Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1996, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1996, Blaðsíða 21
ÞRIÐJUDAGUR 25. JUNI 1996 25 PV_______________________________________________________________________________________________Fréttir Egilsstaðir: Arni Isleifs með níundu djasshátíðina DV, Egilsstöðum: Seiðandi djasstónar píanósins berast yfir götuna inn í garðinn til mín, þar sem ég bogra yfir vorlauk- unum. Ámi ísleifs, nýlega fluttur í næsta hús, er greinilega að spila. Skyldi hann vera að æfa sig fyrir djasshátíðina, þessa árvissu uppá- komu okkar Egilsstaðabúa? Mér flaug strax í hug að gaman væri að forvitnast um hvað yrði á boðstólum í ár og að kvöldlagi nokkru síðar bankaði ég upp á hjá Árna og kom þar ekki að tómum kofunum. Fyrsta spurningin var hvað hann væri búinn að gangast fyrir mörgum djasshátíðum. „Þetta er sú níunda í röðinni og það verður margt skemmtilegt á döfinni að vanda,“ svaraði þessi eld- hressi og síungi djassari. Hátíðin hefst 27. júní og þá kemur fram Djasssmiðja Austurlands undir stjórn Einars Braga Bragasonar. Hann er með austfirska spilara í farteskinu og söngkonuna Aðalheiði Borgþórsdóttur. „Er Djasssmiðjan ekki orðin fast- ur liður hjá þér á djasshátíö?" „Jú, það má segja það og þegar maður fer að hugsa til baka koma ósjálfrátt í hugann myndir frá síð- ustu hátíðum: Frábær leikur Finns Zieglers í fyrra og leikur tveggja stórsveita, Stórsveitar Reykjavíkur undir stjórn Sæbjörns Jónssonar og Torshavnar Stórband frá Færeyj- um; síðustu tónleikar snillingsins og vinar mín Guðmundar Ingólfs- sonar; Peter Gullin, Bjössi Thor, Sigurður Flosa, Tómas R. og fleiri,“ segir hann. - Ef við höldum áfram með hátíð- ina í sumar; hvað verður fleira á dagskrá? „Dóri vinur og Andrea Gylfa sem stilla saman strengi sína og Guðgeir Björnsson, blúsarinn okkar, verða á föstudagskvöldið. Ein af mínum uppáhaldssöngkonum, Ellen Kristj- ánsdóttir, og kvartett Eyjólfs Gunn- arssonar skemmta okkur á laugar- daginn og svo verður djammsessjón á eftir. Síðan má segja að sunnudag- urinn sé dagur Akureyringa; lúðra- sveit með Duke Ellington og latin- músík; Dixielandband og léttsveit, allt undir öruggri stjórn Atla Guð- laugssonar. Þessir lokatónleikar verða að deginum til.“ - Verða ekki útitónleikar eins og venjulega? „Jú, við spilum úti síðdegis á djassdögunum til að ná upp stemn- ingu. Ég er nú að velja tónlist í það sem ég kalla Arnis Latinband. í því eru m.a. Einar Bragi og Margrét Lára söngkona, Anna Lilja, sem spilar á trompet, að ógleymdum Frikka The, en ég sem goði hef sæmt hann nafnbótinni Haðajarl því að hann byr á Haðalandi. Hann sér einnig um „skattinn" og er kynnir hátíðarinnar." - Hvernig hefur aðsóknin verið á undanfórnum árum? „Hún hefur farið stöðugt vaxandi og nú er ekki sagt svo frá afþrey- ingu í ferðaþjónustu hér í Héraði að djasshátíðin sé ekki talin eitt helsta aðdráttaraflið. Næsta súmar verður hátíðin tíu ára og þá koma hingað erlendir gestir. Þessi hátíð er orðin þekkt út fyrir landsteinana og m.a. hefur fengist styrkur frá Norræna menningarsjóðnum." Það er ekki að efa að það verður fjör hjá Árna og hans fólki þessa síðustu daga í júní og enginn verð- ur svikinn sem kemur að hlýða á tónleikana, þegar djassinn hljómar í Hótel Valaskjálf kvöld eftir kvöld. -SB Árni ísleifs og félagar æfa sveifluna. Djasshátíðin á Egilsstööum hefst 27. júní. Þetta er sú níunda í rööinni og það verður margt skemmtilegt í boði aö vanda. Lifrarsjúkdómar ekki algengir á íslandi Dagana 13.-15. júní sl. var haldið í Borgarleik- húsinu norrænt læknaþing meltingarfærasérfræð- inga, bæði lyflækna og skurðlækna. Þing sem þessi eru haldin reglulega og var þetta 28. skiptið. Melt- ingarfæralæknar á Norðurlöndum eru mjög virkir á heimsmælikvarða i rannsóknarstarfi og þykja gera góðar rannsóknir, að sögn Snorra Ólafssonar, sérfræðings í lyflækningum og meltingarfærasjúk- dómum. Hann segir hlut íslenskra lækna í grein- inni hafa aukist mjög. Á ráðstefnunni komu fram nýjar upplýsingar um meðferð á bólgum í ristli og smáþörmum, svokölluðum Crohn-sjúkdómi, og kynntar voru niðurstöður rannsókna á nýju lyfi sem ekki er komið á markað enn þá. Að auki voru umræður um ýmiss konar lifrarsjúkdóma en skjal- fest hefur verið að á íslandi séu þeir tiltölulega óal- gengir. Ástæðan fyrir því er lítil áfengisneysla og hugsanlega litil fikniefnanotkun. Einnig eru ís- lenskir áfengissjúklingar ekki vannærðir eins og í mörgum löndum. Fyrirbyggjandi læknisfræði Snorri hefur líka fyrirbyggjandi læknisfræði sem sérgrein og hefur starfað í Noregi. Hann er nú í doktorsnámi. Á spítala í Skien í Noregi hafði Snorri til meðferðar sjúklinga með sjúkdóma sem tengjast röngu líferni, s.s. hjartasjúkdóma, of háan blóðþrýsting og offitu. Þessir sjúkdómar stafa aöal- lega af röngu matarræði og ónógri hreyfingu. Með- ferðin, sem byggðist á fyrirbyggjandi læknisfræði, fræðslu um lífsstíl o.þ.h., var sú fyrsta sinnar teg- undar á sjúkrahúsi í Noregi og gaf góða raun. Snorri telur Norðurlandabúa alménnt lifa óhollara lífi en almennjngur í öðrum löndum þó margt hafi breyst til hins betra undanfarin ár. Hlutfall fitu í orkuinntöku hafi til dæmis minnkað og menn hreyfi sig meira. Snorri hyggst halda námskeið í heilsusamlegra líferni hér á landi í haust, 12.-14. október. Námskeiðið er ætlað almenningi, bæði þeim sem eiga við einhver vandamál að stríða og þeim er vilja fræðast um fyrirbyggjandi aðferðir til að viðhalda heilsu sinni. -saa 11 i m ■ I m i...1... 1...* : 1 : Snorri viö Borgarleikhúsiö. Hann segir starfsfélaga sína mjög ánægða meö ísland sem ráðstefnu- land. DV-mynd JAK Ákvörðun samkeppnisráðs: Óþarft að aðskilja rekstur tjald- stæðis Áfrýjunarnefnd samkeppnis- mála hefur fellt úr gildi þá ákvörðun samkeppnisráðs að að- skdja skuli fjárhagslega rekstur tjaldstæðis Grindavíkurbæjar frá öðrum rekstri sveitarfélags- ins. í júlí í fyrra barst Samkeppn- isstofnun bréf frá Erlingi R. Hannessyni sem rekur tjaldstæð- ið Stekk í Reykjanesbæ. Kvart- aði Erlingur yfir því að Grinda- víkurbær auglýsti ókeypis afnot af tjaldstæðum bæjarins. í mars síðastliðnum mælti Samkeppnis- ráð fyrir um að rekstur tjald- stæðis Grindavikurbæjar skyldi fjárhagslega aðskilinn rekstri sveitarfélagsins fyrir 1. júní 1996. Að mati áfrýjanda var ekki um samkeppni að ræða þar markaðssvæðið væri ekki það sama. Áfrýjandi kvað framlag Reykjanesbæjar til reksturs tjaldstæðis síst minna en hjá Grindavíkurbæ. í úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála er irieðal ann- ars bent á að mörg sveitarfélög hafi litið á það sem hlutverk sitt að koma upp og reka tjaldstæði til afnota fyrir innlenda og er- lenda ferðamenn. Áfrýjunar- nefndin líti svo á að lágmarks- starfsemi, svo sém hér um ræðir, geti fallið undir þau verkefni sem sveitarfélögum sé skylt að annast og kosta megi með al- mennum sjóðum þess. Miðað við gögn málsins megi leggja til grundvallar að tjald- stæði, sem Grindavíkurbær rek- ur í Grindavík, fari ekki yfir þau mörk sem eðlileg umsvif sveitar- félagsins útheimti. -IBS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.