Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1996, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1996, Blaðsíða 56
Kópavogur: Tveir teknir með mikið af fíkniefnum Tveir menn um tvítugt voru handteknir í Kópavogi aöfaranótt fóstudags vegna gruns um neyslu og sölu á flkniefnum. Báðir mennirnir hafa gengist við neyslu og annar við sölu og dreifingu. Alls fannst eitthvað á 7. tug gramma fikniefna á mönnunum og telst það nokkuð stór fundur. Þeir eru í haldi lögreglunnar í Kópavogi og málið er þar i rannsókn. -sv Frumsýnum nyjan Nissan Terrano II ‘97 Verð frá kr. 2.254.000.- NIS5AN Veðrið á morgun: Suðaustankaldi Á morgun verður suðaustankaldi og fer að rigna um landið suðvest- an- og vestanvert. Eins má sums staðar reikna með lítils háttar rigningu um tíma síðdegis norðan- og austan til. Hiti verður víðast á bilinu 11 til 16 stig, hlýjast norðanlands. Veðrið í dag er á bls. 57. Veðrið á mánudag: Sums staðar smáskúrir Á mánudag er búist við hægri breytilegri eða suðvestlægri átt. Skýjað verður með köflum og sums staðar smáskúrir vestanlands. Hiti verður á bilinu 9 til 16 stig, áfram hlýjast norðanlands. Sunnudagur Lögreglan fyrir utan húsnæði við Skúlagötu í gær - einn hinna fjölmörgu staða þar sem lögð hefur verið áhersla á að fylgjast með í eftirliti meö fíkniefnum. Um og eftir helgi mun lögreglan grípa til hertra aðgerða og munu áherslur m.a. breytast. Lögreglustjóri hefur gefið skýr fyrirmæli um að gefa fíkniefnasölum og neytendum engin griö. DV-mynd S Fíkniefnabæli: Fyrirmæli um hertar aðgerðir Lögreglan í Reykjavík mun um helgina og á næstu dögum breyta áherslum og herða aðgerðir gegn neyslu og sölu fíkniefna. Lögreglan hefur látið til skarar skríða við að- setur neytenda við Mjölnisholt, Vatnsstig, Vagnhöfða og íbúð í Breiðholti að undanfornu en nú er einnig lögð áhersla á að fylgjast með og „áreiti gert“ gagnvart fólki sem hefur haldið til í iðnaðarhúsnæði við Skúlagötu. „Það eru skýr fyrirmæli frá lög- reglustjóra að halda miskunnar- laust áfram aðgerðum okkar,“ sagði heimildarmaður innan lögreglunn- ar í samtali við DV í gær. Sam- kvæmt upplýsingum DV mun áhersla verða lögð á sölukerfi fikni- efnasala og „litlu grenin". Hilmar Þorbjörnsson aðstoðaryf- irlögregluþjónn sagði í samtali við DV að með aðgerðum síðustu vikna hefði tekist að halda stórum hópi unglinga frá fikniefnabælunum. -Ótt EG HELD E(3 FARI LÍKA AÐ FÁ GEYMP- AR ÁVÍSANIR! 13^ Mánudagur FjórfiiUtur I. mmdmgiur Vertu viðbúm(tn) vinnmgí Vinningstölur 10.8/96 {23)(27)(29) KIN FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fulirar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagbl LAUGARDAGUR 10. AGUST 1996 Tæplega þrítugur Reykvíkingur dæmdur í stórfelldu og kerfisbundnu Qársvikamáli: milljóna fjársvik fóru í spilakassa og fyllirí - handtekinn Magnús Björgvin Sveinsson, 29 ára Reykvíkingur, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fang- elsi og til að greiða tugum fyrir- tækja sex milljónir króna fyrir stórfelld og kerfisbundin íjársvik sem hann framdi í viðskiptalífinu nánast á öllu höfuðborgarsvæðið- inu frá tímabilinu október 1994 til júní 1995. Magnús viðurkenndi að a.m.k. stór hluti svikanna, sem námu mun hærri upphæð, samtals um átta milljónum króna, hefði runnið í spilakassa, óreglu og á leið úr landi eftir skemmtanir. Þaim 15. júní 1995 handtók RLR Magnús á Keflavíkurflugvelli. Hann var þá á leiö úr landi. Jörðin var nánast farin að loga undir manninum enda hafði honum þá tekist síðustu 8 mánuði á undan að svíkja út vörur frá tugum fyrir- tækja fyrir átta milijónir króna - aðallega með því að gefa út inn- stæðulausa „geymslutékka". Sum fyrirtækin sveik hann í nokkur skipti. Þannig fékk hann vörur af- hentar og síðan annaðhvort seldi að hafa svikið tugi fyrirtækja með „geymslutékkum‘ þær eða „týndi“ þeim, eins og hann sagði fyrir dómi. Hann hefði hins vegar ekkert hugsað um það hvem- ig hann gæti endurgreitt hlutina. Magnús lagði áherslu á að kaupa bíla, vélsleða, húsgögn og tölvur, málverk, skartgripi og fjöl- mörg gasgrill, sjónvörp, mynd- bandstæki og fleiri muni sem til- tölulega auðveldlega var hægt að endurselja öðrum. Það kvaðst hann m.a. hafa gert í „fyllirís- rugli“ og ætlað fjármunina sem hann fékk fyrir vörumar í fyllirí og spilakassa. Sem dæmi keypti Magnús tvær tölvur fyrir 439 þúsund króna inn- stæðulausan tékka hjá Boðeind hf. sem átti að geyma. Magnús viður- kenndi að hann hefði selt tölvumar einhverjum sem hann man ekki hver var - fyrir fjórðung kaupverðs- ins. Þetta hefði verið gert til að fjár- magna fíkn hans i spilakassa. Tugir fyrirtækja töpuðu fé á við- skiptum sínum við Magnús - oft- ast vegna þess að þau tóku geymslutékka hans góða og gilda. Olíuverslun Islands, Rúmfatalager- inn, Húsasmiðjan, Hljómco, Mikla- torg hf., Veitir hf. og Japis em þeir aðilar sem eiga háar kröfur á hendur Magnúsi en tugir annarra komu við sögu i málinu. Ekki er góð von til þess að fyrirtækin fái kröfur sínar greiddar enda hefur nánast ekkert af vörunum komist til skila og sakbomingurinn, sem á sína fangavist fyrir höndum, er eignalaus. Ingibjörg Benediktsdótt- ir héraðsdómari kvað upp dóminn. -Ótt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.