Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1996, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1996, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 10. AGUST 1996 Lyfjafræðingur sem stýrir rannsókn á nýrri lyfjameðferð gegn eyðni á íslandi: Ný von um eðlilegt með eyðniveir „Við erum farin að sjá ljós við enda dimmra ganga í baráttunni við eyðniveiruna. Búið er að finna þrjár gerðir lyfja sem reynast mjög vel til þess að fækka veirunum," segir Hjörleifur Þórarinsson lyfjafræðing- ur sem sér um eyðnirannsóknir á íslandi. Hjörleifur starfar fyrir stærsta lyfjafyrirtæki í heimi, Glaxo Wellcome, en það á dótturfyrirtæki á íslandi þar sem sex starfsmenn vinna. Fyrirtækið var stofnað 1990 og er eina erlenda lyfjafyrirtækið með sjálfstæða skrifstofu. Glaxo Wellcome vinnur meðal annars að eyðnirannsóknum og setti nýlega á markað lyf sem lofar góðu í barátt- unni við eyðni. Tvö lyf saman lofa góðu „Við sjáum um markaðssetningu á lyfjum okkar og samskipti við heilbrigðisyfirvöld um skrásetningu lyfjanna. Einnig stundum við rann- sóknir á nýjum lyfjum. Eyðnirann- sóknir á íslandi hafa snúist mest um faraldsfræði. Skoðuð er tíðni, útbreiðsla og þróun sjúkdómsins á íslandi,“ segir Hjörleifur. Að sögn Hjörleifs kynnti Glaxo Wellcome í fyrravetur í fyrsta sinn niðurstöður af nýju lyfi sem fyrir- tækið hafði prófað gegn eyðnivei- runni. Það var lyfíð epivir sem gef- ið er með öðru lyfi, AZT. Niðurstöð- urnar þykja lofa góðu þegar þessi tvö lyf eru notuð samtímis. Að sögn Hjörleifs sækja íslenskir læknar eyðniþing og fylgjast vel með öllu sem gerist á þessu sviði. Læknar sem sóttu ráðstefnu í Glasgow í jan- úar 1995 komu að máli við Hjörleif og starfsfélaga hans og vildu fá lyfið til íslands. Gallinn var að lyfið var enn á rannsóknarstigi og var því ekki samþykkt af heilbrigðisyfir- völdum," segir Hjörleifur. Hröð þróun Lyfið epivir hefur verið þróað mjög hratt og geflð með AZT fækkar það HlV-veirunum í líkamanum. Ár- angurinn verður einnig sá að svokölluðum T4 hjálparfrumum fjölgar. Þær eru auk HlV-veirunnar taldar þegar meta á árangur með- ferðarinnar. Þar sem lyfið var hvergi skráð var erfitt að fá það til landsins. Glaxo Wellcome hefur þá stefnu að selja ekki eða dreifa lyfi sem ekki hefur fengið samþykki heilbrigðisyf- irvalda. Lyf í rannsóknum ganga í gegnum nokkur stig. Þegar búið er að rannsaka lyfið áður en það er gef- ið fólki taka við fjögur skref. Fyrst er lyfið gefið heilbrigðum einstakling- um, sjálfboðaliðum sem oft eru lækna- eða lyfjafræðinemar. Á öðru stigi er lyfið gefið tiltölulega litlum hópi sjúklinga. Á þriðja stigi er lyfið gefið stórum hópi sjúklinga. Þá þekkja menn áhrif lyfsins og skammtastærðir. Fjórða stig tekur við eftir markaðssetningu lyfsins. Þessi skref geta tekið frá fjórum árum upp i tíu ár. Það þarf að vinna tiltölulega hratt að þróun eyðnilyfja og það er mikill þrýstingur frá sjúkl- ingum. Á þriðja stigi er öllum upp- lýsingum safnað saman og þær send- ar heilbrigðisyfirvöldum. Að þeim gögnum skoðuðum eru lyfin sam- þykkt. íslensk heilbrigðisyfirvöld fengu gögnin um epivirlyfið í ágúst í fyrra. Samþykki fæst í nokkrum löndum „Stundum tekur tvö ár að fá lyf samþykkt. Vonandi gengur það eitt- hvað fyrr núna. Búið er að sam- þykkja epivir í Bandaríkjunum, Brasilíu, Sviss, Nýja-Sjálandi, Ástr- alíu og Úrúgvæ. Epivir var sam- þykkt í löndum Evrópusambands- ins í fyrradag. Farið er að flytja lyfið til íslands og sjúklingar geta nú fengið það án þess að vera þátttakendur í rann- sókninni. íslensk heilbrigðisyfir- völd hafa veitt innflutningsleyfi fyr- ir lyfinu," segir Hjörleifur. Að sögn Hjörleifs vildu læknarnir fá lyfið sem fyrst til þess að prófa það á sjúklingum sínum. Glaxo Well- come setti þvi í gang rannsóknar- verkefni sem fólst í því að lyfið var gefið sjúklingum sem ekki höfðu þol- að fyrri HIV-lyQameðferð eða höfðu verið með versnandi sjúkdóm í tólf mánuði. Þannig fengu læknamir að- gang að lyfinu. Sjúklingamir fengu upplýsingar um lyfið og gáfu sam- þykki sitt til þess að prófa það. Þeir fóru í læknisskoðun mánaðarlega þar sem meðál annars vom mældar T4 hjálparfmmumar en það er einn mælikvarði á virkni meðferðarinn- ar. Rannsókninni lauk í júlí. „Þegar maður tekur þátt í rann- sókn sem mörg lönd taka þátt í sam- an er ekki hægt að draga ályktanir fyrr en búið er að vinna úr öllum gögnum. Alls tóku 40.000 sjúklingar i fimmtán þjóðlöndum þátt i þessari rannsókn, þar af 14 á íslandi. Við lit- um á það sem okkar verkefni að hjálpa læknunum til þess að nálgast lyfið. Leiðin til þess var að setja þessa rannsókn I gang,“ segir Hjör- leifur. Þrýst á um lækningu Að sögn Hjörleifs em HlV-smitað- ir sjúklingar mjög meðvitaður hóp- ur. HlV-jákvæðir mæta á ráðstefnur sem haldnar em um eyðni og þrýsta á lækna og lyfjafyrirtæki um að fá lyf um leið og fréttist af einhverju nýju á markaðnum. Það nýjasta sem er að gerast í þessum málum er að farið er að nota þrjú lyf til þess að vinna á veirunni. Þriðja lyfið ræðst að veirunni á öðrum stað en lyf úr flokki AZT og epivir. „Um leið og fólk sýkist af veirunni fer i gang mikil varnarbar- átta í líkamanum. Milljarðar veira sækja að varnarkerfi líkamans og HlV-smitaðir fara að veikjast þegar varnarkerfi líkamans hættir að hafa undan. Því er rætt um það í dag að vænlegast sé að gripa fljótt inn með lyfjameðferð til þess að fækka veir- unum svo ónæmiskerfið yfirkeyrist ekki. Mjög góður árangur hefur komið í ljós við notkun þriggja lyíja- meðferða. Þá eru skotmörkin orðin þrjú og miklu meiri líkur á því að náist að fækka veirunum. Veiran á það til að breyta sér og verða ónæm fyrir meðferð ef einungis er gefið eitt lyf,“ segir Hjörleifur. Milliverkanir óþekktar Þegar verið er að gefa lyf saman í fyrsta sinn eru milliverkanir þeirra ekki alltaf þekktar. Sum hafa ein- hver áhrif á líffæri líkamans. „Venjulega viljum við vera búnir að kanna milliverkanir áður en við mælum með að lyf séu gefin saman. Alnæmi er alvarlegur sjúkdómur og því eru læknar og sjúklingar ekkert sérstaklega viðkvæmir fyrir því þó allar upplýsingar um milliverkanir séu ekki þekktar á þessu stigi,“ seg- ir Hjörleifur. nýtt eyðnilyf til Islands í vikunni Dregið úr smiti fóstra Nú þegar hefur dregið úr HIV- smiti hjá samkynhneigðum því þeir eru orðnir meðvitaðri um sjúkdóm- inn. Einnig hefur dregið úr smiti hjá nýburum HlV-jákvæðra mæðra sem fengu AZT á meðgöngunni. Veirunum fækkaði við meðferðina og börn smituðust síður i móður- kviði og við fæðingu. „Önnur lyf eru einnig á markaðn- um en það er ekki sama hvernig þriggja lyfja meðferðin er samsett fyrir sjúklinga. Það sem verkar á einn verkar kannski ekki á annan. Menn eru alltaf að þróa ný lyf. Ver- ið er að vinna að lyfi sem hjálpar til við fjölgun hvítu blóðkornanna til þess að byggja upp varnarkerfi lík- amans og verið að vinna að þróun bóluefnis," segir Hjör- leifur. Endanleg lækning á *. þessum voðalega sjúk- dómi er langt i frá í sjón- máli en þó er mögulegt að HlV-smitaðir og eyðnismit- aðir gætu lifað með veiruna í sér ef henni væri haldið niðri með lyfjum. Auðvitað gera menn sér alltaf vonir um að geta upprætt veiruna en það mesta sem menn þora að vona í dag er að hægt sé að koma í veg fyrir að hún yfirkeyri ónæmiskerfið og fólk gæti lifað með henni vel eins og hægt er. -em PIONEER PIONEER PIONEER PIONEER PIONEER PIONEER PlONEER PlðF r u) rasorui mmvm ...í gæðaflokki! N-760Á N -460 A • Magnari: 2x70w (RMS, 1kHz, 6£2) • Útvarp: FM/AM, 24 stöðva minni • Geislaspilari: Einfaldur „Slot ln“ • Segulbandstæki: Tvöfalt Dolby B • Hátalarar: Tvískiptir 70w (DIN) N -160 > • Magnari: 2x35w (RMS, 1kHz, 6£1) • Útvarp: FM/AM, 24 stöðva minni • Geislaspilari: Einfaldur „Slot ln“ • Segulbandstæki: Tvöfalt Dolby B • Hátalarar: Tvískiptir 35w (DIN) 49.900,- • Magnari: 2x1 OOw (RMS, 1kHz, 80) • Útvarp: FM/AM, 24 stöðva minni • Geislaspilari: Tekur ■bÞT-lHIFl • Segulbandstæki: Tvöfalt Dolby B • Hátalarar: Þrískiptir 100w (DIN) < N -260 • Magnari: 2x70w (RMS, 1kHz, 60) • Útvarp: FM/AM, 24 stöðva minni • Geislaspilari: Einfaldur „Slot ln“ • Segulbandstæki: Tvöfalt Dolby B • Hátalarar: Tvískiptir 70w (DIN) 39.900, NS-t A • Magnari: 2x35w (RMS, 1kHz,) fram, 1x55w (RMS, 100Hz) • Útvarp: FM/AM, 24 stöðva minni - Geislaspilari: Einfaldur • Segulbandstæki: Einfalt „Slot ln“ • Hátalarar: Tvískiptir, auk bassa NS 60 > • Magnari: 2x30w (RMS, 1kHz, 60) • Útvarp: FM/AM, 30 stöðva minni • Geislaspilari: KriBMEHlHiCl • Segulbandstæki: Tvöfalt • Hátalarar: Tvískiptir 30w (DIN) Umbobsmenn um land ollt Vesturland: Hljómsýn, Akranesi. Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi.Blómsturvellir, Hellissandi. Guðni Hallgrímsson, Grundarfirði. Asubúð.Búðardal Vestfirðir: Geirseyrarbúöin, Patreksfirði. Laufið, Bolungarvík.Hljómborg, ísafirði. Norðurland: Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Hljómver, Akureyri. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Austurland: Kf. Hóraðsbúa, Egilsstööum. Verslunin Tónspil, Neskaupsstað. Suðurland: Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Ljósboginn.Keflavík. Rafborg, Grindavík. Hðnnun: Gunnar Steinþórsson / FÍT / BO-08.96-Pioneer/Hljómtœki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.