Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1996, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1996, Side 8
8 MÁNUDAGUR 15. JÚLÍ1996 F.h. Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í breikkun akbrautar á Eyjagarði. Helstu magntölur eru: Upptaka á girðingu alls 100 m Uppsetning á girðingu alls 67 m Gröftur og upptaka á grjóti alls 615 m3 Malbik alls 400 m2 Steypa í stoðvegg alls110m3 Útvegun og uppsetn. á vegriði alls 210 m Útboðsgögn veröa afhent á skrifstofu vorri gegn kr. 10.000 skilatr. Opnun tilboða. Fimmtudaginn 30. júní nk. kl. 11 á sama stað. rvh 108/6 F.h. Byggingadeildar borgarverkfr. er óskaö eftir tilboðum í breyting- ar og endurbætur á leikskólanum Árborg, ásamt fullnaðarfrágangi á 175 m2 viðbyggingu. Útboðsgögn fást á skrifstofu vorri frá þriöjud. 16. júlí nk. gegn kr. 10.000 skilatr. Opnun tilboða: Priöjudaginn 6. ágúst nk. kl. 11 á sama stað. bgd 109/6 * F.h. Byggingadeildar borgarverkfr. er óskað eftir tilboðum í fullnað- arfrágang á leikskólanum við Hæðargarö, húsi og lóð. Húsið er 640 m2 og lóðin er um 3.660 m2. Útboðsgögn fást á skrifstofu vorri frá þriöjud. 16. júlí nk. gegn kr. 10.000 skilatr. Opnun tilboða: Fimmtudaginn 8. ágúst nk. kl. 14 á sama stað. bgd 110/6 F.h. Byggingadeildar borgarverkfr. er óskað eftir tilboðum I lóðar- framkvæmdir við borgarbókasafn í Grafarvogi, Foldasafn. Helstu magntölur eru u.þ.b. Hellulagnir 90 m2 Malbik og hitalagnir 400 m2 Steyptar útitröppur m/hital. 24 m2 Stoöveggur Útboðsgögn fást á skrifstofu vorri. 26 m Opnun tilboða: Fimmtud. 8. ágúst nk. kl. 11 á sama staö. bgd 11/6 F.h. Reykjavíkurhafnar er óskað eftir tilboöum í gatnagerö á Kletta- svæði í Sundahöfn og nefnist verkið: Klettagaröar - gatnagerö. Helstu magntölur eru: Afrétting götustæða meö fyllingu Frágangur niðurfalla og brunna Púkk, 20 sm lag Malbik, 6 sm lag 5.500 md 40 stk. 4.500 m2 4.200 m2 Útboösgögn fást á skrifstofu vorri frá þriöjud. 16. júlí nk. gegn kr. 10.000 skilatr. Opnun tilboða: Priöjud. 30. júlí nk., kl. 14 á sama stað. rvh 112/6 F.h. Hitaveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í smíði þriggja ryð- frírra röravarmaskipta í Nesjavallavirkjun. Belgþvermál er 1.430 mm, röraþvermál er 25,4 mm. Helstu magntölur eru: Fjöldi röra í varmaskipti 1.400 stk. Heildarlengd varmaskiptis 8,5 m Verkinu skal lokið fyrir 15. maí 1997. Fyrirspurnir skulu berast seinast 29. ágúst nk. til Innkaupastofnunar Reykjavíkurb. Útboösgögn, sem eru á ensku, verða seld á kr. 5.000 á skrifstofu vorri. Opnun tilboða: Fimmtud. 5. september nk. kl. 11 á sama stað. hvr113/6 F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskað eftir tilboðum í endur- bætur á Bústaðavegi við Grímsbæ. Helstu magntölur eru: Undirbúningur fyrir malb. u.þ.b. Hellu- og steinlagning u.þ.b. Steyptar stéttar u.þ.b. Ræktun og frágangur u.þ.b. Verkinu skal lokiö fyrir 1. nóv. 1996 Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri frá þriðjud. 16. júlí nk. gegn kr. 10.000 skilatr. Opnun tilboða: miövikud. 24. júlí nk. kl. 14 á sama stað. gat 114/6 F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskaö eftir tilboöum í verkið: Austurborg, ýmis smærri verk. Helstu magntölur eru: Gröftur Tilfærsla jarðvegs: Fylling: Lagnir 250-800 mm: Malbikun: Hellu- og steinlögn: Steypt stétt: Yfirfallsbrunnur: Lokaskiladagur verksins er 1. júní 1997. Útboðsgögn veröa afhent á skrifstofu vorri frá þriðjud. 16. júlí nk. gegn kr. 10.000 skilatr. Opnun tilboða: Fimmtud. 25. júlí nk. kl. 14 á sama stað. gat 115/6 1.000 md 650 m2 800 m2 700 m2 7.600 m3 6.000 m3 6.700 m3 1.500 m 1.500 m2 700 m2 1.100 m2 1 stk. Fríkirkjuvegi 3 - Sími 552 58 00 - Fax 562 26 16 r Slökkviliðsmenn ganga hjá flökum bíla framan viö Kilyhevlin-hóteliö í Enniskillen á Noröur-írlandi t gær. Viövörun var gefin 10 mínútum fyrir sprenginguna sem er sú fyrsta á Noröur-írlandi frá því vopnahlé var gert fyrir tveimur árum. Símamynd Reuter Öflug sprengja sprakk á lúxushóteli á N-írlandi í fyrrinótt: Ofgaöflum í IRA kennt um tilræðið - fullyrt að tveggja ára vopnahlé sé alveg úr sögunni Talið er að öfgahópur innan írska lýðveldishersins, IRA, hafi staðið að afar öflugri sprengingu sem varð á lúxushótelinu Kilyhevlin, nærri landamærum írlands, skömmu eftir miðnætti á laugardag. Brúðkaups- veisla stóð sem hæst í hótelinu þeg- ar hringt var og varað við spreng- ingu sem yrði eftir 10 mínútur. Tókst að forða veislugestum áður en sprengjan lagði hótelið nánast í rúst og eyðilagði fjölda bOa í nágrenn- inu. Um 40 manns særðust. Er þetta fyrsta spengjutilræðið á Norður-írlandi í tvö ár eða síðan mótmælendur lýstu yfir vopnahléi haustið 1994. Er fullyrt að vopna- hléið sé endanlega farið út um þúf- ur og röð hefndaraðgerða af hálfu mótmælenda muni fylgja í kjölfarið. Þykir fátt geta komið í veg fyrir borgarastríð eins og það sem stóð yfir á Norður-írlandi í 25 ár fyrir vopnahléið. írski lýðveldisherinn lýsti því strax yfir að hann bæri ekki ábyrgð á sprengingunni sem kórónaði óeirðir og átök milli mótmælenda eða sambandssinna, sem vilja áframhaldandi samband við Breta, og kaþólikka eða lýðveldissinna, sem eru á móti yfirráðum Breta á Norður-írlandi og vilja sameinað ír- land. Beindust spjótin að öfgafullum klofningshópum innan IRA sem telja að Sinn Fein, stjórnmálaarmur IRA, hafl fómað vopnaðri baráttu fyrir aðgang að samningaviðræðum um frið. Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, gaf í skyn að sprengjutilræðið væri óþokkabragð af hálfu sambands- sinna sem vildu koma óorði á IRA. IRA endaði 17 mánaða vopnahlé í febrúar með sprengjutilræðum í London en hefur forðast tilræði á Norður-írlandi af ótta við hefndar- aðgerðir sambandssinna. TOræðið í Enniskillen kemur í kjölfar margra daga óeirða af hálfu kaþólikka sem urðu æfir þegar lög- reglan leyfði göngur Orange-reglu- manna um hverfi kaþólikka. Heim- ildir sem hafa tengsl við vopnaðar sveitir sambandssinna telja að vopnahléð frá haustinu 1994 sé ai- veg úr sögunni. Hörð átök voru í gærdag í Bogside- hverfi kaþólikka í Londonderry þar sem grímuklæddir kaþólikkar tókust á við lögreglu- sveitir, gráar fyrir járnum. Telja kaþólikkar að lögreglan sé ekki annað en vopn í höndum mótmæl- enda. Eldar loguðu og minnti ástandið á borgarastríðið þegar verst lét. Kaþólikkar í Belfast fóru í kröfu- göngu gegn ofbeldi mótmælenda. Gerry Adams talaði á útifundi og sagði að IRA mundi ekki leggja nið- ur vopn en það væri skOyrði að- gangs að friðarviðræðunum. „Við þurfum vopn tO að verjast mótmæl- endum og lögreglu," sagði hann og hafnaði öUum skdyrðum fyrir að- gangi að friðarviðræðunum. Reuter Chirac fagnar Bastilludegi með Mandela: Reyndi að sefa uggandi kjósendur Jacques Chirac Frakklandsforseti sagði í klukkustund- arlöngu sjónvarpsvið- tali í gær, sem tekið var í tilefni BastiUu- dagsins, þjóðhátíðar- dags Frakka, að það tæki tíma fyrir franskt þjóðlíf að jafna sig eftir efna- hagslega lægð. Hann reyndi að róa kjós- endur sem eru ótta- slegnir yfir metfjölda atvinnulausra og röð hneykslismála meðal stjómmálamanna en sagði að engar töfra- lausnir væm tU við vanda fransks efnahagslífs. Chirac, sem var við hátíðahöld vegna BastiUudagsins með Nelson Mandela, forseta Suður-Afriku, sagðist staðráðinn í að halda sig við þá meginstefnu að minnka fjárlaga- haUan. Kjósendur mundu sjá fyrstu merki um árang- ur þess í septem- ber þegar ríkis- stjómin kynnti fjárlagafrumvarp sitt fyrir næsta ár. Þar kæmi til fyrstu skatta- lækkunaraðgerða sem lofað hefur verið. Chirac fór síðan fram á að vextir lækkuðu í Frakklandi og Þýskalandi tO að efla mætti við- skipti. Talsmaður Sós- íalistaflokksins gagnrýndi Chirac fyrir að mistakast að róa óttaslegna kjósendur og saka Frakklandsbanka um að hafa ekki lækkað vexti. Talsmaður kommún- ista sagði Chirac einungis hafa róað stórfyrirtæki og Juppe forsætisráð- herra en ekki almenning sem sæi fram á félagslega örbirgð. Reuter Chirac Frakklandsforseti fagn- aöi Bastilludeginum meö Mand- ela, forseta Suður-Afríku. Símamynd Reuter Stuttar fréttir Frakkar viljja handtöku Frakkar vOja að friðargæsluliðar í Bosníu fái strax heimOd til að hand- taka eftirlýsta stríðsglæpamenn. Arafat hitti Mubarak Yasser Arafat, forseti Palestínu, hitti Hosni Mubarak Egyptalandsfor- seta tO að ræða friðarferlið í Miöaust- urlöndum og væntanlega heimsókn Benjamins Netanyahus, forseta ísra- els, tO Egyptalands. Lögga hrósar ástarhátíð Um 750 manns söfhðust til ástarhá- tíðar i Berlín. Lögregla hrósaði sam- komugestum þar sem ekki kom tO vandræða. Skákrisar mætast Anatoly Karpov og Garry Ka- sparov, báðir taldir heimsmeistarar i skák, ætla að mætast við skákborðið á næsta ári. Vona menn að þá mynd- ist friöur um skákíþróttina. Hótanir í garö araba íbúar hertekinna svæða ísraels- manna segja að Qöldi þeirra muni þrefaldast meðan harðlinustjórn er við völd í Ssrael. Arabar vara við af- leiðingum þess. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.