Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1996, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1996, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1996 fréttir* Fráttaritari á ferð tii Papeyjar: LANGUR LAUGARDAGUR Á LAUGAVEGI OG í NÁGRENNI! Nú er tækifærið til að gera verulega góð kaup í miðbænum! Allar verslanir eru opnar til kl. 17. Haustútsölurnar eru í hámarki og flestar þeirra rúmlega 300 verslana við Laugaveg og nágrenni eru með útsölur eða afslátt í einhverri mynd. Frítt í öll bílageymsluhús í miðbænum. Eyjan er sannkölluð paradís á jörð Það er fallegnr júlidagur á Djúpa- vogi. Austfjarðaþokan hverfur smá saman bak við fjöllin, -sólin er farin að skína. Ferðalangar misjafnlega langt að komnir týnast niður að höfn þar sem m/b Gísli í Papey ligg- ur bundinn við bryggju. Már Karls- son einn af eigendum Papeyjarferða býður ferðalanga velkomna um borð. Fréttaritari ásamt ungum syni sínum ákveða að slást í hópinn. Skipsstjórinn Stefán Aðalsteinsson ræsir vélarnar, landfestar eru leyst- ar og nú skal haldið af stað á við ævintýranna, tæplega klukkustund- ar sigling er framundan. Við erum á leið út í Papey. Merk bókmenntasaga Veðrið er eins og best verður á kosið, sjórinn nær sléttur, Búlands- tindur 1069m gnæfir tignarlegur yfir Djúpavogi sem við fjarlægjumst nú en nálgumst óðar Papey sem er um 2 ferkílómetrar að stærð. Jó- hanna Másdóttir er leiðsögumaður okkar í þessari ferð og ætlar hún að ganga með okkur um eyjuna og rifja upp sögu hennar en Papey á sér merka sögu í fombókamenntum. Þar er sagt frá veru Papa fyrir komu norrænna manna til landsins. Papamir voru kristnir menn frá ír- landi sem höfðu sig á brott þegar Norðmenn fóra að byggja ísland, því þeir vildu ekki vera innan um heiðna menn. Ömefni í Papey sem minna á veru írsku munkanna era tildæmis írsku hólamir og Papa- tættur. Stansað innan um fuglagarg Sigríður Gísladóttir, Ingibjörg Gísladóttir, Svandís, uppeldisdóttir Sigríðar, og Gunnþóra Gísladóttir. Aðaleyjmmi fylgja margar úteyj- ar og er stærst þeirra Arnarey. Við siglum sem leið liggur Sauðeyjar- sund fram með Sauðey, Hvanney og Arfakletti inná svokallaða Árhöfn þar sem mestu og tignarlegustu fuglabjörgin eru, Góðbjarg og Skálm. Eft- ir stuttan stans innan um fuglagarg í þessari stórkost- legu náttúruparadis siglum við inná Selavog þar sem við tökum land. Fyrsti áfang- astaðurinn er Hellisbjarg sem er hæsti staður á eyj- unni og stendur .siglingavit- inn sem reistur var árið 1922 þar. Þaðan er útsýnið mjög fagurt. Til austurs sést Skrúðurinn og í suður Hval- nesið. Landslagið í Papey svipar mjög til Búlandsins í grennd við Djúpavog. Há klettabelti og mýrarsund á milli svo gott er að vera vel skóaður í göngunni. Eftir að hafa notið náttúrufegurðar- innar lá leið okkar niður í Áttahringsvog sem komið er inní sé áttin óhagstæð í Sela- vognum. Við virðum fyrir okkur fuglalífið í Flatey sem er lengsta og grösugasta út- eyjan. Eftir rúmlega 2.klst göngu sem ég segi aðeins frá I grófum dráttum liggur leið okkar að Bjargi bænum sem Gísli Þorvarðarson byggði upp rétt upp úr aldamótum. En það eru afkomendur Vitinn á Hellisbjargi. hans sem eru eigendur Papeyjar og Papeyjarferða. Gísli keypti Papey Það var árið 1900 sem Gísli Þor- varðarson keypti Papey og flutti þangað ásamt konu sinni Margréti Gunnarsdóttur. Þeim Margréti varð 10 bama auðið og náðu 7 þeirra full- orðinsaldri. Árið 1910 lést Margrét af bamsförum. Gísli var tvíkvænt- ur. Seinni kona hans var Jóhanna Gunnarsdóttir systir Margrétar. Þau eignuðust 4 börn og komust 3 þeirra upp. Gísli í Papey og kona hans voru þekkt um allt Austurland fyrir frábæra gestrisni og höfðings- skap við austfirska sjómenn og aðra þá er þar komu að landi. Og er greinilegt að þau hafa rétt mörgum hjálparhönd og ber stórt bréfasafn til Gísla, sem nú er geymt á Lands- DV-myndir HEB bókasafninu í Reykjavik, því vitni. Gísli lést árið 1948. Árið eftir flutti fólkið burt úr eynni og eftir það var hún í eyði, nema hvað Gústaf Gísla- son var þar á sumrin með sína fjöl- skyldu. Árið 1961 ári eftir að kona Gústafs lést flytja þau systkinin hann og Sigriður ásamt Svandísi 3. ára bamabami Gústafs út í ey og era þar allan ársins hring í 5 ár eða til 1966. Eftir það voru þau aðeins þar á sumrin. Þar sem ég sit í sól- inni fyrir framan gamla Papeyjar- bæinn og maula nestið mitt, læt ég hugann reika til fortíðarinnar og reyni að gera mér hugarlund, hvemig hafi verið að alast upp hér. Sigríður dóttir Gísla er orðin 90 ára. Þrátt fyrir háan aldur er hún vel em. Hún kemur alltaf af og til í eyna sína. Hún ætlar að reyna að svala forvitni minni. Hátíðisdagar ef gestir komu „Það var alltaf margt fólk, vanalega 14-16 manns í heimili. Ætli það hafi ekki verið svipað að alast upp hér og á öðrum sveita- bæjum, nema hvað fuglinn var. Það voru oft langir tímar sem ekki kom maður á vetrin en það vora alltaf hátíðisdagar þegar gestir komu. Það voru oft sjó- menn austan af fjörðum, eft margir bátar í einu sem lágu af sér vont veður og leituðu hafnar. Ég man allt- af þegar pabbi fór suður árið 1916 að sækja Síðu- Hall bát sem þeir voru að kaupa hann, Karl Stein- grímsson og Elís Jónsson verslunarstjóri, þá sagði hann okkur að honum stæði til boða að kaupa Bessastaði eða Viðey. En það var fuglaveiðiskapm-- inn sem réð því að Papey varð fyrir valinu. Um alda- mótin þegar hann keypti Papey stóð honum einnig til boða að kaupa Brú á Jökuldal, við krakkarnir hugsuðum oft um það að það gæti hafa verið gaman að búa á Brú. Þeg- ar litið er til baka undrast maður stundum að enginn skyldi nokkum tíma detta þegar við krakkarnir vorum að skoða fuglana en þá var farið að kalla heiman að bæn- um,“segir Sigríður. Það var sannarlega gaman að heimsækja Papey skoða sig um og láta hugann reika. Við komum að sjálfsögðu við í minnstu og elstu timburkirkju landsins sem er talin vera frá árinu 1807. Við göngum hljóðlátlega því rétt norðan við bæ- inn er Einbúi kirkja huldufólksins og þar sem dagurinn í dag er sunnu- dagur er einmitt messa hjá þeim núna. Meðan Jóhanna fer með hóp- inn að Hafnarbjörgum þar sem einna mesta ritubyggðin á landinu er, ákveðum við mæðginin að hvíla okkur á göngunni og setjast hjá Margréti Gústafsdóttur sem hefur komið sér vel fyrir við í notarlegu sumarhúsi á eynni. Eins og forverar hennar gerðu tekur hún á móti okk- ur með höfðingsskap. Meðan kaffið rennur ljúflega niður með nýbökuð- um pönnukökum bakar sólin okkur. Kyrrðin á veröndinni er ótrúleg, í gegnum sjávamiðinn heyrum við vélarhljóð í skipi sem er út við sjón- deildarhringinn. Dagur er kominn að kveldi, Papeyjarfararnir týnast um borð á ný, eftir stórkostlegan dag. Lundinn sýnir okkur listir sín- ar í kveðjuskini, fuglagargið fjar- lægist smá saman og Búlandastind- urinn færist okkur nær á ný. Papey var sannarlega þess virði að heim- sækja og voru allir sammála um að þetta hafi verið sannkölluð „PARA- DÍS Á JÖRГ. -Hafdís Erla Bogadóttir. Sími 562 2262 >rgart Bílcfshöfða Skeifunni 5 la 14, Reýkjavík teyl Skeitunni 5, Reykjavik Bæjarhrauni 6, Hafnarfirði NY GERO - VINDUHRAÐI1050 SNUNINGAR TAKMARKAD MAGN ■■■■■ Fagor FE-1054 þvottavélln er einstaklega einföld í nqtkun. Vinduhraði: 1050 sn/mín. Stærö: fyrlr 5 kg Hæö: 85 cm Breidd: 60cm Dýpt: 60 cm Einnig: 550 sn. 650 sn. 850 sn. þvottavélar fáanlegar á góöu verði FAGOR FAGOR FE-1054 StaOgreltt kr. 49.900- é<. frt01 RÖNNING BORGARTÚNI 24 SÍMI: 562 40 1 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.