Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1996, Blaðsíða 30
38
útlönd
LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1996
Málaferlin gegn nasistanum Erich Priebke klúðursleg og þykja lykta af samsæri:
Mikil reiði og hneykslan braust
út á Ítalíu og víðar um heiminn þeg-
ar herréttur ákvað að láta mál Er-
ichs Priebkes, fyrrum SS-foringja
nasista, niður falla og sleppa honum
lausum. Erich Priebke, 83 ára, var
ákærður fyrir aðild að einu mesta
grimmdarverki nasista á Ítalíu í
seinni heimsstyrjöldinni, þegar 335
karlmenn, bæði fullorðnir og ung-
lingar, voru myrtir I Ardeatine-
hellunum nærri Róm. Hann fór ekki
leynt með aöild sína að morðunum
og var fundinn sekur. En dómari
mat það svo að málið félli undir 30
ára fymingarreglu og lét það niður
falla. Reyndar er dómsúrskurður-
inn svo flókinn að hann verður ekki
birtur í heild fyrr en eftir 3 mánuði.
I kjölfar þessara málaloka risu
áleitnar spurningar um áreiðan-
leika ítalska dómskerfisins. Var úr-
skurður dómarans álitinn köld
vatnsgusa framan í verði réttarör-
yggisins. Ítalía er eitt sjö landa þar
sem herdómstóll er enn starfandi.
Var þrýstingi beitt á ítalska þingið
að leggja þessar leifar stríðsáranna
niður, hefðbundinn borgaralegur
dómstóll hefði verið mun betur til
þess fallinn að fjalla um ákærurnar
á hendur Priebke. Þá þykir málið
hafa vakið upp óþægilegar minning-
ar um fasíska fortíð Ítalíu sem forð-
ast sé að taka á með afgerandi
hætti. Úrskurður dómara sé lýsandi
dæmi.
Erfiðleikar við framsal
Priebke var handtekinn skömmu
eftir dómsúrskurðinn og er enn í
haldi þar sem Þjóðverjar hafa til-
kynnt að þeir munu reyna að fá
hann framseldan svo sækja megi
hann til saka fyrir stríðsglæpi þar i
landi. En ljón eru í veginum.
Priebke var áður búsettur í Argent-
ínu og í samningi milli stjórnvalda
þar og italskra stjómvalda er skýrt
ákvæði um að ekki megi framselja
hann til þriðja landsins. Þá kveða
reglur Evrópusambandsins á um að
ekki megi framselja Priebke þar
sem hann hafi í raun verið sýknað-
ur af ákænnn í öðra sambandsríki.
Saksóknari í Þýskalandi hefur 40
daga til að fá framsalskröfu sam-
þykkta.
Priebke er með harösnúið lið lög-
manna á sínum snærum og hyggst
beita öllum ráðum til að forðast
framsal. En hann getur þó ekki snú-
ið aftur til síns heima þar sem
Argentínumenn hafa neitaö honum
um landvistarleyfi. Er vinna hafin á
ítaliu við að fá málaferlin fyrir her-
dómstólnum dæmd ógild svo rétta
megi í málinu að nýju.
Skotnir í hnakkann
Áður en lengra er haldið er rétt
að hverfa 52 ár aftur í tímann, til
Rómar stríðsáranna. Síðari hluta
23. mars 1944 sprengdu andófsmenn
sprengju í miðborg Rómar sem varð
33 hermönnum nasista að bana.
Sprengjan hafði verið falin í rusla-
fotu.
Adolf Hitler reiddist mjög yfir til-
ræðinu og fyrirskipaði strax að í
hefndarskyni skyldu 50 ítalir drepn-
ir fyrir hvern nasista sem fórst.
Yfirmanni þýsku herjanna á Ítalíu,
Kesselring marskálki, tókst þó með
herkjum að fá Hitler til að sætta sig
við 10 ítali fyrir hvem nasista.
Næstu nótt var unnið hörðum
höndum við að finna fómarlömb.
Með dyggri aðstoð Carusos, lög-
reglustjóra fasista, tókst að finna
330 karlmenn frá 15 ára aldri. Þar á
meðal voru 55 gyðingar og 50 fang-
elsaðir glæpamenn auk óbreyttra
borgara sem voru handteknir nærri
tilræðisstaðnum deginum áður.
Klukkan tvö næsta dag var byrjað
að ferja fómarlömbin að Ardeatine-
hellunum í nágrenni Rómar. Menn-
imir vom leiddir inn í botn hell-
anna, hver í fylgd SS-sveitarmanns.
Þar vom þeir neyddir til að krjúpa
og skotnir i hnakkann. Þannig
gengu aftökurnar fyrir sig fram eft-
ir degi og uröu síðustu fórnarlömb-
in að skríða yfir líkin á leið til af-
töku.
Sá sem merkti við á nafnalistan-
um og fylgdist með að allt gengi
samkvæmt áætlun var Erich
Priebke. Hann hefur viöurkennt að
hafa sjálfur skotið tvo eða þrjá
fanga. Áthygli vekur að fómarlömb-
in voru 335 en ekki 330. Priebke,
sjálfur bókhaldari fjöldamorðanna,
segir reikningsskekkju hafa valdið
fjölguninni en leitt er að því getum
að Priebke hafi bætt við listann af
illgimi einni saman.
Erlent fréttaljós
á laugardegi
Eftir aftökurnar reyndu nasistar
að sprengja hellana til að fela sönn-
unargögnin en sú aðgerð tókst ekki
sem skyldi.
Flúði til Argentínu
Priebke lenti í fangabúðum Breta
í Rimini en slapp þaðan 1948 og
hvarf. Allan tímann tókst honum að
halda aðild sinni að morðunum
leyndri. Priebke tókst að flýja frá
Ítalíu og hélt til Bariloche í Andes-
Qöllum í Argentínu. Þar rak hann
hótel og kjörbúð sem sérhæfði sig í
áleggi og var einn af homsteinum
samfélags sem taldi ófáa Þjóðverja.
Priebke var nánast gleymdur og
grafinn en stofnun nasistaveiðarans
Símonar Wiesenthals hafði upp á
Priebke í Argentínu. Enda ekki
erfitt verk þar sem hann notaði sitt
rétta nafn og var skráður í síma-
skrána. En nasistaveiðarar töluðu
fyrir
daufum eyrum þegar þeir reyndu að
fá ítali til krefjast framsals Priebkes
og að sækja hann til saka fyrir
stríðsglæpi.
Það var ekki fyrr en lið frá ABC-
sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum
bankaði upp á heima hjá Priebke
fyrir tveimur ámm og sendi út við-
tal með honum að hjólin tóku að
snúast. I viðtalinu viðurkenndi
Priebke að hafa átt aðild að
fjöldamorðunum og hafa sjálfur
myrt að minnsta kosti eitt fómar-
lambanna. Fyrst í kjölfar viðtalsins
kröfðust ítalir framsals Priebkes.
Hann var síðar handtekinn og flutt-
ur til Ítalíu í vor þar sem umtöluð
réttarhöld hófust.
Ekki neyddur til að
hlýða sKÍpunum
Priebke heldur því fram að hann
hafi einungis verið að hlýða skipun-
um, að öðrum kosti hefði hann sjálf-
ur verið skotinn. En reglur þýska
hersins á þessum tíma veittu her-
mönnum tækifæri til að neita að
taka fanga
af lífi
Öll framvinda máls Erichs Priebkes fyrir herdómstólnum hefur vaklö upp spurningar um hlutleysi dómarans. Haft
var eftir dómaranum meöan á málaferlunum stóö aö hann áliti aö Priebke heföi aöeins veriö aö framfylgja skipun-
um og aö láta ætti hann lausan. Símamyndir Reuter
og var sá réttur oftar en ekki virtur
af yfirmönnum. í máli Priebkes
háttaði þannig til að hermenn her-
deildarinnar, sem varð fyrir tilræði
andófsmanna, neituðu að taka þátt í
hefndarmorðunum og var þeim ekki
refsað fyrir. Sú fullyrðing Priebkes
að morðin hafi verið lögmæt hefnd-
araðgerð en ekki glæpur þykir síð-
an afhjúpa hann sem kaldirfjaðan
og samviskulausan morðingja. Við
bætist að Priebke var þekktur fyrir
ákafa sinn í starfi fyrir SS-sveitim-
ar og hjálpaði til við pyntingar í að-
alstöðvum Gestapo í Róm. Þar beitti
hann hnúajárnum á fanga og sagði
að þeim væri best að tala. Þeir
mundu deyja en gætu sparað sér
miklar kvalir.
En tveir af þremur dómurum her-
dómstólsins ákváðu að líta til góðr-
ar hegðunar Priebkes í Argentínu,
„minni háttar“ þátttöku hans í
fjöldamorðunum og loks aldurs í úr-
skurði sínum um niðurfellingu
málsins. Beittu þeir fymingará-
kvæðum að auki.
Röð mistaka í mála-
rekstrinum
Málaferlin þykja afar klúðursleg
og lykta af samsæri. Fróðir menn
segja að hjá þessum dómsfarsa hefði
mátt komast. í fyrsta lagi hefði ekki
átt að sækja Priebke til saka sem
fyrrum hermann fyrir herrétti þar
sem reglulega er fjallað um brot
hermanna. í öðru lagi hefði ekki átt
að ákæra hann fyrir fjöldamorð
heldur glæpi gegn mannkyninu. Þá
hefðu fyrningarákvæðin ekki gilt.
Öll framvinda máls Erichs Prieb-
kes fyrir herdómstólnum hefur vak-
iö upp spumingar um hlutleysi
dómarans. Haft var eftir dómaran-
um meðan á málaferlunum stóð að
hann áliti að Priebke hefði aðeins
verið að framfylgja skipunum og að
láta ætti hann lausan. Við bætist að
dómarinn neitaði að hlusta á fram-
burð mögulegra vitna.
Eitt vitni, gamall nasisti sem allir
héldu dauðan og grafinn, bauðst til
að segja frá þátttöku Priebkes í
morðunum en honum virðist hafa
verið hótað. Reyndi hann að flýja
frá hóteli sínu, klifraði út um
glugga á annarri hæð en féll niður
og mjaðmagrindarbrotnaði. Vitnaði
hann í sjúkrahúsi en þá var fram-
burður hans skyndilega í samræmi
við málflutning verjendanna.
Hitler skemmt
Mál Priebkes þykir vekja fleiri
spumingar en það svarar. Verði
hann framseldur til Þýskalands
munu vakna spumingar um hvem-
ig fyrrum nasistum hefur tekist að
lifa góðu lífi i Argentínu og víðar
eftir stríðslok. Böndin berast þá að
leyniþjónustum' ýmissa landa og
þykir kaldhæðnislegt að Mossad í
ísrael skuli vera þar á meðal.
Priebke heldur því fram að vand-
ræði hans nú séu samantekin ráð
illgjarnra gyðinga en hann þykir þó
hafa sloppið ve), Til merkis um það
má geta forsíðu eins dagblaðs á ítal-
íu sem birti mynd af hlæjandi
Hitler í helvíti á forsíðunni og text-
ann: „Ég ætti að láta taka mitt mál
fyrir á Ítalíu“.
Reuter, Observer, Independent,
The Times o.fl.