Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1996, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1996, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 25. JUNI 1996 Pétur Kr. Hafstein forsetaframbjóðandi á beinni línu: Munurinn enn fullmikill en ég er bjartsýnn „Það er rétt að munurinn er enn fulímikill en ég tel fyllstu ástæðu til þess að vera bjartsýnn. Ég er viss um að enn á eftir að verða veruleg breyting og finn að það er hreyfing í pottinum. Ég minni á að fjöldi fólks á enn eftir að gera upp hug sinn,“ sagði Pétur Kr. Hafstein meðal annars á beinni línu DV þegar hann var spurður um niður- stöður skoðanakannana að undan- förnu. Þær hafa sýnt að allt að 16 prósentustigum hefur munað á honum og Ólafi Ragnari Grímssyni í efsta sæti. Pétur var til svara á ritstjóm DV síðastliöinn laugardag og hringdu margir inn með fyrirspumir um hin ýmsu málefni. „Ég sá það í blaðaviðtali við Ólaf Ragnar Grímsson fyrir skömmu að hann lætur að því liggja að það sé ekki þörf á einangrunarsinnum í embætti forseta íslands í nútíma- þjóðfélagi. Ef þessu er beint til mín er þetta mikill misskilningur á mínum málflutningi bg mér finnst einmitt að þetta viðhorf lýsi ekki djúpum skilningi á eðli og tilgangi forsetaembættisins. Ég held því eindregið fram að eftir því sem for- setaembættið hafi styrkari stöðu í huga þjóðarinnar sem aíl i stjórn- skipuninni og í þjóðlífinu sem skipti einhverju máli þá sé ffam- ganga forsetans á erlendum vett- vangi líklegri til þess að skila ár- angri og hafa meiri þýðingu. Það er því beint samhengi þama á milli," sagði Pétur m.a. í einu svar- inu. Þeir sem unnu að beinni línu - DV með Pétri voru blaðamennim- ir Bjöm Jóhann Björnsson, Svanur Valgeirsson, ísak Örn Sigurðsson, Stefán Ásgrímsson og Róbert Ró- bertsson. Jóhann A. Kristjánsson tók allar myndh’. -bjb Kona getur tekiö viö af Vig- dísi Björn Jónsson, Reykjavík: Frú Vigdís Finnbogadóttir, for- seti íslands, segir í viðtali við tímaritið Veru að það sé fárán- legt að tala um að kona geti ekki tekið við af sér og að kominn sé tími á karl á Bessastöðum. Finnst þér Vigdís vera að taka afstöðu með einum frambjóðandanum með þessum ummælum og blanda sér þar með inn í kosning- abaráttuna? „Nei, þarna er Vigdís að lýsa al- mennu viðhorfi og gefa andsvar við þeirri skoðun sem hefur verið fram sett að vegna þess hversu hún hafi staðið sig vel hljóti það að leiða til þess að kona geti ekki tekið við af henni. Ég hef fyrir löngu lýst þeirri skoðun minni að kona geti að sjálf- sögðu tekið við af Vigdísi Finnboga- dóttur þótt hún hafi staðið sig vel. Vigdís hefur sjálf sýnt það og sann- að með áþreifanlegum hætti að kona getur gegnt stöðu þjóðhöfð- ingja ekkert síður en karlmaður. Ég tel að þjóðin velji sér forseta á allt öðrum forsendum en eftir kynferði og rök af þessu tagi hafi því enga þýðingu." Bjöm Jónsson, Reykjavík: Nú hélt kosningastjóri fram- boðs þíns á Akureyri einmitt þessu fram, að fólki fyndist vera kominn tími á karlmann. „Ég lýsti því strax yfir að ég væri ekki sammála þessari skoðun hans. Ég held að þetta hafi ekkert endi- lega verið óheppilegt og 13' þess reyndar fullviss aö skoðun hans hafi að einhverju leyti verið oftúlk- uð, a.m.k. eins og fréttin var kynnt í sjónvarpinu.“ Ákvöröun Guörúnar kom á óvart Gunnar Gunnarsson, Reykjavík: Kom það þér á óvart að Guð- rún Pétursdóttir dró framboð sitt til baka? „Já, ég verö að segja það, sérstak- lega vegna þess hversu liðið er á kosningabaráttuna. Hins vegar fannst mér ákvörðunin bæði lýsa raunsæi og hugrekki og ég tel að Guörún Pétursdóttir sé maður að meiri að hafa gert sér grein fyrir stöðunni með þessum hætti og lagt á þetta raunsætt og rétt mat. Ég sakna hennar hins vegar úr kosn- ingabaráttunni og tel að hún hafi lagt ágætan skerf til hennar með ýmsum hætti. Ég þakka henni drengilega og skemmtilega kosn- ingabaráttu." Gunnar Gunnarsson, Reykjavík: Telurðu að ákvörðun Guðrún- ar hafi áhrif á þitt framboð? „Það er erfitt að segja til um það. Það getur enginn frambjóðandi ráð- stafað fylgi stuðningsmanna sinna. Hún hafði misst töluvert fylgi í skoðanakönnunum áður en til þessa kom. Á sama tíma var ég að auka fylgi mitt. Sennilega er eitthvert samhengi þama á milli, að ein- hverju leyti að minnsta kosti, en það er erfitt að segja til um það hvert framhaldið verður." Ef við tökum mið af skoðana- könnunum sem gerðar hafa verið að undanförnu, nú síðast hjá Stöð 2 og DV, er þá munurinn á milli ykkur Ólafs Ragnars ekki enn of mikill? Hefði bilið ekki þurft að minnka meira nú síð- ustu daga til þess að auka spenn- una og um leið möguleika þína á kjöri? „Það er rétt að munurinn er enn fullmikill en ég tel fyllstu ástæðu til þess að vera bjartsýnn. Ég er viss um að enn á eftir að verða veruleg breyting og finn að það er hreyfing í pottinum. Ég minni á að fjöldi fólks á enn eftir að gera upp hug sinn.“ Forsetinn getur haft áhrif Ragnheiður Sigurðardóttir, Kópavogi: Hvað er það sem gerir þitt framboð sérstakt og hvers vegna ættu kjósendur að setja nafn Pét- urs Kr. Hafstein á kjörseðilinn? „Ég hef í mínum málflutningi fyr- ir þessar kosningar lagt megin- áherslu á stöðu og hlutverk forset- ans í íslensku þjóðlífi. Ég tel brýnt að menn geri sér grein fyrir því að þar er að finna ástæður fyrir því að þetta embætti er starfrækt. Forset- inn gegnir ákveönu hlutverki í stjórnskipuninni í okkar stjórnar- fari og þótt hann hafi ekki pólitísk völd og beri ekki pólitíska ábyrgð getur hann haft áhrif með ýmsum hætti. Þess vegna skipt- ir máli að þeim áhrif- um sé þannig beitt að forsetinn gangi á hverj- um tíma fram af yfirveg- un og hlutleysi og alveg sérstaklega með pólitískri dómgreind. Ég hef líka lagt á það áherslu að rekstur emb- ættisins eigi að vera þannig að þar sé gætt að- halds og ráðdeildar og alveg sérstaklega að forsetinn gæti þess að ekki sé farið fram úr þeim fjár- heimildum sem Alþingi ákvarðar á hverjum tíma til embættisins. Und- ir þetta hefur enginn frambjóðandi tekið. Ég tel að ég hafi lagt meiri áherslu á stöðu forsetans í þjóðlíf- inu en aðrir og það hef ég gert til þess að undirstrika þá þýðingu sem förseti getur haft og á að hafa. Ég hef líka sagt aö forsetinn hefur miklum skyldum að gegna á erlend- um vettvangi og næsti forseti þurfi að vinna að þeim málum af mynd- ugleika og reisn. Ég sá það í blaðaviöatali við Ólaf Ragnar Grímsson fyrir skömmu að hann lætur að því liggja að það sé ekki þörf á einangrunarsinnum í embætti forseta íslands í nútíma- þjóðfélagi. Ef þessu er beint til mín er þetta mikill misskilningur á mín- um málflutningi og mér finnst ein- mitt að þetta viðhorf lýsi ekki djúp- um skilningi á eðli og tilgangi for- setaembættisins. Ég held því ein- dregið fram að eftir því sem forseta- embættið hafi styrkari stöðu í huga þjóðarinnar sem afl í stjórnskipun- inni og í þjóðlífinu sem skipti ein- „Þessi auglýsing um hrífuna hefur verið túlkuö með ýmsum hætti, t.d. þannig að framboðið væri hrífandi. Guðrún Agnarsdóttir sagöi aöspurð um þessa auglýsingu í útvarpi á dögunum aö ég væri líklega bara að raka saman atkvæöum. Þaö fannst mér ágæt túlkun," sagöi Þétur Kr. Haf- stein m.a. á beinni línu DV þegar einn lesandinn spurði um auglýsingu Péturs í sjónvarpinu. DV-myndir JAK J )J _I_A Legg dýraverndunarmálum liö Sigurður St. Pálsson, Reykjavík: Ertu tilbúinn til þess að beita þér í þágu dýraverndar, annars vegar með þeim hætti að minna almenning á ábyrgð sina gagn- vart dýrum og hins vegar með því að senda skilaboð til lögreglu og dómstóla um að taka á brotum af fullri alvöru? „Ég er sannarlega tilbúinn til þess að leggja dýraverndunarmál- um lið eftir því sem ég hefði tæki- færi og mátt til, verði ég kjörinn til þessa embættis. Það er mjög verð- ugt að þeir sem hafi til þess aðstöðu leggi þessum málum lið og það tel ég að forseti geti gert með ýmsum hætti, með áhrifum sínum og mál- flutningi. Að því er varðar lögreglu og dómstóla þá gegnir það öðru máli. Ég er sjálfur dómari og hef reynt að gegna þeim störfum mín- um eftir bestu samvisku og eftir því sem mál eru lögð fyrir dómstólana hveiju sinni. Það má ekki gleymast að sam- kvæmt okkar stjórnarfari og stjóm- skipun eru dómstólarnir sjálfstæðir í störfum sínum. Forseti íslands er t.d. annar handhafi löggjafarvalds- ins og æðsti handhafi framkvæmda- valdsins en hann á engan atbeina að dómsvaldinu." Er kristinnar trúar Jóhann Jóhannsson, Reykjavík: Hver er hrein og klár afstaða þín til kristinnar trúar? „Ég er kristinnar trúar og fæ mikinn styrk í henni. Ég veit og finn að ég þarf á henni að halda." Jóhann Jóhannsson, Reykjavík: Þú játar það sem sagt að Jesús Kristur er Drottinn? „Já, það geri ég að sjálfsögðu." Hrífandi framboö Halldór Halldórsson, Reykjavík: Var einhver sérstök hugsun fólgin í því að láta þig vera á hestbaki og að raka í garðinum heima í sjónvarpsauglýsingum? „Ég hef verið í hestamennsku frá blautu barnsbeini og garðræktina hef ég stundað af miklum þrótti alla tíð, rétt eins og allir þeir sem eiga garða. Þetta er bara ákveðin leið til þess að sýna aðra hlið á manni en fram kemur á fundum og í sjón- varpi. Þéssi auglýsing um hrífuna hefur verið túlkuð meö ýmsum hætti, t.d. þannig að framboðið væri hrífandi. Guðrún Agnarsdóttir sagði aðspurð um þessa auglýsingu í útvarpi á dögunum að ég væri lík- lega bara að raka saman atkvæðum. Það fannst mér ágæt túlkun." Halldór Halldórsson, Reykjavík: Hvað um lagið sem leikið er undir í sjónvarpinu, úr Pétri og úlfinum? Má sjá vísun í Ólaf Ragnar í úlfinum? „Það verður hver að ráða í það eins og hann vill. Þetta er góð tón- list sem við höfum mikið dálæti á og strákarnir okkar hafa hlustað á í sínum uppvexti. Vitaskuld hefur öll góð tónlist ákveðinn boðskap." Hreyfing í pottinum Gunnar Sveinsson, Reykjavík:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.