Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1996, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1996, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1996 JjV Apaköttnr, apaspil . . . hún var óvenjuljót konan sem heilsaði mér í speglinum á fóstudagsmorgun- inn þegar klukkuna vantaöi fimmtán mínútur í fimm ... að þú skulir vera til. í heilar þrjár mín- útúr fannst mér óhugsandi að nokkur kona í heiminum ætti eins bágt og ég. En eftir heita sturtu, tannburstun og kaffi leit lífið miklu betur út og koddafarið á vinstri kinninni var svo til horfið. Ég var komin í vinnuna upp úr hálfsex eins og venjulega og eftir tvo kaffibolla í viðbót fannst mér bara reglulega gaman að lifa, enda eins gott, langur dagur fram und- an. Morgunkarlamir mínir, Þor- geir og Þráinn, voru báðir í sum- arfríi, þannig að við Jóhann Jó- hannsson, sem sá um útsending- una þennan morguninn, vorum bara tvö þangað til viö heyrðum kunnuglegt fótatak, Inger Anna Aikman, sumarstúlka Bylgjunnar, var mætt og tímabært að fara að láta hendur standa fram úr erm- um. Verslunarmannahelgin tók auðvitað töluvert af tímanum í morgunþættinum að þessu sinni og eins og alltaf á föstudegi fyrir verslunarmannahelgi voru móts- haldarar fullir bjartsýni. Eftir að útsendingu lauk var ekki annað að gera en snúa sér að næsta verkefni sem var lokaundir- búningur fyrir útsendingar Bylgj- unnar um helgina og eftir hádegis- .. þegar ég kom heim var allt pússaö út úr dyrum, Georg búinn aö kveikja á kertum og kæla rósavín handa sinni örþreyttu kerlingu ... og þegar ég lagöist á koddann fannst mér óhugsandi aö nokkur kona í heiminum ætti eins gott og ég“, segir Margrét Blöndal. Dagur í lífi Margrétar Blöndal: eftir að þjóðbrautarmenn kvöddu og að loknum kvöldfréttmn Stöðv- ar 2 og Bylgjunnar hófst fjörið fyr- ir alvöru og við vorum að langt fram á kvöld. Signý, dóttir mín, sem er „alveg að verða fjórtán" kom með mér í vinnuna því að eft- ir útsendingu ætlaði ég að fara með hana upp í Grafarvog til Hrafnkels bróður míns, því að hann og hans góða kona ætluðu að fara með Börk Halldór, son sinn, og hana í fjallaferð um helgina. Við komum við í búð á leiðinni í Grafarvoginn og þegar ég var búin að skila táningnum mínum var hugurinn kominn til Hafnarfjarð- ar. Á miðri leið uppgötvaði ég að farsíminn, sem ég þurfti að nota í þyrlufluginu daginn eftir, var læstur svo ég fór aftur upp á Bylgju til að fínna út úr þvi. Gunnar Smári tækniséní var sem betur fer ekki farinn að sofa og gat bjargað mér og þá gat ég loksins farið heim, enda klukkan farin að nálgast miðnætti og mæting hjá Þyrluþjónustunni snemma daginn eftir. Oft hefur nú verið gott að koma heim til sín en sjaldan eins og þetta kvöld. Sara Hjördís, yngri dóttir mín, hafði dottið í tiltektar- stuð með pabba sínum - og þegar ég kom heim var allt pússað út úr dynrni, Georg búinn að kveikja á kertum og kæla rósavín handa sinni örþreyttu kerlingu . . . og Erilsöm verslunarmannahelgi í loftinu fréttir hófst eiginlega þessi helgart- öm sem ég hafði tekið að mér ásamt Erlu Friðgeirsdóttur og Pálma Guðmundssyni. Um miðjan dag fór að örla á svolítilli syfju hjá mér og ég ákvað að skreppa heim og leggja mig að- eins, en þegar ég var rétt sofnuð dreymdi mig að Björgvin Halldórs- son hringdi og spyrði mig hvort ég hefði ekki verið ráðin í vinnu upp á laun - ég sneri mér á hina hlið- ina og lét sem ég tæki ekki eftir þessu - enda maðurinn aldrei ver- ið neitt nema ljúfmennskan við mig - en einhvern veginn kveikti þetta á samviskubitinu og ég ákvað bara að drífa mig aftur í vinnuna. Við héldum útsendingum áfram þegar ég lagðist á koddann fannst mér óhugsandi að nokkur kona í heiminum ætti eins gott og ég. Finnur þú fimm breytingar? 371 Ég vil alls ekki fullyröa aö þér séuö einskis viröi, herra Jensen. Þaö er allavega hægt aö nota yöur sem viti til varnaöar. Nafn: _ Heimili: Vinningshafar fyrir þrjú hundruð sextugustu og níundu getraun reyndust vera: 1. Elísa Guðrún Elísdóttir 2. Kristrún Jóhannesdóttir Jörundarholti 25 Núpabakka 21 300 Akranes 109 Reykjavík Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kem- ur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi Funm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafhi þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: SHARP vasadiskó með útvarpi, að verðmæti kr. 7.100, frá Bræðrunum Ormsson, Lágmúla 8, Reykjavík. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur, að verðmæti kr. 1.790. Annars vegar James Bond-bókin Gullauga eða Goldeneye eftir John Gardner og hins vegar bók Luzanne North, Fín og rík og liðin lík. Vinningamir verða sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 371 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.