Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1996, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1996, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 1996 hverju máli þá sé framganga forset- ans á erlendum vettvangi líklegri til þess aö skila árangri og hafa meiri þýöingu. Þaö er því beint samhengi þarna á milli.“ Sérstaða Vigdísar kallaði á fleiri skylduverk erlendis Gunnar Stefánsson, Reykjavík: Nú hefur verið talað um aö for- seti hafi ákveðnum hlutverkum aö gegna og leggi ýmsum góðum málefhum lið. Er ekki stórhætta á því að forsetinn gangi of langt í þessu sambandi og fiækist jafn- vel í mál sem ekki eru í verka- hring forseta? „Nei, ég er ekki endilega aö segja það, því það hefur verið gert með ýmsum hætti. Forsetar hafa lagt mismunandi áherslur sem er eðli- legt. Embættinu er markaður ákveðinn farvegur í stjórnarskránni og atbeini forsetans að stjómar- störfum er tiltölulega skýr. Hins vegar er þar fyrir utan töluvert svigrúm fyrir forseta að beita áhrif- um sínum og leggja áherslur og það hafa forsetar gert með mismunandi hætti. Núverandi forseti hefur verið meira á erlendum vettvangi en for- verar hennar. Skýring á því, að minnsta kosti að hluta til, er sú að hún nýtur þeirrar sérstöðu að hafa verið fyrsta konan í heiminum til þess að vera þjóðkjörinn þjóðhöfð- ingi. Ég efast ekki um að það hafi kallaö á fleiri skylduverk á erlend- um vettvangi en ella hefði verið. Það er ekkert nema gott um það aö segja. Ég tel að sá forseti sem við tekur eigi vissulega að halda áfram að koma fram fyrir íslands hönd og leggja íslenskum hagsmunamálum lið með myndugleika og reisn. Hins vegar tel ég að það sé að ýmsu leyti tækifæri og tilefni til þess að leggja aðrar áherslur núna. Ég hef lagt ríka áherslu á hlutverk þjóðhöfð- ingja í þjóðlífinu. Hann gegnir þess- um störfum í stjórnarfarinu. Hann er jafnframt það sem við köllum sameiningartákn og á að veita for- dæmi og leiðsögn, hvetja menn til samstöðu og sameiginlegra átaka, auka mönnum bjartsýni og telja kjark og kraft í þjóðina. Þetta er mjög þýðingarmikið en þar fyrir utan tel ég að forseti geti einnig og eigi að láta sig varða ýmis knýjandi vandamál í þjóðfélaginu og það geti hann gert með margvíslegum hætti án þess að blanda sér í pólitískar deilur eða dægurþras. Ég hef alveg sérstaklega nefnt sem dæmi um þetta mannréttindamál, bæði hér hjá okkur og ýmis önnur mál sem varða grundvöll þjóðskipulagsins og stjómarskrárinnar. Þar tel ég að forseti íslands geti bæði haft skoð- anir og geti fært fyrir þeim rök. Annað dæmi um þátttöku forseta eru landræktar- og umhverfismál sem ég tel að séu knýjandi vanda- mál og ekki eingöngu tískuorð tím- ans heldur raunveruleg vandamál sem skiptir miklu máli um framtíð okkar og lífs á jörðinni hvemig tek- ið verður á. Þriðja dæmið sem ég nefni sérstaklega er fikniefnavand- inn sem er vaxandi vandamál í okk- ar þjóðfélagi. Þar tel ég að forseti ís- lands geti haft ákveðnu hlutverki að gegna. Hann gæti í ræðu og riti haft áhrif til góðs en þaö nægir ekki eitt og sér. Ég tel að forseti geti lagt þessum málum meira lið með bein- um samskiptum við þá sem láta sig þessi mál varða, bæði einstaklinga, samtök einstaklinga, sveitarfélög og stjórnvöld sem að þessu koma. Glöggt fordæmi um það hvemig hægt er að vinna að þessu með ár- angursríkum hætti, er jafningja- fræðsla framhaldsskólanna. Henni var hleypt af stokkunum á siðasta hausti. Ég tel að forsetinn geti lagt þessum hugsjónum lið, beinlínis með samskiptum við þessa og aðra aðila sem vinna að slíku uppbygg- ingar- og forvarnarstarfi." Forseti ekki áttaviti póli- tískra strauma Sigurður Sigurðsson, Reykjavík: Ef færi að bera á vaxandi ólgu í þjóðmálum og hægri vængur stjórnmálaaflanna yrði ófriðsæll, myndir þú taka afstöðu sem sjálf- stæður einstaklingur í forseta- stóli? „Forsetinn verður auðvitað að gæta þess í störfum sínum að taka ekki afstöðu eftir flokkspólitískum línum eða pólitískum sjónarmiðum. Það er grundvailaratriði í meðferð forsetavaldsins að forsetinn gegni því af yfirvegun og pólitísku hlutleysi. Forsetinn á auðvit- að ekki að vera einhver átta- ilpg viti á pólitíska strauma í Hj þjóðfélaginu." Sigurður Sigurðsson, j Reykjavík: Guðrún nefndi það þegar hún hætti við forsetaframboð að auk- in pólitík væri komin í framboð- in. Hvað segir þú um þau orð hennar? „Mér finnst allt of mikið úr þessu gert og er ekki sammála þvi að for- setakosningar eigi að skipast hvernig laim forsetinn ætti að hafa og hvernig skatta hann eigi að bera: „Já, kjaradómur ákveður laun forsetans og ég held að forsetinn eigi ekki að hafa neinn atbeina að því sérstaklega. Hins vegar tel ég að þetta skattfrelsisákvæði, sem verið hefur í lögum um laun forset- ans, sé úrelt og það hafi verið nauð- synlegt að breyta því. Því miður tók Alþingi ekki á sig rögg og gerði það. Það lá fyrir þinginu frumvarp í vet- ur um þetta og það var ekki afgreitt reiprennandi og kann hana ef- laust betur en margir Frakkar. Hvaða tungumál kannt þú? „Ég tala ensku og Norðurlanda- tungumál. Ég hef búið í Englandi, var þar við nám í alþjóða- rétti að loknu lögfræðinám- inu og hef einnig dvalist I Danmörku. Þýsku og frönsku hef ég lært og sérstaklega þýsku get ég ágætlega lesið, en hvorugt tungumálið kann ég til að halda uppi fjörugum samræðum. Konan min hefur hins vegar lært frönsku í Háskólanum og var við nám í frönsku í Frakklandi og síðar leiðsögumaður erlendra ferðamanna, þar á meðal Frakka, og talar það tungumál reiprennandi. Það sem kannski skiptir mestu máli er hitt, að forseti geti sómasamlega Pétur Kr. Hafstein var á beinni línu sfðastiiðinn laugardag. Fjölmargir hringdu inn með fyrirspurnir og hér er Pétur á ritstjórn DV ásamt blaöamönnum aö störfum. tjáð sig á íslenskri tungu. Þar held ég að hann hafi fyrst og fremst skyldum að gegna.“ Sækist ekki eftir fylgi póli- tíkusa Stefán Ásmundsson, Reykjavík: Þú skrifaðir á sínum tima grein í Morgunblaðið til stuðn- ings Þorsteini Pálssyni í for- mannskjöri í Sjálfstæðisflokkn- um. Þorsteinn hafði lýst stuðn- ingi sínum við forsetaframboð Guðrúnar Pétursdóttur. Gerir þú þér vonir um stuðning hans við þig, nú þegar Guðrún hefur dreg- ið framboð sitt til baka? „Ég geri mér auðvitað vonir um stuðning sem flestra íslendinga, þessa manns eins og annarra. Ég vænti þess að með málflutningi mínum fyrir þessar kosningar höfði ég til sem flestra og þar undanskil ég engan. En ég undirstrika það að ég mun ekki sækjast sérstaklega eft- ir fylgi stjórnmálaflokka eða leið- toga stjómmálaflokka." Tel aðra kosti betri Gísli Gunnarsson, Reykjavík: Fari svo að Ólafur Ragnar Grímsson verði kosinn forseti mundir þú þá sætta þig við hann í embættinu? „Ég yrði að sjálfsögðu að sætta mig við þann úrskurð þjóðarinnar eins og aðrir íslendingar. Ég tel þó aðra kosti betri.“ þannig að verið sé að takast á um einhveijar tvær eða þrjár pólitískar fylkingar. Embætti forsetans er ekki flokkspólitískt embætti og ég legg mikla áherslu á það að forseta- kosningarnar eigi ekki heldur að vera það. Mitt framboð er ópólitískt framboð, það standa engin stjóm- málaöfl eða flokkar að mínu fram- boði. Þetta eru einstaklingar sem hafa stutt mig og hvatt mig til fram- boðs. Þeir eru úr ólíku umhverfi og ólíkum stjórnmálahópum. Menn og ég tel einmitt að forsetinn eigi að sitja við sama borð og aðrir Islend- ingar að þessu leyti. Hann fær marga aðra aðstöðu til að gegna þessu embætti og aö hann á að greiða skatta af tekjum sínum. Hann er ekkert annað en fremstur meðal jafningja og alveg sérstaklega finnst mér þetta skýrt, þegar maður hugsar til þess að forsetinn gæti haft aðrar tekjur. Hann má ekki þiggja laun af öðrum, en hann gæti haft tekjur ef hann til dæmis gæfi út „Ég yröi að sjálfsögöu aö sætta mig viö þann úrskurö þjóðarinnar eins og aðrir íslendingar. Eg tei þó aöra kosti betri," sagöi Pétur þegar hann var spuröur hvort hann myndi sætta sig viö Ólaf Ragnar Grímsson ef sá síöar- nefndi yröi kosinn forseti. telja ef til vill að framboðin séu póli- tísk vegna þess að það eru tveir af fjórum frambjóðendum stjómmála- menn. Alveg sérstaklega einn, Ólaf- ur Ragnar Grímsson, er umdeildur stjórnmálamaður og stjórnmálafor- ingi, formaður í stjórnmálaflokki um margra ára skeið. Það er ef til vill meginskýringin á því hvers vegna menn telja að forseta- kosningarnar séu að verða jaín pólitískar og sumir vilja vera láta. Ég tel það mjög miður ef fólk lætur þetta ráða afstöðu sinni.“ Urelt skattfrelsisákvæði Ómar Eyþórsson, Hvolsvelli: Ég ætlaði að athuga með helstu málin í innanríkisstefnunni hjá þér og helstu baráttumál þín, bæði í sambandi við friðarmál og launastefnu, eins og með það bók eða semdi tónverk, svo að dæmi séu nefhd, eða ætti eignir og hefði fjármagnstekjur. Þá hefði hann tekj- ur fyrir utan forsetastarfið sem féllu undir þetta skattfrelsisákvæöi. Ef maki forsetans hefúr tekjur þá fell- ur það líka undir þetta ákvæði. Þessar hliðartekjur finnst mér sýna það glögglega hversu úr- elt þetta er og beinlínis rangt fyrir- komulag." Tungumálakunnáttan Þórður Þórðarson, Reykjavík: Menn hafa verið að velta fyrir sér tungumálakunnáttu forset- ans. Vigdís talar t.d frönsku Auglýsi ekki meira en aðrir Kona úr Búðardal sem ekki vildi láta nafiis sins getið: Mér finnst þú auglýsa alveg gifurlega. Það hlýtur að kosta mjög mikla peninga. Hvar færðu alla þessa peninga? „Ég tel mig nú ekki aug- lýsa neitt meira en aðrir frambjóðendur gera. Minar auglýsingar virðast hins veg- ar hafa vakiö meiri athygli og ekkert nema gott um það að segja. Ég tel að auglýsingar hafi mikilvægt upplýsingagildi. Þegar ég kom fram var mitt nafn til- tölulega óþekkt og ég minnst kunn- ur af þeim frambjóðendum sem buðu sig fram. Því taldi ég mikil- vægt að þurfa að sinna þeirri skyldu að kynna mig. Það er alveg rétt að þetta kostar mikla peninga. Ég hef þurft að leita eftir fjárstuðn- JZ ingi og fæ hann væntanlega eftir ýmsum leiðum, m.a. með framlög- um í kosningasjóði. Þetta gildir um alla frambjóðendur og ég tel þetta mjög eðlilegt." Opinn aðgangur að Bessa- stööum Eva Geirsdóttir, Kópavogi: Næðir þú kjöri mundirðu þá gera Bessastaði opnari fyrir al- menning? „Mér finnst rétt að fólk fái aðgang að þessari sameign þjóðarinnar og geti skoðað þau mannvirki sem þar eru. Ég tel sjálfsagt að huga að þessu. Ég held að þetta sé einmitt auðveldara núna en hefur verið vegna þess að vistarverur forsetans eru ekki lengur á lofti Bessastaða- stofu eins og hefur verið. Nú hefur verið byggt nýtt íbúðarhús að baki Bessastaðastofu þar sem forsteinn hefur vistarverur sínar. Mér finnst rétt að fólk geti haft aðgang að Bessastöðum með einhverjum til- teknum hætti." Engin afskipti af dómsvald- inu Kjartan Eðvarðsson í Hafnarfirði: Ef ég er ekki sáttur við mál sem falla í Hæstarétti mundi ég geta leitað til forseta eða þyrfti ég að fara til Mannréttindadóm- stólsins í Strasborg? „Forsetinn getur ekki haft af- skipti af dómsvaldinu. Hann er þátt- takandi í löggjafarstarfinu og fram- kvæmdarvaldinu en á engan at- beina að dómsvaldinu. Dómar Hæstaréttar eru lokaþátturinn í meðferð mála fyrir Hæstarétti hér á landi og það er ekki hægt að áfrýja þeim til Mannréttindadómstólsins í sjálfu sér. Menn geta borið mál sín upp við Mannréttindadómstólinn og á þeim forsendum að það hafi verið brotið á þeim lög með einhverjum hætti. Niöurstaða Mannréttinda- dómstólsins, hver sem hún verður, haggar þó ekki niðurstöðu Hæsta- réttar. En hún hefur þó fólgna í sér þá skuldbindingu sem íslendingar hafa gengist undir að breyta löggjöf sinni til samræmis við niðurstöðu Mannréttindadómstólsins. Mál sem fengi meðferð fyrir Mannréttinda- dómstólnum gæti þá orðið til þess að lögum yrði breytt að einhverju leyti. Hinum fyrra dómi verður aldrei breytt." Huga þarf vel að öryggis- gæslu Magnús Jónasson, Austurlandi: Hvað með öryggisgæslu forset- ans? Telurðu hana nægilega eins og hún hefur verið eða þarf að bæta hana? „Ég veit ekki nákvæmlega hvern- ig öryggisgæslunni hefur verið hátt- að. En það þarf að huga vel að ör- yggisgæslu forsetans. Það er auðvit- að kostur ef hún getur verið sem minnst áberandi eins og hún hefur verið. Forsetinn hefur getað farið sinna ferða í samfélaginu án þess að borið hafi á mikilli öryggisgæslu. En það má ekki loka augunum fyrir því að það er þörf á ákveðinni ör- yggisgæslu og það er eðlilegur og nauðsynlegur hlutur í nútímanum." 20 milljóna kostnaður Ómar Gunnarsson, Selfossi: Getur þú upplýst hve miklir peningar fara í svona kosninga- baráttu? „Það er gert ráð fyrir að kosning- abarátta 'mín muni kosta í kringum 20 milljónir og ég geri ráð fyrir að nú sé búið að verja um 12 milljón- um í hana. Þetta eru ekki kannski hámákvæmar tölur en ég geri ráð fyrir að þegar upp verður staðið þá verði þetta í námunda við það sem upphaflega var áætlað. Ég held aö þessi upphæð sé ekki úr samhengi við það sem aðrir frambjóðendur hafi ætlað. Það er ljóst að menn leggja áherslu á kosningabaráttuna t.d. auglýsingar með mismunandi hætti. Löggiltir endurskoðendur munu fara yfir þetta og það verður gerð grein fyrir öflum þessum kostnaði og hvemig peningum hef- ur verið varið.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.