Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1996, Page 7
MÁNUDAGUR 15. JÚLÍ 1996
7
Smurstöð
Olíuryðvörn
Hjólbarðaþjónusta |
Bón og þvottur
Pústþjónustal
Verslun!
Réttarhálsi 2 • Sími 587 5588
Fréttir
- beðið eftir sænskum verktökum til að merkja
Líknarbelgir
hættulegir
börnum
í fram-
sætum bíla
Liknarbelgir sem eru í framsæt-
um á mörgum bílum geta verið
hættulegir börnum ef þeir blásast út
í bílunum. Samkvæmt rannsóknum
sérfræðinga í Svíþjóð og Þýskalandi
er mikil hætta á að ef líknarbelgirn-
ir blásast út við árekstur geti þeir
kæft börn sem sitja í framsætum
bíla.
„Líknarbelgir eru auðvitað fyrst
og fremst öryggistæki fyrir farþega
í framsætum en það er rétt að þessi
hætta er fyrir hendi ef böm sitja í
framsætum bíla. Það hafa orðið
svona slys í Svíþjóð og Þýskalandi
en ég hef ekki heyrt um að slys hafi
orðið vegna líknarbelgja hér á
landi. Það er verið að leysa þessa
hættu á þann hátt að hægt verði að
aftengja líknarbelgina ef t.d. bam
situr í framsætinu. Núna em að
koma á markaðinn hliðarpúðar sem
verða i framsætum og eru ekki tald-
ir hættulegir í svona aðstæðum.
Þessir hliðarpúðar koma til með að
mýkja höggið fyrir aftursætisfar-
þega líka,“ sagði Guðmundur Þor-
steinsson hjá Umferðcirráði við DV
um málið. -RR
Margir ökumenn hafa kvartað
yfir mikilli slysahættu í Hvalfirði
undanfarið því vegurinn þar og alla
leið norður að Skagafjarðarvega-
mótum er ómerktur á löngum köfl-
um. Ástandið er hættulegt víða á
veginum þar sem margar blindhæð-
ir og blindbeygjur eru í Hvalfirðin-
um og flestar eru þær ómerktar eða
illa merktar. Ástæðan fyrir þessu að
sögn Vegagerðar ríkisins er bilun á
merkingarbíl en nú er beðið eftir
sænskum verktökum til að merkja
leiðina.
„Það er rétt að það er illa merkt
og nánast ómerkt á löngum köflum
í Hvalfírðinum og norður að Skaga-
fjarðarvegamótum. Við sömdum við
Vegmerkingu hf. að sjá um þetta.
Þeir voru með nýlegan bil sem sér
um að merkja vegina en sá bíll hef-
ur verið að bila meira og við getum
ekki notað hann. Þeir eru í sam-
bandi við sænska verktaka sem
hafa sams konar bíl og eru tilbúnir
að koma með hann hingað. Við bíð-
um nú eftir þessum sænsku aðilum
og ég á von á að þeir komi á næstu
dögum og lagi þetta,“ sagði Jónas
Snæbjömsson hjá Vegagerð ríksins
við DV.
„Það er auðvitað mjög slæmt mál
að ástandið sé svona því það er mik-
il umferð um Hvalfjörðinn og þetta
eykur hættu á slysum. Því þurfa
ökumenn að fara mjög varlega og
sýna sérstaka aðgæslu á þessari
leið,“ sagði Jónas. -RR
as
IHarbo furuhusgogn
Hartman plasthúsgögn
- X * 1
Falleg gœðahusgögn a goðu verði
•jri
aoeins í 3 daga
:
j&r
Istóll
SEGLAGERÐIN
800
ÆGIR
900
POSmiÐIÍM SAMD/EGURS
Eyjaslóð 7 Sími 51 12200
^ Hættur í umferöinni:
Omerktur þjóð-
vegur í Hvalfirði
Malaðu strax>< -» *■ i \/
...meo IViAA
HÚSASMIÐJAN
Skútuvogi 16 ■ Sími 525 3000
Helluhrauni 16 • Sími 565 0100
Max utanhússmálning erþrœlsterk
akrylmálningfrájotun.
• MAX er með 7% gljáa.
• MAX er vatnsþynnanleg.
• MAX er fáanleg í hundruðum. litatóna.
• MAX hefxrr reynst einkar vel á íslandi.