Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1996, Blaðsíða 6
mmm útlönd LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1996 Skugga bar á þegar Jeltsín sór stiröur eiö sem forseti Rússlands: Ráðleysi Rússa algert í átökum í Tsjetsjeníu Borís Jeltsín sór í gær eiö sem forseti Rússlands næstu f]ögur ár. Var það í fyrsta skipti sem Jeltsín kom fram opinberlega frá því hann var kosinn forseti í byrjun júlí. Jeltsín, sem er 65 ára, var stirður og stífur við innsetninguna en komst þó klakklaust í gegnum hana. Hann stóð einungis 16 mínútur á sviðinu og talaði ekki nema 45 sekúndur. Þótti framkoma hans gera lítið til að slá á efasemdir um heilsufar hans. En Jeltsín virtist öruggari með sig í móttöku eftir innsetninguna, hélt stutta ræðu og dreypti á kampa- víni. Rússneskir stjórnmálamenn sögðu forsetann vera í góðu formi og tók Helmut Kohl, kanslari Þýska- lands, undir þau orð. Sagðist hann stuttar fréttir Kröfðust lokunar ísraelar ítrekuðu kröfur sín- ar um lokun skrifstofu Frelsis- samtaka Palestínumanna, PLO, í austurhluta Jerúsalem og sögðu hana ráðandi um árangur friðarviðræðnanna. Palestínu- menn segja hins vegar að lokun eyði allri von i friðarferlinu. Dole velur Bob Dole, forsetaefni repúblikana, hefur ákveðið varaforseta- efni sitt, en þegar blaðið fór í prentun hafði hann ekki tilkynnt hver hefði orðið fyrir valinu. Verjast flóðum Yflrvöld í Kína fluttu 10 þús- und manns frá heimilum sínum vegna flóðahættu viö borgina Tianjin. Var reynt að stækka vamargarða og beina ánni í annan farveg. Froskum fargað Tilraunir austurrískra aðila til að bjarga 22 þúsund júgóslavneskum froskum frá dauða í ítölskum veitingahús- um báru ekki árangur. Dýra- fræðingar sögðu að vistkerfið biði skaða af ef froskamir fengju að lifa. Samhverfir hraustir Nýjar rannsóknir sýna að karlmenn með samhverfa (sym- metrical) líkamsbyggingu séu hraustari og láti frá sér meira sæði við samfarir. Þá kemur fram að samhverfar konur eigi síður á hættu að fá brjóstakrabbamein. Bilið minnkar Kosninga- ráðgjafar BUls Clintons Bandaríkja- forseta sögðu að Bob Dole ætti eftir að sækja í sig veðrið og ræða reglulega við Jeltsín í síma. „Við höfum fengið fínan keisara," sagði þjóðernissinninn Vladimír Zhírínovskí eftir móttökuna. Jeltsín, sem vill stöðugleika í landsstjóminni, mælti með því að þingið samþykkti Viktor Tsjerno- myrdín sem forsætisráðherra næstu fjögur ár en hann hefur gegnt því embætti frá 1994. Mun þingið ræða framtíð forsætisráðherrans í dag. Tsjernomyrdín verður Jeltsín innan handar og tekur við forsetaembætti í þrjá mánuði, eða fram að kosning- um, reynist Jeltsín ófær um að stjóma landinu. En Rússar höfðu í raun litlu að fagna i gær þar sem uppreisnar- menn í Tsjetsjeníu höfðu tögl og hagldir í stríði sínu við rússneska herinn. Með stórsókn síðustu sólar- hringa höfðu þeir náð höfuðborg- inni, Grosní, á sitt vald og lokað fjölda rússneskra hermanna inni í borginni. Heimildir innan rússneska hers- ins sögðu algert stjórnleysi ríkja í Tsjetsjeníu. Innikróaðar hersveitir Rússa reyndu ekki einu sinni að veita mótspyrnu heldur stunduðu þær óvirka varnarbaráttu. Fréttastofan Interfax sagði upp- reisnarmenn ráða öllum helstu sam- gönguleiðum borgarinnar, þar með töldum flugvellinum. Orðrómur um að uppreisnarmenn væra aö hörfa undan rússneksum liðsstyrk fékkst ekki staðfestur. Uppreisnarmenn réðust inn i Grosní á þriðjudag og hófust þá hörðustu átök í borginni frá því rússneski herinn fældi uppreisnar- menn þaðan snemma árs 1995. Ekki er búist við að uppreisnarmenn, sem krefjast sjálfstæðis Tsjetsjeníu, haldi Grosní lengi á valdi sinu. En uppreisnarmenn segja að takmarki þeirra sé náð, að afhjúpa sviksemi Jeltsíns þar sem hann lét umsamið vopnahlé frá því fyrir kosningár renna út í sandinn. Yfir 30 þúsund manns hafa týnt lífi síðan átök hófust í Tsjetsjeníu í desember 1994. Átök síðustu daga þykja hafa undirstrikað ráðleysi rússneskra stjómvalda og eru talin munu setja sterkan svip á nýhafið kjörtímabil Jeltsíns. Reuter minnka forskot Clintons í skoð- anakönnunum, óháð því hvern Dole veldi sem varaforsetaefni. Breyta gönguleið Kaþólikkar í Londonderry á Norður-írlandi féllust á að breyta leið fyrir mótmæla- göngu en lögregla og borgarbú- ar höfðu óttast átök göngu- manna við mótmælendur. Reuter Enn er leitað fórnarlamba aurskriðunnar sem féll yfir tjaldstæði á Norður-Spáni og varð a.m.k. 76 manns að bana. Á myndinni ieita spænskir heimavarnarliðar að fórnarlömbum í lóni um 15 kílómetra frá tjaldstæðinu. Á lóninu flýtur alls kyns brak úr hamförunum. Símamynd Reuter Bófaflokkar ógna öryggi útlendinga í Suður-Afríku: Þremur ferðamönnum rænt Þremur ferðamönnum var rænt í Suður-Afríku í gær og hefur ekkert til þeirra spurst. Lögregla hefur fundið lítinn fólksflutningabíl sem mennimir voru í þegar ránið var framið en hann stóð mannlaus í hverfi blökkumanna í Jóhannesar- borg. Mennimir, sem allir eru á þrí- tugsaldri, leigðu bíl og bílstjóra á flugvellinum i Jóhannesarborg. En vopnaður bófaflokkur stöðvaði bíl- inn á leið til hótelsins, neyddi bíl- stjórann út, rændi af honum vesk- inu og ók á brott með skelfingu lostna ferðamennina. Ekki er vitað hverjir ferðamenn- irnir þrír era en bílstjórinn sagði í yfirheyrslum að þeir hefðu talað mjög góða ensku en verið ókunnug- ir í Jóhannesarborg. Virtist sem þeir hefðu verið í viðskiptaerind- um. Lögreglu þykir undarlegt að bíll- inn skyldi finnast en mennimir ekki. Ekkert er vitað um afdrif þeirra en menn óttast hið versta. Rán og gripdeildir era mjög algeng- ar í Suður- Afríku og verða erlendir ferðamenn oftar en ekki fyrir barð- inu á glæpagengjum. Bílstjórinn sagði að töluverð umferð hefði ver- ið þegar ránið átti sér stað en eng- inn hefði hirt um að koma til hjálp- ar. Reuter Kauphallir og vöruverð erlendis I Foreldrar franskra fórn- arlamba í mál Foreldrar þriggja ungra Frakka, sem fórast þegar TWA- þotan fórst undan austurströnd Bandaríkjanna með 230 manns innanborðs, hafa höfðað mál í Frakklandi í tilraun til að neyða bandaríska rannsóknar- aðila til að gefa meiri upplýs- ingar um niðurstöður af starfi sínu. Vilja foreldrarnir að Frakkar taki einnig þátt í rann- sókn slyssins samkvæmt frönskum reglum. Talsmaður foreldranna segir að misvísandi yfírlýsingar um orsök flugslyssins hafi valdið foreldrunum ómældum sárs- auka. Hann heldur því fram að Frakkar hafi lögsögu í öllum sakamálum gegn frönskum borgurum í flugvélum og gildi einu hvar þær séu skráðar. Reknir fyrir að þiggja mútur DV, Kaupmannahöfn: Fjölmargir starfsmenn danska sendiráðsins í Pakistan hafa verið reknir fyrir aö gefa falska stimpla í vegabréf gegn greiöslu. Starfsemin hefur við- gengist í fjölda ára í sendiráð- inu í Islamabad og ótölulegur flöldi starfsmanna tekið þátt í svindlinu. Ekki er vitað um hve mikla peninga er að ræða en um er að ræða fólk sem vann í sjálfu sendiráðinu og fékk greitt fyrir að gefa út falska stimpla. Um- ræddir starfsmenn eru allir Pakistanar en mútuþægni er viðurkennt vandamál í landinu enda laun lág. Pakistanar standa nú marga daga í röð fyrir utan sendiráð Dana í von um vegabréfsáritun. Röðin skýrist af því aö Danir hafa skilgreint Pakistan sem flóttamannaland og óttast að allir sem fá að ferðast til Dan- merkur muni sækja um varan- legt dvalarleyfi. -pj Kylfusveinar reknir í síðbuxur Kylfusveinar gylfinganna Steve Jones og Toms Lehmans, sem taka þátt í PGA-golfmótinu i Bandaríkjunum, ollu óvæntu uppnámi á mótinu í gær þegar þeir ákváðu að klæðast stutt- buxum. Mjög heitt var í veðri og sáu þeir fram á erfiðan dag. En ekki leið á löngu áður en umsjónarmaður mótsins, full- trúi gamalla hefða og ná- kvæmra hegðunarreglna iþrótt- arinnar, birtist afar strangur á svip. Skipaði hann kylfusvein- unum að fara í síðbuxur, að öðram kosti yrðu þeir frá að hverfa. Kylfusveinarnir virtust hafa reiknað með þessum við- brögðum, höfðu síðbuxur við höndina og skiptu frammi fyrir um 50 áhorfendum. En kylfu- sveinn Nicks Faldos fékk að vera í sínum stuttbuxum. Sveinninn var nefnilega kona og um þær gilda ekki sömu reglur varðandi klæðnað. Laganemi myrti fjöl- skyldu sína Grískur laganemi viður- kenndi í gær að hafa myrt for- eldra sína og þrjá aðra fjöl- skyldumeðlimi og hlutað lík- ama þeirra í sundur með keðju- sög. Theophilos Sehidis, 24 ára, sagði við yfirheyrslur að hann heföi myrt fjölskyldu sína á fimm dögum á eynni Thasos. Hann setti sumar likamsleif- anna í ruslapoka, flutti þá á fastalandið og henti þeim á ruslahauga. Lögreglan segir að Sehidis sé andlega vanheill. Reuter -• t ;*•» X X
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.