Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1996, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1996, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 1996 9 r»v Útlönd Christopher metur friðarhorfurnar í Mið-Austurlöndum: Netanyahu veitir ekki innsýn í friðarstefnuna John Major ekki eins grár og hann sýnist John Major, forsæt- isráðherra Bretlands, er hreint ekki eins grámygluleg- ur og leiðin- legur og hann lítur út fyrir að vera heldur er þetta tóm uppgerð í honum, að því er eldri systir hans segir. Pat Dessoy, sem er þrettán árum eldri en Major, sagði i við- tali við breska blaðið Daily Tel- egraph að bróðir sinn hefði þurft að fela skapgerðarstyrk sinn og þykjast vera leiðinlegur til að komast eitthvað áfram í snobb- heimi stjórnmálanna. „Stífnin byrjaði sem eins kon- ar sjálfsvörn. Þegar John gerðist íhaldsmaður varð maður að hljóma, líta út og haga sér á ákveðinn hátt, annars hefði eng- inn trúað því að maður aðhyllt- ist lífsgildi íhaldsmanna," sagði systirin. Skólabörn græða á innrás silkiormanna Skólaböm í borginni Amursk í austurhluta Rússlands hafa verið virkjuð í baráttunni við silkiormaplágu sem hefúr verið að gera borgarbúum lifið leitt að undanfomu. Bömin era fengin til að safna kvikindunum í krakkur og fá þau sem svarar 14 krónum fyrir hverja lítra- krukku. Alla jafna safnar hvert bam í tíu slíkar á dag. Silkiormamir, sem koma úr skógunum i kringum Amursk, hcifa étið hvert einasta stingandi strá sem orðið hefur á vegi þeirra. En þrátt fyrir dugnað bamanna við söfnunina ku bar- áttan við þennan óvenjulega inn- rásarher vera næsta vonlaus. Krakkar í Vín óttast slæmar einkunnir Austurrískir krakkar, sem eru hræddir við að fá skít og skamm- ir frá foreldrum sinum vegna lé- legra einkunna, eiga þess nú kost að hringja í neyðarlínu til að létta á sér. Neyðarlínan er opin allan sólarhringinn. „Krakkamir fá einkunnirnar 28. júní og við eram hér allan sólarhringinn til að hjálpa þeim ef þeir eru hræddir við einkunn- irnar og viðbrögðin heima fyr- ir,“ sagði ráðgjafinn Peter Barzal. Hann sagði að allt að þrjátíu símtöl bærust á degi hveijum frá bömum allt niður í fjögurra ára aldur, auk þess sem áhyggjufull- ir foreldrar hringdu líka. Bob Dole styö- ur Netanyahu í einu og öllu Bob Dole, væntanlegt forsetaefni repúblikana- flokksins í Bandaríkjun- um, lýsti því yfir í gær að hann styddi Benjamin Netanyahu, nýjan for- sætisráðherra ísraels, í einu og öllu í samningaviðræðum hans við arabaríkin, hverjar svo sem ákvarðanir hans kunna að verða. „ísraelsmenn verða að taka eigin ákvarðanir þegar friðar- og öryggismál era annars végar,“ sagði D.ole í móttöku til heiðurs fylkisstjóranum í New York, Ge- orges Patakis. Reuter Warren Christopher, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, kom til ísraels í morgun á stuttri ferð sinni um Mið-Austurlönd til að meta frið- arhorfumar eftir kosningasigur hins hægrisinnaða Benjamins Net- anyahus, nýs forsætisráðherra ísra- els. Netanyahu sagði í gær að Christopher gæti ekki búist við því að fá einhverja innsýn í stefnu hinnar nýju stjómar ísraels í friðar- málum. Christopher sagði fréttamönnum að hann mundi hvetja Netanyahu til að feta í fótspor Símonar Peresar, fyrrum forsætisráðherra, og ræða við Palestínumenn. Bandaríski ut- anríkisráðherrann neitaði að svara beint spurningu um Hebron, borg- ina á Vesturbakkanum, sem ísra- elskir hermenn eiga að yfirgefa. Hann sagði hins vegar að ísraels- menn ættu að kalla hermenn sína þaðan samkvæmt samkomulagi við Palestínumenn sem Netanyahu hefði heitið að virða. Stöð 2 í ísrael sagði að Netanyahu mundi upplýsa Christopher um að ísraelskir hermenn yrðu fluttir frá Hebron en ekki hvenær. Ekki náðist í talsmann Netanyahus vegna frétt- ar þessarar. David Levy, utanríkisráðherra ísraels, sagði í morgun að það væri skylda nýrrar stjórnar landsins að ræða við Yasser Arafat, forseta Pa- lestínumanna. Reuter Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar á eftirtöldum gjöldum: Staðgreiðslu og tryggingagjaldi til og með 5. tímabili með eindaga 15. júní 1996 og virðisaukaskatti til og með 16. tímabili með eindaga 5. júní 1996 og öðrum gjaldföllnum álagningum og ógreiddum hækkunum er féllu í gjalddaga til og með 15. júní sl. á staðgreiðslu, tryggingagjaldi og virðisaukaskatti, virðis- aukaskatti í tolli, áfengisgjaldi, launaskatti, bifreiðagjaldi, slysatryggingagjaldi ökumanna, föstu árgjaldi þungaskatts, þungaskatti skv. ökumælum, viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tímabila, skemmtanaskatti og miðagjaldi, virðisaukaskatti af skemmtunum, tryggingagjaldi af skipshöfnum ásamt skráningargjöldum, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftir- litsgjöldum, aðflutningsgjöldum og útflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og verðbótum á ógreitt útsvar, skipulagsgjaldi, skipagjaldi, físksjúkdómagjaldi, jarðarafgjaldi og álögðum opinberum gjöldum, sem eru: tekjuskattur, útsvar, aðstöðugjald, sérstakur tekjuskattur manna, eignarskattur, sérstakur eignar- skattur, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmála- gjald, þróunarsjóðsgjald, atvinnuleysistryggingagjald, kirkjugarðsgjald, markaðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði, ofgreiddar bamabætur, ofgreiddur bamabótaauki og ofgreiddar vaxtabætur, Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttar- vöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda að þeim tíma liðnum. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjámám í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 10.000 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald er 1.000 kr. og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, tryggingagjald, vörugjald og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara. Reykjavík, 25. júní 1996. Gjaldheimtan í Reykjavík Tollstjórinn í Reykjavík Sýslumaðurinn í Kópavogi Gjaldheimtan á Seltjamamesi Gjaldheimtan í Garðabæ Sýslumaðurinn í Hafnarfirði Gjaldheimtan í Mosfellsbæ Sýslumaðurinn í Keflavík Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli Sýslumaðurinn á Akranesi Sýslumaðurinn í Borgamesi Sýslumaðurinn Sýslumaðurinn Sýslumaðurinn Sýslumaðurinn Sýslumaðurinn Sýslumaðurinn Sýslumaðurinn Sýslumaðurinn Sýslumaðurinn Sýslumaðurinn Sýslumaðurinn Sýslumaðurinn í Stykkishólmi í Búðardal á ísafirði í Bolungarvík á Patreksfirði á Hólmavík á Siglufirði á Sauðárkróki á Akureyri á Húsavík á Ólafsfirði á Seyðisfirði Sýslumaðurinn á Neskaupstað Sýslumaðurinn á Eskifirði Sýslumaðurinn á Höfn Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Selfossi Sýslumaðurinn í Vík Sýslumaðurinn á Hvolsvelli Gjaldheimta Austurlands Gjaldheimtan í Vestmannaeyjum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.