Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1996, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1996, Blaðsíða 49
LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1996 Léttir til fyrir austan Veigar Margeirsson trompetleik- ari. Djass í Ytri- Njarðvíkurkirkju Vefgar Margeirsson trompet- leikari heldur djasstónleika í Ytri-Njarðvíkurkirkju annað kvöld. Með honum á tónleikun- um er einvalalið. Þórir Baldurs- son leikur á píanó, Tómas R. Einarsson á bassa, Pétur Grét- arsson á trommur, Jóel Pálsson á saxófón og Sigrún Sævarsdótt- ir á básúnu. Efnisskráin verður fjölbreytt, gamlir standardar í bland við eigið efiii og tónlist af suðrænum toga. Veigar er á leið til Danmerk- ur þann 14. ágúst sem fúlltrúi ís- lands í alþjóðlegri stórsveit á vegum Rytmíska konservatorís- ins í Kaupmannahöfn og tekur hann þátt i tónleikaferð sveitar- innar um Evrópu. Tónleikamir hefjast kl. 20.30. Tónleikar Sumarkvöld við orgeiið í tónleikaröðinni Sumarkvöld við orgelið annað kvöld leikur Lenka Mátéavá á orgelið í Hall- grímskirkju og heijast tónleikar hennar kl. 20.30. Lenka hefur starfað hér á landi frá 1990, nú síðustu árin sem organisti Fella- og Hólakirkju. Hún leikur fjögur þekkt orgelverk, tokkötu, adagio og fúgu í C-dúr eftir Bach, Meyerbeer-fantasíu og fúgu Liszt, Cambat de la mort et de la vie eftir Messiaen og Mato ast- inata eftir Petr Eben. Skógar- og útivistardagur Ýmis félög og samtök í Hafn- arfirði standa fyrir skógar- og úti- vistardegi í dag við Hvaleyrar- vatn. Dagskráin hefst kl. 10.00 með ávarpi en síöan tekur hver dagskrárliðurinn við af öðrum. Farið verður í tvær gönguferðir. Önnur er um hálftímalöng en hin um tveir klukkutímar. krakkam- ir fá að fara í skemmtilegan rat- leik og að fara á hestbak. Kl. 16.00 er síðasti dagskrárliðurinn, heitt grill verbur til reiðu fyrir þá sem það vilja nota og verður grillað undir harmoníkuspili og söng. Útivera Viðeyjarhátíð Á morgun verður mikil gleðihá- tíð fyrir alla fjölskylduna í Viðey og verða ýmsar uppákomur auk þess sem boðið verður upp á kók og SS-pylsur, Emilíana Torrini, Radíusbræður og Bítlavinafélagið koma við sögu og þá verða ýmis leiktæki í gangi. Á klukkutíma- fresti verður síðan staðarhaldari með skoðunarferðir frá kl. 13.00. Gengið Almennt gengi LÍ nr. 167 09.08.1996 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollgengi Dollar 66,160 66,500 67,990 Pund 102,660 103,190 102,760 Kan. dollar 48,250 48,550 49,490 Dönsk kr. 11,5340 11,5950 11,3860 Norsk kr 10,3350 10,3920 10,2800 Sænsk kr. 9,9470 10,0020 9,9710 Fi. mark 14,8220 14,9090 14,2690 Fra. franki 13,0830 13,1580 13,0010 Belg. franki 2,1661 2,1791 2,1398 Sviss. franki 54,8400 55,1400 53,5000 Holl. gyllini 39,8000 40,0300 39,3100 Þýskt mark 44,6900 44,9200 43,9600 ít. lira 0,04357 0,04385 0,04368 Aust. sch. 6,3480 6,3870 6,2510 Port. escudo 0,4342 0,4369 0,4287 Spá. peseti 0,5249 0,5281 0,5283 Jap. yen 0,61180 0,61540 0,62670 írskt pund 106,490 107,150 105,990 SDR 96,31000 96,89000 97,60000 ECU 83,9300 84,4400 83,21000 Simsvari vegna gengisskráningar 5623270 Suður af landinu er víðátfimiikið lægðarsvæði sem þokast suðaustur og grynnist en miili Vestfjarða og Grænlands er 998 mb smálægð á hægri hreyfingu austur. Veðrið í dag í dag verður hæg breytileg eða suðaustlæg átt. Léttir til um norðan- og austanvert landið. Hiti 10 til 13 stig út við ströndina en allt að 20 stigum í innsveitum norðanlands og vestan. Á höfuðborgarsvæðinu léttir til í dag og er spáð 10 til 15 stiga hita. Sólarlag í Reykjavík: 23.10 Sólarupprás á morgun: 5.07 SiðdegisQóð í Reykjavík: 15.22 Árdegisflóð á morgun: 4.46 Veðrið kl. 12 á hádegi: Akureyri Akurnes skýjaó 18 Bergsstaðir skýjað 17 Bolungarvík skýjaö 12 Egilsstaðir súld á síð.kls. 12 Keflavíkurflugv. skýjaó 14 Kirkjubkl. rigning 12 Raufarhöfn hálfskýjað 11 Reykjavík skýjaö 15 Stórhöfði rigning 11 Helsinki léttskýjaö 23 Kaupmannah. skýjaó 23 Ósló alskýjaö 18 Stokkhólmur úrkoma í grennd 18 Þórshöfn súld 11 Amsterdam skýjað 26 Barcelona léttskýjað 29 Chicago heiöskírt 18 Frankfurt skýjað 26 Glasgow skýjað 19 Hamborg skýjaö 24 London alskýjaö 20 Los Angeles þokumóða 19 Lúxemborg skýjaö 26 Madrid heiðskírt 30 Mallorca léttskýjaö 30 París skýjað 25 Róm léttskýjaö 29 Valencia léttskýjað 30 New York mistur 23 Nuuk skýjað 5 Vín léttskýjaö 25 Washington alskýjað 23 Winnipeg skýjaö 12 Stripshow í Rósenbergkjallaranum: Kraftmikið rokk á miðnætti Hljómsveitin Strips- | how mun skemmta gest- um í Rósenbergkjallaran- um á miðnæturtónleik- um í kvöld. Á tónleikun- um verður meðal annars ■ kynnt nýtt efni af fjórtán H laga plötu sem Stripshow mun gefa út í september. Tónlist Stripshow hefur tekið nokkrum breyting- um að undanfomu, en ^ aðalsmerki sveitarinnar I er sem fyrr kraffmikið rokk, reykur, sápukúlur Skemmtanir og lífleg framkoma. Stripshow er skipuð fjórum hressum strák- um. Um sönginn sér Guðmundur Aðalsteins- son, Ingólfur Geirdal leikur á gítar, Sigurður Geirdal á bassa og Bjarki Þór Magnússon sér um áslátt á trommur. Stripshow hefur leik á miðnætti f Rosenbergkjallaranum. -EYboR,- Eru á batavegi Myndgátan hér aö ofan lýsir nafnoröi. dagsönn * Elijah Wood og Paul Hogan leika frændur sem búa á lítilli eyju og stunda sjóinn. Flipper Flipper er ný fjölskyldumynd sem Sam-bíóin tóku til sýningar í dag. Myndin segir frá hinum fjórtán ára Sandy Ricks sem þyk- ir uppreisnargjarn. Þegar myndin hefst er hann langt í frá að vera ánægður með lífið þar sem hann hefur verið sendur til einangraðr- ar eyju þar sem honum hefúr ver- ið skipað að eyða sumrinu með frænda sínum. Sá er fyrrum hippi og var á sínum tíma rótari hjá Beach Boys áður en hann sagði sig úr samfélaginu og gerðist ein- búi á eyjunni, þar sem hann stundar fiskveiðar til að hafa í sig Kvikmyndir og á. Frændinn reynist mun skemmtilegri en Ricks átti von á og smám saman fer hann að kunna vel við sig á eyjunni og lendir brátt í ævintýri sem hann á aldrei eftir að gleyma. Það er ástralski leikarinn Paul Hogan sem leikur frændann, en hann er þekktastur fyrir að leika Krókódíla-Dundee. Sandy er leik- inn af Elijah Wood, sem hefur margsannað sig sem einn besti barnaleikarinn sem völ er á um þessar mundir. Aðrir leikarar eru Chelsea Field, Isaac Hayes og Jonathan Banks. Leikstjóri er Alan Shapiro. Nýjar myndir Haskólabíó: Svarti sauðurinn Laugarásbíó: Mulholland Falls Saga-bíó: Flipper Bíóhöllin: Sérsveitin Bíóborgin: Tveir skrýtnir og einn verri Regnboginn: Sannleikurinn um hunda og ketti Stjörnubió: Nornaklíkan wwiMiwf Skylmingar og strandblak Um helgina verður boðið upp á að fylgjast með tveimur íþróttagreinum sem ekki hefur farið mikið fyrir hér á landi, skylmingum og strandblaki. Skylmingar eiga auknum vin- sældum að fagna og í fyrsta skipti er um helgina mót með þátttöku erlendra keppenda. Mótið kallast Viking Cup ’96 og er keppnin háði í Kaplakrika í Hafnarfirði. í dag er keppt í ein- staklingskeppni bæði í opnum flokki karla og kvenna. Úrsli- takeppnin verður um kl. 17.00. Á morgun verður svo liðakeppni og er áætlað að úrslitin verði kl. 14.00. íþróttir Keppni í strandblaki hefur ekki verið háð hér á landi svo mótið sem verður um helgina í Nauthólsvík er það fyrsta. Strandblak er vinsæl íþrótta- grein og er skemmst að minnast þess að í fyrsta sinn var keppt á ólympíuleikum í þessari iþrótt í Atlanta á dögunum. Á mótinu í Nauthólsvík verður keppt í tveggja manna liðum karla og kvenna um glæsileg verðlaun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.