 km JBH Miðnæturhlaup á Jónsmessu á morgun Hið árlega Miðnæturhlaup á Jónsmessu fer fram í fjórða sinn í Reykjavík á morgun, sunnudag, og hefst að venju klukkan 23.00. Þetta sérstæða hlaup hefur öðlast miklar vinsældir og í fyrra hlupu um 1400 manns og hefur þátttakendum fjölg- að ár frá ári. Þeir hafa verið víðs vegar af landinu og einnig hefur nokkur fjöldi útlendinga mætt til leiks og svo verður einnig að þessu sinni. Þykir erlendu gestunum mik- ið til koma að hlaupa og koma í mark um miðnætti þegar varla bregður birtu. Vegalengdir í Miðnæturhlaupinu eru tvær, 3 km skemmtiskokk án tímatöku og síðan 10 km með tíma- töku, þar sem keppt er i eftirtöldum flokkum beggja kynja: 18 ára og yngri, 19-39 ára, 40-49 ára, 50-59 ára og 60 ára og eldri. Hlaupið er um Laugardalinn og byrjað og endað við Sundlaugina. Þar fer skráning einnig fram. Þátttökugjald er 800 krónur fyrir fullorðna og 600 krón- ur fyrir 12 ára og yngri. fnnifalið er verðlaunapeningar, svaladrykkir og útdráttarverðlaun. Frítt er í sund fyrir alla þátttakendur að hlaupi loknu. er styrktaraðili Reykjavíkurmaraþonsins FLUGLEIÐIR MMrm 0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.