Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1996, Page 35

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1996, Page 35
LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1996 „Ég veit ekki hvað menn eiga við þegar þeir segja að við Vestfirðing- ar séum farnir að dansa með í kvótakerfinu. En fyrst það er kvóta- kerfi í landinu þá sér hver maður að ekki er um annað að gera fyrir okkur Vestfirðinga en að taka þátt í því, enda þótt við séum því andvíg- ir...,“ sagði Einar Oddur Kristjáns- son, alþingismaður og útgerðarmað- ur á Flateyri, í samtali við DV í lið- inni viku. Hann var þá spurður hvers vegna Vestfirðingar hefðu ekki mótmælt kvótanum á steinbít og afnámi línutvöföldunarinnar og kvótasetninu á 60 prósent aukaafl- ans. Um leið og Vestfirðingar hætta að mótmæla kvótakerfinu og taka við kvóta á steinbít án nokkurra and- mæla er ljóst að kvótakerflð hefur endanlega fest sig í sessi. Vestfirð- ingar hafa allar götur frá því kvóta- kerflð var sett á 1983 verið þvi and- vígir og mótmælt því hvar sem þeir hafa komið því við þar til nú. „Nánast dauðadómur" Árið 1990 stóð til að setja kvóta á steinbítsveiðamar. í viðtali við DV í október það ár sagði Hinrik Krist- jánsson, þáverandi útgerðarmaður en núverandi framkvæmdastjóri Fiskverkunarinnar Hafnar hf. á Flateyri, sem er stærsta fyrirtækið þar: „Það er nánast dauðadómur fyrir okkar útgerð ef steinbítur fer undir kvóta um næstu áramót." Hann hef- ur ekki mótmælt núna. Einar Oddur Kristjánsson sagði í samtali við DV í nóvember 1991 að öll útgerðarfyrirtæki á Vestflörðum riðuðu til falls: „Kvótakerfið hefur leikið okkur svona.“ í apríl 1995 sagði hann í samtali við DV: „Það hefur verið tekist á um sjáv- arútvegsmálin innan Sjálfstæðis- flokksins frá því að þessi óskapnað- ur, kvótinn, var loginn inn á Al- þingi og við teljum okkur vita og þekkja það að það sé lífsnauðsynlegt fyrir þjóðina í heild að við komumst út úr þessari endemis vitleysu." Einar K. Guðfinnsson alþingism- aður sagði i apríl 1995 í samtali við DV: „Við getum ekki, munum ekki og viljum ekki styðja þá ríkisstjórn sem ekki breytir þessu kvótakerfi." Þess vegna hlýtur sú spurning að vakna nú hvers vegna þessi stefnu- breyting hefur átt sér stað hjá Vest- firðingum. Hundruð milljóna til útgerðarfyr- irtækjanna Það er engin spurning að Einar Oddur Kristjánsson á stærstan þátt i því að línutvöföldunin er afnumin og línubátar fá 60 prósent af auka- afla nú sem aukinn kvóta og að steinbíturinn er settur inn í kvóta- kerfið. Eins og kemur fram í orðum hans í upphafi þessa fréttaljóss verða menn að taka þátt í kvótakerf- inu fyrst það er til staðar í landinu. Um leið og hann viðurkenndi þessa staðreynd sá hann líka nauðsyn þess að koma steinbítnum inn í kvóta, sem að mestu leyti fer til báta á Vestflörðum. Einnig fá bátar þar stóran hluta kvótans við afnám línútvöfóldunar. Einar Oddur vissi því alveg hvað hann var að gera Afnám línutvöföldunar er mikill fengur fyrir þá báta sem hafa stundað línuveiöarnar undanfarin ár. Þeir fá nú sem varanlegan kvóta 60 prósent af þeim afla sem fékkst viö tvöföldunina. Þaö magn er rúmar 10 þúsund lestir að viröi rúmlega 6 milljarðar króna. DV-mynd BG fréttaljós á laugardegi Sigurdór Sigurdórsson eins og svo oft áður. Með því að setja kvóta á steinbít- inn og að afnema línutvöföldunina en láta linubátana fá aukinn kvóta er verið að færa útgerðarfyrirtækj- um á Vestflörðum, og raunar þeim sem stundað hafa veiðar á línu- tvöldunartímanum, um 6,1 milljarð króna í þorskkvótaeign og 1,3 millj- arða í steinbítskvótaeign. Veðhæfni fyrirtækjanna eykst að sama skapi við þennan aukna kvóta. Ástæðan fyrir þögninni Verð á þorskkvóta er um 600 krónur kílóið en leigugjaldið rúmar 90 krónur. Ekki er vitað hvert verð- ið verður selji menn steinbítskvóta sinn. Þó telja kunnugir að það verði um 100 krónur fyrir kílóið en það kemur ekki í ljós fyrr en á næstu steinbítsvertíð. Steinbítsaflinn í fyrra var 12.500 lestir og afli línubáta á tvöfóldunar- tímabilinu var 34.400 lestir. Helm- ingur þess afla er því 17.200 tonn og 60 prósentum af honum verður út- hlutað sem kvótaeign til línubát- anna og verður miðað við tvö bestu ár þeirra af síðustu þremur. Það er auðvitað vegna þessa að enginn á Vestflörðum eða annars staðar mótmælir kvótasetningu á steinbít og afnámi línutvöfoldunar núna. Nú eru allar fisktegundir sem skipta máli í veiðum okkar íslend- inga komnar inn í kvótakerfið. Utan kvóta eru tegundir eins og blálanga, keila og lúða. Sáralítið er veitt af þessum fisktegundum, þær slæðast með öðrum afla. Kvótaauðurinn í útreikingum DV, sem birtir voru fyrir skömmu, kom fram að leiguverð á hvert kvótakíló af þorski er um 90 krónur en söluverð kvóta 540 krónur kílóið en er nú tal- ið vera um 600 krónur. Það þýðir að söluverðmæti þorskkvótans í fyrra var 83 til 85 milljarðar króna. Nú hefur kvótinn verið aukinn um 30 þúsund lestir og sú kvótaaukning þýðir 18 milljarða til viðbótar í kvótasöluverðmæti. Þar með er kvótaauðurinn kominn yfir 100 milljarða króna í þorskin- um einum. Verð á leigðum úthafsrækjukvóta hefur verið 85 krónur kílóið og sölu- verðið 340 krónur. Karfakvótinn, þ.e. djúpkarfi og gullkarfi, er leigður á 35 krónur kilóið en seldur á 160 krónur. Þar er leiguverð loðnukvóta 0,50 krónur á kUó og söluverð 7,50 krón- ur. Leiguverð ýsukvóta er um 10 krónur kUóið og seldur kvóti 110 krónur. Humarkvótinn hefur verið leigð- ur á 340 krónur kílóið en seldur á 2.100 krónur hvert kUó. Grálúðu- kvótinn er leigður á 35 krónur kUó- ið og seldur á 160 krónur. Ufsakvótinn hefur verið leigður á 3 krónur en seldur á 60 krónur. Leigður síldarkvóti hefur farið á 6,90 krónur kílóið en seldur á 28 krónur. n kvéfi línubáta Skarkolakvótinn hefur verið leigður á 18 krónur kílóið en sölu- verð kvótans er 135 krónur. Hörpudiskskvóti hefur verið leigður á 4 krónur kUóið en seldur á 30 krónur. Haldist góðæri í sjónum og kvót- inn verði aukinn á hinum ýmsu teg- undum, og þá alveg sérstaklega á þorski, lækkar kvótaverðið og leig- an en þó ekki að marki fyrr en heildarþorskkvótinn er kominn yfir 230 til 250 þúsund tonn. -S.dór Þorskur Enginn kvóti '95 Steinbítur 13 þúsund Kvótl í lestum '95 Kvóti í lestum '96 ■ Auknlng kvótaverömætis Aukning kvótaverðmætis: 1,3 milljarðar króna Auknlng kvótaverðmætis: 18 milljarðar króna 155 þúsund Afnám línutvöföldunar og steinbítskvóti: Kvótaeign útgerðarinnar eykst um rúma 6 milljarða — Vestfirðingar hættir að mótmæla kvótanum og þar með á hann fáa óvini lengur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.