Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1996, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1996, Page 6
6 MÁNUDAGUR 15. JÚLÍ 1996 Fréttir Málningarvinna við mjöltanka á Fáskrúðsfirði dregur dilk á eftir sér: Milljónatjón þegar um 100 bílar skemmdust „Ég uppgötvaði skemmdirnar þannig að ég var á ferðalagi síðast- liðinn laugardag og ætlaði að kveikja á rúðuþurrkunum. Þær hreyfðust ekki og voru algjörlega fastar við rúðuna í sandinum eða málningunni, hvað sem þetta er. Hvar sem maður kemur við bílinn er hann viðkomu eins og maður sé að strjúka yfir sandpappír," segir Gunnar J. Jónsson sem átti einn þeirra bíla sem skemmdust þegar unnið var við að mála mjöltanka á Fáskrúðsfirði. Talið er að hátt í hundrað bílar hafi skemmst þegar málning frussaðist á þá. Að sögn Gunnars þarf sennilega að heilsp- rauta þá bíla sem verst eru famir. Lögreglan á Fáskrúðsfirði segir ekki vitað hversu margir bUar skemmdust þegar málningin barst með vindi yfir bæinn en tala þeirra bíla þar sem skemmdir hafa upp- götvast nálgist nú 100. Málningin settist á lakk og rúður bílanna og skemmdi. Tankamir era í 32 metra hæð þannig að ef vindátt stendur af hafi getur slíkur úði bor- ist yfir bæinn. Ekki er vitað ná- kvæmlega hvenær þetta gerðist þar sem framkvæmdir höfðu staðið í hálfan mánuð þegar fyrstu skemmdu bUarnir uppgötvuðust. Gunnar segist vera búinn að reyna öll hreinsiefni sem eru á boðstólum en ekkert virkar. * „Það er eins og búið sé að hrauna bUana. Málningin hefur borist ótrú- lega vegalengd, þetta er um aUan bæ meira og minna. Sumir bUamir, sem skemmdust, vora splunkunýir, allt niður í fjögurra vikna gamlir.“ „Mennirnir, sem era að vinna við þetta, segjast vera tryggðir gegn þessu. Maður getur eiginlega ekki verið að áfeUast verktakana, það geta aUir verið vitrir eftir á. Mönnum fmnst tryggingaráðilinn hins vegar ekki standa sig. Maður- inn frá tryggingunum rétt leit á einn bíl og var svo farinn. Hann hefði átt að gefa út einhvers konar yfirlýsingu. Nú era menn að fara í sumarfrí og þeir gera það ekki á svona bUum,“ segir Gunnar. -SF Kisan Kola tínir rusl af götunni - og færir húsmóður sinni Kisan Kola er meira en kattþrifin. Hún tínir upp rusl í nágrenni heim- Uis sins og færir húsmóður sinni svo hún geti Ueygt því í tunnuna. „Það era helst sogrör, sælgætis- bréf og tómir sígarettupakkar sem hún kemur með heim,“ segir Ingi- gerður Guðmundsdóttir, eigandi Kolu. Ingigerður útUokar ekki að þessi þrif Kolu séu framhald af leik sem hún hefur gaman af heima við. „Þegar maður leikur sér að þvi að fleygja sælgætisbréfi á gólfið tekur hún pappírinn og færir manni. Þetta er ákaflega skynsöm læða af norsku skógarkattarkyni." Að sögn Ingigerðar hefur Kola bjargað uppeldissystur sinni, Uglu, sem er af silfurpersakyni, úr þreng- ingum. „Ugla hafði troðið sér á miUi uppþvottavélar og innréttingarinn- ar. Hún gat ekki snúið við og komst hvergi. Kola, sem var komin á steypirinn, tróð sér þá inn eins langt og hún komst, beit í bakið á hinni og togaði hana út.“ Kola er dugleg við veiðar, að sögn húsmóður sinnar, og hún færir kettlingum Uglu, sem er inniköttur, bráð sína. -IBS Kola ásamt einum af kettlingum uppeldissystur sinnar. DV-mynd Pjetur Haraldur Briem smitsjúkdómalæknir um eyöniráöstefnuna: Rætt um möguleika á að uppræta veiruna „Þetta var í fyrsta sinn sem ég heyrði menn tala opið um að mögu- legt verði að uppræta veiruna," seg- ir Haraldur Briem, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, en hann er nýkominn heim af alþjóðlegri ráðstefnu um eyðni í Vancouver í Kanada. Haraldur segir miklar vonir bundnar við að með lyfjameðferð megi halda veiranni niðri og jafnvel uppræta hana. „Á ráðstefnunni var staðfest sú þróun sem hefur verið að taka á sig mynd undanfarið hálft ár að ef ákveðin lyf eru gefm saman á réttan hátt sé hægt að halda veiru- magninu niðri. Það voru kynntar rannsóknir þar sem sýnt var fram á að það er veirumagniö sem skiptir sköpum með þróun sjúkdómsins. Við höfum tæki og tól til að fylgjast með árangri meðferðarinnar og þannig verður hægt að sníða með- ferð að þörfum hvers og eins. Það koma reyndar fram aukaverkanir en lyfjameðferðin vekur miklar von- ir. Reiknilikön, sem byggjast á ákveðnum forsendum, gefa til kynna að ef hægt er að halda veiranni í skefjum í eitt og hálft til þrjú ár kunni að vera hægt að upp- ræta sjúkdóminn, einkum ef með- ferð hefst snemma,“ greinir Harald- ur frá. Hann segir leiðinlegast hafa verið að heyra hversu lítill árangur hafi orðið í þróun bóluefna. „Það er vegna þess að veiran er það slungin að hún kann ráð við öllum þessum aðferðum sem við kunnum í dag til að búa til bóluefni," útskýrir Har- aldur. Að sögn Haraldar vora raddir uppi á ráðstefnunni um að Banda- ríkjamenn verði að taka forystu og axla þá ábyrgð að leggja fé í þróun bóluefnis. Fram kom á ráðstefnunni að rannsóknir í ýmsum þróunarlönd- um benda til að hægt sé að ná ár- angri með ýmsum forvörnum. „Það var einnig mikið talað um legganga- verjur fyrir konur sem veitir kon- um meiri möguleika á að verja sig.“ Alls staðar i heiminum er út- breiðsla eyðni hröðust meðal gagn- kynhneigðra. „Þó dregið hafi úr út- breiðslu sjúkdómsins í okkar heimshluta byggist það fyrst og fremst á því að dregið hefur úr út- breiðslu hans meðal homma.“ Útbreiðsla sjúkdómsins er mest í Afríku og Suðaustm--Asíu. -IBS Gerðahreppur hefur ekki bolmagn til einsetningar: Ekki tónninn í öðrum sveitarfélögum - segir formaður Landssamtakanna Heimili og skóli „Ég er undrandi á því að sveitar- stjómarmenn í Garðinum telji sig ekki hafa efni á að einselja skólann sinn,“ sagði Unnur Halldórsdóttir, formaður Landssamtakanna Heim- ili og skóli, um þau ummæli Sigurð- ar Jónssonar, sveitarstjóra I Garð- inum, í DV sl. fimmtudag. „Það er ekki rétt hjá Sigurði að litlu sveitarfélögin eigi erfiðara með að einsetja skólana því samkvæmt mínum upplýsingum liggur vand- inn frekar hjá stærri sveitarfélögun- um. Ég hef ekki orðið vör við þenn- an tón annars staðar og legg til að Sigurður og kollegar hans í sveitar- stjórn kynni sér sjónarmið foreldra í Garðinum og spjalli kannski líka við fólk úr Þorlákshöfn og á Reyðar- firði, sem hefur búið við einsetinn skóla í vetur, þar fmna menn mun- inn,“ sagði Unnur. -gdt Sandkorn dv Yfirburðamenn Það eru til þeir yfir- • burðameim, sem öllum konum vekja þrá og von. Því fara þær á fákum sínum enn, að finna herra Ólaf Skúlason. Þessa vísu sendu Fáks- konur í Reykjavík Ólafi Skúlasyni sem rekur af miklum myndarskap útivistar- paradís í Reykjavík, nánar tiltek- ið við Reynisvatn skammt ofan heitavatnstankanna á Grafarholti. Þar er boðið upp á veiði í vatn- inu, hestaleigu og margt fleira í frábæru umhverfi og Ólafur tekur á móti hópum sem þangað koma með veitingum og grillar jafhvel fyrir gesti sina. Konur úr Hesta- mannafélaginu Fáki hafa heimsótt Ólaf og notið gestrisni hans og ef marka má vísukomið hér að ofan munu þær leggja leið sína til hans oftar í framtíðinni. Góður í golfi Golfáhugi landsmanna vex sifellt og golfklúbbar landsins eru orðnir 50 tals- ins. Skrifstofa Golfsam- bandsins fær því ýmsar fyr- irspumir eins og gengur og gerist og ein var um það hvar sem sá hringdi gæti spilað golf. Hann var spurður í hvaða klúbbi hann væri en hann sagðist hvergi vera fé- lagsbundinn og aldrei hafa spilað golf utanhúss. Hins vegar hefði hann náð svo góðum árangri i golfi í tölvunni sinni að nú vildi hann færa út kvíarnar og fara út á alvöruvöll að spila og væri klár í slaginn. Var ekki annað að heyra en hann stefndi á íslands- mótið sem hefst innan skamms. Smáa letrið Það verður víst aldrei brýnt um of fyrir fólki sem kaupir sér tryggingar að lesa „smáa letrið" vand- lega svo það viti hvað það er að tryggja. Sandkornsrit- ari varð fyrir því óhappi á dögunum að festing á bil hans sem veiðistang- ir eru festar við þegar keyrt er á milli veiðistaða losnaði meö þeim afleiðingum að forláta veiðistöng brotnaði. Þegar rætt var við tryggingarnar kom hins vegar í Ijós að þær greiða ekki vegna svona óhapps. Hins vegar var tek- ið firam að ef þessi atburður hefði átt sér stað erlendis þá hefði veiðistöngin fengist greidd. Ætli það sé ekki undir 0,1% íslenskra veiðimanna sem halda með veiðistangir sínar til útlanda og eiga á hættu að þær brotni þar. Grísaveislan Þótt Ólafur Ragnar Grímsson hafi verið kjörinn næsti forseti okkar íslend- inga hlýtur að mega rifja það upp að hann hefur oft á undan- fómum árum verið kallaður „grisinn“ sem auðvitað verð- ur að leggja af þegar Ólafur gerist sameiningartákn þjóðarinnar. Þegar þúsundir fólks á öllum aldri hylltu verðandi forsetaljöl- skyldu á Seltjarnamesinu á dög- unum vora þó í hópnum nokkrir svokallaðir gárungar sem alls staðar skjóta upp kollinum, og þeir töluðu um viðburðinn á Sel- tjarnarnesi sem stærstu „grísa- veislu'* sem íslendingar hefðu tek- ið þátt í. Alltaf sömu óþverrarnir, þessir gárungar. Umsjón Gylfi Krlstjánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.