Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1996, Blaðsíða 8
LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1996 s sælkerinn Steinunn Bergsteinsdóttir í Vænt og grænt: Mér finnst allt með kartöflum gott - gefur hér fjölbreyttar grænmetisuppskriftir „Ég verö alltaf svo glöð þegar það koma glænýjar kartöflur á markað- inn því ég held svo mikið upp á kartöflur og finnst næstum allt með kartöflum gott. Ef ég nota glænýjar kartöflur skræli ég þær ekki til að halda í trefjarnar," sagði Steinunn Bergsteinsdóttir, eigandi veitinga- staðsins Vænt og grænt í Veltu- sundi 1. Steinunn er sælkeri vikunnar og gefur okkur hér nokkrar grænmet- isuppskriftir sem hún átti í fórum sínum og eiga það flestar sameigin- legt að innihalda kartöflur. Hún seg- ist leggja áherslu á ferskt hráefni og lífrænt ræktað ef hún kemur því við. Kartöflur með púrru og avókadó 2-3 púrrur 75 g fetaostur 1 avókadó l/2 dl sýrður rjómi 1 kg r.ýjar kartöflur Saxió púrru og snöggsteikið smá- stund Saxið fetaost og setjið út í púrruna. Brytjið avókadó í teninga og blandið saman við. Hrærið sýrða rjómann upp í skál og blandið síðan út i pönnuna. Örlítið salt og svart- ur, nýmalaður pipar eftir smekk. Þessu er síðan hellt yfir niður- sneiddar, rjúkandi heitar nýjar kartöflur. Þaö er einnig hægt að borða þetta sem kalt kartöflusalat. Sosa 1 bakaðar kartöflur 2 b. AB-mjólk 1-2 hvítlauksrif, pressuð Z2-l tsk. svartur pipar, helst ferskmcdaður örlítið salt Hrærið öllu vel saman og setjið ofan i bakaðar kartöflur eða notið sem salatsósu á ferskt grænmeti. Hægt er að bæta smá tómatþykkni út í og nota sósuna í stað kokk- teilsósu. Bakaður laukur 4 stórir laukar (hótellaukar) sojasósa smjörklípa svartur pipar Afhýðið laukana og skerið í tvennt, þversum. Leggið helming- ana á hvolf í eldfast smurt fat og skerið djúpan kross ofan í toppinn á hverjum lauk. Látið sojasósu (u.þ.b. 1 tsk.) i hvern lauk og smjörklípu ofan á. Stráið pipar yfir. Bakið í ofhi í 40-50 mín. við 170° C, eða þar til laukurinn er orðinn vel meyr. Jarð-eplakaka Tileinkuð Önnu og Fannari, kart- öflubændum á Háfi II í Þykkvabæ 225 g óbleikt hveiti 1 tsk. lyftiduft 1 tsk. kanill örlítið salt (ef vill) Steinunn i Vænt og grænt heldur mikiö upp á kartöflur og er aö undirbúa sérstakt kartöflunámskeiö fyrir þá áhugasömu. 50 g valhnetur, saxaðar 150 g smjör, lint 150 g ávaxtasykur/flórsykur 2 egg 1 tsk. vanilludropar 2 gul epli, söxuð með hýðinu 1 gult epli, sneitt í þunna báta 250 g marðar, soðnar kartöflur (jarðepli) Blandið þurrefnunum saman. Hrærið smjör og sykur vel, bætið eggjunum út í og vanifludropum. Blandið þurrefnunum út í, þá hnet- um, eplunum og síðast mörðu kart- öflunum. Látið í stórt hringform og raðið eplabátunum ofan á. Bakið í u.þ.b. 1 klst. við 175° C. Sigtið ávaxtasykur eða flórsykur yfir kök- una eftir bakstur. -ingo matgæðingur vikunnar Frugit Thoroddsen er matgæðingur vikunnar: Þýskur p o ttréttu r og blábeijadeseit „Ég fékk uppskriftina að pott- réttinum hjá þýskum vinum mín- um fyrir u.þ.b. 4 árum. Ég elda hann alltaf af og til og finnst hann mjög góður. Hann er t.d. upplagður þegar maður á von á gestum því rétturinn er bæði saðsamur og drjúgur. Sjálf nota ég alltaf lamba- kjöt í hann, það bregst mér aldrei, og hef alltaf nýtt brauð með,“ sagði Frugit Thoroddsen, matgæðingur vikunnar að þessu sinni. Frugit gefur hér einnig uppskrift að eftirrétti með bláberjum. „Mér fannst það alveg upplagt því bláber eru í algjöru uppáhaldi hjá mér. Það er líka vel við hæfi því berja- tíminn er að koma.“ Uppskriftim- ar hennar Frugit birtast hér fyrir neðan. Pottréttur frá Þýska- landi 500 g kjöt (svína-, kálfa- eða kindakjöt) 2 b. löng hrísgrjón 4 b. kjötsoð (eða vatn og teningar) 1 b. sveppir 3 afhýddir tómatar 1 stór laukur olía til að steikja i 2-3 hvitlauksrif salt, pipar og karrí 1 b. rifinn ostur 2 msk. fersk steinselja Brytjið kjötið í smáa bita og brúnið í olíu á pönnu ásamt lauk og hrisgrjónum. Bætið kjötsoðinu út í og sjóðið í 10-15 mín. Setjið allt í leirpott (eða eldfast mót með loki) og bætið sveppum, tómötum og kryddi út í. Bakið (sjóðið) í ofni í 40-50 mín. við 200°C. Stráið rifnum osti þá yfir ásamt steinseljunni og stingið inn í ofn- inn í smástund án loksins svo að osturinn bráðni. Berið fram með köldu salati, nýju brauði og heitri taco- sósu. Bláberja-desert y2 lítri frosin bláber 1 dl strásykur 1 dl þeyttur rjómi Sósa: 4 eggjarauður 1 dl strásykur y2 dl sérrí y4 tsk. kaffiduft 4 matarlímsblöð Setjið frosin berin í skál og stráið sykri yfir. Þeytið eggjarauður og sykur vel saman. Hitið sérrí, kaffi- duft og matarlímsblöð saman í potti og hellið blöndunni saman við rjómann þegar hún hefur sam- lagast vel. Hellið sósunni að lokum yfir berin og þá er rétturinn tilbú- inn. Gott er að stinga honum inn í ísskáp um stund áður en hann er borinn fram. Frugit skorar á Unni Ingvadóttur í Hveragerði. -ingo Ferskt grænmeti Nú er rétti tíminn til þess að huga að léttum réttiun úr græn- meti þar sem það fæst aldrei ferskara en einmitt nú. íslenska grænmetið tínist nú inn á mark- aðinn og er lag að bæta við sig kunnáttu um það. í bókinni Hemmets kokebokklubb Gronsa- ker er að finna margar uppskrift- ir af ljúffengum grænmetisrétt- um sem áreiðanlega koma sér vel fyrir alla, sérstaklega þá sem vilja gæta að línunum og bæta viö matreiðslukunnáttu sina. Gratínerað og steikt grænmeti Allt grænmeti er gott gratíner- að. Tfl þess er gott aö þeyta tvær eggjarauður og rifinn ost og hella yfir soðið grænmeti í eld- fóstu móti. Grænmetið er síðan bakað í ofninum þar til það er orðið gullinbrúnt. Einnig er hægt að steikja flest grænmeti á pönnu. Best er að steikja það upp úr smjöri eða olíu. Gott er að snúa grænmetinu oft á pönnunni og steikja þar til það er orðið guflinbrúnt. Varist að salta fyrr en eftir að grænmetið er fúll- steikt því safinn lekur úr græn- metinu sé það gert. Brokkolí í ostasósu íslenska brokkolíiö er óðum að koma á markað og er það langbest þegar það er glænýtt. Brokkolí er Ijúffengt soöið og steikt og einnig er hægt að bræða beint yfir það ost. 500 g nýtt eöa frosiö brokkolí salt, pipar, þurrt sinnep 2 matskeiöar smjör 2 matskeiöar hveiti 3 dl grœnmetiskraftur 1 dl rjómi 50 gferskur rjómaostur 50-100 g mildur rifinn ostur Sjóðið brokkolí í léttsöltuðu vatni. Hellið vatninu og haldið brokkolíinu heitu. Bræðið smjör við hægan hita og látið hveiti og kraftinn á pönnuna. Þeytið sós- una jafha og látið sjóða í nokkr- ar mínútur. Bætið rjómaostinum út i og þeytið hann í sósuna. Lækkið hitann og látið rifna ost- inn bráðna í sósunni. Bætið salti, pipar og sinnepi út í sós- una. Leggið brokkolíið á hitað | fat og hellið ostasósunni yfir. Þetta má bera fram með fiski eða kjöti eða eitt sér. ; 3 litil blómkálshöfuö 1 tsk. edik í 1 lítra af vatni salt, pipar 2 laukar 3 matskeiöar smjör 2 dl hrísgrjón 4 dl kjöt- eöa grænmetiskraftur 1 hnífsoddur saffran eöa 12 tsk. gurkmeja 2 stilkar sellerí 2 blaölaukar 2 matskeióar tómatþykkni 200-400 g skinka eöa hamborgarhryggur 250 g grœnar baunir paprikukrydd finklippt steinselja Leggið blómkálið í kalt ediks- vatn. Steikið laukinn á pönnu og bætið hrísgrjónum við. Ut i þetta fer buljong, saffran og %-l tsk. salt. Soðið í 20 mínútur. Steikið saman sellerí og blaölaukshringi í smjöri með kraftinum, tómat- þykkni, skinkuteningum og baun- um. Sjóðiö blómkálshöfuðin í létt- söltuðu vatni. Hrærið skinku- blöndunni út í hrísgrjónin og smakkið til með pipar, papriku- kryddi og salti. Færið skinkuhrís- grjónin og blómkálið á heitt fat og stráið steinselju yfir. -em m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.