Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1996, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1996, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1996 DV mttír_________________________________________ Heilbri gðisstéttirnar beita uppsögnum í stað verkfalla í kjarabaráttunni: Læknar segja að hér sé um neyðarúrræði að ræða - úrelt lög um verkfallsrétt opinberra starfsmanna orsökin, segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB Menn brosa á alvörustundum í læknadeilunni í Karphúsinu. Hér heilsast þeir Gunnar Ingi Gunnarsson, formaður samninganefndar lækna, og Gunnar Sigurðsson, formaður samninganefndar ríkisins, þegar samningafundir hófust aftur eftir að Læknafélag Islands hafði skýrt nánar yfirlýsingu sína og samningamenn ríkisins samþykkt þá skýringu. DV-mynd Pjetur Á undanfomum misserum hafa heilbrigðisstéttirnar i landinu tekið það til bragðs í kjarabaráttu sinni að segja upp störfum í stað þess að beita verkfallsvopninu, eins og verkalýðshreyfingin hefur gert í gegnum tíðina. Það er óumdeilt að þessar stéttir hafa langsterkustu stöðuna i landinu til að þrýsta á um betri kjör með því að segja upp. Ef verkamenn segja upp störfum sín- um era ráðnir nýir verkamenn. Ef læknar segja upp störfum sínum eru ekki til i landinu læknar til að fylla skörð þeirra. Auk þess vinna heilbrigðisstéttirnar með líf og heilsu fólks og það vekur vissulega upp spumingar um siðferðið í sam- bandi við uppsagnirnar. Yfirlýsing Læknafélagsins Minna má á í þessu sambandi að stjóm Læknafélags íslands fundaði um þetta mál á dögunum og sam- þykkti þar ályktun sem fræg er orð- in. Þar var skorað á lækna að sækja ekki um stöður þeirra lækna sem sagt hafa upp. Þeir læknar sem hefðu hug á að sækja þama um vora beðnir að ræða við stjórn Læknafélagsins áður. Yfirlýsingin var samin og send út vegna þess að stjómin vissi að lögum samkvæmt verður að auglýsa stöður læknanna sem sögðu upp. Hér er auðvitað um að ræða inn- grip sem leiöir til þess að uppsagnir heilsugæslulæknanna verða að ólöglegu verkfalli. Þetta varð til þess að upp úr viðræðum lækna og samningamanna ríkisins slitnaði. Það var ekki fyrr en stjóm Lækna- félagsins hafði endurskoöað þessa yfirlýsingu að samningamálin komust aftur í gang. Spurning um siðferði Uppsagnir heilsugæslulækna nú hafa vakið upp spumingar um það siðferði að nota uppsögn i stað verk- „Ég tel aðrar aðferðir betrí og heppilegrí í kjarabaráttu en uppsagnir. Ég vil að fólk beiti verkfallsvopni eftir þeim lög- málum sem um verkföll gilda telji það sig ekki ná lengra í kjarasamningum með öðrum hætti," segir Ögmundur Jónas- son, formaður BSRB. Fréttaljós á laugardegi Sigurdór Sigurdórsson falls. Verkfalli er hægt að fresta með bráðabirgðalögum eða vísa deilunni til kjaradóms. Gegn upp- sögnum stétta eins og hjúkruna- rstéttanna er engin mótleikur til. Þess vegna hefur verið skipt úr verkfalli yfir í uppsagnir. Þetta er mjög umdeilt þegar um heilbrigðis- stéttirnar í landinu er að ræða. Gunnar Ingi Gunnarsson, formað- ur samninganefndar heilsugæslu- læknanna segir að uppsagnir þeirra séu hreint neyðarúrræði. Þær hafi verið gerðar tíl að knýja fram breyt- ingar á heilsugæslukerfinu sem hafi verið að hruni komið. Þegar þær breytingar voru tryggðar með samningum viö heilbrigðisráðherra á dögunum hafi verið eftir að gera nýja kjarasamninga við ríkið. Þar standi hnífurinn í kúnni. Úrelt lög um verkföll „Ég tel aðrar aðferðir betri og heppilegri í kjarabaráttu en upp- sagnir. Ég vil að fólk beiti verkfalls- vopni eftir þeim lögmálum sem um verkfóll gilda telji það sig ekki ná lengra í kjarasamningum með öör- um hætti. Það er aftur á móti stað- reynd aö þau lög sem gilda um verk- fall opinberra starfsmanna era svo úrelt og úr sér gengin og í raun andsnúin launafólki að þau hafa leitt til kjarabaráttu af þessu tagi að nota uppsagnir í stað verkfalls," sagði Ögmundur Jónasson, formað- ur BSRB, aðspurður um það siðferði að nota uppsagnir í stað verkfalls. Hann sagði að sér þætti þetta vera vond þróun. „Þess vegna ættu ráðamenn að fara að okkar ráðum og breyta lög- unum um verkfallsrétt opinberra starfsmanna á þann veg að hann verði sem líkastur því sem er á al- menna vinnumarkaðnum,“ sagði Ögmundur Jónasson. Læknaeiðurinn Hvað varðar uppsagnir lækna er það mál með nokkuð öðram hætti en annarra heilbrigðisstétta. Lækn- ar einir sverja eið að því að hjálpa fólki. „Þegar spurt er um siðferðið við uppsagnir lækna vil ég bara benda á læknaeiðinn. Samkvæmt honum getur læknir ekki neitað um læknis- hjálp. Menn eru aUtaf að vitna í læknalögin, þau ganga ekki eins langt í þessum efnum og sjálfur eið- urinn. Ég held að læknar telji upp- sagnimar vera hreint neyðarúrræði en ég spyr: Er það svo? Ég er ekki alveg viss um það,“ sagði Lára Mar- grét Ragnarsdóttir alþingismaður. Hún á sæti í heilbrigðis- og trygg- inganefnd Alþingis. Heilsugæslukerfi að hruni komið Gunnar Ingi Gunnarsson segir að það sé ekki rétt að læknar hafi not- að uppsagnir til að knýja á um launahækkun. „Uppsagnir okkar voru nauðvöm til þess að bjarga heilsugæslukerf- inu í landinu. Hin faglega staða heilsugæslunnar var aðalforsenda uppsagnanna. Þegar 4>ví máli var bjargað kom að kjarasamningum. Kjarasamningar lækna hljóta að I „Það hljómar ef til vill ein- kennilega að læknar hafi sagt upp til að bjarga starfi sínu og þá um leið heilsugæslukerfinu í landinu sem var að líða undir lok. Menn verða að trúa því að það var aðalástæðan fyrír upp- : sögum lækna," segir Gunnar Ingi Gunnarsson. vera óijúfandi hluti heilsugæslunn- ar í landinu," segir Gunnar Ingi. Hann segir lækna hafa verið að skoða það í meira en ár hvemig heilugæslan í þéttbýlinu hefur verið að þróast. Hún hafi verið á hröðu undanhaldi og læknar séð fram á að ef ekki yrði gripið til einhverra úr- ræða myndi það kerfi, öryggiskerfi frumþjónustunnar, detta út. „Við sáum líka að ef það gerðist í þéttbýlinu myndi það hafa keðju- verkandi áhrif um allt land. Staðan var orðin sú að nýliðun í okkar stétt, heilsugæslulæknanna, hvað varðar sérfræðinga á þvi sviði, var að detta út. Þess vegna urðum við sammála um að það gengi ekki leng- ur að taka málin vettlingatökum. Við ákváðum því að segja upp störf- um þar til þessi þáttur væri leystur, en ekki til að knýja á um hærri laun. Hann segir að síðan hafi viöræð- ur við heilbrigðisráðherra hafist um þessi mál og á niðurstöðum þeirra viðræðna hafi svo ráðherr- ann byggt sína stefnu í þessum mál- um til næstu ára. „Stefnu sem við erum mjög ánægðir með og teljum að bjargi heilsugæslunni í landinu,“ segir Gunnar Ingi. Hann segir að um leið og þetta var í höfn hafi skapast grundvöllur fyrir heilsugæslulækna til að endur- nýja kjarasamninga. „Við höfðum ekkert meö það að gera að endumýja samninga meðan kerfið var í ólestri. Það var ekki til neins þar sem við áttum að vinna í einhverri óljósri veröld og hlutverk okkar óljóst." Uppsagnir til að bjarga starfinu Það hljómar ef til vill einkenni- lega að læknar hafi sagt upp til að bjarga starfi sínu og þá um leið heilsugæslukerfinu í landinu sem var að liða undir lok. Menn verða að trúa því að það var aðalástæðan fyrir uppsögum lækna. Við höfðum engar forsendur til að gera kjara- samninga meðan sú þróun var í gangi að heilsugæslukerfið væri að líða undir lok. En síðan kom stefna heilbrigðisráðherra, sem við teljum að bjargi málinu. Þá fórum við að ræða við samninganefnd ríkisins með fullum skilningi heilbrigðis- ráðuneytisins. Uppsagnarfrestur okkar var framlengdur frá 1. maí til 1. ágúst síðastliðinn og á seinni hluta þess tímabils varð til þessi kjaralegi ágreiningur. Þess vegna er það rangt að kjarasamningarnir hafi verið forsenda uppsagnanna," segir Gunnar Ingi. Hann segir heilsugæslulækna hafa hrapað mjög í launum miðað við þær stéttir sem hafa verið næst- ar þeim undanfarin ár innan BHMR. Það þýði einfaldlega aö samninganefnd ríkisins hafi gert betri samninga við aðrar en lækna svo árum skiptir. Úviðunandi „Sennilegasta skýringin á því er sú að við læknar höfum ekki beitt neinum þrýstingi heldur bara rætt við menn yfir borðið. Þegar við byrjuðum að ræða við samninga- nefnd ríkisins sögðu þeir ágætu menn að við hefðum haft sama tæk- ifæri og aðrir til að gera samninga. Þá vaknar sú spurning hvaða skila- boð það eru til okkar. Ef þetta eru skilaboð þess efnis að það þurfi að fara út í einhvers konar stríðsá- stand til þess eins að halda sjó í launum, þá er það óviðunandi fyrir- komulag. Það er ekki sæmandi, hvorki okkar stétt né öðrum, að fara í stríð við þjóðina til að halda sjó í launum. Skilaboð samninga- nefndar rikisins til okkar þýða að aðrir hafi staðið sig betur í kjara- baráttunni, sagði Gunnar Ingi Gunnarsson. „Þegar spurt er um siðferðið við uppsagnir lækna vil ág bara benda á læknaeiðinn. Sam- kvæmt honum getur læknir ekki neitað um læknishjálp. Menn eru alltaf að vitna í læknalögin, þau ganga ekki eins langt í þessum efnum og sjálfur eiður- inn," segir Lára Margrét Ragn- arsdóttir alþingismaður SJÁÐU HVERNIG Helgarferð til Færeyja 29. ágúst verð á mann frá kr. 5.500,- Fjögurra manna fjölskylda með eigin bll til Danmerkur í ágúst og heim frá Danmörku 31. ágúst. Verð á mann, 2 fullorðnir og tvö böm yngri en 15 ára. ÞÖ FERÐ ÞÍNAR EIGIN LEIÐIR NORRÆNA FERÐASKRIFSTOFAN , Laugavegur 3, Sími: 562 6362 Ej AUSTFAR HF i Seyöisfirði, simi: 472 1111 £ Umboðsmenn um allt land % Frá kr. 18.760,- Frá kr.29.560,- Verðá mann aðra leið til Danmerkur i síðustu ferð með Norrænu 3. september. Bifreið kr 15.660,- $
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.