Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1996, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 1996 Stuttar fréttir r Tillögur kommúnista vekja lítinn áhuga: Zjúganov stingur upp á þjóðstjórn Gennadí Zjúganov, frambjóð- andi kommúnista í forsetakosn- þingkosninganna í desember síð- astliðnum. Keppt um stólinn Forsætisráðherra Grikklands og innanríkisráðherrákeppa um leiðtogasæti sósíalistasambands- ins að Andreasi Papandreou gengnum og er lítill munur á fylgi þeirra. Hillary viðurkennir Borís Jeltsín Rússlandsforseti, sem hefur forustu á keppinaut sinn samkvæmt skoðanakönnun- um, hefur ekki tjáð sig um hug- myndir Zjúganovs en einn aðstoð- armanna forsetans sagði þetta til- raun til að stofna skriffinnsku- bákn sem samrýmdist ekki stjórn- arskrá landsins og óljóst væri hvaða hlutverki það ætti að gegna. Umbótasinninn Grigorí Javl- inskí, sem hefur lýst yfir skilyrt- um stuðningi við Jeltsín fyrir síð- ari umferðina, vísaði hugmynd- inni einnig á bug. „Kommúnistar geta ekki verið sigurvissir. Þeir hafa engar for- sendur fyrir þessu. Þessi tillaga er endurtekin öðru hverju. Þetta er kosningaáróður," sagði Javlinskí. Leiðtogi kommúnista lagði fram lista með nöfnum manna í sér- stakt þjóðarráð, þar á meðal leið- toga allra flokkanna í neðri deild þingsins. Eftir kosningarnar yrði bákni þessu breytt í ríkisráð sem hefði mikil völd. Reuter Karadzic ekki fram Radovan Karadzic, leiðtogi Bosn- íu-Serba, verður ekki í framboði í væntanlegum kosningum i Bosniu, að þvi er fjölmiðlar í Bosníu höfðu eftir Carli Bildt, milligöngu- manni í Bosníu. írakar fela enn Rolf Ekeus, aðalvopnaeftirlits- maður SÞ, telur að írakar feli enn bönnuð vopn og ýmsan bún- að til vopnasmíði. Stjórnarmyndun í nánd Forustumenn stjórnarflokk- anna í Tékklandi vonast til að geta komið saman nýrri stjórn í dag en ekki hefur enn verið samið um skiptingu stólanna. Barist við eld Slökkviliðsmenn berjast við mikla skógarelda í vesturhluta Bandaríkjanna, m.a. við Miklagljúfur, og hafa þúsundir þurft að yfirgefa heimili sin. Kútsjma flýgur Leoníd Kútsjma, forseti Úkra- ínu, flýgur til Póllands í dag til að ræða við þarlenda ráðamenn um NATO-drauma Pólverja. Mælt fyrir friði Leiðtogar Afríkuþjóða koma saman til fundar í dag til að reyna að koma á friði í Búrúndí. Styðja byssubann Meira en tveir af hverjum þremur Áströlum styðja herta baráttu forsætisráðherra lands- ins gegn byssueign og segja að herða eigi róðurinn enn meira. Barist í Mogadishu Liðsmenn stríðsherrans Ai- dids í Sómalíu náðu mikilvægri varðstöð á sitt vald í gær. Gegn arðráni Alþjóðasamband frjálsra verkalýösfélaga hóf í gær bar- áttu gegn sívaxandi arðráni verkmanna um heim allan sem kemur til af óheftum vexti í heimsviðskiptum. ingunum í Rússlandi, hvatti til þess í gær að komið yrði á þjóð- stjóm í landinu eftir síðari umferð kosninganna í byrjun júlí. Hann lagði til að embættum í stjómkerf- inu yrði skipt milli þriggja fylk- inga og að farið yrði eftir úrslitum Gennadí Zjúganov brá sér í blak f Moskvu í gær. Símamynd Reuter GRAND CHEROKEE LTD ÁRGERÐ 1996 Bara þessi eini bíll á þessu verði og það kemur ekki aftur. Verð kr. 4.450.000 stgr. búi í Lazaro Cardenas í Mexíkó viröir fyrir sér skemmdir á verslun sinni eftir aö fellibylurinn Alma fór þar yfir í gær. mestu hviðunum náði vindhraðinn allt að 195 kílómetrum á klukkustund. Alma skildi eftir sig slóð eyðileggingar á ströndinni við Kyrrahaf. Þrír létu lífið, tveir slösuðust og hundruð misstu heimili sín. Símamynd Reuter Rannsaka lát ræðismanns Danir og Norðmenn tilkynntu i gær að þeir hygðust senda fulltrúa til Burma til að leita skýringa á dauða sameiginlegs ræðismanns þeirra, Leo Nichols, sem lést í fang- elsi á laugardaginn. Nichols var vinur Aung San Suu Kyi, leiðtoga lýðræðissinna í Burma. Yfirvöld í Burma segja Nichols hctfa fengið hjartaáfall. Ræðismaðurinn, sem var af bur- mískum og breskum ættum, var handtekinn í apríl og dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa notað síma og faxtæki á heimili sínu án leyfis. Sendifulltrúar og stjórnarandstæðingar telja hins veg- ar að ræðismaðurinn hafi verið fangelsaður vegna náinnar vináttu við Suu Kyi og fjárhagslegrar að- stoðar við flokk hennar, Lýðræðis- fylkingu hennar. Aukið fylgi við Eyrarsundsbrú Fjöldi stuðningsmanna brúar yfir Eyrarsund og ganga undir sundið fer vaxandi, samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum. Stuðningsmenn og andstæðingar framkvæmdanna eru nú jafnmargir og er þetta í fyrsta skipti í fjögur ár sem and- stæðingarnir eru ekki í meirihluta. Reuter Ciller íhugar Tansu Cill- er, leiðtogi tyrkneskra íhaldsmanna, hittir foringja flokks bók- stafstrúaðra múslíma og verðandi for- sætisráðherra Tyrklands í dag til aö ákveða hvort hún gengur til liðs við hann I myndun nýrr- ar stjórnar. Kamsky sigraði Bandaríski stórmeistarinn Gata Kamsky sigraði Anatóli Karpov I tiundu einvígisskák þeirra en Karpov hefur enn ör- ugga forustu. Reuter Alþjóða hvalveiðiráðið um Qölda hrefna: Telur útreikninga Norðmanna rétta - andstæðingar hvalveiða æfir Viðurkenning Alþjóða hvalveiði- ráðsins í gær á útreikningum Norð- manna um stækkun hrefnustofns- ins vakti hörð viðbrögð andstæð- inga hvalveiða. Samkvæmt útreikningum Norð- manna hefur hrefnum í Norðaustur- Atlantshafi fjölgað í 118 þúsund. I fyrra áætlaði Alþjóða hvaíveiðiráð- ið fjölda hrefna 75 þúsund. Á fyrsta degi ársfundar Alþjóða hvalveiði- ráðsins í ár lýstu vísindamenn þess því yfir að þeir teldu tölur Norð- manna réttar. Norðmenn segja viðurkenning- una styðja þá fullyrðingu þeirra að hrefnustofninum stafaði engin ógn af veiðikvóta þeirra sem er 425 hrefnur á þessu ári. Andstæðingar hvalveiða saka Alþjóða hvalveiði- ráðið um að hafa látið undan pólítískum þrýstingi frá Noregi. Margir aðilar að Alþjóða hval- veiðiráðinu, þar á meðal Bretar, eru að harðna í afstöðu sinni gegn hval- veiðum. Þeir vilja ekki aðeins bjarga hvölum frá útrýmingu held- ur setja á algjört bann við hvala- drápi. Búist er við heitum umræðum á fundi hvalveiðiráðsins í dag þegar tekin verður til afgreiðslu beiðni Bandaríkjanna, sem styðja hval- veiðibann, um undanþágu fyrir indíána á veiðum á fimm grá- hvelum. Reuter samræður við látna Hillary Clinton, forsetafrú Banda- ríkjanna, gaf út yfirlýsingu í gær þar sem hún viðurkenndi að hafa átt samræður við löngu látna for- setafrú en sagði að um vitsmunaleg- ar æfingar hefði verið að ræða en ekki neinn miðilsfund. Tilefni yfirlýsingarinnar var út- dráttur úr bókinni The Choise eftir Bob Woodward sem birtist í Was- hington Post á sunnudaginn. Þar kom fram að bandaríska forsetafrú- in hefði átt ímyndaðar samræður við Eleanor Roosevelt, eiginkonu Franklins D. Roosevelts, fyrrum Bandaríkjaforseta. Hillary hefur oft samsamað sig við Eleanor sem var sterkur en umdeildur persónuleiki. Hillary Clinton, forsetafrú Bandaríkj- anna, neitar að hafa sótt miðilsfund þrátt fyrir samræður sínar við framliðna. Símamynd Reuter Hillary Clinton átti einnig ímyndaðar samræður við Ma- hatma Gandhi, leiðtoga Indlands. Samkvæmt bókarhöfundi neitaði forsetafrúin boði um að ræða við Jesú Krist þar sem henni þótti það of persónulegt. í yfirlýsingu sinni lýsti Hillary sambandi sínu við konurnar tvær sem stýrðu samræðum hennar við Eleanor Roosevelt. Önnur þeirra, Jean Houston, er höfundur fjölda bóka um nýald- arleg málefni en hin, Mary Catherine Bateson, er prófessor í mannfræði. Að sögn Hillary að- stoðuðu þessar konur hana við undirbúning ferðar til Suður- Asíu í fyrravor og við ritun bókar um uppeldi barna. „I samræðum okkar stakk Jean upp á því að ég ímyndaði mér að ég ræddi við Eleanor Roosevelt sem tókst á við erfið þjóðfélagsleg mál- eftii á sínum tíma,“ sagði Hillary í yfirlýsingu sinni. Hillary er í mun að láta ekki líta á sig sem nýja Nancy Reagan en hún ráðfærði sig oft við stjörnu- speking á meðan eiginmaður henn- ar, Ronald Reagan, gegndi forseta- embætti á níunda áratugnum. Nancy varð aðhlátursefni ýmissa stjórnmálamanna vegna þessa og skemmtikraftar notfærðu sér málið óspart. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.