Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1996, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1996, Blaðsíða 25
DV LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1996 25 fólk Bandarísk söngkona og prófessor kynntist íslendingum á Internetinu: Ég varð ástfangin af íslenskri tónlist - segir Judy Gans sem syngur íslensk einsöngslög á tónleikum í september „Ástæðan fyrir því að ég ákvað að koma til íslands var að ég kynntist íslenskum vini í gegnum tölvuna á Internetinu. Við skiptumst á ýms- um hlutum úr okkar þjóðlifi og ég bað hann um að senda mér íslenska tónlist," segir bandaríski prófessor- inn og söngkonan frá Texas, Judy Gans, í símaviðtali við DV. Hún er fyrrum prófessor við Kristilega há- skólann í Texas, í Fort Worth. Hún er nýlega hætt þar sem hún hefur hugsað sér að snúa sér eingöngu að tónlistinni. Judy hefur kynnst fleiri en einum íslendingi í gegnum Internetið og fengið áhuga á íslenskri tónlist í kjölfarið. Nú syngur hún íslensk einsöngslög og kemur hingað til lands í september og heldur tón- leika í Digraneskirkju 14. septem- ber. Einnig mun hún halda tónleika á landsbyggðinni þann 12. septem- ber. „Ég er að skrifa doktorsritgerð í tónlist, með bókmenntir sem sérfag, en samt þekkti ég ekkert til ís- lenskrar tónlistar þegar vinur minn byrjaði að senda mér tónlist. Hann sendi mér fyrst tónlist fyrir kóra og síðar einsöngslög og ég varð ást- hér í Bandaríkjunum. Ég uni mér vel við rannsóknir og reyndar líka við tónlistarflutning og það varð úr að ég ákvað að koma hingað i smá- ferðalag og halda tvenna tónleika í leiðinni," segir Judy. Síðari hluti ferðarinnar verður helgaður íslensku tónlistinni og Judy hyggur á einhverjar rannsókn- ir á henni. Hún hefur lagt heilmikla vinnu í það að læra íslensk lög og eytt miklum tíma í að hlusta á ís- lenska geisladiska. Hún segir að það sé nauðsynlegt fyrir sig að skilja það sem hún er að syngja um og þess vegna hefur hún þýtt öll lögin sem hún syngur. Hún þýðir upp úr orðabókum það sem hún getur og hefur annars notið aðstoðar frá is- lenskum vinum. Krefjandi tungumál „Tungumálið er mjög krefjandi og ég eyddi miklum tíma í að hlusta á geisladiska og einnig hlustaði ég á vini mina tala islensku við mig í símann til að ég gæti betur náð tök- um á hljómfalli og blæbrigðum málsins. Einnig kynntist ég íslensk- um nema í framhaldsnámi við ríkisháskólann í Austin í Texas. Hann heitir Sigurður Magn- og hann bauð mér til sín einn dag- inn til að æfa mig í málinu og ég gerði það. Ég lærði heilmikið á því. En ég er ekki viss um að ég beygi öll orðin alltaf rétt.“ Judy kemur til með að skipta tón- leikunum á íslandi í tvennt. í fyrri hluta tónleikanna syngur hún lög eftir Franz Schubert, Donaudy og Richard Strauss. Seinni hlutinn er blanda af bandarískri andlegri tón- list og íslensku lögunum. Næstu árin verða helguð tónlistinni og Judy hyggur á tónleikaferðalag um öll Bandaríkin. Næstajvor leggur hún liklega land undír fót og fer til Ástralíu til að spila þar. Einnig von- ast hún til þess að komast aftur til íslands. „Faðir minn var atvinnuflugmað- ur í flughernum þannig að ég ferð- aðist mjög mikið í æsku. Við sett- umst að lokum að i Texas. Ég fór í háskólann í Norður-Texas og síðan í Kristilega háskólann í Texas í fram- haldsnám. Núna er ég að klára dokt- orsnámið mitt sem er söngur (vocal performance) og er komin aftur í háskólann í Norður-Texas. Maður- inn minn, Melbourne, vinnur við varnarmál og sonur minn er í há- skóla. Svo má ekki gleyma köttun- um minum tveimur og hundinum," segir þessi glaðværa Suðurríkja- kona sem er farin að hlakka til þess að sjá land elds og ísa þar sem fólk talar þetta flókna tungumál sem hún hefur lært að syngja á. -em Bandaríska söngkonan og prófessorinn Judy Gans frá Texas varð ástfang- in af íslenskum lögum og hefur lært aö syngja þau. Taktu þátt í spermandi maraþonleik 09 þú getur átt von á glæsilegum vinningum. ÞaS eina sem þú þarft að gera er að svara spurningunum hér að neðan og senda inn svarseðilinn til DV og þú ert kominn í pottinn. Vikulega verða dregnir út 5 heppnir vinningshafar sem fá fría skráningu í Reykjavíkur maraþonið sem er þann 18. ágúst næstkomandi. Nöfn vinningshafa munu birtast í Helgarblaði DV. ¥$§íué&§írm \é, áf 4r#fy?ir éí fJ#$ítefir 3 íþróttagallar og bolir frá Mizuno 3 líkamsræktarkort frá líkams- ræktarstöðinni Mætti 5 kassar af heilsudrykknum Aquarius frá Vífilfelli 5 Barilla pastakörfur frá SS 2 pitsuveislur fyrir 3 frá Pizza 67 Sendu inn svarseðilinn núna 09 þú ert með í pottinum frá byrjun. Þú getur sent inn eins marga seðla og þú vilt. (Ekki er tekið við Ijósritum.) Utanáskriftin er: DV-maraþon, Þverholti 11, 105 Reykjavík. l) Hvaða dag er Reykjavíkur maraþon í ágúst nk.? 2) Hvað er skemmtiskokkið margir km? 3) Hvað fá allir þátttakendur í Reykjavíkur maraþoni þegar þeir koma í mark ? Nafn: Heimilisfang: Póstnúmer/staður: Kennitala: * Ath. þetta er ekki skráning í Reykjavíkur marðiþonið Eftirtaldir hafa unnið sér inn fría skráningu í Reykjavíkur maraþoninu þann 18. ágúst nk. Bjarni Sæmundsson, Helgi Vi&arsson Margrét Sigurðardóttir, Jóhanna G. Arnardóttir, Sigurður Helgi Mognússon, 'Njólsgötu 110, Gautlandi 5, Lyngneiðill, Árbót- Aðaldal, Blöndubakka ó, :105 Reykjavík 108 Reykjavík 810 Hveragerði 641 Húsavík 109 Reykjavík Vinningshafar eru beðnir að hafa samband við skrifstofu Reykjavjkur maraþons
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.